Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Proppé, rektor Kenn- araháskóla Íslands, gerði samein- ingu ríkisháskólanna að umtals- efni í ræðu sinni við braut- skráningu kandídata frá skól- anum. Ræðan hefur vakið nokkra at- hygli en að sögn Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra eru engin áform innan menntamála- ráðuneytisins um slíka samein- ingu. „Umræðan um sameiningu rík- isháskólanna er hluti af nauðsyn- legri umræðu um nám á háskóla- stigi. Hún á rætur í miklum vexti háskólastarfseminnar undanfarin ár og ber vott um mikla gerjun. Hins vegar er þessi hugmynd ekki í samræmi við þá miklu áherslu sem hefur verið lögð á sjálfstæði af hálfu skólanna sjálfra,“ segir Tómas Ingi. Menntamálaráðherra segir jafnframt að það hljóti að teljast eðlilegt að háskólarnir efli með sér samvinnu og hafi sjálfir frum- kvæðið telji þeir hag sínum betur borgið í samstarfi um ákveðna þætti. Sameining ríkisháskól- anna ekki fyrirhuguð BÖRN í öllum hverfum Reykjavík- ur fá nú heimsókn frá lögreglunni í tengslum við umferðarskólann. Krakkarnir fá ýmsar upplýsingar um hvernig beri að haga sér í um- ferðinni og kunna vel að meta. Öll börn, fimm og sex ára, fara í um- ferðarskólann á sumrin og fá að launum gjöf frá lögreglunni í Reykjavík. Krakkarnir sem komu saman í umferðarskólanum í Öldu- selsskóla voru af leikskólunum Seljaborg og Seljakoti. Þau voru þakklát fyrir fræðsluna og gengu örugg heim á leið að skóla loknum. Morgunblaðið/Einar Falur Nemendur í leikskólunum Seljaborg og Seljakoti í Umferðarskóla lögreglunnar í Ölduselsskóla. Umferðarskólinn í fullum gangi NÆSTKOMANDI laugardag kl. 10.30–12 standa utanríkisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir morgunverðarfundi í Norræna húsinu. Tilefnið er heim- sókn dr. David M. Malone, þekkts fyrirlesara um alþjóðamál. Malone hefur sl. fjögur ár verið forseti Alþjóðafriðarakademíunnar (The International Peace Academy) í New York og er stofnunin ein af virt- ustu fræðistofnunum um alþjóðamál. Hún er studd af 20 þjóðlöndum og eru öll Norðurlöndin þar á meðal. Óraunsæ trú á á möguleika Sameinuðu þjóðanna Malone mun í fyrirlestri sínum m.a. tala um að eftir lok kalda stríðs- ins hafi deilur alþjóðasamfélagsins um Írak leitt til þess að tvö andstæð sjónarmið hafa birst varðandi hlut- verk Sameinuðu þjóðanna almennt og Öryggisráðsins sérstaklega. Þetta var í fyrra Írakstríðinu 1990– 91 og síðan á árunum 2002–3. Eftir hið fyrra, þar sem þjóðir heims stóðu að mestu saman um að hrekja inn- rásarlið Íraka frá Kúveit með stuðn- ingi Öryggisráðsins, varð til óraunsæ trú á möguleika Sameinuðu þjóðanna á að standa vörð um nýja heimsskipan. Eftir síðari átökin hafa ýmsir orðið til að afskrifa Sameinuðu þjóðirnar sem fjölþjóðlega valda- stofnun sem tryggt gæti tiltekna heimsskipan. Bæði þessi sjónarmið gengu of langt og mátu ekki rétt styrkleika og veikleika Sameinuðu þjóðanna. David Malone mun leitast við að meta styrkleika og veikleika Öryggisráðsins sem stofnunar. Hann mun skoða hvað er nýtt og hvað getur orðið varanlegt í tilraun- um þess til að víkka svið sitt í örygg- ismálum frá lokum kalda stríðsins til þátta eins og baráttu gegn hryðju- verkum og frumkvæðis í mannúðar- málum. Meginviðfangsefni