Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ M ATUR og mengunarvarn- ir, stjórn villtra stofna, dýra- vernd og vernd óspilltrar nátt- úru, eiturefni og efnavara, viðbrögð við bráðat- burðum eins og mengunaróhöppum og matarsýkingum, útivist, skyn- samleg nýting og sjálfbær þróun. Allt þetta og meira til er við- fangsefni Umhverfisstofnunar, sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Fjölbreytilegt og viðamikið starfs- svið stofnunarinnar skýrist af því, að hún tók yfir verkefni Náttúru- verndar ríkisins, Hollustuverndar ríkisins og embættis veiðistjóra, auk stjórnsýsluverkefna hreindýra- ráðs og dýraverndarráðs. Um- hverfisstofnun hefur þrjú megin- markmið, sjálfbæra þróun, öryggi neytenda og heilnæmt umhverfi. Í sjálfbærri þróun felst að ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða til lífsgæða. Öryggi neytenda er tryggt með því að ganga úr skugga um að matvæli, efni og efnavörur valdi ekki heilsutjóni, slysum á fólki eða mengun umhverfisins. Einnig þarf að tryggja öryggi fólks á þeim stöðum þar sem almenn- ingur sækir þjónustu, til dæmis á leikvöllum og sundstöðum. Hins vegar búum við okkur heilnæmt umhverfi með því að tryggja að at- hafnir okkar og þau efni sem við notum og framleiðum spilli ekki að óþörfu auðlindum landsins og vist- kerfi. Davíð Egilson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, segir þá ákvörð- un umhverfisráðherra skynsamlega að setja öll þessi verkefni undir eina stofnun. „Í litlu samfélagi eru stofnanir óhjákvæmilega smáar. Það skiptir miklu máli að færa sér- fræðiþekkingu saman. Þar með er hægt að setja upp þokkalega stjórnsýslu, fá faglega samlegð og ná nauðsynlegu vægi í starfsem- inni.“ Víða á Norðurlöndunum eru reknar umhverfisstofnanir, en reyndar er starfssvið þeirra mis- jafnt. Davíð segir að líklega sé starfssvið Umhverfisstofnunar einna víðast af umhverfisstofnun- um Norðurlanda, enda ekki óeðli- legt að stærri þjóðir hafi mannafla og faglega getu til að reka sér- stakar stofnanir með mjög afmark- að verksvið. Starfsemin komin á ágætis skrið Umhverfisstofnun skiptist í stjórnsýslusvið, framkvæmdasvið, fjármála- og rekstrarsvið, náttúru- verndar- og útivistarsvið, veiði- stjórnunarsvið, matvælasvið og rannsóknarstofu, sem er raunar fjárhagslega aðskilin öðrum rekstri. Starfsemin er í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum og síð- an í þjóðgörðunum þremur sem stofnunin hefur umsjón með, þ.e. Skaftafelli, Snæfellsnesi og Jökuls- árgljúfrum. Þrátt fyrir mörg og margvísleg verkefni innan Umhverfisstofnunar hefur starfið ákveðinn samnefnara, sem er afgreiðsla á stjórnsýslu- legum erindum. „Þar nýtist okkur vel að hafa stærstan hluta stjórn- sýslustarfseminnar undir einu þaki. Það á líka við varðandi eftirfylgni með reglum. Mikill hluti starfs stjórnsýslu- sviðs er gerð reglugerða sem byggjast raunar mikið til á skuld- bindingum innan EES-samnings- ins. Á því sviði er m.a. fjallað um varnarefni, gerð starfsleyfa fyrir fyrirtæki, efni og efnavörur og síð- ast en ekki síst reglur er snúa að verndun gegn mengun sjávar. Framkvæmdasviðið er með eftir- fylgni á reglum, það safnar saman gögnum um umhverfismál og ástand umhverfisins og setur þau fram. Þetta skiptir miklu máli þar sem Umhverfisstofnun er miðlæg ríkisstofnun, en stór hluti fram- kvæmdar og eftirlits er úti í héraði, hjá heilbrigðiseftirliti á hverjum stað. Okkur ber að samræma starf- semina, svo framkvæmdin sé alls staðar hin sama.“ Matvælasvið sinnir matvælaör- yggi. „Umhverfisstofnun hefur mjög öfluga rannsóknarstofu innan sinna vébanda. Hún er virkur þátt- ur í umhverfis- og matvælaeftirliti. Náttúruverndar- og útivistarsviðið sér um rekstur þjóðgarða, frið- lýstra svæða og hina eiginlegu náttúruvernd, þ.m.t. vinnu við nátt- úruminjaskrá og gerð náttúru- verndaráætlunar. Fjármála- og rekstrarsvið heldur utan um innra starf stofnunarinnar eins og nafnið ber með sér. Loks er veiðistjórn- unarsvið sem sér um stjórnun villtra stofna, refs, minks og síðast en ekki síst hreindýra. Það svið hefur starfsmenn bæði á Akureyri og Egilsstöðum. Stór hluti af starf- semi veiðistjórnunarsviðs er útgáfa veiðikorta.