Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 29 notkun upplýsinga. Áðurnefndur hópur, sem skip- aður var í varnarmálaráðuneytinu, gerði til dæmis mikið úr skýrslu, þar sem því var haldið fram að Muhammad Atta, einn af forsprökkum flugræn- ingjanna, sem létu til skarar skríða 11. september 2001, hefði átt fund með íröskum leyniþjónustu- manni í Prag snemma í apríl 2001. Þetta var notað til að sýna fram á tengsl á milli Saddams Husseins og hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda þótt banda- ríska alríkislögreglan, FBI, benti á að á sama tíma hefði Atta verið á ferðalagi milli Flórída og Virg- iníu og fyrir lægju kvittanir fyrir bílaleigubíl og hótelgistingu til að sýna fram á það. Upplýsingar og notkun þeirra Þegar Bush flutti stefnuræðu sína í jan- úar vísaði hann í skýrslur breskra leyniþjónustumanna þess efnis að Saddam Huss- ein hefði reynt að kaupa „umtalsvert magn af úrani í Afríku“ og færði þar með rök að því að Írakar væru að reyna að smíða kjarnorkuvopn. Greg Thielman segir Newsweek að þessar ásak- anir hafi átt rætur að rekja til CIA, sem hafi kom- ið fram með skjöl, sem áttu að sýna fram á að Hussein hefði reynt að kaupa allt að 500 tonn af úranoxíði frá Afríkuríkinu Níger. Sérfræðingar utanríkisráðuneytisins hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að það væri hæpið að þetta stæðist og komið því á framfæri við Colin Powell og veltir Thielman því fyrir sér hvernig þetta hafi komist í ræðuna. Síðar kom í ljós að skjölin voru fölsuð. Afrískum stjórnarerindreka hafði tekist að selja þau ítölskum leyniþjónustumönnum. Á skjölunum var undirskrift manns, sem hafði hrökklast úr stóli utanríkisráðherra Níger fyrir rúmum tíu ár- um. Bandarísk stjórnvöld litu svo á að helsta vís- bendingin um að Írakar væru að smíða kjarn- orkuvopn væri sú staðreynd að þeir hefðu á laun flutt inn álpípur, sem nota mætti til að auðga úran. Upplýsingum um þetta var lekið í New York Tim- es og Dick Cheney varaforseti og Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, staðfestu síðan fréttina. Í Newsweek er rakið að ýmsir sérfræðingar í stjórninni hafi haft efasemd- ir og eftir að hafa rætt við sérfræðinga um kjarn- orkumál komst bandaríska orkumálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að pípurnar væru ekki af réttri gerð til að nota í búnaðinn, sem notaður er til að auðga úran. Sérfræðingar utanríkisráðu- neytisins töldu að nota hefði átt pípurnar í skot- palla fyrir eldflaugar og þær hefðu ekki verið keyptar á laun heldur hefði pöntunin verið send á Netinu. Thielman segir Newsweek að sérfræð- ingar utanríkisráðuneytisins hafi látið Colin Pow- ell hafa tvær skýrslur þar sem sýnt væri fram á að engar traustar vísbendingar væru um að Írakar hefðu að nýju hleypt af stokkunum kjarnorku- áætlunum og þessi niðurstaða hefði verið sett fram með afdráttarlausum hætti. Skýrslnanna væri getið í leyniskjölum, en upplýsingum um þær hefði verið sleppt í þeim gögnum, sem gerð hefðu verið opinber. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, er í hópi þeirra, sem á undanförnum dögum hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn. Hann hefur sérstaklega fundið að því hversu ótraustar upplýsingar hann hafi fengið frá Bandaríkja- mönnum og Bretum á meðan vopnaeftirlitið stóð yfir. „Aðeins í þremur tilfellum fundum við nokk- urn skapaðan hlut og í engu þeirra tilfella var um að ræða gereyðingarvopn og það olli mér nokkru uppnámi,“ sagði Blix í samtali við BBC. Blix lætur af störfum síðar í þessum mánuði. Hann sagði fyr- ir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að