Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐAHÚSIÐ, sól-skin, Hrafn segir fráheimildamyndunum:„Það hefur verið aðþróast ákveðin sýn inni í mér, bæði á höfuðborgina og landið. Þessi sýn hefur kannski skekkst og mótast við það að ég hef verið að búa til bíómyndir og þurft að leita að stöðum sem gætu verið Ísland á landnámsöld – spekúlera í því hvern- ig þessir staðir litu út. Hvað höfum við gert sem hefur breytt þeim? Þessi vangavelta var kveikjan að Ís- landi í öðru ljósi; byrjaði þegar ég fór að leita að tökustöðum fyrir Hrafn- inn flýgur. Hvað Reykjavík í öðru ljósi varð- ar, þá var fyrsta kveikjan, þegar ég las hugmyndir Kjarvals um að byggð yrði glerhvelfing ofan á hitaveitu- tankana í Öskjuhlíð. Þetta var löngu fyrir daga Perlunnar. Svo gerðist það. Þá hugsaði ég sem svo: Svona sýnir vantar inn í þessa hversdags- legu umræðu, eins og til að mynda hugmyndir Trausta Valssonar. Vinnsla Íslands í öðru ljósi reynd- ist mikið maraþonhlaup. Tölvu- vinnslan í myndinni er harðsnúnasti endasprettur sem ég hef háð í nokk- urri mynd. Ég hafði samið við ís- lenska sjónvarpið um að sýna hana um páskana og vildi standa við dag- setninguna. Þegar komið var fram í nóvember var enn mjög langt í land þótt tökum væri lokið, ég fór því varla úr húsi og vann allan þann tíma sem ég stóð uppi, fram að frumsýn- ingu. Ég fór ekki í leikhús, ég fór ekki á mannamót. Metnaðurinn við myndvinnsluna hafði tekið yfir, ég hafði áður byrjað að kynna mér þessa nýju tölvutækni og er loksins búinn að læra hana núna. Ég hef ekki farið á eina einustu leiksýningu í allan vetur því ég hef ekki haft tíma, ég náði því ekki, bara. Ég hef að vísu skroppið til útlanda í örstutta stund, bara til að hvíla mig.“ Hef aldrei verið blindur „Ég upplifi bíómyndir eins og ljóð, eins og höfundarverk. Myndin kem- ur alveg alsköpuð í höfuðið á mér. Vandinn er, og hræðslan, að ná ekki inn öllum elementunum, þannig að myndin verði eins og þú sást hana inni í höfðinu á þér. Það er angistin sem fylgir þessu því ég á svo erfitt með að slaka á kröfunum. Ég berst og slít alveg til síðustu blóðdropa til að ná myndinni eins og ég vil hafa hana. Því ég veit hvernig hún er, ég hef aldrei verið blindur í minni kvik- myndagerð, ég hef alltaf séð mynd- ina fyrir. Ég fer í gang af því ég hef séð og heyrt og upptakan sjálf er ekkert annað en handverk. Ég impróvisera aldrei í upptöku. Það er bara spurning um að fá þessa sýn í höfðinu til að breytast í veruleika.“ Á Íslandi bara afturhald og íhald Er maðurinn eða kvikmyndagerð- armaðurinn Hrafn Gunnlaugsson hægrisinnaður? „ Ég hef verið anarkisti alla mína ævi. Ég hef aldrei hugsað í hægri og vinstri. Ég hef ekki haft neina þörf fyrir þessi hugtök, hægri og vinstri. Í dag er það afturhaldið á Íslandi, þessi þrönga sýn á heiminn sem vill draga veröldina niður í svart/hvítt – hægri og vinstri. Ég hugsa í lit, ég hugsa ekki í svarthvítu. Hvað er Óðal feðranna? Sænskir gagnrýn- endur greindu hana sem sósíal-real- isma. Það var fjallað um hana í er- lendu vinstri pressunni sem mjög pólitískt meðvitað vinstrisinnað verk. Mér var alveg sama um það – ég var að segja sögu, mínu fólki, og það gilti einu hvaða pólitísku for- merki menn vildu setja á þessa sögu. Ég sagði fyrir mörgum árum að á Íslandi væru bara tvær pólitískar stefnur eða tvö pólitísk öfl. Það væri afturhaldið og íhaldið. Það væri ekki til nein prógressíf pólitík á Íslandi og við það stend ég. Í mínum huga er til afturhald og það er til íhald á Íslandi – ég hef ekki séð þessa anarkistísku framfarapólitík neins staðar þannig að neinu máli skipti í þjóðfélaginu.