Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Aðalsteins-son fæddist að Stóru-Borg í V-Hún. 12. ágúst 1920. Hann andaðist á Landsspít- alanum í Fossvogi 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Að- alsteinn Dýrmunds- son og Björg Margrét Pétursdóttir. Pétur hóf búskap á Stóru-Borg árið 1941 ásamt Þóru Margréti Björnsdóttur, f. 22. mars 1919, d. 18. ágúst 1996, og bjuggu þau þar til 1966. Næstu ár á eftir stundaði Pétur kennslu í Grundarfirði og í Þverárhreppi en var síðan ráðsmaður á Sjúkrahús- inu á Hvammstanga frá 1971 til 1987 er hann lét af störfum vegna aldurs. Pétur og Margrét eignuð- ust fjögur börn, sem eru: 1) Aðalbjörg, f. 6. janúar 1942, maki Jakob Gísli Ágústs- son, f. 6. ágúst 1921, d. 20. september 1994, og eru börn þeirra fimm. 2) Björn Leví, f. 9. apríl 1943, maki Marsibil Ágústsdóttir, f. 17. nóvember 1946, og eiga þau tvær dætur. 3) Haraldur Borgar, f. 18. janúar 1945, maki Bára Garðars- dóttir, f. 12. maí 1949, og eiga þau þrjú börn. 4) Vil- hjálmur, f. 18. júní 1952, maki Anna Jónasdóttir, f. 26. júlí 1955, og eiga þau fjögur börn. Útför Péturs var gerð frá Hvammstangakirkju í kyrrþey 17. maí síðastliðinn. Ég gleymi aldrei þegar ég sá þig í síðasta skipti. Það var 8. maí þegar ég heimsótti þig á Landspítalann. Þá vissi ég og sá að þú varst tilbúinn að yfirgefa þennan heim, en auðvit- að hélt maður í vonina að við fengj- um að hafa þig lengur hjá okkur, en morguninn eftir kom kallið og þú kvaddir. Margar hugsanir reika um hugann á svona stundu og þó að það sé sárt og erfitt að missa ástvin, geta allir glaðst yfir því að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja þig á Hjallann, svo ró- legt og gott að spjalla við þig um alla hluti og þú gast alltaf fundið eitt- hvað jákvætt við allt, og áttir auð- velt með að gleðja mann, þó það væri ekki nema með smá klappi á kollinn eða öxlina. Og það var svo gaman að sitja inni í stofu og hlusta á þig spila á orgelið eða harmonikk- una, bæði frumsamin og önnur lög. Mér finnst ég vera rosalega hepp- in að hafa átt þig sem afa og ég er mjög montin yfir því. Öll lögin sem þú samdir og ljóðin sem þú skrifaðir skilur þú eftir og það gera sér ekki allir grein fyrir hvað þau skipta miklu máli fyrir afkomendur þína og ættingja og vini, og hvað við erum stolt þegar við lesum ljóðin þín og hlustum á lögin og textana þína. En þér fannst þetta alls ekkert svo merkilegt og varst ekki mikið fyrir að sýna allt sem þú samdir og fórst svolítið hjá þér þegar þér var hrósað sem var nú ekki sjaldan. Sérstak- lega þykir mér vænt um seinasta ljóðið sem þú skrifaðir, aðeins 10 dögum áður en þú lést. Það sýnir manni svo vel að þú vissir alveg í hvað stefndi og varst alveg tilbúinn að fara. Þegar ég les þetta ljóð á ég auð- veldara með að sætta mig við að þú ert ekki lengur hjá okkur og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og amma hefur tekið á móti þér og auðvitað Táta og Tinna líka. Heldur er að halla degi, hljóðlát nóttin bíður mín. Í draumum mínum oft ég eygi annan heim, í leiftursýn. Á fljótsins bakka ferja bíður flytur mig á aðra strönd. Ekki hamlar straumur stríður styrk er ferjumannsins hönd. Gott væri að deyja í drauminn á dagmálunum enda för. Hverfa hljótt og halda í strauminn, hafa fengið óræk svör. Vinna í garði vona sinna vaxa að kærleik, gleði og trú. Vera í fangi vina minna að vexti og þroska öruggt hlú. (Pétur Aðalsteinsson.) Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði í hjarta og mun aldrei gleyma þér. Borghildur Haraldsdóttir. Elsku afi og langafi. Nú ertu kominn til ömmu. Við eigum eftir að sakna þín mikið en við eigum góðar minningar um liðn- ar samverustundir til að hugga okk- ur við. Þú sagðir nú aldrei margt, lést ömmu um að tala, en þú varst alltaf til staðar. Eftir að amma féll frá sýndir þú okkur, afkomendum þínum og okkar mökum, fyrst hvað við vorum þér mikils virði. Þú þjapp- aðir okkur saman og reyndir að hafa eins mikið samband við okkur og þú gast. Fyrir það erum við þér inni- lega þakklát og við ætlum að leggja allt okkar af mörkum til að sam- heldnin haldist. Það á eftir að verða skrýtið á „Moðskegg“ í sumar að hafa þig ekki nærri. Að sjá ekki grænan Peugeot koma brunandi niður virk- ishallann og keyra heim á hlaðið og þig stíga út með pípuna í hendinni. Þú hafðir mjög gaman af lestri góðra bóka og áttir mikið bókasafn sem við nutum oft góðs af. Músikin var þér í blóð borin og þú spilaðir bæði á harmonikku og hljómborð. Ekki má gleyma því að út hafa kom- ið tvær ljóðabækur eftir þig og svo samdir þú fjölda lagatexta sem t.d. Lillukórinn á Hvammstanga hefur tekið inn í sína söngskrá. Þegar maður kom í heimsókn til þín um kvöld settist maður í stólinn hennar ömmu við hliðina á þínum stól og saman horfðum við á sjón- varpið í þögn og það var einmitt þessi þögn sem var svo notaleg. Að vera nálægt þér í ró og næði. Um leið og við kveðjum þig send- um við þér ljóð úr seinni ljóðabók- inni þinni. Til átthaganna fer ég er þjóta vorsins vindar og veröldin hún ljómar og blessuð sólin skín. Í fjarlægðinni blána þá fjallsins háu tindar, ég finn svo vel að þarna er heimabyggðin mín. Er lóan fer að syngja og svanirnir að kvaka og sindra björtu vötnin í ljóssins heitu glóð. Og minningarnar vakna er lít ég langt til baka ég leita þeirra slóða er fyrst mín vagga stóð. Hér stóð gamli bærinn sem jafnað var að jörðu og jörðin geymir sporin sem gekk ég hérna fyrr og fornu veggjabrotin sem frosti og hríðum vörðu frændur mína alla er vetur knúði dyr. Óðalið hér stendur, sem ætt mín hefur fagnað um aldalangar tíðir og blóði sínu vígt. Athöfn þeirra hefur um áraraðir magnað okkar stolt og heiður og minning þeirra ríkt. Ekkert getur slitið þau bönd sem okkur binda við bjarta, fagra dalinn og þessa helgu jörð. Við austurfjöllin háu og strengi ljósra linda við landið sem við elskum og færum þakkar- gjörð. Alda, Hrönn, Aðalheiður og Ágúst. Ég var gestkomandi í stofunni hjá þeim Villa og Jónu á Hvammstanga einn sólbjartan sumardag í fyrra þegar Pétur leit inn og fagnaði mér hjartanlega með einfaldri upphróp- un, og höfðum við þó aldrei talast við og varla sést síðan ég var strákur í sveit á neðri bænum á Borg og hann þá alltaf tilsýndar úti á túni á þeim efri; að sinna búskap sínum af hæg- læti sem einkenndi hann; hæglæti sem ég efa ekki að hafi orðið honum og hans fólki til farsældar allt hans líf. Hár og grannur með skyggn augu og bros sem gaf til kynna þörf fyrir fjarlægð. Þessi hæverski maður. Hann sagði fátt meðan ég stóð við hjá Villa að þessu sinni. Ég hafði uppgötvað skyldleika minn og Péturs um síðir og fór eitt síðdegi skömmu síðar í heimsókn til hans af því tilefni. Hann bjó einn í húsi á Tanganum, sem hann í lítillæti sínu kallaði kof- ann sinn, en er með þeim fallegri í þessum þriflega bæ og hann teikn- aði sjálfur. Ég hef varla upplifað annað eins samlyndi ljóss og skugga og í því húsi. Ég hafði með mér þaðan árs- gamla ljóðabók hans sem hann fékkst til að segja mér af með eft- irgangsmunum; gefin út af barna- börnum hans. Og þegar enn hafði gengið saman með okkur horfðum við á myndupptöku frá Péturskvöldi á Tanganum frá vetrinum áður; dag- skráin var að öllu leyti ljóð og lög eftir Pétur og á vegum héraðskórs- ins sem söng, heimamenn spiluðu undir, auk þess sem barnabörnin kynntu og lásu upp ljóð eftir skáld- bóndann hæverska á Borg. Hafi hann þökk fyrir að hafa kennt mér á ný að greina kjarnann frá hisminu í söng og í ljóði. Þorsteinn Antonsson. PÉTUR AÐALSTEINSSON Mér finnst þögn um Siggu ljósu, eins og við flest kölluðum hana, ekki góð. Hún var ljósmóðir hér í Kirkju- bæjarhreppi (nú Skaftárhreppi) í áraraðir og tók á móti flestum börn- SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Jóns-dóttir frá Hraun- koti fæddist 13. mars 1906. Hún lést 26. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru Jón Jónsson, f. í Seglbúðum 25. apríl 1868, og Ólafía Gunnarsdóttir, f. á Flögu 20. apríl 1873, d. 3. júlí 1955. Syst- kini Sigríðar voru: 1) Gunnar, f. 1900; 2) Jóhanna Þuríður, f. 1902; 3) Katrín, f. 1907. Hálfsystkini Sigríðar sammæðra voru: 4) Jón- ína Kristín Sigurðardóttir, f. 1912; 5) Helgi Sigurðsson, f. 1918. Útför Sigríðar var gerð frá Prestsbakkakirkju á Síðu 5. apríl sl. um sem fæddust öll þau ár sem hún var ljós- móðir. Þar á meðal þremur hjá mér sem ég aldrei gleymi. Hún var samviskusöm og tók starf sitt með alvöru. Natin var hún svo mjög að maður þurfti aldrei að hafa áhyggjur af neinu, hvorki nætur né daga. Margt fleira gerði hún á heimilinu sem ekki verður upp talið hér, en er ekki gleymt. Hún fór að Eystri-Dalbæ og bjó þar í nokkur ár. Síðan fór hún í íbúð- ir aldraðra á Klausturhólum, svo að Heiðarbæ sem sett var á stofn fyrir gamalt fólk í 12 ár, þar til hjúkrunar- heimili Klausturhóla tók til starfa. Þar dvaldi hún síðustu æviárin. Allt- af var sama róin yfir henni. Ég get bara sagt: Þakka þér fyrir mig og fjölskyldu mína, elsku Sigga ljósa, og Guð blessi þig. Karitas Pétursdóttir og fjölskylda frá Fossum. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mik- ið, ég gleymi ekki öllu því skemmti- lega sem við gerðum saman, eins og þegar við fórum fyrst á Reynisvatn og þú leyfðir mér að fara á hestbak á hestaleigunni þar. Svo byrjuðum við að fara á hverjum degi þangað í reið- túr og stundum fórum við oftar en einu sinni á dag. Ég man þegar þú keyptir fyrsta hestinn handa mér sem hét Stjarna og svo seldum við hana því að hún var ekki nógu góð fyrir mig þannig að við keyptum nýj- an hest sem ég kallaði Gabriellu Snót. Við fórum saman í reiðtúr og þú fékkst að vera á Gabriellu og ég var á einhverjum öðrum hesti en eftir að við lentum í bílslysinu gátum við ekki haldið áfram að ríða út saman, því að þú brotnaðir svo illa í bakinu og í rófubeininu. Ég vildi að við hefðum aldrei lent í þessu bílslysi. Ég man svo vel eftir því þegar ég, þú, Kiddi og Bjössi fórum saman í sumarbústað og Pjakkur kom með og við veiddum tvo eða þrjá fiska í ánni. Ég man líka þegar við fórum í göngu- túr með myndbandstökuvélina og á leiðinni upp í bústað fórum við í elt- ingaleik á steinunum og ég stökk út í vatnið í svo þykkri peysu og gat varla haldið mér á floti. Þú hljópst á eftir mér beint ofan í vatnið en Bjössi stóð á bakkanum og þorði ekki ofan í þannig að ég tók hann og kastaði honum ofan í vatnið og hann fór að grenja. Svo komum við upp í bústað og hengdum fötin á grindverkið og Kiddi var búinn að elda fisk handa Pjakki. Ég man ekki hvort við feng- um fisk en við fengum að minnsta kosti grjónagraut með kanelsykri. Svo man ég þegar ég var sex ára og þú fórst með okkur Garðari í bíltúr og Garðar fékk að keyra. Seinna þeg- ar ég varð eldri fékk ég að keyra, og Lína var oft með okkur og sat aftur í og í leiðinni fórum við á Kentucky Fried í Mosfellsbæ og fengum okkur kjúkling og ís. Þegar þú áttir heima í gamla hús- inu teiknuðum við mynd af engli og ég fékk að ljósrita hana í skólanum, ég hafði gert augun rangeygð og all- ur bekkurinn fékk að lita hann í myndmennt. Svo bræddum við kerti á lítinn tré- koll og alltaf þegar ég kom til þín og fékk að gista hjá þér leigðum við spólu og keyptum nammi. Ég man líka þegar ég varð veik og þú hringdir í lækni. Þú þurftir að elda grjón og lagaðir flóaða mjólk og grjónin voru ofsalega góð (bestu grjónin sem ég hef smakkað) og svo um