Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á
smundur Ásmunds-
son orðaði það svo
skemmtilega í sjón-
varpsþætti Jóns
Gnarrs fyrir nokkr-
um mánuðum. „Hver skilur kon-
ur?“ spurði hann og með réttu.
Þegar karlmenn komast á viss-
an aldur fara þeir að velta fyrir
sér eðli kvenþjóðarinnar, sem
þeir eru dæmdir til að umgangast
allt sitt líf. Munurinn á körlum og
konum er óþrjótandi yrkisefni.
Rithöfundar, leikskáld, þeir sem
fara með gamanmál; allir velta
þeir þessu ginnungagapi milli
kynjanna fyrir sér og reyna
gjarnan að sjá spaugilegu hliðina
á því. Óteljandi bækur hafa verið
skrifaðar um
málefnið; ein-
hver komst
að þeirri nið-
urstöðu að
konur væru
frá Venusi, en
karlar frá Mars. Ég hef reyndar
aldrei botnað í þeirri staðhæfingu,
en hún hlýtur að byggjast á
margra ára vísindalegum rann-
sóknum.
Við karlmenn fáum oft innsýn í
hugarheim kvenna, en það sem
við okkur blasir er okkur fram-
andi og stundum ógnvekjandi. Ég
held ég sé að hætta mér út á hál-
an ís þegar ég alhæfi að í þessum
víðfeðma hugarheimi hins kynsins
sé að finna lítt leysanlegar flækj-
ur tilfinninga og hugarburðar.
Konan fylgist með, kannski úr
fjarska, og dregur ályktanir sem
hún stimplar í huga sér sem óum-
breytilegar staðreyndir.
Þannig eru hinir ýmsu ein-
staklingar dæmdir og þeim gerð-
ar upp skoðanir á hinu og þessu;
sérstaklega félagslegum atriðum,
sem karlmenn grunar ef til vill
ekki einu sinni að séu til.
Þessi kvenlegi radar, sem les
tilfinningar úr hegðun fólks, er
ábyggilega ágætis maskína og
virkar ef til vill í meirihluta til-
vika. Ég hef hins vegar rekið mig,
oftar en einu sinni, á að víðtækar
ályktanir um tilfinningalíf mitt,
skoðanir og manngerð, hafa verið
byggðar á sandi, svo vægt sé til
orða tekið.
Á galla karla er ég að sjálf-
sögðu ekki dómbær, en auðvitað
erum við líka tilfinningaverur. Ég
stend sjálfan mig oft að því að tár-
ast yfir náttúrulífsmynd á breið-
bandinu. Rómantískar myndir fer
ég ekki á í kvikmyndahúsum; vil
ekki skemma teppið með söltum
tárum. Þær leigi ég á myndbandi
og vöknar gjarnan um augu þegar
ég skoða úrvalið.
Ég hef einstakt dálæti á potta-
plöntum og tengist þeim oft til-
finningalegum böndum. Um dag-
inn keypti ég mér eik til að hafa í
stofunni. Laufblöðin eru svo
mjúk; börkurinn svo grófgerður
og fallegur. Reyndar er plönt-
unum farið að fjölga ískyggilega í
íbúðinni minni, en á móti kemur
að súrefnisframleiðslan er í há-
marki. Ég sef því afskaplega vel á
nóttunni og jafnvel kemur fyrir að
ég leggi mig á daginn.
Draumar mínir eru ein tilfinn-
ingasúpa; rússíbanaferð á milli
svartnættis depurðar og æv-
intýralands gríðarlegrar ham-
ingju. Stundum eru átökin það
mikil, að ég þarf að skipta um
rúmföt að morgni. En það er vægt
gjald fyrir rússíbanaferð.
En fyrst karlmenn eru svona
miklar tilfinningaverur, hvað er
það þá sem gerir kynin svo ólík
sem raun ber vitni?
Karlmaður mun aldrei geta
svarað þessari spurningu, því
hann skilur ekki konur eins og
Ásmundur gefur svo skemmtilega
í skyn. Kannski kona kæmist nær
svarinu, en ég efast þó um það.
Eplið skilur ekki appelsínuna,
frekar en appelsínan eplið.