“ Víkjum að myndinni – hvernig myndir þú lýsa þinni pólitísku sýn eða sýn á Ísland? Það er ákveðin gullaldarþrá í Íslandi í öðru ljósi, til dæmis ljóðið eftir Davíð Stefánsson. „Mín pólitíska sýn á Ísland er kannski ekkert ólík sýn Einars Benediktssonar. Ég hef aldrei litið á Íslendinga sem óþrif á yfirborði jarðar eða allt sem mannskepnan gerir sem skemmdarverk. Við dáumst að því sem dýrin búa til, til dæmis fuglshreiðrum. En það sem maðurinn býr til getur oft verið ekki minna stórkostlegt og mannvirki geta verið náttúruperlur. Ef þú ætl- ar að framkvæma hlutina á annað borð, þá áttu að gera það glæsilega. Eða sleppa því. En ekki fara í þá feluleiki sem mér finnst mikið ein- kenna mannvirkjagerð í dag. Við eig- um til dæmis að byggja glæsilega hraðbraut þvert yfir landið og austur á firði, hálendisveg sem væri nátt- úruperla. Það er hægt að gera verk mannanna þannig að þau prýði nátt- úruna. Þá sýn hef ég. Ég held að þessi talibaníska sýn náttúruvernd- ar-fúndamentalista að mannskepnan sé óþrif á yfirborði jarðar …“ Skírlífi gagnvart tilverunni Talibaníska sýn? „Já, það er þessi talibaníska sýn að heimurinn sé óumbreytanlegur og mannskepnan og hátterni hennar, langanir, girndir og framkvæmdir, séu bara óþrif á yfirborði jarðar og stjórnist af hinu illa. Menn skjóta niður heilu búddalíkneskin …þetta er einhvers konar skírlífi gagnvart tilverunni, afneitun á tilverunni og þeim sköpunarkrafti sem er æðsta djásn mannskepnunnar. Athugaðu að þú getur í flestum tilfellum af- skaplega lítið ráðið við náttúruna og „eyðilagt“ hana vegna þess að nátt- úran fer alltaf sínu fram á sinn hátt. Þó að við myndum friðlýsa Vatna- jökul þá er ekkert víst að Vatnajök- ull tæki sérstaklega tillit til þess. Hann myndi trúlega halda áfram að bráðna þó að hann væri friðlýstur. Jafnvel þó að honum væri hótað refs- ingu. Og einn daginn gæti hann horf- ið. Þannig að þessi hugmyndafræði sem heldur að þú getir bremsað og varðveitt hlutina eins og þeir eru, hún er jafnmikil tálsýn og að halda að maður geti alltaf verið 24 ára. Þótt þú ákveðir að vera 24 ára, alltaf, og látir jafnvel samþykkja það á Al- þingi að þú ætlir að vera 24 ára um aldur og ævi, þá eldist þú. Þú breyt- ist. Og þannig er heimurinn. Um- ræðan um náttúruvernd gengur oft svo út á að menn halda að það sé hægt að halda hlutunum kyrrum.“ Muntu gera þriðju myndina um Ísland og alþjóðaumhverfið. Reykja- vík, Ísland, áfram? „Nei, ég er í raun og veru búinn að segja allt sem ég hef um þetta að segja. Jæja, ég hef stundum velt því fyrir mér að gera mynd um Íslend- inga í öðru ljósi. Skoða þetta kons- ept, hvað er að vera Íslendingur, þetta „ídentitet“. Ingólfur Arnarson var hundeltur sakamaður sem flúði út hingað á sínum tíma og myndi náttúrlega ekki komast í gegnum út- lendingaeftirlitið í dag. Hér hefur átt sér stað landnám alla tíð og mér er hlýtt til þeirra landnámsmanna sem eru að koma hingað. Orðið nýbúi finnst mér skrumskæling. Auðvitað eru þetta bara landnámsmenn. Hver er munurinn á Ingólfi Arnarsyni sem nam land 874 og þeim mönnum sem nema hér land í dag?“ Þú ert ekki þjóðernissinnaður? „Nei. Það er ekki til í mér þjóðern- ishyggja eða þjóðremba. Ég er hins vegar þjóðlegur og met margt í okk- ar þjóðareinkennum. Það er mikil- vægt að flóran sé marglit. Og í al- þjóðavæðingunni megum við ekki heldur missa flóruna, sjáðu til. Þér finnst gaman að fara á kínverskan „restaurant“, af því það er kínversk- ur matur þar. Þér finnst líka gaman að fara á arabískan restaurant af því þú færð kebab eða kúskús. Sjáðu, það er gaman að vera Íslendingur, einmitt í alþjóðasamfélaginu, af því að Ísland hefur sín einkenni og sinn sjarma. Eins og ólíkir myndlistar- menn gera ólíkar myndir. Ég er al- veg sannfærður um að alþjóðavæð- ingin er eina leiðin til að koma á friði í heiminum. Það er örstutt síðan Þjóðverjar og Frakkar háðu tvær heimsstyrjaldir. Nú eru þeir komnir saman í Evrópubandalagið. Vonandi á slík þróun eftir að verða áfram í heiminum, ég vona það, og verða til þess að fornir fjendur og stríðandi aðilar gangi í bandalag.