Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VEFRITIÐ Tíkin hélt í gær upp á
eins árs afmæli sitt. Fjölmenni
mætti á skemmtistaðinn Metz við
Bankastræti þar sem velunnurum
ritsins var boðið til sérstakrar af-
mælisveislu. Ritstjórar Tíkarinnar
gerðu stuttlega grein fyrir sögu
ritsins og hugmyndafræðinni á
bak við stofnun þess. Við þetta til-
efni var tilkynnt að ritstjórn Tík-
arinnar hefði valið Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur „tík ársins“.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs-
dóttir, einn af ritstjórum Tík-
arinnar, segir að nafn vefritsins
sé tilvísun í orðið pólitík en að
vefritinu standi hópur hægrisinn-
aðra kvenna sem leggi áherslu á
jafnrétti kynjanna. „Við ákváðum
að halda upp á ársafmælið 19.
júní þótt vefritið sé nokkrum vik-
um eldra. Okkur þótti þetta við-
eigandi tímasetning enda viljum
við heiðra minningu þeirra
kvenna sem hafa rutt brautina í
jafnréttisbaráttu á Íslandi. Að
sama skapi viljum við hvetja kon-
ur á Íslandi til þess að halda ár-
vekni sinni,“ segir Þorbjörg Sig-
ríður.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þorgerður Katrín
valin „tík“ ársins
Í TILEFNI af kvenréttindadegin-
um í gær, 19. júní, stóðu Femínista-
félag Íslands, Kvenréttindafélag Ís-
lands, Kvennakirkjan, Bríet, tíma-
ritið Vera, Bandalag kvenna í
Reykjavík, Rannsóknarstofa í
kvenna- og kynjafræðum og
Kvennasögusafn Íslands að átakinu
Málum bæinn bleikan.
Allir jafnréttissinnaðir einstak-
lingar voru hvattir til að ganga í
bleiku eða bera eitthvað bleikt. Ár-
angurinn lét ekki á sér standa.
Margar verslanir stilltu bleikum föt-
um út í glugga, bleikt skraut sást á
ólíklegustu stöðum og jafnréttissinn-
að fólk bar bleika litinn.
Bleikir steinar
Femínistafélag Íslands gaf helstu
ráðamönnum þjóðarinnar Bleika
steina en tilgangur þeirra er að
minna á mikilvægi þess að hafa jafn-
réttissjónarmið í huga við alla
ákvarðanatöku. Um leið voru ráða-
menn hvattir til að kynna sér fem-
ínisma til þess að geta unnið skil-
virkt að jafnrétti. Þetta er í fyrsta
sinn sem slíkir steinar eru gefnir en
vonin er að þetta verði árlegur við-
burður.
Í orði en ekki á borði
Femínistar hittust við Ráðhúsið í
gærdag og gengu saman að Hall-
veigarstöðum en þar var móttaka í
boði Kvennaheimilisins Hallveigar-
staða. Bandalag kvenna í Reykjavík,
Kvenfélagasamband Íslands og
Kvenréttindafélag Íslands standa að
heimilinu og buðu femínistum upp á
veitingar. Í móttökuni voru flutt
nokkur ávörp, brot úr leikritinu
Ólafía og tímaritið 19. júní var kynnt.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra var ein þeirra sem flutti ávarp
og gerði réttindi kvenna að umtals-
efni en þar segir hún hlutina ekki
vera á borði eins og þeir eru í orði.
Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti er
margt sem vantar upp á í raunveru-
leikanum. M.a. talaði hún um launa-
misréttið sem er ríkjandi og þann
mikla mun sem er á fæðingarorlofs-
greiðslum til karla annars vegar og
kvenna hins vegar.
Siv líkti kvenréttindabaráttunni
við íslensku jurtina vetrarsteinbrjót
sem getur vaxið inn í stein og klofið
hann smám saman. „Við tökum okk-
ur steinbrjótinn til fyrirmyndar,
molum niður múrana, innri jafnt sem
ytri, svo við getum blómstrað í öllu
okkar bleika veldi,“ sagði Siv.
Birna Þórarinsdóttir, meðlimur í
Femínistafélagi Íslands, talaði frá
sjónarhorni ungs femínista. Líkt og
Siv talaði hún um að jafnréttið væri í
orði en ekki á borði og að konur og
stelpur væru smám saman að upp-
götva það. „Það er fyrir öllu að beisla
þann kraft sem leystur hefur verið
úr læðingi til að vekja ungt fólk á öll-
um aldri til meðvitundar um að enn
séu margir hnútar óleystir og þeir
rakni ekki upp af sjálfu sér,“ sagði
Birna.
Haldið var upp á kvenréttindadaginn í gær
Morgunblaðið/Jim Smart
Femínistar gengu frá Ráðhúsinu og að Hallveigarstöðum.
Mála bæinn bleikan
Ljósmynd/Björg Ólafsdóttir
Karlpeningurinn á renniverkstæði Össurar hf. skellti sér allur í bleikt til
merkis um stuðning við jafnréttisbaráttuna.
JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar-
bæjar stóð fyrir útisamveru við
Hamra í tilefni Kvenréttindadagsins
í gær, sem var þó að hluta til færð
undir þak vegna veðurs. Að Hömr-
um hefur konum verið tileinkaður
sérstakur reitur og gróðursettu kon-
ur á ýmsum aldri í hann í fyrsta
skipti í tilefni dagsins. Stafafura varð
fyrir valinu og voru alls gróðursettar
400 plöntur í reitinn. Konurnar
ræddu um nafn á reitinn áður en
verkið hófst en fljótlega urðu þær þó
sammála um að skíra hann Vilhelm-
ínureit til heiðurs Vilhelmínu Lever.
