Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 35 ✝ Kristrún Þor-steinsdóttir Cort- es fæddist í Reykja- vík 9. mars 1914. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir á hvíta- sunnudag 8. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Júlíus Sveins- son, skipstjóri og er- indreki Fiskifélags Íslands og síðar hafn- sögumaður, f. í Gerð- um í Garði 18. júlí 1873, d. úr spænsku veikinni 12. nóvember 1918, og kona hans, Kristín Tómasdóttir húsfreyja, f. á Bjargi á Akranesi 14. apríl 1874, d. 2. apríl 1965. Systkini Kristrúnar voru Svava, f. í Bíldu- dal, Barð. 12. nóvember 1901, d. 18. febrúar 1990, Viggó Kristinn, f. 2. júní 1903, d. 10. september 1941, Eyvör Ingibjörg, f. í Reykjavík 2. október 1907, d. 21. júní 1997, og Þorsteinn Halldór, f. í Reykjavík ur, f. 1962, eiga þau þrjú börn; Árna Frey, Sunnefu og Júlíu. b) Kristinn Halldór tónlistarmaður, f. 1963, sonur hans er Árni Dagur, móðir hans er Þórhildur Tómasdóttir. c) Snorri Örn félagsfræðingur, f. 1970, kvæntur Ásdísi Ásbjörnsdótt- ur forstöðumanni, f. 1967, sonur þeirra er Ármann Örn. 2) Kristín Björg, f. 20. september 1943. Hún var gift Magnúsi Helga Jóhanns- syni lækni, f. 1942, þau skildu. Son- ur þeirra er Torfi blaðamaður, f. 1966, hann var í sambúð með Yvon Asselmeyer, f. 1961, sonur þeirra er Magne Robin Eyvindur. 3) Guðrún smíðakennari, f. 27. október 1952. Sonur hennar er Gunnar Cortes nemi, f. 1984, faðir hans er Heimir Heimisson, f. 1960. Kristrún út- skrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún lærði á píanó í Tón- listarskólanum í Reykjavík hjá Árna Kristjánssyni og vann hjá fræðslumálastjóra til ársins 1937 er þau Gunnar fluttust til Danmerkur þar sem þau bjuggu til 1940. Krist- rún var húsmóðir í Reykjavík og jafnframt læknaritari í 22 ár á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Útför Kristrúnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 25. desember 1917, d. 5. ágúst 1990. Kristrún giftist í Reykjavík 8. apríl 1937 Gunnari Jóhannesi Cortes lækni, f. í Reykjavík 21. október 1911, d. 22. apríl 1961. Foreldrar hans voru Emanuel Reinfield Henrik Cortes, prent- ari hjá Gutenberg, f. í Stokkhólmi 20. sept- ember 1875, d. 12. júlí 1947, og kona hans, Björg Vilborg Jóhann- esdóttir Zoëga, f. í Reykjavík 27. janúar 1885, d. 26. október 1960. Dætur þeirra eru: 1) Erla skrif- stofumaður, f. í Danmörku 22. júní 1939. Hún var gift Árna Kristins- syni yfirlækni á Lsp. háskólasjúkra- húsi, f. 1935, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gunnar Jóhannes list- heimspekingur, f. 1959, kvæntur Vilborgu Soffíu Karlsdóttur, kynn- ingarstjóra Listasafns Reykjavík- Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Að kvöldi hvítasunnudags lést elskuleg móðursystir mín, Kristrún Cortes. Hún kvaddi þennan heim á fallegu hlýju kvöldi þar sem mildir lit- ir vorsins, fuglasöngur og bárur hafs- ins renna saman í eina heild. Ljúfar bárur minninganna skolast hægt að landi og ég sé Rúnu frænku fyrir mér í litlu íbúðinni í Austurbrún. Hún stendur við gluggann og horfir út á flóann. Bleik slikja er yfir Esjunni, skip á siglingu við Viðey og ástfangið fólk á göngu. Rúna dáðist oft að feg- urð sumarnátta Reykjavíkur. Rúna var sannur Reykvíkingur. Bernsku- heimilið í Garðhúsum