Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU HEIMILDARMYNDIN „What to do about whales“, sem gerð er af nýsjá- lensku kvikmyndagerðarfólki, verð- ur frumsýnd á heimsvísu á Íslandi í dag. Myndin var tekin á árunum 1999– 2000 á fjórum stöðum, í Japan, Bandaríkjunum, á Nýja-Sjálandi og Íslandi. Að sögn aðstandenda mynd- arinnar er hún fyrsta alþjóðlega heimildarmyndin sem gerð hefur verið um hvali þar sem áhrif ólíkra menningarheima, stjórnmálaskoð- ana og tilfinninga á ákvarðanir um framtíð hvalastofna eru könnuð. Að þeirra sögn er myndinni ætlað að fjalla á hlutlausan hátt um tog- streitu tvenns konar viðhorfa til hvalveiða og hvalaskoðunar. Myndin er gerð af nýsjálensku kvikmyndagerðarfólki, Michael McIntyre og Kate Clere, en fyr- irtæki þeirra, Second Nature Films, hefur gert fjölmargar náttúrulífs- myndir. Michael McIntyre hefur rannsakað og kvikmyndað líferni og aðstæður hvala um allan heim síð- ustu tíu ár og þá hefur hann starfað sem umhverfismálaráðgjafi hjá Sameinuðu þjóðunum. Að sögn Ásbjörns Björgvinssonar hjá Hvalamiðstöðinni á Húsavík kom kvikmyndagerðarfólkið fyrst til hans fyrir fjórum árum í leit að myndatökustöðum og dvaldi síðan í tvær vikur á Húsavík fyrir tveimur árum við tökur. Hinir staðirnir sem myndin var tekin á eru, að sögn Ás- björns, þekktir hvalaskoðunar- staðir, Cape Cod í Bandaríkjunum, Kaikoura á Nýja-Sjálandi og Ogata í Japan. Á morgun verður „What to do about whales“ sýnd á Húsavík í tengslum við árlega hvalahátíð þar. Heimildar- mynd um ólík viðhorf til hvalveiða Morgunblaðið/Alfons Það eru ekki allir á eitt sáttir um það hvort og hvernig skuli nýta hvali. RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála við Norður-Atlantshaf lýsa sameig- inlegum áhyggjum sínum af óheftum veiðum úr sumum fiskstofnum sem stjórnun fiskveiða nær ekki til. Þeir velta fyrir sér ýmsum leiðum til að takast á við þennan vanda, til dæmis auknu eftirliti, skráningu veiðiskipa og kvóta. Þetta kom meðal annars fram á áttundu ráðstefnu sjávarútvegsráð- herra ríkja við Norður-Atlantshaf (NAFMC) var haldin í Halifax í Kan- ada dagana 16. til 18. júní sl. Auk sjávarútvegsráðherra Kanada sátu fundinn sjávarútvegsráðherrar Ís- lands, Noregs, Færeyja, Grænlands, Rússlands og framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála Evrópusambands- ins. Úthafsveiðar Ráðherrarnir höfðu komið sér saman um að þema áttundu ráðstefn- unnar yrði framkvæmd á samkomu- lagi Sameinuðu þjóðanna um úthafs- veiðar (UNFA) – rammaviðmið fyrir Norður-Atlantshaf. Allt frá því að NAFMC varð til ár- ið 1995 hafa ráðherrar sjávarútvegs- mála við Norður-Atlantshaf lagt mikla áherslu á að vernda og stjórna deilistofnum og leggja þeir aðal- áherslu á að nota UNFA til að ná þessu markmiði. Á ráðstefnu þessa árs lýstu ráðherrarnir yfir ótvíræð- um stuðningi sínum við það starf að hrinda ákvæðum UNFA í fram- kvæmd. Ráðherrarnir báru saman bækur sínar um reynsluna af því að beita ákvæðum samningsins um verndun og stjórnun fiskstofna. Þeir ræddu einnig þörfina fyrir að taka sameig- inlega á þeim fiskveiðum sem ganga þvert á markmið verndunar. UNFA inniheldur skilvirk rammaviðmið um hvernig taka eigi á hnattrænum vandamálum við stjórn á sameigin- legum nytjastofnum. Ráðherrarnir lögðu einnig mikla áherslu á mikil- vægi þess að skilgreina varúðarráð- stafanir og að samþætta þær allri stefnumótun í umsjón nytjastofna í Norður-Atlantshafi. Samhæfing verndunar Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi þess að tryggja að allar staðbundnar fiskveiðistjórnunar- stofnanir miði störf sín við megin- reglur UNFA eins og þær eru skil- greindar í tíundu grein samningsins. Þeir fjölluðu ítarlega um þörfina fyr- ir aukna samhæfingu verndunar og umsjónar fiskstofna í Norður-Atl- antshafi. Viðurkennd var skylda strandríkja og ríkja, sem veiða á út- höfum, til samstarfs um að tryggja samhæfðar aðgerðir hvað varðar sameiginlega deilistofna og víðförula fiskstofna í Norður-Atlantshafi, eins og hún er skilgreind í sjöundu grein samningsins. Ráðherrarnir fullyrtu að mikil- vægi