Ég hef því kallað til óháðan og
hlutlausan aðila, sem er hvorki
karl né kona. Ég hringdi í fyrir-
bæri, sem kallar sig „Kynlausu
veruna Þórólf“ og auglýsir þjón-
ustu sína í einkamáladálki DV. Að
eigin sögn hefur hún hvorug æxl-
unarfærin og býr í kofa við Rauð-
hóla. Ekki láta karlmannsnafnið
blekkja ykkur; hann/hún fullviss-
aði mig um kynleysi sitt og fram-
vísaði diploma frá ítalskri stofnun
sem sérhæfir sig í hinu óræða.
Kynlausa veran Þórólfur sagði
við mig í símann, orðrétt:
„Ég hef lengi velt þessu fyrir
mér, enda er þarna um að ræða
mikilvægt álitaefni sem afar
brýnt er að fái úrlausn sem fyrst.
Þetta óvissuástand er með öllu
óþolandi. Um leið og því linnir
geta kynin fyrst farið að lifa í sátt
og samlyndi og öðlast skilning á
hvort öðru, sem er forsenda fag-
urs mannlífs. Þetta hefur ekki
gengið vel hingað til.
Ég fékk tvö rannsóknareintök,
sitt af hvoru kyni, frá raunvís-
indadeild Háskóla Íslands í fyrra-
sumar. Þetta par, sem var á fer-
tugsaldri, bjó hjá mér í kofanum,
nauðugt viljugt, í þrjá mánuði.
Það var sko ævintýralegt tímabil
get ég sagt þér.
Á þessum þremur mánuðum
bar margt til tíðinda. Ég fór að
taka eftir greinilegu hegðunar-
mynstri, sem lýsti sér í því að
karlmaðurinn misskildi konuna.
Úr þessum misskilningi varð svo
undantekningarlaust rifrildi, mis-
jafnlega heiftúðugt. Þegar hinu
tilfinningalega óviðri slotaði féll
allt í ljúfa löð.
Í skýrslu minni, sem ég skilaði
til Alþjóðlegu nefndarinnar um
muninn á körlum og konum í Vín,
lagði ég mikla áherslu á að þessi
rifrildi væru afleiðing mismun-
andi þankagangs, frekar en or-
sök. Þó mætti vissulega færa rök
fyrir því að um vítahring væri að
ræða, þar sem viðureignirnar
leiddu til frekari niðurbældrar
reiði, sem brytist svo út í nýju
rifrildi þegar mælirinn væri full-
ur. Það kann þó að hafa skekkt til-
raunina, að parið virtist vera stað-
ráðið í að flýja
rannsóknarstaðinn. Sem betur fór
voru allar tilraunir til þess kæfðar
í fæðingu.
Niðurstöðukafli skýrslunnar
var stuttur og hnitmiðaður, þótt
ég segi sjálfur frá. Ég skal lesa
þennan kafla í heild sinni fyrir
þig, með leyfi: „Niðurstöður þess-
arar rannsóknar eru ótvíræðar.
Karlar eru frá Venusi, en konur
eru frá Mars.““
Konur
og karlar
Ég held ég sé að hætta mér út á
hálan ís þegar ég alhæfi að í þessum
víðfeðma hugarheimi hins kynsins sé
að finna lítt leysanlegar flækjur
tilfinninga og hugarburðar.
VIÐHORF
eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
MEGINSTEFIÐ í grein þinni í
Mbl. 7. júní sl. er samkeppni á fjár-
málamarkaði, starfsemi bankakerf-
isins á greiðslukortamarkaði og sið-
fræði. Þér tekst um margt ágætlega
að lýsa þeirri svikamyllu sem
greiðslukortaviðskiptin eru, þ.e.
skorti á samkeppni,
kúgunarvaldi kerf-
isins og yfirgangi.
Með öðrum orðum:
Þér tekst í raun
ágætlega að lýsa
trjánum í skóginum.
Þú sleppir hinsvegar
í öllu að lýsa sjálfum skóginum enda
hentar það ekki þínum hagsmunum
né hagsmunum þess fyrirtækis sem
þú ert framkvæmdastjóri fyrir.
