Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 43 ÍT ferðir Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Sími 588 9900, fax 588 9901, netfang: itferdir@itferdir.is www.itferdir.is Barcelona Costa Brava 29 stiga hiti í gær! 7 sæti laus til Barcelona á morgun, 21. júní, vikuferð! Nokkur sæti laus 28. júní í 2 vikur! SKELLTU ÞÉR Í SÓLINA ! Jónsmessuhátíð í Dölunum verður haldin á morgun, laugardaginn 21. júní. Dagskráin hefst kl. 19 með sam- eiginlegu útigrilli við gamla kaup- félagið í Búðardal. Félagar úr kvæðamannafélaginu Iðunni kveða og yrkja, bátaeigendur bjóða upp á siglingar og gönguferð verður undir leiðsögn Einars Jóns Geirssonar. Kl. 22.30 verður Jónsmessubálkösturinn tendraður og Lalli Hannesar skemmtir á Bjargi. Á Eiríksstöðum er lifandi sögusýn- ing. Starfsfólk og börn á víkinga- klæðum, lifandi leiðsögn við eldinn og brauðbakstur sem börnin geta tekið þátt í. Sumardagskrá í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli hefst um sumarsól- stöður á morgun, laugardaginn 21. júní, kl. 14. Gengið verður frá Sand- hólum, um Dritvík og á Djúpalóns- sand, hist á bílastæði við Djúpalóns- sand. Gangan tekur um 2–4 klst. Barnastund verður kl. 11 og er fyrir börn á aldrinum 6–12 ára og er hist við Arnarbæ á Arnarstapa. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og allir velkomnir. Sólstöðuganga um Öskjuhlíð verður á morgun, laugardaginn 21. júní, á sumarsólstöðum. Lagt verður af stað frá Perlunni vestanverðri um kl. 17 og gengið fram að sólstöðumín- útu kl. 19.10. Farinn verður hæga- gangur og verður því hægur vandinn að spjalla við samferðamenn. Allir velkomnir. Landsmót kleinusteikingarfólks verður haldið á morgun, laugardag- inn 21. júní, á Safnasvæðinu á Akra- nesi. Þar munu steikingarmeistarar, kvenfélög, húsmæður og húsbændur af öllu landinu keppa um titilinn „Kleinumeistari Íslands“, en þetta er í fyrsta skipti sem haldið er landsmót kleinusteikingarfólks. Dómnefnd mun dæma um bestu kleinurnar út frá útliti, bragði og stökkleika. Bæði einstaklingar og hópar geta keppt en æskilegt er að hver bakari hafi a.m.k. einn aðstoðarmann. Veitt verða verð- laun fyrir þrjú efstu sætin. Hver þátttakandi tekur með sér það hrá- efni sem viðkomandi er vanur að nota við kleinugerð. Einnig nauðsynlegan búnað svo sem rafmagnshellu, pott og kleinufeiti. Landsmót kleinusteikingarfólks er liður í dagskránni Viðburðaveisla á Akranesi 2003 en það er röð 8 ólíkra viðburða sem fram fara á Safna- svæðinu í sumar. Á MORGUN Sumarferð kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður farin fimmtudaginn 26. júní nk. Mæting er á Umferðar- miðstöðina kl. 8.30 og lagt af stað kl. 9. Farið verður í Osta- og smjörsöl- una sem býður upp á ostabakka sem verður tekinn með. Sögusafnið í Perlunni verður skoðað og Íslensk erfðagreining heimsótt. Þá verður farið í heimsókn til forsetahjónanna á Bessastöðum og bjóða þau upp á léttar veitingar. Frá Bessastöðum verður farið á Eyrarbakka og Sel- foss. Í Ölfusi verður snæddur kvöl- verður á veitingastaðnum Básum. Verð fyrir ferðina er kr. 3.000. Þátt- taka tilkynnist fyrir 23. júní. Á NÆSTUNNI ÞAÐ var mikið um að vera í Ólafsfirði á 17. júní, lýðveldisdaginn sjálfan. Veðrið lék við bæjarbúa að mestu leyti. Það var Slökkvilið Ólafsfjarðar sem sá um hátíðahöldin og skemmtiatriði, sem tókust hreint glimrandi vel. Sérstaka lukku vöktu ökuferðir slökkvi- liðsbílanna þriggja sem börnin fengu að prófa. Annars hófust hátíðahöldin kl. 4 við Tjarn- arborg með ræðu forseta bæjarstjórnar. Þá steig Fjallkonan á svið og að þessu sinni var það Þórgunnur Reykjalín skólastjóri. Hljóm- sveitin Kyrkja köttinn spilaði og lék og svo var boðið upp á þrautabraut. Þrír slökkvibíl- ar ferjuðu börnin um bæinn og á meðan var boðið upp á grillaðar pylsur. Allan tímann skein sólin og það var ekki fyrr en farið var á Gullatún til að spreyta sig á vatnsrenni- brautinni að það fór að rigna. Enda var þema dagsins fólk og vatn. Hestamannafélagið Gnýfari bauð upp á reiðtúra og börnin nýttu sér það. Þegar leið á daginn var boðið upp á ókeypis bíósýningu í Tjarnarborg. Sem sagt, fínn dagur. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ökuferðir slökkviliðsbílanna vöktu lukku. Veðurblíða 17. júní Ólafsfirði. Morgunblaðið. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.