Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 9 Á KYNBÓTASÝNINGU sem haldin var nýlega á Gaddstaðaflötum við Hellu hlaut Eydís, átta vetra hryssa frá Djúpadal, aðaleinkunnina 8,02. Knapi var Helga Björk Helgadóttir og eigandi er Benedikt Valberg, afi Helgu. Hún er aðeins 16 ára að aldri og þykir þetta býsna góður ár- angur hjá svo ungum sýnanda. Helga segist hafa umgengist hesta frá því hún man eftir sér og æft stíft frá tíu ára aldri. Hryssuna Eydísi hefur hún verið með í þrjú ár. Um helgina taka þær þátt í Ís- landsmeistaramóti barna, unglinga og ungmenna í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Stífar æfing- ar í mörg ár Hellu. Morgunblaðið. Góður árangur á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu ÞÝSKA fyrirtækið RAG Trading hefur hætt í bili við áform um að reisa rafskautaverksmiðju á Grund- artanga. Að sögn Páls Magnússonar, stjórnarformanns Fjárfestingar- stofu, treysti fyrirtækið sér ekki í frekari nýfjárfestingar í bili en hefur áhuga á að koma mögulega að verk- efninu á síðari stigum. Aðrir erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt áhuga og af þeim sökum hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja fimm milljónum króna í undirbúningsvinnu vegna mats á umhverfisáhrifum. RAG Trading festi nýlega kaup á gríðarstóru efna- og málmtæknifyr- irtæki í Þýskalandi, Degussa, og er það talin helsta ástæðan fyrir minnk- andi áhuga á stórri fjárfestingu hér á landi í bili. RAG Trading er dóttur- fyrirtæki RAG Coal International AG, eins stærsta kolaframleiðanda heims, sem veitir um 90 þúsund manns atvinnu. Til marks um hve fjárfestingin í Degussa er stór þá veltir það fyrirtæki um 12 milljörð- um evra, eða rúmum 1.000 milljörð- um íslenskra króna, og er með um 47 þúsund starfsmenn á sínum vegum í 300 verksmiðjum víða um heim. Gæti skapað 150 störf Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að fulltrúar RAG Trading settu sig í samband við Fjárfesting- arstofu-orkusvið sl. haust og lýstu yfir áhuga á að reisa 340 þúsund tonna rafskautaverksmiðju hér á landi. Eftir að hafa skoðað nokkra staði leist þeim best á Grundartanga, við hlið Norðuráls í landi ríkisjarð- arinnar Kataness. Reiknað hefur verið með að slík verksmiðja kosti 20 milljarða króna í fyrsta áfanga og geti skapað um 150 ný störf. Höfðu viðræður átt sér stað við fulltrúa Grundartangahafnar og Norðuráls um möguleg viðskipti í framtíðinni. Rafskaut eru notuð við álframleiðslu þar sem eitt tonn af þeim þarf til að framleiða hálft tonn af áli. Stjórnvöld halda undirbúningi áfram með 5 milljóna framlagi RAG Trading hættir í bili við áform um rafskautaverksmiðju SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillaga Vegagerðarinnar að mats- áætlun vegna mats á umhverfisáhrif- um Útnesvegar um Klifhraun í Snæfellsbæ, frá Gröf að Arnarstapa. Hægt er að nálgast tillöguna hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík, eða á vefsíðum Vega- gerðarinnar og Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen, VSÓ. Vegna framkvæmdarinnar hefur Skipulagsstofnun leitað umsagna frá Snæfellsbæ, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Um- hverfisstofnun og Veðurstofunni. Athugasemdir þurfa að hafa borist skriflega til Skipulagsstofnunar eigi síðar en 30. júní næstkomandi. Í til- kynningu frá stofnuninni segir að ákvörðun um matsáætlunina muni liggja fyrir 14. júlí nk. Matsáætlun vegna Útnesvegar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laug. frá kl. 10-16. 20% afsláttur af flestum vörum í dag og á morgun Bankastræti 14, sími 552 1555 25% afsláttur af yfirhöfnum Í sumarfríið Bolir, peysur, kjólar og stuttbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. 50% afsláttur af austurlenskum húsgögnum Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Sumartilboð 30% afsláttur af peysum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 Kringlukast 20% afsláttur af öllum vörum Lokasala kvenfataverslun, Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Verslunin hættir um mánaðamótin 30-60% afsláttur Sumarblússur og buxur skyrtur frá 1.750 Laugavegi 34, sími 551 4301 Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.