Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Mjög góð 5 herb. 131,5 fm íbúð á 2. hæð á frábærum stað við KR-völlinn. Íbúðin skiptist m.a. í 3 góð svefnherbergi, 2 sam- liggjandi stofur, eldhús og baðherbergi. Gengt úr svefnherbergi út í garð og úr stofu út á mjög stórar svalir á móti suð- vestri. Íbúðin er laus fljótlega. Staðsetn- ingin er alveg við þjónustumiðstöðina á Aflagranda. Verð 17,5 millj. 4ra-5 herbergja Flyðrugrandi STÆRSTI hópur sem útskrifast hefur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti útskrifaðist frá skól- anum fyrir skömmu. Athöfnin var haldin í íþróttahúsi skólans við Austurberg. Þetta var í 59. sinn sem skólinn útskrifar nemendur. Alls fengu 288 nemendur próf- skírteini og var skiptingin á þá leið að 184 nemendur fengu stúdents- prófsskírteini, 22 nemendur fengu skírteini af verslunarbraut, 101 nemandi fékk skírteini af starfs- námsbrautum og loks fengu 3 nem- endur af starfsbraut lokaskírteini. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Róbert Traustason, í sjúkra- liðanámi náði Guðrún Ásgeirs- dóttir bestum árangri, Mercedes Graciela Berger á handíðabraut, Hrafnhildur Eyþórsdóttir á húsa- smíðabraut, Finnjón Ásgeirsson á rafvirkjabraut og Arnfríður Krist- insdóttir á snyrtibraut. Þá náði Elísabet Yuka Takefusa bestum ár- angri á starfsbraut. Ýmsir aðilar veittu nemendum viðurkenningar, m.a. Búnaðar- banki Íslands, Edda/Mál og menn- ing, Rotaryklúbbur Breiðholts og Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella. Aldrei fleiri útskrifaðir frá FB SJÖ nemendur úr Hafralækjarskóla í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu léku á afrísk hljóðfæri fyrir gesti og gang- andi á Glerártorgi á Akureyri á kosningadaginn. Tilgangurinn var að safna peningum fyrir börn í Írak og voru krakkarnir í samstarfi við Rauða kross Íslands. Tónlistarfólk- inu var vel tekið og sjálf voru þau himinlifandi með móttökurnar. „Þetta var virkilega gaman, hingað kom mikið af fólki og við söfnuðum fullt af peningum,“ sagði Rán Guð- mundsdóttir, ein úr hópnum. Með henni spiluðu Anna Gunnarsdóttir, Sigurður Marteinsson, Jónas Þór Viðarsson, Böðvar Jónsson, Ragna Þorsteinsdóttir og Sóley Smáradótt- ir. Málefni barna í Írak voru til um- ræðu í enskutíma krakkanna í skól- anum og þar kom hugmyndin upp að safna peningum handa börnum þar með þessum hætti. „Við höfum ekki kosningarétt og ákváðum því að nota daginn til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi.“ Hópurinn kallar sig Nomne Mar- imba, eða Sjö en afrísku hljóðfærin sem þau léku á heita Marimba og Mbira. Í febrúar sl. komu norskar stelpur í Hafralækjarskóla í þrjá daga og kenndu á hljóðfærin en frá þeim tíma hafa krakkarnir æft sig sjálf, auk þess sem Robert Faulkner tónlistarkennari hefur verið þeim til aðstoðar. Þetta var í fyrsta skipti sem þau spiluðu utan skólans en í skólanum er mikið tónlistarlíf. Þau munu spila á ráðstefnu norrænna tónlistarkennara, sem fram fer í Reykjavík í lok júní en einnig hafa þau sett stefnuna til Húsavíkur. Söfnuðu peningum fyrir börn í Írak Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.