“ Lífið er óregla „Ég held það sé mikilvægt að við förum inn í þetta alþjóðlega samstarf allt á okkar forsendum. Tökum þátt í því á sem bestan hátt, án þess að drekkja okkur í reglugerðafargani sem á við í stórum þjóðfélögum en passar kannski ekki smáum. Sem an- arkisti er ég skeptískur á stórar ein- ingar. Ef við erum um borð í litlum bát, þá skynjum við alltaf þegar bát- urinn breytir um stefnu. En á risa- stóru flutningaskipi tökum við ekki eftir því og það fer framhjá okkur þegar skipið breytir um stefnu. Kokkurinn um borð gleymir því að hann er um borð í skipi og heldur að hann sé á hóteli. Í litlum bát eins og í okkar, litla þjóðfélagi, geturðu fund- ið breytingarnar mikið betur og það er viss kostur. Hætta nútímans er eftirlitsþjóðfélagið – upplýsinga- þjóðfélagið sem er að breytast í eft- irlitsþjóðfélag. Um það fjallar í raun og veru myndin sem ég er að ganga frá núna, Opinberun Hannesar. Það er grunntónninn í þeirri mynd. Boð og bönn hafa aldrei bætt heiminn. Og enn síður patentlausnir. Þú kemur aldrei í veg fyrir umferð- arslys með hertum umferðarlögum eða reglugerðum. Það er bara ein leið til að koma í veg fyrir umferð- arslys, að banna bíla. En við veljum að hafa bíla þó að við vitum að það þýðir ákveðið mörg dauðsföll á ári. Okkur finnst það þess virði. Sjáðu, þetta er það sem við borgum fyrir bílasamfélagið. Lífið er lífshætta og skipulögð óregla, það er ófyrirsjáan- legt.“ Hjónaband og hernaður Hvað næst? Ferðu aftur að gera leiknar myndir? „Ég veit það ekki. Ég hef það ekki á tilfinningunni að ég muni gera margar fleiri myndir um ævina. En það eru þrjú verk sem banka stund- um upp á í huganum mínum. Ég á ennþá eina víkingamynd eft- ir, sem gerist á Sturlungaöld um vet- ur. Hún bankar stundum upp á, mig dreymir hana stundum. Það væri öðruvísi sýn á Sturlungaöldina eins og Hrafninn flýgur er önnur sýn á landnámsöldina en við þekkjum úr skólabókum. Ég sé stundum fyrir mér fjöruna eftir Flóabardaga. Brakið sem hefur rekið á land eftir Flóabardaga. Þessi sýn bankar stundum upp á í draumi. Og svo á ég inni í mér tvær aðrar myndir sem gerast í nútímanum, yndislega væmna ástarsögu um fráskilið fólk og unglingamynd um flugrán sem gerist í þorpi úti á landi og að hluta til í Ameríku og á sólarströnd, en hvort ég hef svo nokkurn tíma orkuna og úthaldið til að gera þetta, það er annað mál. Þegar þú ert að gera kvikmynd eins og Í skugga hrafnsins þá er sú vélasamstæða sem þú setur í gang með upptökunni svo kröfuhörð og þung að þú kemst ekki undan henni og ert ekki lengur sjálfs þín herra. Vélasamstæða verksins tekur yfir. Eins og hjóna- band. Allt er lagt undir. Þú veist að þú hefur tvo daga, 200 statista og þrjátíu hesta uppi í Heiðmörk. Og þessir dagar verða ekki hreyfðir til á tímaplaninu. Hver einasta mínúta á þessum tveim dögum er líf og dauði – ef þú segir ekki „akjsón“ og startar upptöku, þá gerist ekki neitt. Þú „parkerar“ ekkert bíómynd. Þetta er „militarískt“. Kvikmyndagerð er „militarísk“ nálgun, að fara með herfylki yfir fjall og ætla að sigra borg. Það skilur þetta enginn sem hefur ekki gengið í gegnum þetta. Þess vegna fæ ég meiri og meiri vinnuskrekk í hvert skipti sem ný mynd bankar upp á. Þá óttast ég að ég verði svo brjálaður að ég fari í raun að gera hana. Þessi ótti vex og vex og vex með hverri mynd, því þá eykst samkeppnin við sjálfan þig, þú ert nauðbeygður til að vera í samkeppni við sjálfan þig og gera þá kröfu að þú gerir betur en síðast. “ Anarkisti alla mína ævi Á hvítasunnudag end- ursýnir Sjónvarpið mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Ís- land í öðru ljósi, sem hefur vakið nokkurt umtal og jafnvel deilur. Með haustinu er síðan von á myndinni Opinberun Hannesar sem Hrafn sækir hugmyndina að í smásögu eftir Davíð Oddsson. Haukur Már Helgason hitti Hrafn að máli og þeir ræddu um kvikmyndir og heimsmynd- ir. Morgunblaðið/Sverrir „Mín pólitíska sýn á Ísland er kannski ekkert ólík sýn Einars Benediktssonar“, segir Hrafn Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.