nóttina ældi ég og ældi og sofnaði í sófanum og við þurftum að kaupa munnmæli daginn eftir. ARNGRÍMUR VÍDALÍN JÓNSSON ✝ Arngrímur Víd-alín Jónsson fæddist á Sólveigar- stöðum í Biskups- tungum 19. mars 1962. Hann lést 23. maí síðastliðinn. Foreldrar Arn- gríms voru Jón Víd- alín Guðmundsson og Jóna Sólveig Magnúsdóttir. Systkini Arngríms eru: 1) Magnús Þór Harðarson, látinn; 2) Hildur E. G. Menz- ing; 3) Inga Jóhanna Gísladóttir, látin; 4) Agnar Daða- son; 5) Guðmundur D. Jónsson; 6) Lára V. M. Jónsdóttir; 7) Guðný A. Jónsdóttir. Börn Arngríms eru Garðar Örn, fæddur 24. ágúst 1985, og Rebekka Ýr, fædd 8. júní 1991. Móðir þeirra er Þórkatla Svein- björnsdóttir. Útför Arngríms fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Mig langar að láta þig vita að það fæddist folald sama dag og þú dóst og ég nefndi það Vídalín í höfuðið á þér. Það er afskaplega fal- legt. Elsku pabbi, ég veit að þér líður miklu betur í bakinu núna og að þú ert uppi í himninum og passar okkur öll. Sakn- aðarkveðja, Rebekka Ýr. Kæri vinur, okkur langar til að þakka þér öll árin sem þú varst samferðamaður okkar á ýmsan hátt og í mislangan tíma en fyrst og fremst þökkum við þér vin- áttu þína. Þú komst inn í líf okkar fjölskyld- unnar sem nýr maður fyrir u.þ.b. sex árum og eignaðist sess í hjarta okkar allra. Þú reyndist frábær faðir og fé- lagi barnanna þinna og ekki var hægt að sjá að Bjössi væri ekki eitt af þeim. Síðustu fjögurra aðfangadags- kvölda nutum við saman, okkur öllum til mikillar ánægju. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var 13 ára og þú 15, þú bjóst hjá Láru systur þinni, beint á móti vinkonu minni, og ég man að mér fannst þú ansi sætur. Leiðir okkar lágu aftur saman þegar við vorum í kringum tvítugt og eignuðumst við Garðar Örn upp úr því. Oft áttum við frábæran tíma saman, ýmist sem vinir eða par, en við virtumst aldrei ná að vera lengi á föstu í einu og var alltaf sem við næð- um betur saman sem bestu vinir en sem par. Þó reyndum við bæði oft og mikið og vorum saman eða sundur næstu sex árin eða þar til ég var kom- in á steypirinn með Rebekku Ýr, þá skildust leiðir og var lítið samband í sex ár eða þar til þið börnin fóruð að hafa samband aftur. Það var yndis- legt að fylgjast með ykkur, þið höfð- uð tapað miklum tíma sem þurfti að vinna upp og það var eins og um ást- fangið fólk væri að ræða. Þið voruð svo til öllum stundum saman, í bíltúr, bíó, ferðalögum, veiðiferðum eða á hestbaki, þetta var frábær tími hjá ykkur og þið nutuð hverrar mínútu. En sólin er ekki alltaf á lofti og skýin fara hjá og þannig var það líka hjá ykkur er þið Rebekka lentuð í alvar- legu bílslysi á Suðurlandsvegi rétt fyrir jólin ’99. Rebekka fékk mikla höfuðáverka og þú margbrotnaðir á baki, fékkst mikla innvortis áverka og varst í lífshættu. Á þessum tíma- punkti varðst þú einn af fjölskyldunni og var mikið og gott samband á milli okkar allra alla tíð síðan. Þú gekkst þó ekki heill til skógar eftir þetta þótt þú harkaðir af þér og kvartaðir aldrei en þú varst alltaf kvalinn í baki, enda kom nýlega í ljós að mun meira var að í bakinu en upphaflega var talið. Elsku Aggi, við hugsum til þín með söknuði og hlýhug en huggum okkur við að dauðinn er ekki endir eins né neins heldur heimkoma þar sem þú og allir aðrir sem okkur eru hjart- fólgnir bíða okkar með eftirvæntingu og við hlökkum til að hitta ykkur að nýju. Kær kveðja, Katla og Ómar. Elsku góði Arngrímur, ég sakna þín svo mikið. Þú fórst alltaf með mig í Boltaland og að veiða í Reynisvatni. Þú fórst með mig í sumarbústað og Kiddi veiddi alla fiskana. Takk fyrir allar fallegu gjafirnar sem þú gafst mér og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Þinn Björn Helgi Ómarsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.