við Bakkastíg 9 bar vott um myndarskap foreldra hennar og menningaráhuga. Heimilið var gestkvæmt, þar ríkti glaðværð og tónlistin skipaði öndvegi. Þorsteinn, faðir hennar, skipstjóri og dannebr- ogsmaður, lést skyndilega í spænsku veikinni 1918 frá konu og fimm börn- um. Með ótrúlegum dugnaði og hygg- indum tókst móður hennar, Kristínu, að halda heimili með börnunum. Ekkjan vann myrkranna á milli; við fiskþurrkun og ræktun grænmetis á landi sínu, saumaskap, þvott, hafði kostgangara og leigði hluta af hús- eigninni. Lögð var áhersla á að börnin færu í framhaldsskóla eftir barna- skóla. Synirnir tveir fóru í Verslunar- skólann en dæturnar þrjár í Kvenna- skólann. Það var píanó á heimilinu og börnin voru kostuð í píanótíma. Rúna frænka bjó að því, var vel menntuð og dáði tónlist alla tíð. Rúna var lágvaxin og mjög fríð kona þannig að eftir var tekið. Svipur hennar var glaðlegur og yfir henni reisn. Rúna var gáfuð og hafði brennandi áhuga á málum líð- andi stundar. Skoðanir hennar voru afdráttarlausar og umræðan snerist iðulega um stjórnmál og listir. Hún var ung í anda og alltaf tók hún mér fagnandi og fylgdist af áhuga með því sem ég og fjölskylda mín tókum okk- ur fyrir hendur. Rúna var afar spaug- söm og gerði oft grín að sjálfri sér, jafnvel þegar hún mætti fjötrum ell- innar. Ein bára minninganna er frá Landakoti. Ég heimsótti Rúnu frænku. Hún var leið yfir að geta ekki lengur séð um sig sjálf og búið á heim- ili sínu. Yfir þessum hugsunum hafði hún legið andvaka um nóttina og þá fór hún með kvæði eftir frænda okkar að austan: Það er hollt að hafa átt heiða daga og vökunætur. Séð með vinum sínum þrátt sólskinsrönd um miðja nátt. Aukið degi í æviþátt aðrir þegar risu á fætur. Og svo hló frænka mín og augun geisluðu: „Ég hef nú alltaf verið svo mikill nátthrafn.“ Sumarkvöldin í Reykjavík voru engu lík en svo þurfti líka að hvíla sig á bæjarlífinu. Syst- urnar þrjár, Svava, móðir mín Eyja og Rúna, ásamt frænkum og vinkon- um, sjö hraustar íslenskar stúlkur, ákváðu að fara í tíu daga hestaferð og það algjörlega „karlmannslausar“. Þær fóru Landmannaleið og eina hjálp karlmanns sem þær þáðu var frá Símoni frænda sem ók þeim og koffortunum á pallbíl austur að Stóra- Hofi þar sem hestarnir biðu. Bara sú ferð tók heilan dag. Þær strengdu þess einnig heit að þiggja ekki gist- ingu. Ef á þyrfti að halda þá úti í hlöðu en ekki inni í bæ. Þessi ferð var oft rifjuð upp. Aðra eftirminnilega ferð fóru systurnar Rúna og Eyja með frænkum sínum í Þjórsárdal. Frá þeirri ferð eru til fallegar ljósmyndir þar sem þær sitja utan við tjald sitt í silkisloppum, með postulínsbolla og handsnúinn grammófón. Þær voru sannarlega fínar borgardætur; syst- urnar í Garðhúsum. Löngu eftir að Rúna varð ekkja fóru foreldrar mínir og hún í nokkrar minnisstæðar há- lendisferðir í hópi góðra ferðafélaga. Og svo fengum við ferðalýsingar frá Eyvindarveri, Arnarfelli hinu mikla og öðrum náttúruperlum Íslands. Enn ein bára minninganna er af ham- ingjusömum stórglæsilegum hjónum, Gunnari Cortes lækni og Rúnu, á smekklegu heimili þeirra í Barmahlíð. Einstaklega falleg málverk prýða veggi íbúðarinnar, verk eftir Barböru Árnason, Gunnlaug Blöndal, Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúla- son og fleiri. Klassísk tónlist