Samkeppni á fjármálamarkaði
Forsenda fyrir heilbrigðri sam-
keppni er að sjálfsögðu að hver mað-
ur greiði fyrir sjálfan sig. Þátttaka
kaupmanna og annarra greiðslu-
viðtakenda í að greiða kostnað kort-
hafa til svikamyllunnar (bankanna og
kortafyrirtækjanna) ásamt þeim
snjóboltaáhrifum sem því fylgir þýðir
að þessi starfsemi er niðurgreidd.
Fríðindi og hlunnindi ýmiskonar til
korthafa skekkir dæmið enn frekar.
Allar forsendur fyrir heiðarlegri
samkeppni á milli einstakra banka
eða kortafyrirtækja eru þar með
brostnar. Auk þessa verður ekki um
að ræða eðlilegt framboð né eðlilega
eftirspurn. Allt sem heitir niður-
greiðslur skekkir og afskræmir slík
hugtök.
En skoðum nú skóginn, þ.e. heild-
armyndina. Uppbygging og strúktúr
allra viðskipta með greiðslukort er
miðstýrt sósíalískt fyrirbæri sem set-
ur kaupmenn og aðra greiðsluviðtak-
endur í hlutverk félagsmálastofnunar
við að útdeila einhverjum félagsmála-
pökkum. Miðstýringin nær inn í
Reiknistofu bankanna og er þar
stjórnað af öllum bönkunum sameig-
inlega og með ólögmætu samráði og
samstarfi. Auk þessa fer þessi starf-
semi fram í samstarfi og ólögmætu
samráði með tveimur erlendum auð-
hringum (Visa International og
Mastercard). Miðstýrður, miðlægur
gagnagrunnur þessa kerfis geymir
fjárhagslegar og persónulegar upp-
lýsingar um meirihluta allra Íslend-
inga. Ekki er víst að allir einstak-
lingar hafi gefið upplýst samþykki
sitt fyrir slíkum gagnagrunni varð-
andi þeirra persónu.
Þeir sem þekkja markaðslögmálið
vita jafnframt að sósíalismi og niður-
greiðslur eru andstæðan við þá hag-
fræðikenningu og þessar tvær kenn-
ingar geta aldrei fasað saman. Þeir
vita jafnframt að helstu hættur sem
að markaðshagkerfinu steðja eru ein-
okun, fákeppni, markaðsráðandi
staða og síðast en ekki síst auð-
hringamyndun (Cartelmyndun).
Ekki er neinum vafa undirorpið að
Visa International og Mastercard
(Europay) falla í þann flokk og eru
þar með ein helsta ógnin við mark-
aðshagkerfið og heiðarlega sam-
keppni um allan heim.
Starfsemi banka-
kerfisins á markaði
Eins og rakið hefur verið að fram-
an er kristaltært að bankakerfið og
dótturfyrirtæki þess (kortafyrir-
tækin) þurfa ekki að lúta lögmálum
markaðshagkerfisins, hvað sem veld-
ur, enda eru forsendurnar ekki fyrir
hendi og síst af öllu er þar sam-
keppni. Í framhaldi af þessari stað-
reynd verður allt viðskiptaumhverfi á
Íslandi kolruglað. Stórir aðilar fá for-
skot í samkeppninni, ýtt er undir
kortanotkun með niðurgreiðslum,
skuldasöfnun einstaklinga og heimila
er yfirþyrmandi vandamál, um níutíu
og níu prósent verslana hafa innleitt
hjá sér kortaverðlag sem enginn fót-
ur er fyrir í lögum. Sjálfur viðskipta-
ráðherra hefur lýst því yfir að Ísland
gæti hugsanlega orðið fyrsta pen-
ingalausa samfélagið í heiminum. Yf-
irlýsing sem þessi er fortakslaus og
lýsir ómældri óskammfeilni og dóna-
skap á sama tíma og vitað er að engin
sjálfstæð lög eru til í landinu um
þessi viðskipti og þau er ekki hægt að
setja án þess að breyta öðrum lögum,
þ.m.t. stjórnarskránni. Í þessu landi
er peningahagkerfi skv. lögum og í
samræmi við viðurkenndar hagfræði-
kenningar.