vísindalegrar ráðgjafar við verndun fiskstofna undirstrikaði hve mikil þörf væri á áframhaldandi sam- starfi um vísindalegar rannsóknir og aukinni gagnkvæmri miðlun gagna. Þeir fjölluðu einnig um mögulegt hlutverk svæðisbundinna fiskveiði- stjórnunarstofnana við verndun þessara fiskstofna. Ráðherrarnir ræddu að lokum um helstu verkefni til framtíðar í vernd- un sameiginlegra fiskstofna. Þeir voru sammála um að vandinn við að koma á góðum starfsháttum og verndun fiskstofna þvert á efnahags- lögsögur sé ekki göllum í núverandi lagarömmum að kenna heldur fyrst og fremst skorti á pólitískum vilja innan margra ríkja. Ráðherrarnir lögðu til að síðar væri hægt að taka upp á ráðstefnunni hvernig bæri að nálgast verndun á grundvelli vist- kerfa til að tryggja sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins til lengri tíma litið. Ráðherrarnir staðfestu samþykkt Allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 57/143 og lögðu einkum áherslu á mikilvægi skilvirkrar framkvæmdar á ákvæðum samningsins. Þar eru með talin þau ákvæði sem varða tví- hliða, svæðisbundið og staðbundið samstarf við að fylgja honum eftir. Hvatt var til þess að áfram yrði hald- ið á því sviði. Næsti fundur á Íslandi Sendinefnd Íslands var skipuð þeim Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra, Ármanni Kr. Ólafs- syni, aðstoðarmanni ráðherra, og Kolbeini Árnasyni, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Þátttakendur á ráðstefnunni voru sammála um að níunda ráðstefna sjávarútvegsráðherra ríkja við Norð- ur-Atlantshaf skyldi haldin á Íslandi. Á níundu ráðstefnunni verður fjallað um aðferðir og leiðir til að auka verð- mæti fiskafurða og víxlverkan nýrra og hefðbundinna afurða. Áhyggjur af óheftum veiðum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 2 14 41 06 /2 00 3 Aðalfundur Baugs Group hf. Aðalfundur Baugs Group hf., verður haldinn í dag föstudaginn 20. júní kl. 13.00 í Skála á Hótel Sögu. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 3.5 í samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a. Heimilisfang Baugs Group hf. verði að Túngötu 6, Reykjavík. b. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 100.000.000 kr., eitthundraðmilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sameiningar eða kaupa á hlutum í öðrum félögum, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. c. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 10.000.000 kr., tíumilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sölu hlutabréfa til stjórnenda og starfsmanna samkvæmt kaupréttaráætlun stjórnar, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. 3. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til kaupa á hlutabréfum í félaginu. 4. Umræður og afgreiðsla um önnur málefni sem löglega eru upp borin. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tekst nú á við nýjar ásakanir þess efnis að hann hafi ýkt verulega þá ógn sem stóð af gereyðing- arvopnaeign Íraka til að auka stuðning Banda- ríkjamanna við Íraks- stríðið. Það er þingmað- ur demókrata, John Kerry, sem sakar Bush um blekkingar en Kerry er jafnframt eitt líklegasta forsetafram- bjóðandaefni Demó- krataflokksins fyrir kosningarnar á næsta ári. „Hann blekkti okkur öll,“ sagði Kerry í gær. „Það er ein ástæða þess að ég hef hug á að bjóða mig fram sem forseti Bandaríkjanna.“ Að sögn Kerrys, sem barðist í Víetnamstríðinu og studdi stríðið í Írak, byggðist rökstuðningur Bush fyrir stríði einkum á upplýsingum sem nú lítur út fyrir að hafi verið rangar. Annars vegar á því að Írakar hafi sótt sér efni til kjarnorkuvopna- framleiðslu til Afríku og hins vegar því að stjórn Saddams hafi búið yfir flugvélum sem gerði þeim kleift að gera árás á Bandaríkin með lífefna- vopnum. Bush óttast að lenda í sömu vandræðum og Blair Á hinn bóginn segir Kerry of snemmt að fullyrða um það hvort stríðið hafi verið réttlætanlegt. Fyrst segir hann þingið þurfa að rannsaka nákvæmlega hver vitneskja banda- rísku stjórnarinnar um Írak hafi í raun og veru verið fyrir stríðið. Bush hefur lagt sig fram um að