berst frá þeim flottasta grammófón sem ég hef augum litið. Við Guðrún, yngsta dótt- ir þeirra, höfum verið að leika okkur en eldri dæturnar Kristín Björg og Erla eru sestar við borðstofuborðið þar sem sunnudagssteikin bíður. Mér finnst allt eitthvað svo spennandi; dá- lítið útlent og fínt. Eflaust hafa Rúna og Gunnar borið með sér nýja siði frá árum sínum í Englandi og Danmörku. Frænka mín minntist oft áranna þar með mikilli ánægju. Með skemmti- legu leiftrandi augnaráði og dillandi hlátri rifjar Rúna upp stóru ástina. „Já, það var aldeilis ást við fyrstu sýn.“ Einn fagran dag árið 1937 giftu þau sig og eftir brúðkaupsveislu í Garðhúsum héldu þau til skips sem flutti þau til Danmerkur þar sem Gunnar stundaði framhaldsnám. Eft- ir hernám Danmerkur 1940 þurftu ungu hjónin með lítilli dóttur að taka snögga ákvörðun um að snúa aftur heim til Íslands. Með mörgum öðrum Íslendingum sigldu þau heim með Esjunni og er sú ferð yfirleitt kennd við hafnarborgina Petsamo við Bar- entshaf og tók um tuttugu daga. Móðir mín og Rúna voru mjög nán- ar. Rúna var mömmu afar kær og báru þær mikla umhyggju hvor fyrir annarri. Eins og gjarnan er systra siður rifust þær mikið. Þegar þær voru báðar orðnar ekkjur og vel full- orðnar töluðu þær saman í síma dag- lega. Flest kvöld eftir að sjónvarps- dagskrá lauk hringdi síminn. Oft teygðist ótrúlega úr þessum símtöl- um. Þær voru jú ósammála um gæði dagskrárinnar og ekki síður um stjórnmál og stjórnmálamenn. Og þær rifust og rifust en kvöddust allaf hlýlega og mamma hristi gjarnan höf- uðið og sagði: „Hún systir mín þarf alltaf að eiga síðasta orðið.“ Líklega hefur frænka mín sagt það sama hin- um megin á línunni. Síðasta árið sem mamma lifði dvaldi hún á hjúkrunar- heimili Hrafnistu í Hafnarfirði. Þá heimsótti Rúna systur sína vikulega og vílaði ekki fyrir sér að taka stund- um strætisvagn og skiptimiða og þó komin sjálf yfir áttrætt. Fyrir þessar heimsóknir er ég frænku minni afar þakklát. Þá er komið að kveðjustund og um leið og ég þakka Rúnu frænku sam- fylgdina votta ég dætrum hennar, Erlu, Kristínu Björgu og Guðrúnu og fjölskyldum þeirra samúð mína. Minningin um mæta konu lifir áfram. Blessuð sé minning Kristrúnar Cort- es. Marta María Oddsdóttir. KRISTRÚN Þ. CORTES ✝ Sæunn Péturs-dóttir, húsmóðir og verkakona í Reykjavík, fæddist 17. mars 1912 í Ás- hildarholti í Skarðs- hreppi í Skagafirði. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 12. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson frá Nautabúi í Skag., f. 25. des. 1857, d. 8. ágúst 1936, og Sigurlaug Hannesdóttir frá Eli- vogum í Skag. f. 26. maí 1874, d. 29. mars 1952. Systkini Sæunnar voru Sigurður, f. 1890, d. 1958, Sigríður, f. 1904, d. 1968, Hannes, f. 1913, d. 1943, og Brynjólfur, f. 1915, d. 1927. Þegar Sæunn var tveggja ára flutti fjölskyldan til Sauðárkróks þar sem Sæunn ólst upp. syni og eiga þau dæturnar Sólrúnu Ósk og Aldísi Rún, Oddur, f. 1957, Ísrún, f. 1966, og á hún börnin Birtu Blín og Mána Hrafn með Ingvari Svavarssyni, Óðinn, f. 1968, kvæntur Guðrúnu Helgu Gunnarsdóttur og eiga þau börnin Ask Tómas og Unu Mist. 3) Sigríð- ur, f. 12. júní 1941, var gift Hans Aðalsteini Sigurgeirssyni, f. 1936. Þeirra börn eru Sæunn, f. 1958, gift Gunnari Helga Stefánssyni og eiga