Aðkoma og áhrif bankakerfisins
eru mjög alvarleg og ámælisverð þar
sem það lýtur ekki lögmálum mark-
aðshagkerfisins. Ábyrgð samkeppn-
isyfirvalda er einnig mjög mikil.
Bankakerfið íslenska virðist starfa
meira og minna sem ein órofa heild
vegna miðstýringarinnar og hins
miðlæga gagnagrunns sem á rætur
hjá Reiknistofu bankanna og vegna
mikils samstarfs og samráða. Ekki
verður annað séð en hér sé á ferðinni
einn ósvikinn auðhringur (Cartel)
sem koma verður lögum yfir. Áhrif
með eignarhaldi og stjórnarsetu
manna úr bankakerfinu hjá og í fyrir-
tækjum á markaði eru víðtæk og
verðugt verkefni fyrir samkeppnisyf-
irvöld að taka til skoðunar. Áhrifa
samruna og svokallaðrar hagræð-
ingar mun ekki gæta á samkeppn-
ismarkaði, hjá heimilum né ein-
staklingum fyrr en bankakerfinu og
þá sér í lagi greiðslumiðluninni er
komið í markaðsumhverfi og virk,
heiðarleg samkeppni verður til. Auk
þess legg ég til að bankakerfinu verði
komið í samkeppnisumhverfi.
Að sjá ekki skóg-
inn fyrir trjám
Eftir Sigurð Lárusson
Höfundur er kaupmaður.
NÝAFSTAÐIN kosningabarátta var ein hin harð-
asta hér á landi um árabil. Segja má að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir hafi skorað Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra á hólm og valið vopnin um leið. Virðist
Ingibjörg hafa séð snemma í barátt-
unni að barátta byggð á málefnum
dygði ekki til að fella ríkisstjórnina og
því valið þá leið að reyna að knýja fram
sigur með persónulegum árásum. Ingi-
björg endurtók þannig í sífellu að for-
sætisráðherra misbeitti valdi sínu þótt
ekki gæti hún nefnt nein dæmi um það
í fjölmiðlum þegar á hana var gengið.
Margir hljóta að álykta í einfeldni sinni að stjórn-
málamaður sem gagnrýnir aðra svo harðlega fyrir
meðferð pólitísks valds, hafi sjálfir allt á þurru. Stað-
reyndin er hins vegar sú að á meðan Ingibjörg gegndi
störfum borgarstjóra í Reykjavík, leið varla sú vika að
ekki kæmi upp mál sem afhjúpaði óvandaða stjórn-
sýslu R-listans. Í stað þess að saka aðra um misbeit-
ingu valds, ætti Ingibjörg Sólrún að líta sér nær.
Alþjóðahúsið ehf.
Alþjóðahúsinu ehf. er ætlað að veita nýbúum og öðr-
um Íslendingum fjölbreytilega þjónustu og vera mið-
stöð fjölmenningarlegs samfélags. Lengst af var húsið
rekið af hlutafélagi í eigu sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu og Reykjavíkurdeild Rauða krossins en
frá 1. febrúar sl. tók Rauði krossinn alfarið við rekstr-
inum. Á meðan Alþjóðahúsið var rekið af umræddum
sveitarfélögum var Reykjavíkurborg ráðandi eign-
araðili með um 63% hlutafjár.
Vegna sérstakra aðstæðna og endurskipulagningar
á starfsemi Alþjóðahússins sl. haust, ákvað stjórnin að
ráða sérstakan tilsjónarmann með þeim rekstri. Rætt
hafði verið um það í stjórninni að leita hagstæðustu
leiða við ráðninguna, ekki síst vegna bágrar fjárhags-
stöðu hússins. Hafði verið um það rætt að fenginn yrði
viðurkenndur aðili innan borgarkerfisins eða annarra
sveitarfélaga til að taka hina tímabundnu tilsjónar-
mennsku að sér.
