Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrir sanna sælkera Nýtt KONUR og karlar nota mismun- andi aðferðir til að tjá sig og karlar grípa t.d. oftar fram í en konur, samkvæmt rannsóknum sem bandaríska málvísindakonan dr. Judith Strother vitnaði til í erindi sínu „Tungumálið notað til að brúa kynjabilið“ á námstefnunni Ham- hleypur sem haldin var í gær. Samskiptamáti kynjanna er ólík- ur, að sögn dr. Strother, og bæði karlar og konur þurfa að gera sér grein fyrir því til að koma í veg fyr- ir misskilning, heima og á vinnu- stað. En slíkur misskilningur getur m.a. komið í veg fyrir frama kvenna í viðskiptalífinu, að sögn dr. Stroth- ers. „Það er hluti af samskiptamáta karla að grípa fram í, þeir ætla sér ekki að vera dónalegir, en konur þurfa að taka á þessu, vera ákveðnar og ljúka máli sínu. Að öðrum kosti er hætta á að yfirmað- ur gangi fram hjá konunni þegar kemur til dæmis að því að veita stöðuhækkun,“ sagði dr. Strother m.a. í erindi sínu. Hún segir nauðsynlegt að setja fram almennar staðhæfingar um kynin til að auka skilning, en legg- ur áherslu á að auðvitað sé ekki hægt að alhæfa um konur og karla. Erindi hennar byggist á rannsókn- um hennar sjálfrar og annarra fræðimanna, einkum innan fé- lagslegra málvísinda. Karlar grípa oftar fram í  Daglegt líf/7 KVENNADAGURINN var haldinn hátíðlegur víða um land í gær. Meðal viðburða var messa við Þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík. Fjöldi manns mætti til að hlýða á Auði Eiri Vilhjálms- dóttur, prest Kvennakirkjunnar, sem stóð fyrir viðburðinum. Veðr- ið skemmdi ekki fyrir og víða um land sáust konur jafnt sem karlar klædd í bleikt en Femínistafélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennakirkjan, Bríet, tímaritið Vera, Bandalag kvenna í Reykja- vík, Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum og Kvennasögusafn Íslands stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum víða í gær í tilefni dagsins undir slagorðunum: „Mál- um bæinn bleikan.“ Morgunblaðið/Sverrir Messað við Þvottalaugarnar  Málað/6 NÍTJÁN ráðgjafarhópar sóttust eftir að gera tillögur að nýju skipulagi á slippsvæð- inu við Mýrargötu, en forvalsnefnd hefur val- ið fjóra hópa til starfans. Ein tillagan verður síðan valin til frekari þróunar. Mikil óánægja er meðal þátttakenda í val- inu og segja þeir það ekki nægilega rökstutt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- fulltrúi átti sæti í forvalsnefndinni og leggur hún áherslu á að samstaða hafi verið í nefnd- inni með valið. „Við bjuggum til ákveðna flokkun þar sem við reyndum að beita eins hlutlægum aðferðum og okkur var unnt,“ segir hún. Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og arkitekt, gagnrýnir valið á þeirri forsendu að ekki hafi verið leitað eftir hæfustu sérfræð- ingum í skipulagsmálum. Val ráð- gjafarhópa gagnrýnt  Óánægja/22 MEÐAL þeirra 776 kandítdata, sem brautskrást frá Háskóla Íslands á morgun, laugardag, er Stefán Ingi Valdimarsson, 23 ára stærðfræðinemi, sem hefur með náms- árangri sínum brotið blað í sögu háskólans með því að fá meðal- einkunnina 10,00. Stefán Ingi útskrif- ast með BS-gráðu frá stærðfræðiskor raunvísindadeildar og hyggur á dokt- orsnám í Edinborg í haust. „Ég átti ekki beint von á þessu, en svona fór þetta nú samt. Mér finnst gaman að þessu námi og það hefur haft sitt að segja,“ segir Stefán. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og fékk stærðfræðiáhuga þar. Tók hann þátt í stærðfræðikeppn- um erlendis og keppti þrívegis á Ól- ympíuleikum í stærðfræði. Fékk 10 í meðaleinkunn á BS-prófi KARLMAÐUR um fimmtugt missti fram- an af tveimur fingrum í vinnuslysi við fisk- vinnsluvél í fiskvinnslunni Klumbu í Ólafs- vík í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ólafsvík. Slysið varð um hádegisbil. Að sögn lög- reglu var maðurinn fluttur á Heilsugæslu- stöð Ólafsvíkur og í kjölfarið var óskað eftir að maðurinn yrði fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lenti hún með manninn í borginni nokkru fyrir klukkan tvö. Missti framan af fingrum INGVAR Gunnarsson, eigandi fiskbúðanna Svalbarða í Reykja- vík og Hafnarfirði, hefur nú ákveðið að lækka verð á soðning- unni um þriðjung. Það segir hann vera mögulegt vegna lækk- unar ýsuverðs á fiskmörkuðum. Hann segir minnstu ýsuna hafa lækkað mest, en að ágæt mat- arýsa sé einnig á hagstæðu verði. Það sé stóra ýsan sem haldi verðinu uppi, en hún sé ekki fyrir innanlandsmarkað, heldur sé send úr landi með flugi. Ingvar hyggst selja roð- og beinlaus ýsuflök á 690 krónur kílóið. Í gær kostuðu slík flök 1.198 krónur í fiskborði Hag- kaupa í Kringlunni og 995 krón- ur í fiskbúðinni Vör. Munurinn er 500 til 300 krónur. Ingvar segir að hann sé sam- mála því sem fram hafi komið í fréttum Morgunblaðsins nýlega að einkennilegt sé að verð á ýsu til neytenda hafi ekki lækkað í samræmi við lækkun á fiskmörk- uðum. „Fisksalar hafa borið ýmsu við í svörum sínum, til dæmis að ýs- an sem hafi lækkað sé rusl sem enginn vilji kaupa. Vissulega hefur undirmálsýsan lækkað mest. Góð matarýsa á bilinu 1,2 til 1,6 kíló hefur þó verið á hag- stæðu innkaupsverði. Það er ýs- an sem er 1,6 til 2 kíló og yfir, sem ber uppi ýsuverðið. En það er ýsan sem er flugfarþegi yfir hafið á Saga Class og er seld í dollurum eða pundum. Einnig hafa fisksalar haldið því fram að þeir hafi neyðst til að bæta sér upp mögru árin og má það vel vera,“ segir Ingvar Gunnarsson. Lækkar verð á soðn- ingunni um þriðjung  Svalbarðabúðirnar/12 ALDREI áður hafa borist jafn margar umsóknir um nám við Tækniháskóla Íslands eins og nú á þessu vori. Heildarfjöldi umsókna er tæplega 600 en eingöngu er hægt að innrita 248 nemendur á næsta skólaári samkvæmt þeim fjárheimildum sem skólanum eru skammtaðar. Þetta þýðir að hafna verður um 60% umsókna. Tækniháskólinn leggur sérstaka áherslu á tækninám og er mesta aukning umsókna í tæknideild. Þar hafa 143 sótt um nám en skólinn getur aðeins innritað um 40 nem- endur og þarf því að hafna rúmlega 70% umsókna þar. Metaðsókn í Tæknihá- skóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.