þau synina Hans Aðalstein og Brynjólf Snæ, Sigrún Bryndís, f. 1960, gift Guðbergi Má Guðmunds- syni og eiga þau synina Guðmund, Jóhann Má, Heimi Örn og Gunnar Hrafn, Guðmundur, f. 1962, kvænt- ur Elísabetu Haraldsdóttur og eiga þau synina Harald, Albert Þór og Stefán. Sæunn og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Þau voru frumbyggjar í Breiðholti og fluttust árið 1968 að Ferjubakka 4 þar sem Sæunn hélt heimili þar til fyrir ári að hún fluttist á hjúkrun- arheimilið Skógarbæ. Útför Sæunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Haustið 1929, þá 17 ára, réð Sæunn sig í vist í Reykjavík. Árið eftir kynntist hún Guð- mundi Ólafssyni frá Leirum í Austur-Eyja- fjallahreppi, f. 4. júní 1903, d. 30. september 1989. Þau gengu í hjónaband hinn 26. maí 1931 og eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Sigurlaug Bryndís, f. 25. júní 1932, var gift Gísla Guðmunds- syni, f. 1926. Þeirra dóttir er Sædís, f. 1963, gift Garðari Skarphéðinssyni og eiga þau synina Gísla Magnús og Ingvar Þór. Seinni maður Bryndís- ar var Valdimar Einarsson, f. 1932, d. 1996. 2) Málfríður, f. 6. apríl 1935, gift Alberti Sigurgeirssyni, f. 1931, d. 1971. Þeirra börn eru Sæ- rún, f. 1955, gift Lárusi H. Bjarna- Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þessar ljóðlínur minna mig ávallt á mömmu. Þær áttu ekki aðeins við þegar ég var barn heldur gegnum allt líf mitt. Hún studdi okkur dætur sín- ar, börn okkar og barnabörn alla tíð og var okkur öllum mjög kærleiksrík. Eins var með annað fólk henni skylt og óskylt sem hún léði hjálparhönd af sínum veraldlega og andlega auði. Föður okkar studdi hún hans síðustu ár en þá hafði hann misst sjónina, og var honum ástrík eins og ávallt og hans leiðarljós í hvívetna. Mamma var mjög ljóðelsk og söng- elsk og söng okkur systur gjarnan í svefn með tregablöndnum ljóðum. Aðeins 17 ára þegar hún var að fara frá heimahögunum á Sauðárkróki til Reykjavíkur lét hún frá sér vísu sem endar á þessum orðum og sýna þau að snemma hefur hún skilið að lífið er ekki bara dans á rósum. Til að mæðast ég hef átt í að fæðast heiminn. Þakka þér fyrir allt og allt, elsku mamma mín. Mikið er ég þakklát fyr- ir að það varst þú sem varst mamma mín, engrar annarrar hefði ég óskað mér. Ég veit að þú færð góða heim- komu og það verða margir sem fagna þér. Þín Málfríður. Elsku besta amma, ég kveð þig með trega en er þó sáttur að loks ertu komin til Guðmundar afa. Mig langar að þakka þér allar þær góðu stundir er við áttum saman, það eru þær sem ég mun geyma hjá mér alla ævi. Ég minnist þess alltaf þegar þú sóttir mig á hverjum degi í leikskólann og fórst með mig í strætó heim á Ferjubakk- ann til að gefa afa að borða en að því loknu fórstu með mig í bæinn og við fengum okkur flatbrauð með rúllu- pylsu og kókómjólk í Dómus, þetta er bara ein af mörgum góðum minning- um. Ég var svo heppinn að ég fekk að eyða miklum tíma hjá þér og lærði margt gott. Það var alltaf gott að koma í Ferjubakkann og þiggja kaffi og með því, stundum fékk ég þig til að lesa í bollann og alltaf stóðst það sem þú sagðir, einnig vissirðu alltaf hvað mann langaði að vita og jafnvel viss- irðu hluti áður en maður sagði þér þá. Amma, þú varst einstök kona og mér þykir svo vænt um þig. Ég var svo feginn að þú fékkst að hitta hana Önnu kærustuna mína áður en þú fórst og sáttastur var ég með hvað þér leist vel á hana. Við kveðjum þig og vitum að þér líður betur þar sem þú ert núna en áður en þú fórst. Ég þakka Guði það hve stutt þú þjáðist en eins og þú sagðir: „Allir eiga sinn tíma.