Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 27 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins kynnir: • Dr. Asbjørn Gildberg, Norwegian Institute of Fisheries and Aquaculture Research, Tromsø: ENZYMES AND BIOACTIVE PEPTIDES FROM FISH WASTE RELATED TO FISH SILAGE, FISH FEED AND FISH SAUCE PRODUCTION • Dr. Fereidoon Shahidi, Department of Biochemistry, Memorial University of Newfoundland: MARINE OILS AND BIOACTIVE COMPOUNDS AS NUTRACEUTICALS AND FUNCTIONAL FOOD INGREDIENTS: CURRENT STATUS AND FUTURE TRENDS • Dr. Françoise Médale, Hydrobiology Research Unit, INRA, France: INFLUENCE OF FEED AND FEEDING PRACTICE ON QUALITY FACTORS SUCH AS NUTRIENT COMPOSITION AND EATING QUALITY OF AQUACULTURE SPECIES • Dr. Gert Jan Schaafsma, TNO Nutrition Zeist, The Netherlands: DEVELOPMENT OF NEW FUNCTIONAL FISH PRODUCTS TO PROMOTE HEALTH AND WELL BEING • Dr. John W. Austin, Bureau of Microbial Hazards, Health Canada: SCIENTIFIC BASIS FOR SAFETY STANDARDS FOR FISHERY PRODUCTS • Dr. Michael T. Morrissey, Oregon State University Seafood Laboratory: MARINE BIOTECHNOLOGY • Dr. Svein Ottar Olsen, Norwegian College of Fishery Science, University of Tromsø: ANTECEDENTS OF SEAFOOD CONSUMPTION BEHAVIOUR • Dr. Thomas Ohlsson, SIK - The Swedish Institute for Food and Biotechnology: MINIMAL PROCESSING TECHNOLOGIES IN THE FOOD INDUSTRY • Dr. Torger Børresen, Danish Institute for Fisheries Research, Department of Seafood Research: TRACEABILITY IN THE FISHERY CHAIN TO INCREASE CONSUMER CONFIDENCE IN FISH PRODUCTS - APPLICATION OF MOLECULAR BIOLOGY TECHNIQUES Alþjóðleg ráðstefna um nýsköpun og rannsóknir í fiskvinnslu, Grand Hótel Reykjavík, 11.-14. júní. Að ráðstefnunni standa WEFTA (West European Fish Technologists Association), samtök vísindamanna á sviði fiskiðnaðarrannsókna í V-Evrópu og AFTC (Atlantic Fisheries Technologists Conference), samtök vísindamanna á austurströnd N-Ameríku og Kanada. Á ráðstefnunni munu níu gestafyrirlesarar halda erindi. Þeir eru: Auk gestafyrirlesaranna munu um 75 aðrir vísindamenn flytja erindi þá 4 daga sem ráðstefnan stendur yfir. Upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Rannsóknastofnunnar fiskiðnaðarins: http://www.rf.is/taft2003/ Hægt er að skrá sig á alla ráðstefnuna eða hluta hennar. Upplýsingar og skráning hjá ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu Íslands, sími 585 4374. Sjóvá-Almennar hafa verið aðalstyrktaraðili Kvennahlaupsins í 11 ár. BJARNI Jónsson listmálari sýnir um þessar mundir olíumálverk í Eden. Sýningin sem var opnuð 2. júní sl. mun standa til 15. júní nk. og er Eden opið daglega. Sýningin samanstendur af nokkrum stórum myndum auk fjölda minni mynda sem eru skissur að stærri myndum. „Mér finnst afskaplega gott að sýna í Eden og sýni nú orðið hvergi ann- ars staðar en hjá Braga Einarssyni í Eden. Ég hef það næg verkefni að ég þarf ekki að halda sýningar. Fólk kemur hingað til mín til að kaupa verkin mín, þ.e. þessar sér- stöku myndir sem ég er með. Það er að vakna mikill áhugi í dag fyrir þessum gamla tíma sem hefur lengi setið á hakanum. Ég hugsa að kom- andi kynslóðum komi það til góða síðar meir að eiga þetta efni,“ segir Bjarni Jónsson listmálari í samtali við Morgunblaðið. Myndefnið á sýningunni sækir Bjarni bæði til sjávar og sveita, en að auki má finna fantasíur og því um líkt. „Svo má finna íslenska hestinn, enda er hann afar vinsæll hjá útlendingunum,“ bætir Bjarni við, en myndirnar á sýningunni eru flestallar unnar á síðustu tveimur árum. Með myndum sínum vill Bjarni minna á arfinn okkar Íslendinga sem oft vill hreinlega gleymast. „Mér finnst það mikils virði að koma arfinum til skila. Ég hef tekið