Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 25 GENGIÐ verður á fjallið Þor- björn í Grindavík næstkomandi laugardagskvöld. Jónsmessu- gangan er hluti af sólstöðuhátíð Bláa lónsins en undanfarin ár hefur gangan notið mikilla vin- sælda, enda er fátt betra en að njóta útivistar á Jónsmessu- nótt. Góð stemning í Bláa lóninu Lagt verður af stað frá sund- laug Grindavíkur kl. 21 og er áætlað að gangan taki rúmar tvær klukkustundir. Kristján Kristjánsson (KK) söngvari verður með í för og tekur lagið með hópnum þegar á fjallstind- inn er komið. Göngunni lýkur svo við Bláa lónið en heilsulind- in verður opin til klukkan eitt um nóttina í tilefni sólstöðuhá- tíðar og mun KK áfram halda uppi góðri stemningu fyrir gesti Bláa lónsins. Sætaferðir verða til Grinda- víkur frá BSÍ klukkan 20.15 og frá SBK í Keflavík kl. 20.30. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur, Reykja- víkur og Reykjanesbæjar klukkan eitt. Jóns- messu- ganga á Þorbjörn Grindavík BJART veður var og ferskur vind- ur lék um viðstadda þegar sam- starfssamningur var undirritaður og fyrsta skóflustunga tekin að nýrri viðbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) í gær. Þar verður m.a. að finna mötuneyti og alrými fyrir nemendur, svið, stjórn- unarálmu, þrjár mjög fullkomnar raungreinastofur, bókasafn og hall- andi fyrirlestrasal. Hið nýja rými mun, að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, skólameist- ara FS, koma sér einkar vel fyrir skólann, þar sem hann er í örum vexti og mikil þörf er fyrir þjón- usturými og fleiri kennslustofur. „Þessi nýbygging gerir okkur kleift að ná betri nýtingu á húsnæði skólans, sem hefur farið ört vax- andi undanfarin ár. Hér er um að ræða mikla og þarfa viðbót á mögu- leika okkar til að veita mennt- unarþjónustu til ört stækkandi hóps, bæði í dagskóla og öld- ungadeild. Það var farið að þrengja verulega að nemendum, sem í haust verða væntanlega í fyrsta skipti yf- ir 800 talsins í dagskóla.“ sagði Ólafur. „Þetta mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir okkur hér í skólanum. Skólinn mun nú mynda eina heild og við munum skapa allt rými í skólanum í samræmi við þessa ný- byggingu.“ Sigrún Lilja Jóhannsdóttir, ritari nemendafélags FS, tók fyrstu skóflustunguna af mikilli leikni og kom fram í máli skólameistara að vel væri við hæfi að ung stúlka tæki skóflustunguna á þessum hátíðar- degi íslenskra kvenna. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingu Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Sigrún Lilja Jóhannsdóttir, ritari nemendafélags Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, mundar skófluna af fimleika og krafti. SLÖKKVILIÐ varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur tekið í notkun nýjan slökkvihermi sem líkir eftir eldi í flugvélum og gerir kleift að þjálfa slökkviliðsmenn við raun- verulegar aðstæður af fyllsta öryggi og án umhverfisspjalla. Í herminum er notast við gasloga sem stjórnað er á fullkominn hátt svo líkja megi eftir aðstæðum sem mæta slökkviliðsmönnum við björg- un fólks úr brennandi flugvélum. Ekki er því lengur þörf á að kynda stóra olíuelda á flugvellinum til æf- inga og öryggi slökkviliðsmanna að sama skapi tryggt við æfingar. Í fréttatilkynningu frá varnarlið- inu kemur fram að Bandaríkjafloti hefur þegar tekið 15 slík tæki í þjón- ustu sína og er áætlað að þau verði 30 alls auk smærri útgáfu sem nota má um borð í flugmóðurskipum. Nýi búnaðurinn kostar 37 milljónir króna. Nýr slökkvi- hermir tek- inn í notkun Keflavíkurflugvöllur Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hinn nýi eldhermir er kallaður „geimskipið“. ÓLAFUR Björnsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Keflavík, endurheimti á dögunum dragnótarbátinn Baldur GK 97 (áður KE 97). Ólafur lét smíða bátinn fyrir sig fyrir áratugum og gerði út með góðum árangri og hefur því sterkar taugar til hans. Reykjanesbær hefur ákveðið að koma bátnum fyrir á nýrri uppfyllingu við smábátahöfnina, skammt frá Duus-húsum þar sem safn bátalíkana Gríms Karlssonar er til sýnis. Ólafur var að þrífa bát- inn í Keflavíkurhöfn þega ljósmyndari heilsaði upp á hann. Kvaðst hann vonast til að báturinn yrði tekinn upp á næstunni. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Baldur KE þrifinn Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.