Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 51 Fyrsta markið kom á 22. mínútuog þar var að verki Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem átti eftir að skora tvö mörk til viðbótar og áður en flautað var til leiks- loka skoruðu Stein- grímur Jóhannesson og Unnar Hólm sitt markið hvor og 5:0 sigur Eyjamanna var staðreynd. Er ÍBV nú í 2. til 4. sæti deildarinnar með níu stig eftir heldur slaka byrj- un. Steinar Guðgeirsson stjórnaði Fram í sínum fyrsta leik og mátti bú- ast við hörkuleik því Fram hefur langt frá því staðið undir væntingum og ÍBV hefur verið á góðri siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrri hálfleikur einkenndist af góðri baráttu beggja liða en ÍBV náði þó að skapa sér nokkur færi enda með nokkuð sterka vestanátt í bakið. Baráttan hélst út hálfleikinn en eng- in urðu mörkin. Í seinni hálfleik byrjuðu Framar- ar með miklum látum og ætluðu greinilega að nýta sér meðvindinn. Fór leikurinn að mestu leyti fram á vallarhelmingi heimamanna sem að a.m.k. tvisvar sluppu með skrekkinn. Hlutirnir fóru samt ekki að gerast fyrir alvöru fyrr en með marki Gunn- ars Heiðars um miðjan hálfleikinn. Eftir það sáu Framarar aldrei til sól- ar og ákveðnir Eyjamenn völtuðu yf- ir þá hvað eftir annað og uppskáru sanngjarnan fimm marka sigur. Leikur ÍBV hefur verið stígandi í síðustu þremur leikjum sem gefur Eyjamönnum von um góðan árangur í deildinni en Steinar Guðgeirsson á mikið starf fyrir höndum að skapa heilstætt lið en mannskapinn vantar hann ekki. Er alveg í skýjunum Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í miklum ham í Eyjum í gærkvöld og skoraði sína aðra þrennu í efstu deild. „Þetta var alveg frábært, mað- ur er alveg í skýjunum,“ sagði Gunn- ar kampakátur í leikslok. „Okkur fannst við vera þungir í byrjun og náðum ekki upp nógu góðri baráttu í fyrri hálfleik og við vorum ákveðnir í að gera betur í þeim síðari. Það tókst og við náðum upp baráttu og lögðum okkur hundrað prósent fram og upp- skárum fimm mörk og frábæran hálfleik.“ Gunnar Heiðar sagði að án efa væri þetta besti leikur liðsins í sum- ar. „Fylkissigurinn var bara frat miðað við þetta.“ Veit ekki hvað gerðist Steinar Guðgeirsson stjórnaði Fram-liðinu í sínum fyrsta leik og fékk alls ekki þá byrjun sem hann hafði óskað sér. „Nei, það er alveg ljóst að þetta var engin óskabyrjun hjá mér,“ sagði Steinar þungur á brún í leikslok. „Við lékum á móti vindinum í fyrri hálfleik og þá fannst mér við spila ágætlega. Við héldum boltanum niðri og létum hann ganga eins og lagt var upp með og við ætluðum okkur að halda því áfram í síðari hálfleik.“ Steinar sagðist ekki skilja hvað hafði gerst síðustu 35 mínúturnar í leiknum. „Við verðum bara að skoða það og það verður bara að koma í ljós hvað klikkaði.“ Steinar var þó hvergi banginn og sagði að hann hlakkaði til næsta leiks, gegn FH. „Mér líst vel á alla leiki.“ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Atli Jóhannesson, ÍBV, og Ingvar Ólason, Fram, eigast við og Bjarni Geir Viðarsson fylgist með. Stórsigur ÍBV FRAMARAR sóttu ekki gull í greipar Eyjamanna þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Eftir frekar bragð- daufan og markalausan fyrri hálfleik þar sem heimamenn náðu að skapa sér nokkur færi með vindinn í bakið var seinni hálfleikur hreint frábær af hálfu gestgjafanna, sem skoruðu fimm sinnum áð- ur en yfir lauk en gestirnir aldrei. Sigursveinn Þórðarson skrifar Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 5. umferð. Hásteinsvöllur Fimmtudaginn 19. júní 2003 Aðstæður: Hvasst. 