Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Fyrir sanna sælkera
Nýtt
KONUR og karlar nota mismun-
andi aðferðir til að tjá sig og karlar
grípa t.d. oftar fram í en konur,
samkvæmt rannsóknum sem
bandaríska málvísindakonan dr.
Judith Strother vitnaði til í erindi
sínu „Tungumálið notað til að brúa
kynjabilið“ á námstefnunni Ham-
hleypur sem haldin var í gær.
Samskiptamáti kynjanna er ólík-
ur, að sögn dr. Strother, og bæði
karlar og konur þurfa að gera sér
grein fyrir því til að koma í veg fyr-
ir misskilning, heima og á vinnu-
stað. En slíkur misskilningur getur
m.a. komið í veg fyrir frama kvenna
í viðskiptalífinu, að sögn dr. Stroth-
ers.
„Það er hluti af samskiptamáta
karla að grípa fram í, þeir ætla sér
ekki að vera dónalegir, en konur
þurfa að taka á þessu, vera
ákveðnar og ljúka máli sínu. Að
öðrum kosti er hætta á að yfirmað-
ur gangi fram hjá konunni þegar
kemur til dæmis að því að veita
stöðuhækkun,“ sagði dr. Strother
m.a. í erindi sínu.
Hún segir nauðsynlegt að setja
fram almennar staðhæfingar um
kynin til að auka skilning, en legg-
ur áherslu á að auðvitað sé ekki
hægt að alhæfa um konur og karla.
Erindi hennar byggist á rannsókn-
um hennar sjálfrar og annarra
fræðimanna, einkum innan fé-
lagslegra málvísinda.
Karlar grípa oftar fram í
Daglegt líf/7
KVENNADAGURINN var haldinn
hátíðlegur víða um land í gær.
Meðal viðburða var messa við
Þvottalaugarnar í Laugardalnum
í Reykjavík. Fjöldi manns mætti til
að hlýða á Auði Eiri Vilhjálms-
dóttur, prest Kvennakirkjunnar,
sem stóð fyrir viðburðinum. Veðr-
ið skemmdi ekki fyrir og víða um
land sáust konur jafnt sem karlar
klædd í bleikt en Femínistafélagið,
Kvenréttindafélag Íslands,
Kvennakirkjan, Bríet, tímaritið
Vera, Bandalag kvenna í Reykja-
vík, Rannsóknarstofa í kvenna- og
kynjafræðum og Kvennasögusafn
Íslands stóðu fyrir fjölbreyttum
viðburðum víða í gær í tilefni
dagsins undir slagorðunum: „Mál-
um bæinn bleikan.“
Morgunblaðið/Sverrir
Messað við
Þvottalaugarnar
Málað/6
NÍTJÁN ráðgjafarhópar sóttust eftir að
gera tillögur að nýju skipulagi á slippsvæð-
inu við Mýrargötu, en forvalsnefnd hefur val-
ið fjóra hópa til starfans. Ein tillagan verður
síðan valin til frekari þróunar.
Mikil óánægja er meðal þátttakenda í val-
inu og segja þeir það ekki nægilega rökstutt.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar-
fulltrúi átti sæti í forvalsnefndinni og leggur
hún áherslu á að samstaða hafi verið í nefnd-
inni með valið. „Við bjuggum til ákveðna
flokkun þar sem við reyndum að beita eins
hlutlægum aðferðum og okkur var unnt,“
segir hún.
Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og
arkitekt, gagnrýnir valið á þeirri forsendu að
ekki hafi verið leitað eftir hæfustu sérfræð-
ingum í skipulagsmálum.
Val ráð-
gjafarhópa
gagnrýnt
Óánægja/22
MEÐAL þeirra 776 kandítdata, sem
brautskrást frá Háskóla Íslands á
morgun, laugardag, er Stefán Ingi
Valdimarsson, 23 ára
stærðfræðinemi,
sem hefur með náms-
árangri sínum brotið
blað í sögu háskólans
með því að fá meðal-
einkunnina 10,00.
