Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 49 LEK - golfmót á Hvaleyrarvelli Sunnudaginn 22. júní verður Lek golfmót á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Keppt verður í flokkum karla 50-54 ára, 55 ára og eldri, 70 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri. Leikinn verður höggleikur með og án forgjafar. Skráning á golf.is og í síma 555 3360.  BLIKASTÚLKUR gerðu sér daga- mun í gærkvöld þegar þær unnu Val í Landsbankadeild kvenna, þær voru allar með bleika borða í hárinu í til- efni kvennadagsins.  FRAKKAR tryggðu sér í fyrra- kvöld sæti í úrslitakeppni EM í hand- knattleik karla sem fram fer í Slóv- eníu í janúar á næsta ári. Frakkar báru sigurorð af Grikkjum, 26:19, í Marseille í síðari leik liðanna í um- spili eftir að hafa haft betur í fyrri leiknum í Grikklandi um síðustu helgi, 27:17.  SPÁNVERJAR höfðu áður tryggt sér farseðilinn til Slóveníu með tveimur sigrum á Litháum og þar með eru átta þjóðir öruggar á EM. Þetta eru auk Frakka og Spánverja gestgjafar Slóvena og þjóðirnar sem lentu í fimm efstu sætunum á EM í Svíþjóð í fyrra, Svíar, Þjóðverjar, Danir, Íslendingar og Rússar.  JAMES O’Connor, miðjumaður hjá Stoke, hefur hafnað tilboði fé- lagsins um nýjan samning.  DAVID Beckham bað leikmenn Real Madrid afsökunar í gær á því að félagaskipti hans frá United til Madr- id færu fram nokkrum dögum fyrir lokaumferðina í spænsku úrvals- deildinni. „Ég vil alls ekki trufla leik- menn liðsins og ég óska þeim góðs gengis í lokaleiknum á sunnudaginn og ég vona að Madrid tryggi sér tit- ilinn,“ sagði Beckham. Real Madrid er með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.  OLEG Romantsev, þjálfara rúss- neska knattspyrnuliðsins Spartak Moskva, var í gær vikið frá störfum. Liðinu hefur gengið afleitlega og er í tólfta sæti með 13 stig eftir tólf um- ferðir sem er slakasta byrjun liðsins frá upphafi.  ROMANTSEV hefur þjálfað lið Spartak Moskvu frá því Sovétríkin sálugu gliðnuðu í sundur og undir hans stjórn hefur liðið hampað níu meistaratitlum.  SPÆNSKA knattspyrnuliði Sevilla hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Úrugvæann Diego Forlan frá Manchester United. Alex Ferguson keypti framherjann hárprúða fyrir tveimur árum en hann hefur ekki náð að heilla knattspyrnustjórann. FÓLK ÚRVALSDEILDARLIÐ KA í knatt- spyrnu fór í gær til Bosníu- Hersegóvínu, en liðið leikur gegn Sloboda Tuzla á laugardaginn kemur kl. 19 að staðartíma í Int- ertoto-keppninni. Síðari leikur lið- anna verður að viku liðinni á Ak- ureyri. Það lið sem kemst áfram í keppninni mætir belgíska liðinu Lierse eða Encamp frá Andorra í næstu umferð. KA-menn flugu frá Akureyri til Kaupmannahafnar og þaðan til Sarajevo með millilendingu í Vín. Frá Sarajevo er um tveggja stunda akstur til borgarinnar Tuzla sem er borg með svipaðan íbúafjölda og Reykjavíkursvæðið. KA-menn koma aftur til Akureyrar á mánudag. KA-menn eiga stranga ferð fyrir höndum og í ofanálag er hitinn á þessum slóðum um 30 gráður sem eru ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. KA-menn búast við strangri ör- yggisgæslu í Bosníu umfram það sem venjulega er, þar sem Jóhannes Páll páfi er væntanlegur til landsins á sunnudag, en um 