“ Davíð segir að starfsemi Um- hverfisstofnunar sé komin á ágætis skrið, þótt hún hafi aðeins starfað frá áramótum. „Flest af því sem er inni á sviðum Umhverfisstofnunar er byrjað að ganga þokkalega. Þá eru fjölmörg verkefni sem ganga þvert á verkefnasviðin. Það er einnig ágætur gangur í mörgum þeirra. Þar get ég nefnt sem dæmi umsagnir sem varða mat á um- hverfisáhrifum. Slíkt mat snertir fjölmörg atriði, þar sem líta þarf til náttúruverndar og mengunar- hættu. Sama má segja um fræðslu- mál, þau ganga þokkalega og innra skipulag er komið í ágætt horf. Líf- ríkismál og dýraverndarmál þyrftu að vera komin á betri rekspöl. Þessi mál voru í höndum ýmissa ráða og nefnda, eins og dýravernd- arráðs, villidýranefndar og hrein- dýraráðs, en leyfisveitingar í hönd- um lögreglustjóra. Okkur hefur ekki unnist tími til að ná utan um þennan þátt starfseminnar og eig- um mikla vinnu framundan við að setja reglur og samræma vinnu- brögð.“ Eftirlitsiðnaðurinn og áhrif EES Aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hef- ur leitt af sér fjölmargar skuld- bindingar sem miða að verndun matvæla, umhverfis og heilsu. Þar má nefna reglur um merkingu vöru og takmarkanir á efnanotkun. „Umhverfisstofnun fjallar um 40% af öllum skuldbindingum sem samningurinn hefur í för með sér fyrir Íslendinga, ef litið er til fjölda Evrópugerða, þ.e. reglna og reglu- gerða,“ segir Davíð. „Þegar fólk talar um eftirlitsiðnaðinn og reglu- gerðaveldið vill það gleymast að allar þessar skuldbindingar eru til komnar til að öðlast aðgang að stórum markaði. Þær eru settar til að tryggja að almenningur í þess- um löndum geti notið heilnæms umhverfis og öruggra neysluvara en þurfi ekki að fórna þessum rétti fyrir betri samkeppnisstöðu. Þetta eru einfaldlega leikreglurnar ef þjóðin vill hafa aðgang að Evr- ópumarkaði. Áhrifin á íslenskt samfélag eru gífurleg, eins og sést á fjölda Evrópugerða á verksviði stofnunarinnar sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt.“ Davíð segir því ekki að leyna að margar þessara skuldbindinga séu miðaðar við meginland Evrópu og taki ekki mið af sérstöðu fámenns eylands. „Hlutverk okkar í Um- hverfisstofnun er að reyna að að- laga þessar skuldbindingar með þeim hætti að markmið þeirra ná- ist, þ.e. kröfurnar verði raunhæfar án þess að stofna til ónauðsynlegs kostnaðar.“ Áratugur matvælaöryggis Þótt ný Umhverfisstofnun hafi tekið til starfa er matvælaeftirlit enn með sama sniði og verið hefur um árabil. Fiskistofa hefur eftirlit með sjávarafurðum, embætti yfir- dýralæknis með landbúnaðarvörum og Umhverfisstofnun með öðrum matvælum. Þetta á sér skýringu: „Mikil umræða hefur verið um að setja á laggirnar sérstaka Mat- vælastofu. Mér þykir ekki ólíklegt að samræming á matvælaeftirliti, sem nú liggur svo víða, verði eitt af fyrstu málunum sem ný ríkisstjórn tekur afstöðu til,“ segir Davíð. Davíð segir að síðastliðinn ára- tugur hafi verið áratugur umhverf- ismála, mikil vakning hafi verið meðal almennings og ekkert lát þar á. „Ég hef þá trú að þessi ára- tugur verði áratugur matvælaör- yggis og upplýsinga til neytenda um öryggi neysluvöru. Fólk er far- ið að velta því mjög fyrir sér hvað það borðar, líkt og umræðan um erfðabreytt matvæli sýnir. Í sömu veru eru vangaveltur fólks um hvort tiltekin efni og efnavörur valdi skaða á heilsu og umhverfi og almenningur er orðinn mun með- vitaðri um tengsl umhverfis og matvæla.“ Ísland er aðili að viðvörunarkerfi sem kallast RAPEX, en markmið Áratugur matvæla- öryggis runninn upp Morgunblaðið/Arnaldur Evrópugerðum á verksviði Umhverf- isstofnunar, sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt, hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Davíð Egilson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, telur að upp sé runninn áratugur matvælaöryggis. Hann ræddi við Ragnhildi Sverr- isdóttur um hlutverk stofn- unarinnar, þörfina á al- mennri sátt um náttúruverndaráætlun og líklega fjölgun þjóðgarða. ()"  #  *+,- !         &  '  ' ( )(*'+ ( , , , , , , , , , , „Framtíðarsýn okkar er sú, að landsmenn búi við heilnæm lífsskilyrði, ómengað umhverfi, örugg matvæli, örugga efna- og nauðsynjavöru, fái að njóta þess sem er sérstakt eða sögulegt í náttúrunni og að íslensk náttúra þróist eftir föngum samkvæmt eigin lögmálum,“ segir Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar. ’ Umhverfisstofnunhefur mjög öfluga rannsóknarstofu inn- an sinna vébanda. Hún er virkur þáttur í umhverfis- og mat- vælaeftirliti. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.