Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 53 UNDANFARIN tvö sumur hafa Páll ÓskarHjálmtýsson söngvari og Monika Abendrothhörpuleikari haldið sólstöðutónleika álengsta degi ársins í Grasagarði Reykjavík- ur. Á morgun, laugardag, ætla þau að endurtaka leikinn og að þessu sinni bæta við þriðja manni: „Nú ætlum við að tékka á því hvernig stóra systir passar við hljóminn,“ segir Páll Óskar og vísar til Diddúar, Sigrúnar Hjálm- týsdóttur. Allt smellpassaði Samstarf þeirra Páls og Moniku hefur nú staðið vel á þriðja ár, en þau hittust fyrst í afmælisveislu og hófu að vinna saman þegar góðvinur þeirra Hreiðar Ingi Þor- steinsson tónskáld átti afmæli, en þá brugðu þau á leik og fluttu nokkur lög hans. „Við prófuðum að taka nokkur lög saman, og allt smellpassaði,“ segir Páll. „Hljómurinn í okkur báðum átti vel saman og tónlistarlega smullum við saman strax á staðnum. Ýmislegt hefur gerst síðan: Við höfum spilað saman út um landið þvert og endilangt, gefið út plötu og erum ekki síst orðnir miklir vinir og félagar.“ En þau Páll og Mónika gáfu út plötuna Ef ég sofna ekki nótt haustið 2001. „Okkar jómfrútónleikar voru í gróðurhúsinu í Grasa- garðinum á þessum sama degi og við gerum þetta núna í þriðja sinn enda líður okkur svo vel þarna, í gróðurhúsi innan um plönturnar og með þessa ljúfu tónlist. Það er hálfpartinn himneskt að fylgja tónleikagestunum inn í sumarnóttina með þessum hætti.“ Ólíkar raddir Sem fyrr segir verður Diddú með á þessum tónleikum en Páll segir að þau systkinin taki væntanlega þrjá dú- etta saman auk þess að Diddú syngur nokkur lög ein við undirspil Moniku. Þótt þau Diddú og Páll séu bæði atvinnusöngvarar hafa þau sjaldan áður sungið saman: „Það má í raun telja þau skipti á fingrum annarrar handar, “ segir Páll. „Ýmsar ástæður eru fyrir því. Þannig er til dæmis að við Diddú höfum mjög ólíkar raddir og ekki heiglum hent að finna lög sem passa okkur báðum. Ef við höfum sungið saman þá hefur það oft verið þannig að annað okkar hef- ur ekki getað sýnt sínar bestu hliðar. Við höfum nú leyst það vandamál, enda fórum við á stúfana og létum ein- faldlega klæðskerasníða lög fyrir okkur,“ bætir Páll við hlæjandi. Hátíðleg jólaplata Páll segir væntanlega plötu frá þeim Móniku þegar nær dregur jólum og þar muni Diddú einnig syngja með í nokkrum laganna. Að sögn Páls verður sú plata jóla- plata en þó ekki dæmigerð sem slík og minni áhersla lögð á jólasveina og jólagjafir en meiri á hina innri hátíð- arupplifun. Tónleikarnir á laugardag verða þó ekki jólatónleikar, heldur munu þau Páll, Mónika og Diddú bæði flytja þau lög sem þau hafa gert vinsælust saman en líka ný lög, meðal annars eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Ólíkt því sem áður hefur verið verða aðeins haldnir einir tónleikar og því sætaframboð enn minna en venju- lega. Áhugasamir eru því hvattir til að tryggja sér miða í tíma en miðar verða annars seldir við innganginn fyrir tónleikana. Páll Óskar og Monika Abendroth fá Diddú til liðs við sig á sólstöðutónleikum í Grasagarðinum „Himneskt að fylgja tónleikagestum inn í sumarnóttina“ Morgunblaðið/Sverrir Sungið og trallað við stofuborðið: Hún Diddú bætist nú við tvíeyki Páls og Moniku en þau voru að æfa af kappi þegar ljósmyndara bar að garði. Hýr á brá við hörpuslátt á lengsta degi ársins: Monika Abendroth og Sig- rún og Páll Óskar Hjálmtýsbörn rýna í gegnum hörpustrengina. Sólstöðutónleikarnir fara fram í Café Flóru í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 21. júní. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og kostar aðgöngumiðinn 1.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.