Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 41 Elsku afi minn er dáinn. Hann er besti maður sem ég þekki og ég veit að Guð tekur vel á móti honum. Ég á margar góðar minningar um afa. Afi var alltaf svo hress og góður við mig. Hann var hjá mér alveg síðan ég man eftir mér og hélt á mér þegar ég var skírð á af- mælisdegi ömmu minnar. Á þriggja ára afmælisdaginn minn gaf hann mér pakka sem var næstum jafnstór og ég, þetta var dúkkuvagn sem var í miklu uppá- haldi hjá mér lengi. Þegar við heimsóttum afa á Víði- völlum á Selfossi tók hann alltaf svo vel á móti okkur og gaf okkur Sæunni Sif systur minni stundum ís eða Kit Kat, lék við okkur, spilaði við okkur Ólsen Ólsen eða fór með okkur í feluleik og þá gaf hann okk- ur vísbendingar með því að gera fyndin hljóð. Okkur fannst gaman að leika okkur úti í garðinum hans, þar voru stór grenitré og aspir sem mér fannst eins og heill skógur þegar ég var lítil. Við fórum líka stundum með afa í veiðibústaðinn í Stakkavík á sumr- in og veiddum með honum í Hlíð- arvatni en afi hafði mikinn áhuga á stangaveiði. Þegar ég var fjögurra ára fór afi með okkur fjölskyldunni til Portú- gal. Þar naut hann þess að vera í sól og hita. Afi fylgdist vel með skólagöng- unni og tónlistarnáminu hjá okkur og ég vildi gera allt til að gleðja hann með því að ná góðum árangri. Mig langar til að þakka afa fyrir að hafa verið svona góður við mig og án hans væri ég ekki sú sem ég er af því að hann átti mikinn þátt í að móta mig. Hann er mín helsta fyrirmynd. Einn morgun nokkrum dögum áður en afi dó talaði ég við hann í síma. Hann sagði við mig: „Elsku vinkona.“ Mér þótti mjög vænt um það og það gladdi mig. Ég get ekki hugsað mér betri afa og nú kveð ég hann með söknuði og vona að hann viti hvað mér þykir vænt um hann. Emma. Hann afi minn góði er nú farinn, sameinaður ömmu okkar sem hon- um þótti svo vænt um. Nú er hann farinn úr þessum heimi til guðs og allra englanna. Við eigum ótal minningar og margt að þakka. Fyrstu jólin sem ég man eftir voru á Víðivöllunum hjá afa og þá gaf hann mér Snússa sem er bangsi. Við stelpurnar hjálpuðum afa alltaf að skreyta jólatréð. Hann afi okkar var svo in- dæll og góður við alla og hann elsk- aði ekkert meira en okkur barna- börnin en nú er hann farinn, farinn í ljósið. Ég held að þegar allt kemur til alls hafi fáir verið jafn góðir og hugulsamir og hann afi okkar var. Ég hef örugglega farið 100 sinnum í sund með honum en nú er það á enda. Ég leyfði honum að hafa rúmið mitt þegar hann var veikur sem mér fannst auðvitað sjálfsagt, en mamma sagði að hann hafði verið þakklátari en ég hélt. Ég held að hreyfingin og ánægjan af lífinu hafi haldið honum uppi svona lengi og ég er svo ánægð að hafa kynnst honum og þegar árin munu líða á ég aldrei eftir að gleyma þessum einstaka manni. Minningin um afa mun alltaf búa á besta stað í hjarta mínu. Kveðja til þín, afi minn Sigurlaug Guðrún. Elsku afi, þú varst alltaf svo góð- ur við okkur barnabörnin. Ég á margar góðar minningar um þig, eins og þegar ég tefldi við þig og þegar þú hlustaðir á mig spila á pí- anóið. Þegar þú bjóst á Víðivöllum fór- um við alltaf til þín á jólunum og öðrum hátíðisdögum. Ég þakka guði fyrir að hafa átt þessi ár með þér, en ég hefði viljað hafa þig lengur hjá mér. Núna ertu kominn á himininn til Emmu ömmu. Vonandi líður þér vel þar. Þín Sæunn Sif. Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR. Okkar bestu þakkir til starfsfólks sambýlisins á Skjólbraut 1A og hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðrún Stefánsdóttir, Einar Ólafsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Magnús H. Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, sem andaðist á kvennadeild Landspítalans laugardaginn 10. maí. Sérstakt þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hjúkruðu henni í veikindum hennar. Emil Hjartarson, Kristján Guðmundsson, Hildur Hermannsdóttir, Kolfinna Guðmundsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, María Guðmundsdóttir, Jón Heiðar Guðjónsson, Haraldur Guðmundsson, Sigríður Böðvarsdóttir, Sigríður Emilsdóttir, Ragnar Harðarson, Erla Emilsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Bryndís Emilsdóttir, Hjalti Ástbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS JÓNSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Dalalandi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut. Jóhanna