Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG las í Morgunblaðinu á Netinu að skrúðgangan hefði lagt af stað frá Hlemmi um tvöleytið á þjóðhá- tíðardaginn í rigningu og datt þá í hug að skrifa nokkrar línur. Þegar landinn er búsettur er- lendis hefur maður ekki þau hlunn- indi að eiga frí 17. júní og vekur það oft hugleiðingar um hvað best sé að gera. Beri hann upp á virkan dag, eins og í dag, er fólk að vinna og hefur litla krafta eftir til að skemmta sér að vinnudegi loknum. Þá er bara einn hlut að gera og það er að flytja þjóðhátíðardaginn og var það gert hér í Gautaborg svo okkar hátíðarhöld fóru fram á laugardaginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var farið í skrúðgöngu í fínu veðri og voru þar um 150 manns samankomnir. Að lokinni skrúðgöngu flutti ís- lenski kórinn í Gautaborg nokkur lög, ávarp fjallkonu var flutt af Ingibjörgu Gísladóttur, svo var meiri tónlist, leikir fyrir börnin, tvær 12 ára stelpur fluttu eitt lag og svo flutti hljómsveitin Neisti nokkur þjóðleg lög. Að sjálfsögðu var íslenskt sælgæti, malt og app- elsín þar til sölu landanum til mik- illar ánægju. Um kvöldið var slegið upp balli í húsnæði sænsk-íslenska félagsins í Gautaborg. Svo allir fengu sitt á þjóðhátíðardaginn þó að við þyrftum að flytja hann að- eins. Kveðja frá Gautaborg. BIRNA ÁGÚSTSDÓTTIR, Grevegårdsvägen 2, 421 61 V. Frölunda. Þjóðhátíðardagur- inn í Gautaborg Frá Birnu Ágústsdóttur: Í KVÖLDFRÉTTUM sjónvarps 15. júní sl. var sagt frá því að 65% slysa í umferðinni væru af völdum aldraðra og ástæðan hraðakstur og sjónleysi. Það kom mér svo sem ekki á óvart að nasískur áróður hæfist gegn öldruð- um. Það er fullkomlega í anda ríkis- stjórnar. Það sem vekur mesta furðu mína er hve margir af þessum sjón- lausu ellilífeyrisþegum eru unglegir í útliti. Það er t.d. verið að breyta gatnamótunum á Stekkjarbakka og Reykjanesbraut og þar er 50 km há- markshraði. Á þessum kafla þeytast þessir ungæðislegu öldungar framhjá á um og yfir 100 km hraða án þess að sjá skiltin. Ég fór vestur í Ísafjarðardjúp um hvítasunnuna og á þeirri leið þeyttust þessir unglegu öldungar á ofsahraða og sáu engin hraðatakmörkunarmerki og ekki einu sinni heilu línuna á miðjum veg- inum. Til að losa unga ökumenn við það mikla óorð sem unglegir öldung- ar hafa sett á þá, teldi ég rétt að kannað væri hvort þeir noti andlits- grímu til að villa á sér heimildir. Annars er ég þeirrar skoðunar að sá sem hefur orðið það slæma sjón að hann sjái ekki umferðarmerki, fái ekki læknisvottorð hjá augnlækni. Ég tel einnig að vandi okkar í um- ferðinni sé ekki sjónleysi öldunga, heldur fyrst og fremst botnlaus yfir- gangsfrekja og virðingarleysi fyrir lögum og reglum. Einnig tel ég að ökumenn sem eru búnir að aka bíl í um 40–50 ár, þurfi ekki að nota umferðarmerki mikið til að komast leiðar sinnar sómasam- lega. En það er svo sem ekki bannað að menn styðji vini sína. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Enn um akstur aldraðra Frá Guðvarði Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.