Stefán Ingi útskrif-
ast með BS-gráðu frá
stærðfræðiskor
raunvísindadeildar og hyggur á dokt-
orsnám í Edinborg í haust.
„Ég átti ekki beint von á þessu, en
svona fór þetta nú samt. Mér finnst
gaman að þessu námi og það hefur haft
sitt að segja,“ segir Stefán. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík og fékk stærðfræðiáhuga
þar. Tók hann þátt í stærðfræðikeppn-
um erlendis og keppti þrívegis á Ól-
ympíuleikum í stærðfræði.
Fékk 10 í
meðaleinkunn
á BS-prófi
KARLMAÐUR um fimmtugt missti fram-
an af tveimur fingrum í vinnuslysi við fisk-
vinnsluvél í fiskvinnslunni Klumbu í Ólafs-
vík í gær, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Ólafsvík.
Slysið varð um hádegisbil. Að sögn lög-
reglu var maðurinn fluttur á Heilsugæslu-
stöð Ólafsvíkur og í kjölfarið var óskað eftir
að maðurinn yrði fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð út og lenti hún með manninn í
borginni nokkru fyrir klukkan tvö.
Missti framan
af fingrum
INGVAR Gunnarsson, eigandi
fiskbúðanna Svalbarða í Reykja-
vík og Hafnarfirði, hefur nú
ákveðið að lækka verð á soðning-
unni um þriðjung. Það segir
hann vera mögulegt vegna lækk-
unar ýsuverðs á fiskmörkuðum.
Hann segir minnstu ýsuna hafa
lækkað mest, en að ágæt mat-
arýsa sé einnig á hagstæðu
verði. Það sé stóra ýsan sem
haldi verðinu uppi, en hún sé
ekki fyrir innanlandsmarkað,
heldur sé send úr landi með
flugi.
Ingvar hyggst selja roð- og
beinlaus ýsuflök á 690 krónur
kílóið. Í gær kostuðu slík flök
1.198 krónur í fiskborði Hag-
kaupa í Kringlunni og 995 krón-
ur í fiskbúðinni Vör. Munurinn
er 500 til 300 krónur.
Ingvar segir að hann sé sam-
mála því sem fram hafi komið í
fréttum Morgunblaðsins nýlega
að einkennilegt sé að verð á ýsu
til neytenda hafi ekki lækkað í
samræmi við lækkun á fiskmörk-
uðum.
„Fisksalar hafa borið ýmsu við
í svörum sínum, til dæmis að ýs-
an sem hafi lækkað sé rusl sem
enginn vilji kaupa. Vissulega
hefur undirmálsýsan lækkað
mest. Góð matarýsa á bilinu 1,2
til 1,6 kíló hefur þó verið á hag-
stæðu innkaupsverði. Það er ýs-
an sem er 1,6 til 2 kíló og yfir,
sem ber uppi ýsuverðið. En það
er ýsan sem er flugfarþegi yfir
hafið á Saga Class og er seld í
dollurum eða pundum. Einnig
hafa fisksalar haldið því fram að
þeir hafi neyðst til að bæta sér
upp mögru árin og má það vel
vera,“ segir Ingvar Gunnarsson.
Lækkar verð á soðn-
ingunni um þriðjung
Svalbarðabúðirnar/12
ALDREI áður hafa borist jafn
margar umsóknir um nám við
Tækniháskóla Íslands eins og nú á
þessu vori. Heildarfjöldi umsókna
er tæplega 600 en eingöngu er
hægt að innrita 248 nemendur á
næsta skólaári samkvæmt þeim
fjárheimildum sem skólanum eru
skammtaðar. Þetta þýðir að hafna
verður um 60% umsókna.
Tækniháskólinn leggur sérstaka
áherslu á tækninám og er mesta
aukning umsókna í tæknideild. Þar
hafa 143 sótt um nám en skólinn
getur aðeins innritað um 40 nem-
endur og þarf því að hafna rúmlega
70% umsókna þar.
Metaðsókn
í Tæknihá-
skóla Íslands