Vilhelmína bjó á Akureyri á 19. öld
og þótti mjög sjálfstæð og merkileg
kona. Hún var einstæð móðir en
stundaði bæði verslunar- og veit-
ingarekstur í bænum og hún var
jafnframt fyrsta konan á Íslandi til
að kjósa í bæjarstjórnarkosningum,
árið 1863, um 20 árum áður en konur
fengu kosningarétt.
Morgunblaðið/Kristján
Gerður Jónsdóttir, formaður jafn-
réttis- og fjölskyldunefndar Akur-
eyrarbæjar, dóttir hennar Kolbrún
Árnadóttir og ömmustelpan Þóra
Aldís Kolbrúnardóttir gróðursetja
stafafuru í Vilhelmínureit.
Gróðursett
í Vilhelm-
ínureit
FUNDI Alþjóðahvalveiðiráðsins
lauk í Berlín í gær. Stefán Ásmunds-
son, fulltrúi Íslands á fundinum, tel-
ur niðurstöðu fundarins vera von-
brigði fyrir Ísland. Á fundinum var
tekin ákvörðun um að stofna sér-
staka nefnd um hvalavernd innan
ráðsins en sú ákvörðun ráðsins varð
til þess að 50 manna sendinefnd Jap-
ans gekk af fundi. Á fundinum var
einnig samþykkt áskorun um að ríki
sem stunda veiðar í vísindaskyni láti
af þeim veiðum og þau ríki sem
áformað hafa að hefja vísindaveiðar
eru hvött til þess að hætta við. Þá var
á fundinum samþykkt ályktun þar
sem Japanir eru sérstaklega hvattir
til þess að láta af veiðum við Suð-
urskautslandið.
Íslendingar tóku nú þátt í fund-
inum sem fullgildir meðlimir en
þetta er fjórða tilraun Íslands til
þess að öðlast lögmætan seturétt á
fundum ráðsins. Í fyrstu tvö skiptin
fékk Ísland ekki að taka þátt og á
síðasta fundi fékk Ísland þátttöku-
rétt eftir mikla rekistefnu. Stefán
telur að það sé ákveðinn sigur fyrir
Ísland að vera tekið fullgilt inn í
hvalveiðiráðið og að Ísland sé betur
sett innan ráðsins heldur en utan
þess, sérstaklega með þeim fyrir-
vara um hvalveiðar í atvinnuskyni
sem Ísland hefur gert. „Ég get sagt
að stóra niðurstaðan fyrir Ísland er
annars vegar að þetta er fyrsti fund-
urinn þar sem við tökum þátt sem
fullgildir aðilar frá upphafi til enda
og enginn gerir tilraun til þess að
setja þá stöðu í tvísýnu. Hitt að við
ætluðum með aðildinni að setja kraft
í það að ná einhverju samkomulagi
um stjórnunarráðstafanir hvalveiði-
ráðsins. Frekar en að það mál hafi
þokast áfram á þessum fundi fór það
beinlínis aftur á bak. Berlínarsam-
þykktin miðar að algjörri verndun
hvala burtséð frá stöðu stofnanna.
Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu
mikil vonbrigði fyrir okkur og öll þau
ríki sem styðja sjálfbærar hvalveið-
ar,“ segir Stefán.
Dani tekur við formennsku,
Spánverji verður varaformaður
Henrik Fischer, frá Danmörku,
tók við embætti formanns Alþjóða-
hvalveiðiráðsins í lok fundarins.
Danir ákváðu að taka ekki þátt í at-
kvæðagreiðslum um ályktanir um
vísindaveiðar þar sem Danir viður-
kenna ekki rétt Alþjóðahvalveiði-
ráðsins til þess að banna veiðar held-
ur eigi það vera ákvörðun ríkjanna
sjálfra. Fischer hefur gegnt varafor-
mannsembætti ráðsins undanfarin
þrjú ár, en hefð er fyrir því að vara-
formaður taki við formennsku í
ráðinu að loknu þriggja ára kjör-
tímabili sem varaformaður. Doming-
uez Diaz frá Spáni var kjörinn vara-
formaður. Hann bar sigurorð af
Claris Charles frá Grenada í at-
kvæðagreiðslu en Ísland studdi
framboð Charles. Hefði Charles
unnið hefði hún verið fyrsta konan til
að gegna svo mikilvægri stöðu innan
Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Hvalveiðiandstæðingar
í meirihluta
Ljóst er af niðurstöðu fundarins
að þau ríki sem eru andsnúin hval-
veiðum hafa meirihluta innan Al-
þjóðahvalveiðiráðsins. Pólitískur
þrýstingur víða um heim virðist hafa
orðið til þess að þjóðir sem höfðu
hófsama afstöðu til veiðanna, vildu
takmarka þær en ekki banna, hafa í
auknum mæli skipað sér í flokk með
þeim þjóðum sem taka einarða af-
stöðu gegn öllum veiðum. Þetta veld-
ur fulltrúa Íslands í ráðinu áhyggj-
um: „Vonbrigðin hjá okkur eru fyrst
og fremst að ríkin sem hafa verið að
gefa sig út fyrir að vera í eins konar
miðjuhópi voru greinilega hluti af
hvalveiðiandstæðingum á þessum
fundi,“ segir Stefán.
Næsti fundur Alþjóðahvalveiði-
ráðsins verður haldinn á Ítalíu í maí
2004.
Stefán Ásmundsson að loknum fundi hvalveiðiráðsins
Niðurstaðan skref aftur á bak
Segir andstæð-
inga veiða ráða
ferðinni