Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 29
Ljósmynd/Pétur Tryggvi GALDRAR hafa alla tíð verið vinsæl íþróttagrein á Vestfjörðum. Einn slíkan má lesa úr frétt Morg- unblaðsins 16. júní síðastliðinn, undir yfirskriftinni „Skaðlaust en hræðilega ljótt“. Þar segir meðal annars að eitruð- ustu efnum sem þekkjast í heiminum er eytt hér á Ísafirði. Þó hafa vísindamenn staðfest að það er ekki hægt að eyða þeim. Hér er eiturefnunum „eytt áður en þeim er hleypt út í andrúms- loftið“, segir í fréttinni. Í þessu felst galdurinn, vegna þess að enginn skilur hvernig hægt er að hleypa því út, sem hefur ver- ið eytt. Galdrar þessir eru skaðlausir en hræðilega ljótir, en það gerir galdrana ekki síður áhugaverða, því að fólk er farið að taka meira eftir þeim þar sem galdrastafirnir eru ekki splunkunýir lengur. Ekki hefur verið gert mikið úr undrinu en talið er að það eigi sér eðlilegar skýringar. Um galdra á Vestfjörðum Eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson Höfundur er gull- og silfursmiður á Ísafirði. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 29 LISTIR LAUGARDAGINN 21. júní nk., þegar sólargangur er lengstur hjá okkur hér á Íslandi, verður Kvenna- hlaupið haldið í fjór- tánda sinn. Hlaupið verður frá Garða- torgi í Garðabæ kl. 14. Einnig er hlaupið frá Mosfellsbæ kl. 12, Akureyri kl. 11 og á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Þátttaka hef- ur aukist jafnt og þétt á undan- förnum árum og vonandi er að svo verði einnig að þessu sinni. Bein- vernd er samstarfsaðili Kvenna- hlaupsins í ár og á yfirskrift hlaups- ins, „Sterk bein alla ævi – hreyfðu þig reglulega!“ að minna á gildi reglulegrar hreyfingar fyrir heils- una og beinin. Markmið Kvennahlaupsins er að vekja áhuga kvenna á reglulegri og hollri hreyfingu. Áhersla hefur verið lögð á að gera öllum konum á land- inu kleift að vera með og að hver kona taki þátt í hlaupinu á sínum forsendum. Það er ósk þeirra er að hlaupinu standa að Kvennahlaupið verði til þess að sem flestar konur geri reglubundna hreyfingu hluta af sínum lífsvenjum. Beinþynning er alvarlegt heilsu- farsvandamál hér á landi eins og víða annars staðar og fer vaxandi, m.a. með auknum fjölda aldraðra og breyttum lífsháttum. Beinþynning er einkennalaus þar til brotastigi er náð en afleiðingarnar eru beinbrot við lítinn áverka. Allir, bæði konur og karlar, eiga á hættu að verða fyr- ir afleiðingum beinþynningar síðar á ævinni og hver og einn þarf að huga að vernd beina sinn allt frá æsku. Lengi býr að fyrstu gerð. Grunnur- inn að heilsu beinanna er lagður í æsku, því það er í uppvextinum, þeg- ar beinin eru að vaxa og þroskast, sem við leggjum inn í beinabankann fyrir efri árin. Beinin eru lifandi vefur sem er í stöðugri endurmyndun allt lífið. Þau þarfnast bæði næringar og áreynslu til að haldast sterk og heilbrigð, því er hollt mataræði og regluleg hreyf- ing grundvöllurinn að góðri heilsu. Góð næring sem felur í sér nægjan- legt kalk, sem helst er að finna í mjólkurmat og ýmsu dökku grænu blaðgrænmeti, og D-vítamín skipta máli á öllum aldri og einnig hæfileg líkamsþjálfun. Tog vöðvanna á bein er nauðsynlegt til að bein viðhaldi styrk sínum. Stæltir vöðvar og sterk bein fara því oftast saman. Líkamleg áreynsla, s.s. göngur, hlaup, leikfimi og aðrar íþróttir sem fela í sér þungaberandi áreynslu, hefur góð áhrif á beinin. Þegar við styrkjum stóru vöðvana verndum við jafn- framt bein, eflum jafnvægi og við- brögð gegn byltum og vinnum gegn vægu þunglyndi. Hæfileg líkamsáreynsla á öllum aldri er því eitt mikilvægasta vopnið gegn beinþynningu og ótímabærum beinbrotum. Sterk bein alla ævi – hreyfðu þig reglulega! Eftir Halldóru Björnsdóttur Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar. STOFNUN Norðurbakka ehf. var eitt af stærstu kosn- ingamálunum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafn- arfirði vorið 2002. Það var ekki undarlegt þar sem að- dragandinn að stofnun hlutafélagsins og eignaraðild Hafnarfjarðarbæjar var í hæsta máta óvenjulegur og gagnrýnis- verður. Eftir