15% þeirra fjög- urra milljóna sem í landinu búa eru kaþólskrar trúar. Um möguleika KA til að ná fram hagstæðum úrslitum er ekki gott að segja. KA-menn hafa afar takmark- aðar upplýsingar um lið Sloboda, en það varð í 6. sæti deildakeppninnar sem lauk fyrir skömmu. Liðið endaði 28 stigum á eftir meisturum Leotar en var aðeins fjórum stigum á undan liðinu sem hafnaði í 16. sæti deild- arinnar. Þess má geta að Skagamenn léku í fyrra gegn þáverandi Bosníu- meisturum, Zeljeznicar, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Skagamenn töpuðu báðum leikjunum, ytra með þremur mörkum gegn engu og heima með einu marki gegn engu. KA fer með sitt sterkasta lið til Bosníu; allir sem hafa spilað með í úrvalsdeildinni í sumar eru leikfærir. KA-menn eru mættir til Evrópuleiks í Bosníu BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr GKG, lék í gær á einu höggi undir pari á áskorendamóti í Lúxemborg, kom inn á 71 höggi en þeir sem best léku í gær voru á 9 höggum undir pari, fékk þrjá fugla, 13 pör og tvo skolla. Þetta dugði honum til að vera í kring um 60. sæti af 195 keppendum. Þórður Emil Ólafsson, sem starfar í Lúxemborg, tók þátt í úr- tökumóti þar og tryggði sér rétt til að keppa á mótinu. Honum gekk ekki vel í gær, lauk leik á 4 höggum yfir pari og er í kring um 140. sætið. Birgir Leifur höggi undir pari ATTILA Mihalik, 22 ára knatt- spyrnumaður frá Ungverjalandi, kom til liðs við Þórsara á Ak- ureyri í gær og er kominn með leikheimild með þeim. Mihalik er vinstrifótarleikmaður og getur leikið bæði á miðju og í vörn. „Við vitum lítið um þennan pilt annað en það að hann hefur verið á mála hjá Újpest í heimalandi sínu, sem er ákveðinn gæðastimp- ill, og svo er hann sagður svip- aður eða betri en Forizs Sándor, landi hans hjá Leiftri/Dalvík, og sé það rétt erum við í góðum málum,“ sagði Jónas Baldursson, þjálfari Þórs, við Morgunblaðið í gær. Þórsarar hafa verið í miklum vandræðum vegna meiðsla að undanförnu. Hlynur Eiríksson, Hörður Rúnarsson og Daði Krist- jánsson hafa ekkert leikið á tíma- bilinu en eru að verða leikfærir. Hlynur Birgisson hefur misst nokkuð úr og þá verða Orri Hjaltalín og Arnljótur Ástvalds- son ekki með í næstu leikjum. „Ástandið er að batna, það koma nokkrir inn í hópinn aftur gegn Víkingi og síðan kemur allt- af maður í manns stað. Það er ekki víst að ég tefli Ungverjanum fram strax í þessum leik,“ sagði Jónas en Þór tekur á móti Vík- ingi í 1. deildinni í kvöld. Liðunum 20 sem fara í fyrstuumferðina er skipt í tvo flokka og KR-ingar verða dregnir gegn liði úr lakari flokknum. Þar getur brugðið til beggja vona, þeir gætu mætt kunningjum sínum í HB frá Færeyjum, sem þeir unnu í meist- arakeppni þjóðanna á KR-vellinum í apríl, eða farið alla leið til Kas- akstan eða Armeníu. Liðin tíu sem KR getur mætt eru eftirtalin: Sliema, Möltu. Barry Town, Wales. Flora Tallinn, Eistlandi. Borisov, Hvíta-Rússlandi. Pyunik, Armeníu. Glentoran, Norður-Írlandi. SK Tirana, Albaníu. HB, Færeyjum. Grevenmacher, Lúxemborg. Irtysh Pavlodar, Kasakstan. KR-ingar hafa áður mætt Grev- enmacher, árið 1995, og unnu þá 4:3 samanlagt. Með KR í efri styrkleikaflokkum eru eftirtalin lið: Omonia (Kýpur), HJK (Finnlandi), Skonto (Lett- landi), Dinamo Tbilisi (Georgíu), Sheriff (Moldavíu), Leotar (Bosn- íu), FBK Kaunas (Litháen), Bo- hemians (Írlandi) og Vardar Skopje (Makedóníu). Í dag verður einnig dregið til 2. umferðar en þar bætast við eft- irtalin félög sem mögulegir mót- herjar KR-inga, komist þeir áfram úr 1. umferðinni: CSKA (Rússlandi), Shakhtar (Úkraínu), Grazer AK (Austur- ríki), Maccabi Tel-Aviv (Ísrael), Dinamo Zagreb (Króatíu), Wisla (Póllandi), FC København eða Brøndby (Danmörku), Partizan (Serbíu/Svart.), CSKA (Búlgaríu) og MTK Hungária (Ungverja- landi). Leikir 1. umferðar fara fram dagana 16. og 23. júlí og 2. umferð- in er leikin 30. júlí og 6. ágúst. KR til Kasakst- an eða Færeyja? Morgunblaðið/Kristinn Veigar Páll Gunnarsson og samherjar í KR fá að vita árdegis hvern þeir kljást við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Í DAG verður dregið um hvaða lið mætast í fyrstu umferð forkeppn- innar fyrir Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu 2003–2004. KR- ingar, Íslandsmeistararnir frá 2002, eru fulltrúar Íslands, og þeir eru í efri styrkleikaflokknum af tveimur í drættinum í dag. Ungverji kominn til Þórsara ÁTTA fulltrúar frá þremur íslensk- um knattspyrnufélögum eru staddir í Nyon í Sviss en þar verður dregið til fyrstu umferða í Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarnum fyrir hádegið í dag. Fjórir fulltrúar Fylkis eru á staðnum, tveir frá KR og tveir frá Grindavík, en Fylkir og Grinda- vík fara í forkeppni UEFA-bikarsins og KR í 1. umferð í forkeppni Meist- aradeildar Evrópu. Um mögulega mótherja KR er fjallað hér í opnunni en þeir eiga góða möguleika á að fá veikari and- stæðinga. Fylkir og Grindavík eiga hins vegar von á erfiðari mótherjum en félögin eru í 55.–56. sæti á styrk- leikalistanum yfir þau 82 lið sem taka þátt í forkeppninni. Í gær var dregið í riðla fyrir drátt- inn og þar með liggur fyrir hverjir mögulegir mótherjar Fylkis og Grindavíkur eru. Fylkir leikur gegn Varteks frá Króatíu, Dundee frá Skotlandi, AIK frá Svíþjóð eða „háttvísifulltrúa“ Danmerkur, sem væntanlega verður Esbjerg, en skýrist ekki fyrr en í lokaumferð dönsku úrvalsdeildar- innar um helgina. Möguleikar Fylk- ismanna á stuttu ferðalagi eru því 75 prósent. Grindavík gæti mætt Kärnten frá Austurríki, með Helga Kolviðsson innanborðs, eða þá Neuchatel Xam- ax frá Sviss, Dinamo Búkarest frá Rúmeníu eða Viktoria Zizkov frá Tékklandi. Það er því ljóst að Grindavík þarf að fara til Mið- eða Austur-Evrópu. Betra útlit hjá Fylki í UEFA-drættinum ÞÓREY Edda Elísdóttir stökk 4,42 metra í stangarstökki á móti í Weissach, smábæ skammt frá Stutt- gart, í Þýskalandi í gærkvöldi og hafnaði í fjórða sæti. Reyndar stukku þeir þrír keppendur sem á undan Þóreyju voru sömu hæð en notuðu til þess færri tilraunir og réði það úrslitum. Þetta er næst- besti árangur Þóreyjar í stang- arstökki í sumar. Yvonne Buschbaum, Þýskalandi, varð í fyrsta sæti og landa hennar, Carolin Hingst, hafnaði í öðru sæti. Elena Belyakova, Rússlandi, hreppti þriðja sætið. Næst á eftir Þóreyju varð Nastja Risich, Þýskalandi, stökk 4,32 og sjötta sætið kom í hlut Anzhelu Balakhanovu frá Úkraínu. Þórey Edda stökk 4,42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.