stjórn Saddams Husseins gæti hafa falið gereyðingar- vopn í Írak eða eytt þeim fyrir innrás Bandaríkja- manna og Breta, en eftirlitsmenn sínir hefðu hvorki fundið vísbendingar um að áætlunum um framleiðslu gereyðingarvopna hefði verið fram haldið eða hrundið af stað né að fyrir lægju birgðir af slíkum vopnum. „Það þýðir ekki að slíkir hlutir séu ekki til,“ sagði hann. „Það getur verið, enda eru langir listar af hlutum, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir, en það er ekki réttlætanlegt að hrapa að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé til aðeins vegna þess að ekki hafi verið gerð grein fyrir því.“ Tony Blair í vandræðum Ljóst er að Banda- ríkjaþing mun fara of- an í saumana á því hvernig staðið var að söfnun upplýsinga í aðdraganda Íraksstríðsins. Það er hins vegar líklegra að þessi mál muni skaða Tony Blair heldur en George Bush. Blair lagði trúverðugleika sinn að veði og segir vikuritið The Economist í leiðara í þessari viku að sannfæring breska forsætisráðherrans í siðferðismálum eigi það stóran þátt í fylgi hans að glati hann þeim trú- verðugleika gæti hann átt erfitt uppdráttar næst þegar hann sækist eftir trausti breskra kjósenda. Upp hafa komið þrálátar ásakanir um að breska stjórnin hafi látið laga upplýsingar að stefnu sinni í Íraksmálinu, nú síðast í BBC á fimmtudagskvöld þar sem því var haldið fram að breskir leyniþjón- ustumenn hefðu verið látnir endurskrifa umdeilda skýrslu um gereyðingarvopn minnst sex sinnum. Í fréttinni var haft eftir heimildarmanni að á einu stigi málsins hefði Blair beitt sér fyrir því sjálfur að ákveðið yrði að umskrifa skýrsluna. Efasemdirnar, sem hafa vaknað við það að eng- in gereyðingarvopn hafa fundist í Írak enn sem komið er, fara nú vaxandi og verður ýmislegt vatn á myllu þeirra. Þar á meðal er spurt hvernig á því standi að Bandaríkjamenn og Bretar hafi ekki verið tilbúnir með lið til að leita gereyðingavopn- anna dyrum og dyngjum um leið og átökunum lauk í stað þess að byrja þá fyrst að safna liði til að senda á vettvang. Bent hefur verið á að birgðir af kjarnorkuúrgangi, sem Alþjóðakjarnorkustofn- unin vissi af, hafi staðið óvarðar um skeið þegar stjórn Husseins gufaði upp. Þetta aðgerðarleysi sé sérstaklega eftirtektarvert í ljósi þess að í glundroðanum við að stjórnin féll hafi verið mest hætta á að slík vopn féllu í hendur hryðjuverka- mönnum. Það er ekki hægt að fullyrða að órannsökuðu máli að breskir og bandarískir ráðamenn hafi vís- vitandi beitt blekkingum og lygum til þess að af- vegaleiða almenning. Það er hins vegar vitað að slíkt framferði er ekki án fordæma. Daniel Ells- berg, sem einna þekktastur er fyrir að hafa dregið hin svokölluðu Pentagon-skjöl um Víetnam-stríð- ið fram í dagsljósið árið 1969, gaf út bók undir heitinu Leyndarmál á liðnu ári. Þar lýsir hann því í þaula hvernig bandarísk stjórnvöld afvegaleiddu þingheim, fjölmiðla og almenning vísvitandi um gang mála í Víetnam-stríðinu. Tæknilega stöndum við betur að vígi til að miðla upplýsingum en Þúkidídes, en það er alveg jafn- erfitt að þreifa sig áfram í upplýsingaþoku Íraks- stríðsins í upphafi 21. aldar og það var í Pelops- skagastríðinu fyrir tveimur og hálfu árþúsundi. Morgunblaðið/Einar Falur Kvöldsól yfir Skarðsheiði. Þegar Bagdad var í þann mund að falla spurði Geoff Meade, fréttamaður bresku sjónvarpsstöðv- arinnar Sky „hvort þetta stríð myndi komast á spjöld sög- unnar fyrir að vera fyrsta stríðið, sem lyki án þess að ástæðan fyrir því hefði fundist“. Ástæðan er ekki fundin enn. Laugardagur 7. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.