sýna Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, stuðning í þeirri orra- hríð sem hann hefur átt í á breska þinginu vegna Íraksstríðsins. Að því er fram kemur á fréttavef BBC virðist umræðan um gereyð- ingarvopnaeign Íraka í Bretlandi og ásakanir á hendur Blair hafa farið illa í Bush, hugsanlega vegna þess að hann ótt- ist að lenda í viðlíka vanda og Blair. Að frumkvæði stjórnarandstöð- unnar hefur efri deild Ástralíuþings hafið rannsókn á þeim upplýsingum sem ríkisstjórnin notaði til að byggja á ákvörðun sína um stuðning við Íraksstríðið. John Howard, forsætis- ráðherra landsins, lagði í gær áherslu á að bandaríska leyniþjón- ustan teldi enn að þrír vetnisfram- leiðslubílar sem fundust í Írak kynnu að hafa verið notaðir til að framleiða lífefnavopn. Howard, sem var dygg- ur stuðningsmaður innrásarinnar í Írak, sendi 2.000 manna herlið til landsins til að berjast við hlið banda- rískra og breskra hermanna. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar leyniþjónustunnar hafi sýnt að Sadd- am Hussein ætti gereyðingarvopn og væri í tengslum við hryðjuverka- hópa. Kerry sakar Bush um blekkingar John Kerry New Hampshire. Canberra. AP. UM ÞESSAR mundir er verið að vinna að þróun nýrra lyfja, sem ætl- að er að ráða við þá fjölskrúðugu bakteríuflóru, sem orðin er ónæm fyrir venjulegum lyfjum. Munu þau að sjálfsögðu koma sér vel fyrir sjúklinga, að minnsta kosti í ein- hvern tíma, en samt hafa margir sérfræðingar varað við þeim. Segj- ast þeir óttast, að þau geti reynst stórhættuleg komandi kynslóðum. Gerð nýju lyfjanna er þannig, að það verður miklu erfiðara fyrir bakteríur að mynda ónæmi gegn þeim. Er ástæðan sú, að lyfin líkja að mörgu leyti eftir varnaraðferðum sjálfs líkamans. Ýmsir sérfræðingar segjast þó vissir um, að bakteríurn- ar muni að lokum komast yfir þess- ar nýju víggirðingar og þá verði komnar fram bakteríur, sem skeyti hvorki um nýju lyfin né varnarvið- búnað líkamans. Var sagt frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisút- varpsins. Rætist þessar hrakspár geta smá- skeinur orðið upphaf að alvarlegri og óviðráðanlegri sýkingu. Varnar- leysi líkamans myndi þá einnig greiða öðrum bakteríum götuna og verða til að stórauka langvinna sjúk- dóma á borð við hjartasjúkdóma og lungna- og meltingafærasjúkdóma. Skelfilegar afleiðingar Hafist var handa við þróun nýju lyfjanna, sem kallast „ramp“, vegna þess hve margar bakteríur eru orðnar ónæmar fyrir venjulegum lyfjum en Graham Bell, prófessor við McGill-háskólann í Kanada, seg- ir að mönnum hætti til að gleyma því, að bakteríurnar muni að lokum sigrast á þessum nýju lyfjum eins og öðrum. Afleiðingarnar af því gætu orðið skelfilegar. Bakteríur eru jafn erfiðar við- fangs og raun ber vitni vegna þess, að þær æxlast mjög ört. Arfberar þeirra verða fyrir ýmsum stökk- breytingum og öðru hverju kemur fram stökkbreytt baktería, sem er ónæm fyrir lyfjum. Rannsóknir hafa einnig sýnt, að sumar bakteríuteg- undir geta skipst á arfberum, til dæmis þeim, sem gera þær ónæmar. Varað við nýjum ofurlyfjum Geta hugsanlega orðið mjög hættuleg komandi kynslóðum ANDREW Luster, erfingi Max Factor-snyrtivörufyrirtækisins, var handtekinn í Mexíkó á miðvikudag en hann hefur verið á flótta undan réttvísinni frá því í janúar. Luster var dæmdur í fangelsi í 124 ár í janúar síðastliðnum fyrir að hafa nauðgað þremur konum, sem hann hafði áður slævt með lyfjum. Nokkru áður lét hann sig hverfa og hefur síð- an verið ákaft leitað. Það var maður, Duane Chapman, sem vinnur við að hafa uppi á eftirlýstum sakamönn- um, sem fann Luster í bænum Puerto Vallarta í Mexíkó. Á hann nú tilkall til rúmlega 730.000 króna, sem settar höfðu verið til höfuðs Luster. Mexíkóska lögreglan handtók raun- ar Chapman ásamt Luster en í Mexíkó er „sakamannaleit“ á banda- ríska vísu ólögleg og jafngildir mannráni. Luster er afkomandi Max Fact- ors, stofnanda snyrtivörufyrirtækis- ins, og átti í vændum arf upp á tvo til þrjá milljarða ísl. kr. Max Factor-erfingi handtekinn á flótta Los Angeles. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.