Alþjóðafriðar- akademíunnar, IPA, eru aðgerðir til að koma í veg fyrir vopnuð átök eða leysa mál sem valdið hafa vopnuðum átökum, þ.e. styrjöldum ríkja í milli og vopnuðum innanlandsátökum. IPA á náið samstarf við Samein- uðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra, aðrar fræðistofnanir á sviði alþjóða- mála og frjáls félagasamtök víða um heim og beitir sér mjög fyrir að leiða saman fræðimenn og áhrifamenn á sviði alþjóðamála. Fundurinn er öllum opinn endur- gjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hjá erla@mfa.is fyrir kl. 14 í dag, föstudag. Fundur um stöðu og hlutverk Samein- uðu þjóðanna í kjölfar Íraksstríðsins Andstæð sjónarmið um hlutverk SÞ KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, vígði nýja kapellu Barna- spítala Hringsins 3. júní sl. Kap- ellan er á 2. hæð nýja barna- spítalans og hana hönnuðu arkitektar Barnaspítala Hringsins, Sigríður Magnúsdóttir og Hans- Olav Andersen. Vígslan hófst með því að munir voru bornir í kapell- una undir forspili Gunnars Gunn- arssonar flautuleikara og Stefáns Helga Kristinssonar píanóleikara. Þorbergur Halldórsson gullsmiður hannaði og smíðaði altarisgripina sérstaklega fyrir kapelluna. Við vígsluna sungu og léku hjónin Anna Pálína Árnadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson. Vígslu- gestir sungu sálma. Anna Ólafía Sigurðardóttir hjúkrunardeildar- stjóri fór með bæn. Ritningar- greinar lásu, auk biskups, Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur, Herdís Gunnarsdóttir hjúkrun- ardeildarstjóri og Ingileif Malm- berg. Kapella Barnaspítala Hringsins vígð FLUGSTJÓRI TF-JVG, leigu- flugsvélar flugfélagsins Jórvíkur sem lenti í alvarlegu flugatviki yfir austurströnd Grænlands fyrir tæpu ári, gagnrýnir vinnubrögð dönsku flugslysanefndarinnar, einkum fyr- ir að hafa ekki í lokaskýrslu tekið tillit til upplýsinga frá Veðurstofu Íslands og lítið sem ekkert byggt á vitnisburði aðstoðarflugmanns síns. Er flugstjórinn ósammála Dönun- um um að ísing hafi að öllum lík- indum valdið gangtruflunum á vél- inni á leiðinni. „Lítilsháttar héla“ hafi vissulega myndast utan á vél- inni en ekki það mikil að hún hafi getað orsakað gangtruflanir. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerir danska flug- slysanefndin athugasemdir við við- brögð flugmannanna þegar vél þeirra af gerðinni Cessna Titan 404, tveggja hreyfla, missti afl í um 13 þúsund feta hæð yfir Grænlandi 1. ágúst 2002. Segir nefndin að flugmennirnir hafi ekki beitt réttu verklagi samkvæmt neyðargátlista vélarinnar. Einnig eru gerðar at- hugasemdir varðandi undirbúnings flugsins en engar tillögur settar fram í öryggisátt. Um borð voru flugmennirnir tveir og níu grænlenskir sjómenn á leið frá Reykjavík til Nuuk á Græn- landi. Náðu flugmennirnir ekki stjórn á vélinni fyrr en í um þrjú þúsund fetum og sneru henni taf- arlaust til Kulusuk þar sem lending tókst vel. Engan sakaði um borð. Aðstoðarflugmaðurinn „ekki virtur viðlits“ Eftir að hafa fengið frumdrög í hendur frá dönsku flugslysa- nefndinni um atvikið nýtti Garðar Árnason flugstjóri sér andmæla- rétt sinn og skilaði ítarlegri grein- argerð áður en lokaskýrslan var gerð. Einnig varð hann sér úti um greinargerð frá Veðurstofu Íslands um veðurskilyrði á flugleiðinni dag- inn sem atvikið varð. Í greinargerð til Dananna gerir hann ýmsar at- hugasemdir við niðurstöður og ályktanir þeirra og segist í samtali við Morgunblaðið ekki geta tekið undir þau orð framkvæmdastjóra Jórvíkur í blaðinu sl. mánudag að rannsóknarskýrslan hafi verið fag- lega unnin og tillit að einhverju leyti tekið til athugasemda flug- mannanna. Garðar segir aðstoðar- flugmanninn í þessari flugferð ekki hafa verið virtan viðlits. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að skila umsögn um frumdrög skýrsl- unnar. Aðeins hafi farið „punktar“ frá Rannsóknarnefnd flugslysa hér á landi til Danmerkur en ekki stað- festur og undirskrifaður vitnis- burður flugmannanna beggja. Sem fyrr segir telur Garðar að ekkert tillit hafi verið tekið til greinargerðarinnar frá Veðurstofu Íslands. Af upplýsingum tveggja veðurfræðinga megi draga í efa að ísing geti hafa valdið gangtruflun- um. Vitað sé að fleiri vélar hafi flogið sömu leið og í svipaðri hæð þennan dag. „Enginn tími gafst til lestrar af gátlista“ Aðspurður segist Garðar hallast að einhvers konar bensínstíflu frekar en að ísing ein og sér hafi valdið gangtruflunum í vélinni. Þetta sé samdóma álit hans, að- stoðarflugmanns og fleiri aðila sem hafi kynnt sér málsatvik. Danirnir einblíni um of á ísinguna sem or- sök. „Mótorinn stöðvaðist aldrei alveg heldur datt út og kom inn aftur af fullu afli. Það hjálpaði til við að velta flugvélinni og snúa henni á alla kanta. Þá gafst heldur enginn tími til lestrar á gátlista. Frum- skylda allra flugmanna er að halda fullri stjórn á vélunum allan tímann sem þær eru í loftinu,“ segir Garð- ar. Áður en TF-JVG fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli með græn- lensku sjómennina fór Garðar á Veðurstofu Íslands að morgni dags og kynnti sér veðurspá og -horfur fyrir flugleiðina til Nuuk á Græn- landi. Var leiðin sögð fær en hætta á lítilsháttar ísingu yfir fjögur þús- und feta hæð við austurströnd Grænlands en yfir níu þúsund fet- um frá flugtaki í Reykjavík. Í greinargerð Veðurstofunnar, sem unnin er af veðurfræðingunum Unni Ólafsdóttur og Guðmundi Hafsteinssyni, segir m.a. að miðað við veðurfarsgögn á þessu svæði frá 1. ágúst 2002 sé erfitt að sjá af hverju vel útbúin flugvél líkt og umrædd Cessna-vél hafi ekki getað flogið vandræðalaust frá Reykjavík til Nuuk. Þó að ísingarhættan hafi verið lítilsháttar á leiðinni, eða jafnvel mikil, hafi verið vel mögu- legt að fljúga fyrir neðan uppgefin ísingarmörk í veðurspám. Garðar segir það sæta furðu að rannsóknaraðilar nýti sér ekki upp- lýsingar áhafna flugvélar um at- burðarás og aðstæður þegar atvik sem þetta á sér stað. Það hljóti að vera krafa áhafna, jafnt sem far- þega, að rannsóknarnefndir vinni störf sín af heilindum og í heiðri séu hafðar grunnástæður rann- sókna flugslysa og atvika, þ.e. að koma í veg fyrir endurtekningu. „Slíkt er ekki hægt að gera ef rannsóknaraðilar byggja niðurstöð- ur sínar á eigin getgátum,“ segir Garðar að endingu. Flugstjóri Jórvíkurvélarinnar sem missti afl yfir Græn- landi gagnrýnir skýrslu dönsku flugslysanefndarinnar Ósammála um að ísing hafi valdið truflunum Ekkert tillit tekið til upplýs- inga frá Veður- stofu Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.