“ Nú var þinn tími kominn. Guð veri með þér. Að lokum eftir langan, þungan dag er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Þinn Hans Gunnarsson. Sælla er að gefa en þiggja gætu hafa verið einkunnarorð Sæunnar Pétursdóttur enda voru þeir ófáir sem nutu nærgætni hennar og gjaf- mildi á langri lífsgöngu. Hún þekkti af eigin raun kröpp kjör og brauðstrit og gladdist yfir að geta vikið einhverju að þeim sem minna máttu sín, jafnvel þótt þröngt væri í búi hjá henni sjálfri. Þegar ég kynntist Sæunni eft- ir að leiðir okkar Særúnar, elsta barnabarnsins, lágu saman var hún höfuð og sameiningartákn stórfjöl- skyldunnar. Heimili þeirra Guð- mundar dró að sér afkomendurna sem þágu þar góðgerðir á hverjum sunnudegi í áratugi. Sæunn vissi gjörla hvað helst var á döfinni hjá hverjum og einum og naut þess að fylgjast með uppvexti yngstu kyn- slóðarinnar. Hún þröngvaði ekki skoðunum upp á aðra en reyndist viskubrunnur ef leitað var álits og ráða. Heilsan var góð fram á elliár og Sæunn varð þeirrar gæfu aðnjótandi að halda óskertu andlegu atgervi til dauðadags. Ég get ekki annað en lýst aðdáun minni á því að finna í einni manneskju svo ramma taug til fortíð- arinnar að hægt var að fletta upp í henni eins og óskeikulli bók og geta hins vegar spjallað við þá sömu mann- eskju eins og jafningja um lífið og til- veruna nú á tuttugustu og fyrstu öld- inni. Að leiðarlokum þakka ég samfylgd þessarar mætu konu og að dætur mínar fengu að kynnast hví- líkri langömmu. Lárus H. Bjarnason. Heimsóknir til langömmu á Ferju- bakka eru órjúfanlegur hluti af æsku- minningum okkar systranna. Sunnu- dagskaffið þar sem við hittum frænkurnar og lékum við frændur okkar var fastur punktur í tilverunni. Ósjaldan laumaði langamma mola eða peningi í lófann þegar hún kvaddi okkur. Langamma var skýr fram á síðasta dag og mundi eftir öllum af- mælis- og öðrum merkisdögum í lífi okkar. Hún lét sig aldrei vanta í fjöl- skylduboðin og barnaafmælin og fylgdist með börnunum, barnabörn- unum og barnabarnabörnunum með stóískri ró. Allir lögðu við hlustir þeg- ar hún lagði eitthvað til málanna og oft voru huggunarorð hennar þau að þetta væru forlögin. Langamma kom okkur fyrir sjónir sem ættmóðir sem við bárum mikla virðingu fyrir. Hún bjó yfir mikilli hlýju og visku og var sú sem við heilsuðum fyrst og kvödd- um síðast þegar fjölskyldan hittist. Það eru ekki margir sem eiga lang- ömmu fram á fullorðinsár og okkur finnst við heppnar að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda. Þrátt fyrir að langömmu hafi kannski fundist sinn tími vera kominn eigum við eftir að sakna hennar mikið en við trúum því eins og hún að langafi hafi tekið vel á móti henni. Minning hennar mun lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Með þessum orðum viljum við kveðja elsku langömmu okkar í hinsta sinn og þakka henni fyrir þá vænt- umþykju sem hún sýndi okkur alla tíð. Sólrún Ósk og Aldís Rún. SÆUNN PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.