eftir því að það kemur töluvert af útlendingum hingað til þess að fá að sjá hvernig gamli tíminn var hérna á Íslandi, því það er þekkt úti um allan heim hvað við lifum í harðbýlu landi. Þegar útlendingar sjá myndir af opnu árabátunum eiga þeir erfitt með að trúa því að það hafi verið hægt að sigla þeim þó að þeir hafi einmitt reynst betur heldur en stóru skipin,“ segir Bjarni sem er þjóð- kunnur fyrir árabátamyndir sínar. Nýverið keypti Alþingi mál- verkaseríu Bjarna um íslenska ára- bata til handa væntanlegu Sjó- minjasafni Íslands eða Þjóðminjasafninu. „Síðan er það Þjóðminjasafnsins að ákveða hvern- ig verkunum verður skipt á milli. Það er ekki meiningin að þessi verk verði alla tíð staðsett á einum og sama staðnum, heldur verði þau færð til. T.d. fékk Síldarminjasafnið á Siglufirði lánað nokkrar myndir í fyrra til að sýna hjá sér um tíma. Verkin þurfa auðvitað líka að vera aðgengileg útlendingum sem hafa sýnt þessu afskaplega mikinn áhuga,“ segir Bjarni. Á næstunni verða gefin út spil með árabáta- myndum Bjarna. Myndirnar, sem eru allar úr seríunni sem Alþingi keypti, verða á framhlið spilanna og útskýringar á þeim munu fylgja með á sérstöku blaði. „Það er gam- an að segja frá því að margir út- lendingar sem hafa hug á að kaupa íslenskar myndir hér á landi hafa orðið fyrir dálitlum vonbrigðum því þeir hafa ekki fundið neitt nógu sér- íslenskt. Þeir segja: „Þetta getum við fengið hvar sem er annars stað- ar.“ Þetta er svona alþjóðleg list, en þeir vilja fá gamla tímann okkar, þeim finnst það svo merkilegt hvernig við lifðum í torfkofum og sóttum sjóinn,“ segir Bjarni. Bjarni var upphaflega afstrakt- málari, þó að hann hafi líka gaman af því að mála í öðrum stílum. Þegar honum var hins vegar falið það verkefni að mála árabátana vakti það geysilegan áhuga hans. „Því hef ég notað meirihlutann af mínum tíma gegnum tíðina til þess að sýna og túlka gamlan tíma og reyna að finna rétta andrúmsloftið sem ég meðtók í samtölum við gamla menn og konur sem höfðu upplifað þessa tíma, þegar við Lúðvík Kristjánsson vorum að undirbúa rit okkar Ís- lenzka sjávarhætti. Þegar maður fær þetta svona beint í æð þá fer maður að sjá í huganum hvernig þetta hafi verið og þannig eru þess- ar myndir eiginlega til komnar. Þær hafa vakið mikinn áhuga hjá þeim sem hafa séð þær, bæði hér- og erlendis,“ segir Bjarni sem er núna auk þess farinn að líta sér nær og mála heimildamyndir af gömlum vélbátum sem stóðu við Ægisíðuna þar til fyrir nokkrum áratugum. „Upphafsmaður að því ég fór að gera málverk af árabátunum er Kristján heitinn Eldjárn. Hann var okkur Lúðvík mikið til aðstoðar þegar við vorum að vinna að Ís- lenzkum sjávarháttum. Honum datt það í hug að gaman gæti verið að hafa málverk sem sýndu rétta and- rúmsloftið sem var í kringum þetta og þá byrjaði ég á þessu,“ segir Bjarni. Vinnan við að mála slíkar myndir reyndist vera gríðarlega mikil. „En Kristján hvatti mig til þess að halda áfram því verkin yrðu áreiðanlega keypt til handa ís- lensku þjóðinni fyrr eða síðar hvernig sem að því yrði staðið. Svona var hann framsýnn,“ bætir Bjarni við að lokum. Arfinum komið til skila Morgunblaðið/Arnaldur Bjarni Jónsson hjá einu verka sinna á vinnustofunni. SÝNING Matthews Barneys stend- ur nú yfir í Nýlistasafninu. Sýn- ingin er hluti af CREMASTER- seríunni sem listamaðurinn byrjaði að vinna að 1994. Hann lýkur nú seríunni með sýningum í Guggen- heim-safninu í New York, á Fen- eyjatvíæringnum og í Nýlistasafn- inu. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur verður með leiðsögn um sýninguna í dag, sunnudag, kl. 15. Leiðsögn um Cre- master Plate 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.