nánast enga kynningu eða umfjöllun í bæjarkerfinu samþykkti bæj- arstjórn Hafnarfjarðar 18. desember 2001 að gerast þriðjungs eigandi í nýju hlutafélagi, Norðurbakka ehf., sem ætl- að var að standa fyrir uppbyggingu bryggjubyggðar fyrir allt að 1.800 íbúa. Mjög hallaði á hlut Hafnarfjarðarbæjar í samstarfssamningi hluthaf- anna þriggja, en skv. honum keypti Norðurbakki ehf. eignir hluthafanna á hafnarbakkanum á 190 m.kr. hvers um sig, samtals 570 m.kr. Samkvæmt 2. gr. samstarfs- samningsins var fasteignamatið á eignum Hafnarfjarð- arbæjar 239,5 m.kr., fasteignamat eigna Þyrpingar hf. 146,6 m.kr. og eigna J&K ehf. 77,2 m.kr. Lítið jafnræði það. Kaupverðið skyldi hins vegar ekki greitt fyrr en hinn 1. júlí 2003 og þá með þeim hætti að kröfunum skyldi þá breytt í aukið hlutafjárframlag. Auk þessa voru ákvæði í samningnum um að Hafnarfjarðarbær skyldi greiða kostnað við uppfyllingar og fleira sem má áætla allt að 500 m.kr. Til að bæta gráu ofan á svart hef- ur það síðan verið upplýst að lóðasamningur bæjarins vegna eignar Þyrpingar (Norðurstjörnuhúsið) var löngu útrunninn og bænum því heimilt að leysa til sín þá lóð. Stóryrði og efndir Samfylkingin í Hafnarfirði sá sér leik á borði og nýtti sér til hins ýtrasta í kosningabaráttunni þennan klaufalega og óhagstæða samning sem þáverandi meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks gerði. Fundu þeir samningnum og fyrirhugaðri framkvæmd flest til for- ráttu og höfðu þar stóryrði um. Nú er 1. júlí 2003 að renna upp og ekkert bendir til annars en að Hafnar- fjarðarbær missi forræðið yfir eignum sínum á norður- bakkanum í hendur hlutafélags hvers tilvera svífur í lausu lofti. Lítum aðeins á hvað hefur gerst í Norður- bakkamálinu frá því Samfylkingin komst í meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: 1) Eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar í júní 2002 var að samþykkja tæplega 6 m.kr. lánveitingu bæjarins til Norðurbakka ehf. Ekki kæmi á óvart að því láni yrði seinna breytt í hlutafé. 2) Samfylkingin sá ekki ástæðu til að stöðva borunar- framkvæmdir í Hafnarfjarðarhöfn, sem fyrri meirihluti hafði hrundið af stað rétt fyrir kosningar án heimildar í fjárhagsáætlun 2002. Þessari rannsóknarvinnu lauk ekki fyrr en í ágúst 2002 og kostaði bæjarbúa yfir 30 m.kr. Niðurstaða hennar staðfesti einungis fyrri athuganir þ.e. að dýpi niður á fast væri á bilinu 30–40 m. 3) Í október 2002 kynnti Norðurbakki ehf. grunn- hugmyndir um landfyllingu í austurátt. Að mínu mati eru þær hugmyndir litlu betri en þær fyrri, en Samfylk- ingin þegir þunnu hljóði. Hún hefur kosið að senda hug- myndirnar á flakk á milli nefnda og embættismanna til umsagnar í stað þess að taka af skarið sbr. yfirlýsingar sínar fyrir kosningar. 4) Það eina sem mér vitanlega hefur gerst á þessu ári er að bæjarstjórn hefur samþykkt að hefja gerð deili- skipulags fyrir norðurbakkann. Erfitt er að ráða í hvað vakir fyrir Samfylkingunni annað en að þeir ætli að ýta málinu á undan sér. Í kosn- ingabaráttunni lögðu þeir sérstaka áherslu á upplýs- ingagjöf og gott samstarf við bæjarbúa – og töldu sig vera að boða ný vinnubrögð. Nú ári síðar eru bæjarbúar engu nær um framtíðaráætlanir á norðurbakkanum því engin kynning og umræða hefur farið fram. Samfylking- armaðurinn Gunnar Svavarsson er nú stjórnarformaður Norðurbakka ehf. og ætti að vera í lófa lagið að bæta úr því eða hvað? Ég hygg að flestir Hafnfirðingar séu sammála um að nýta eigi norðurbakkann til að stækka þjónustusvæði miðbæjarins í framtíðinni frekar en að koma þar upp mikilli íbúðarbyggð. Til þess að sú vinna geti farið af stað þarf að mínu mati að byrja upp á nýtt – og hverfa frá þessum óraunhæfu hugmyndum og slíta jafnframt hlutafélaginu Norðurbakka ehf. Hafnarsvæðið er allt of dýrmætt til að ráðskast sé með það eins og skiptieign í Matadorspili. Mér finnst það t.a.m. ekki vera traustvekj- andi að einn hluthafanna (Þyrping hf.) skipti um eig- endur tvívegis innan árs frá stofnun Norðurbakka ehf. Samfylkingin í Hafnarfirði á næsta leik. Hvað gerir samfylkingin í norðurbakkamálinu? Eftir Sigurð P. Sigmundsson Höfundur er hagfræðingur. NÝIR tímar í ís- lenskri samtíma- ljósmyndun er heiti sýningar sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur – Kjar- valsstöðum í kvöld kl. 20. Sýningin er sett upp í beinu framhaldi af samstarfsverkefni sem Listasafnið stofn- aði til í fyrra með Þjóðminjasafni Ís- lands og Ljósmynda- safni Moskvu. Þá var sett upp í Moskvu yf- irlitssýning á íslenskri ljósmyndun frá upp- hafi ljósmyndunar á Íslandi til dagsins í dag. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum getur að líta kjarnann úr þeirri sýningu sem fór héðan til Moskvu með aðaláherslu á samtímaljósmyndun. Við sjáum sjoppur sem horfið hafa úr Reykjavíkurborg, eyðingu að verki innan eyðibýla, fólk í óvægnu umhverfi Norður-Atlantshafsins, álfabyggðir innan þéttbýlis og skrif- stofur forsetaframboða, svo eitthvað sé nefnt. Sýningarstjórar ljós- myndasýningarinnar eru þeir Eirík- ur Þorláksson, Einar Falur Ingólfs- son og Pétur Arason. Einar Falur segir að á sýningunni sé miðlinum ekki búinn þröngur rammi, heldur sýnd verk sem séu afar fjölbreytileg hvað varðar stíl- brögð og afstöðu höfunda til efnis- ins. „Hér eru verk ljósmyndara sem hafa endurnýjað hið gamla mynd- mál landslagshefðarinnar, endur- spegla land og ljós af kunnáttu- samlegu næmi, en einnig er tekið á náttúrunni á drungalegri hátt og ljóðrænni. Margir sýnenda vinna innan þess sviðs sem kallað er heimildaljósmyndun en afrakstur- inn er afar ólíkur. Í samtímanum er ljósmyndavélinni óspart beitt við að draga fram einkenni á vörum og endurspegla tíðarandann, eða búa til nýja strauma. Hér eru ljós- myndir eftir fulltrúa tískugeirans og ímyndaheimsins. Og aðrir skrá ásjónur manna á formlegri hátt eða halda dagbók um tilveru sína með myndum. Á síðastliðnum áratugum hefur færst mjög í vöxt að myndlistarmenn notfæri sér skrán- ingarmöguleika ljósmynda- tækninnar við að myndgera hug- myndir sínar. Hluti listamannanna sem kenndir eru við SÚM notaði ljósmyndir og allar götur síðan hef- ur ljósmyndin verið mikilvægur miðill í sköpunarferli íslenskra lista- manna. Hér má sjá uppákomur sem lifa í myndum, heimildir um atburði; myndir sem unnar hafa verið og breytt á stafrænan hátt, frásagna- raðir um tilbúna atburði og svið- setningar. Myndefnið er æði ólíkt: fiskar og ljósabúðir, skreyttar kon- ur, tjöld og snjóskaflar, sauðahorn með brúðuhausum, jafnvel teikn- aðar eftirmyndir ljósmyndaðra fossa.“ Við opnunarathöfnina í kvöld verður einnig veitt viðurkenning úr Listasjóði Guðmundu S. Kristins- dóttur að upphæð 300.000 krónur. Markmið Listasjóðsins er að styrkja listakonur með því að veita árlega sérstakt framlag til viður- kenningar og eflingar á listsköpun kvenna. Þetta er í sjöunda sinn sem veitt er úr sjóðnum. Sýningin stend- ur til 17. ágúst. Falskar tennur - Bjargey Ólafsdóttir, 2000. Náttúran, manneskjan og tískan VESTAN við sól og norðan við mána nefnist sýning sem nú stend- ur yfir í anddyri Norræna hússins. Þar eru ljósmyndir Ragnars Th. Sigurðssonar við texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Þeir Ragnar Th. og Ari Trausti ferðuðust saman um norður- heimskautssvæðið og útnorðrið eða um Grænland, Færeyjar og Ísland með það í huga að gera farandsýn- ingu sem yrði sýnd í þessum lönd- um. Myndefni 48 ljósmynda Ragn- ars Th. er fólk, menning og náttúra landanna þriggja. Ljósmyndunum er komið fyrir í 16 þriggja mynda röðum þar sem ein mynd frá hverju landi lýtur að tilteknu þema og er þeim er ætlað að kynna löndin innbyrðis. Sýningin var fyrst opnuð í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn í Fær- eyjum. Næsti áfangastaður var Listasafn Akureyrar, þaðan sem hún kemur til sýningar í Norræna húsinu. Héðan fer sýningin til Nuuk í Grænlandi, þar sem hún verður sett upp í Katuaq – menningarhúsi Grænlendinga. Sýningin er opin daglega kl. 9– 17, sunnudaga er opið kl. 12–17. Henni lýkur 31. ágúst. Ein ljósmyndaraða Ragnars Th. Sigurðssonar. Ljósmyndir úr útnorðrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.