10 stiga hiti. Áhorfendur: 400 Dómari: Magnús Þórisson, Kefla- vík, 4 Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Einar Guðmundsson Skot á mark: 19(10) - 7(3) Hornspyrnur: 8 - 2 Rangstöður: 1 - 2 Leikskipulag: 4-5-1 Birkir Kristinsson M Unnar Hólm Ólafsson M Tom Betts Tryggvi Bjarnason M Hjalti Jónsson Ian Jeffs (Pétur Runólfsson 88.) Bjarnólfur Lárusson (Einar Hlöðver Sigurðsson 84.) Bjarni Geir Viðarsson Atli Jóhannsson MM Steingrímur Jóhannesson M Gunnar Heiðar Þorvaldsson MM (Bjarni Rúnar Einarsson 88.) Gunnar Sigurðsson Ragnar Árnason Eggert Stefánsson M Bjarni Hólm Aðalsteinsson Gunnar Þór Gunnarsson (Ómar Hákonarson 75.) Daði Guðmundsson M Ágúst Gylfason M Freyr Karlsson (Viðar Guðjónsson 69.) Ingvar Ólason Andri Fannar Ottósson Kristján Brooks (Guðmundur Steinarsson 55.) 1:0 (67.) Bjarni Geir Viðarsson sendi knöttinn inn fyrir vörn Fram, Steingrímur náði knettinum við endalínu, sendi fyrir og þar kom Gunnar Heiðar Þorvaldsson aðvífandi, átti skot að marki, Gunnar Sigurðsson varði en Gunnar Heiðar fylgdi vel á eftir og skoraði. 2:0 (73.) Bjarnólfur Lárusson tók hornspyrnu frá vinstri, sendi góða spyrnu fyrir þar sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson stökk upp einn og óvaldaður og skallaði knöttinn í netið. 3:0 (83.) Eftir mikinn barning fyrir framan vítateig Fram barst boltinn til Bjarna Geirs Viðarssonar sem skallaði boltann inn fyrir vörn Fram, Gunnar Heiðar Þorvaldsson var fyrstur í boltann og sendi knöttinn snyrtilega yfir Gunnar Sigurðsson í marki Fram 4:0 (86.) Atli Jóhannsson átti glæsilega stungusendingu inn á Steingrím Jó- hannesson sem hljóp varnarmenn Fram af sér og afgreiddi knöttinn í netið framhjá Gunnari í markinu. 5:0 (91.) Bjarni Rúnar Einarsson vann knöttinn á miðjum vallarhelmingi Fram, sendi knöttinn inn fyrir vörn Fram þar sem Unnar Hólm Ólafsson kom aðvífandi og hamraði knöttinn í fjærhornið, óverjandi fyrir Gunnar í markinu. Gul spjöld: Bjarnólfur Lárusson, ÍBV (40.) fyrir brot. Freyr Karlsson, Fram (52.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin ÍBV 5:0 Fram JÓNAS Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væru neinar hug- myndir uppi hjá stjórn deild- arinnar um að segja Bjarna Jó- hannssyni, þjálfara liðsins, upp störfum í kjölfar slakrar byrjunar Grindavíkurliðsins á leiktíðinni en eftir fimm fyrstu umferðirnar í Landsbankadeildinni er upp- skera Suðurnesjaliðsins aðeins þrjú stig. „Það er auðvitað eðlilegt að svona spurningar vakni en við í stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur höfum ekkert velt því upp á borðið hjá okkur að segja Bjarna upp. Grindvík hefur aldrei rekið þjálfara sinn og það er ekkert í kortunum eins og er að þar verði breyting á. Svo er bara spurningin hvernig líðanin er hjá Bjarna sjálfum. Óneitanlega er mikil pressa á honum en það eru ekki nema fimm umferðir búnar af mótinu svo við erum ekkert farnir að ör- vænta þó svo að við séum auðvit- að hundsvekktir með árang- urinn,“ sagði Jónas sem staddur er í Genf í Sviss til að vera við- staddur dráttinn í Evrópukeppn- inni í dag, en Grindvíkingar leika í UEFA-keppninni í fyrsta sinn í ár. Leitað að liðstyrk Jónas segir að hann og fleiri hafi undanfarnar vikur verið að leita að leikmanni til þess að styrkja liðið en sú leit hafi ekki borið árangur. Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson, Þórsarinn Orri Freyr Hjaltalín og Fær- eyingurinn Jakob á Borg voru leikmenn sem Grindvíkingar reyndu að fá en tókst ekki. Stendur ekki til að segja Bjarna upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.