Tilmæli úr ráðhúsi
Á stjórnarfundi Alþjóðahússins 11. nóvember sl. var
upplýst að ekki hefði verið leitað til umræddra aðilja
vegna starfsins þar sem sérstök ósk hefði borist um
það frá fulltrúum þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, að Hákon Gunnarsson ráðgjafi
yrði ráðinn til verksins. Var það einnig upplýst að
Ráðhús Reykjavíkur hefði samið um ákveðna þóknun
til ráðgjafans vegna verkefnisins þótt eðlilegra hefði
mátt telja að stjórn Alþjóðahússins annaðist þann þátt
málsins. Hugmyndir um launaupphæð voru nefndar á
fundinum en stjórnarmönnum var tjáð að þær væru
trúnaðarmál.
Meirihluti stjórnar Alþjóðahússins ákvað á fund-
inum að fara eftir tilmælum borgarstjóra vegna ráðn-
ingarinnar. Undirritaður, sem átti sæti í stjórn hússins
á þessum tíma, gat þó ekki fellt sig við þessi vinnu-
brögð og sat hjá við afgreiðslu málsins með eftirfar-
andi bókun.
„Undirritaður mun ekki samþykkja svo háa upphæð
og telur að eðlilegt hefði verið að leita tilboða í verkið
hjá fleiri viðurkenndum aðilum sem taka slík verkefni
að sér. Ódýrasta leiðin hefði þó sennilega verið sú að
fá viðurkenndan aðila innan borgarkerfisins til að
taka að sér þetta tímabundna verkefni en sú hugmynd
var m.a. rædd í stjórn Alþjóðahúss.“
Óskaði ég einnig eftir því að fá upplýsingar um end-
anlega samningsupphæð vegna verksins og að trúnaði
yrði létt af þeim upplýsingum. Ekki var orðið við
þeirri beiðni.
Engin svör í sex mánuði
Þegar hartnær þrír mánuðir voru liðnir án þess að
nokkuð bólaði á umræddum upplýsingum, tók ég mál-
ið upp á borgarstjórnarfundi 30. janúar sl. Óskaði ég
eftir því við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi
borgarstjóra, sem beitti sér fyrir umræddri ráðningu,
að hún upplýsti hve háa fjárhæð umræddur ráðgjafi
hefði fengið í laun.
Ingibjörg Sólrún sá sér ekki fært að svara spurning-
unum á umræddum borgarstjórnarfundi en lofaði að
sjá til þess að ég fengi svör við þeim með öðrum hætti.
Ekki stóð hún við það loforð og ekki komu upplýsing-
arnar þrátt fyrir að á eftir þeim væri rekið með um-
ræðum í borgarstjórn og með sérstöku erindi við
borgarráð. Var það ekki fyrr en í byrjun maí, eftir að
fjölmiðlar höfðu tekið málið upp, að svar barst loks.
Þar kom fram að laun ráðgjafans fyrir eins mánaðar
vinnu námu 772 þúsund krónum m.vsk.
Óeðlileg vinnubrögð og pukur
Ljóst er að vinnubrögð vegna ráðningar umrædds til-
sjónarmanns voru í hæsta máta óeðlileg og á skjön við
allar vinnureglur í opinberri stjórnsýslu. Ráðningunni
sjálfri og launakjörum var handstýrt úr Ráðhúsinu,
sennilega af borgarstjóra sjálfum sem var vel inni í
málefnum Alþjóðahússins á þessum tíma. Þá er það
skýlaust brot á stjórnsýslulögum að kjörinn borgar-
fulltrúi skuli ekki fá umbeðnar upplýsingar án und-
anbragða.
Nú er það svo að umræddur ráðgjafi, sem fékk
starfið eftir beinni skipun úr Ráðhúsinu, var kosn-
ingastjóri Samfylkingarinnar við Alþingiskosning-
arnar 1999 og er auk þess kvæntur einum af alþing-
ismönnum Samfylkingarinnar. Einmitt þess vegna
hefði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átt að sjá til þess að
ekki kæmi upp tortryggni vegna umræddrar ráðn-
ingar og svara ítrekuðum fyrirspurnum án undan-
bragða.
Að kasta steinum úr glerhúsi
Eftir Kjartan Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi.
Svar til Jóhannesar
I. Kolbeinssonar