Þórunn Þorbjarnardóttir, Jón Baldvin Pálsson, Kristín Sigurðardóttir, Þorsteinn Pálsson, Guðjón Heiðar Pálsson, Guðrún Björk Emilsdóttir, Páll Már Pálsson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Guðfinnur Þór Pálsson, Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Höskuldur Einar Pálsson, Beinta Eliasen, Arnar Pálsson, Fríða Björg Leifsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS ÓSKARSSONAR frá Dalvík, Lækjasmára 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, og deild 13D á Landspítalanum við Hringbraut. Gerður Þorsteinsdóttir, Fjóla Valdimarsdóttir, Ómar Karlsson, Bjarnveig Pálsdóttir, Óskar Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir, Snjólaug Valdimarsdóttir, Jón Hreinsson, Einar Valdimarsson, Elín Theódórsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson, Sigurbjörn Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir, Lilja Valdimarsdóttir og fjölskyldur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Vinkona okkar, Kristín Ingimundar- dóttir, er fallin frá. Margs er að minnast þegar litið er um öxl frá áratugalöng- um kynnum, en við kynntumst þeim hjónum, Matthíasi Bjarnasyni og Kristínu árið, 1959. Þá bar svo við að þau hjón, sem þá voru búsett á Ísa- firði, litu inn til okkar, en um það leyti starfaði ég sem læknir á Flat- eyri við Önundarfjörð. Ég minnist þess ætíð hversu góð- an þokka þau hjón buðu af sér. Ekki verður framhjá því litið að Kristín Ingimundardóttir bar mjög sterkan persónuleika, enda kom það í ljós við nánari kynni af þeim hjónum. Vináttan við þessi yndislegu hjón dafnaði og hefur staðið allt frá fyrstu kynnum og aldrei borið skugga á. Alþjóð veit að Matthías Bjarnason var einhver áhrifamesti stjórnmála- maður landsins um áratugabil. Margoft í ráðherratíð sinni fann maður að á bak við þennan sterka stjórnmálamann var sterkur bak- hjarl, sem var eiginkona Matthíasar, Kristín Ingimundardóttir. Ekki verður farið frekar út í smá- atriði í samskiptum okkar hjóna við vini okkar Matthías og Kristínu, en Kristínar er nú sárt saknað af hon- um. Þessi fáu orð eiga aðeins að minn- ast glæsilegrar konu, sem jafnframt var stórbrotin og vinföst. Sár harmur er nú kveðinn að Matthíasi, börnum þeirra hjóna, Auði og Hinriki, en einnig tengda- börnum og barnabörnum. Við biðj- um góðan Guð að styrkja þau í sorg- inni. Við erum þess fullviss að góður Guð mun taka á móti vinkonu okkar, Kristínu Ingimundardóttur, og biðj- um henni eilífrar blessunar. Sigríður Sigurjónsdóttir og Björn Önundarson. KRISTÍN INGI- MUNDARDÓTTIR ✝ Kristín Ingi-mundardóttir fæddist í Tungugröf í Kirkjubólshreppi 4. maí 1924. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 11. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 19. júní. Þau verða fá og fá- tækleg orðin okkar, þegar við viljum minn- ast okkar kæru vin- konu Kristínar Ingi- mundardóttur. Við andlát Stínu, sem kom óvænt, enda þótt hún hefði ekki gengið heil til skógar lengi, leita á hugann allar minning- arnar eftir fjörutíu ára vináttu hennar, sem ekki einungis við hjónin höfum notið, heldur batt hún órofa vináttu og tryggð við börn okk- ar og barnabörn. Hún bjó þeim Matthíasi hlýlegt og notalegt heimili, hvort heldur var á Ísafirði eða í Garðabæ, en sumarbústað þeirra í Trostansfirði kallaði hún „heima“. Þegar þau voru að undirbúa að fara vestur í sumarbústaðinn í Norð- dal sagði hún ætíð, að þau væru að fara heim. Í hinu fagra og svipmikla umhverfi Arnarfjarðar undu þau sumar eftir sumar og ætíð þegar leið á vetur mátti í samtölum við Stínu greina tilhlökkunina að komast vest- ur. Stínu leið hvergi betur og kallaði það sína paradís. Þau eru ófá heim- boðin sem við höfum notið bæði í Norðdal og Tjaldanesi. Það gat kom- ið full rúta af fólki í Norðdal og Stína lét sig ekki muna um að baka pönnu- kökur fyrir allan hópinn. Eftir hartnær 60 ára hjónaband hlýtur söknuðurinn að vera sár við fráfall maka. Stína stóð ætíð fast við bakið á bónda sínum en eins og auð- vitað er fylgdu starfinu mikil umsvif meðan Matthías var þingmaður og ráðherra. Kæra vinkona, við kveðjum þig með sárum söknuði og biðjum góðan guð að veita Matthíasi, Hinriki og Auði og öðrum aðstandendum styrk í þeirra miklu sorg. Ingrid og Sigurður. HÆGT að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.