Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 30
FRÉTTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslustarf — 30 ára og eldri Starfskraftur óskast í kvenfataverslun. Vinnutími frá kl. 15.00—19.00 virka daga og önnur hver helgi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. sem fyrst, merktar: „Afgreiðsla — 13849“, eða í box@mbl.is . Getum bætt við okkur starfsfólki eftir hádegi og um helgar. Uppl. eru gefnar í síma 553 9977. Umsóknir berist til Fatalands, Fákafeni 9, fyrir 7. júlí. Loftorka Reykjavík óskar eftir vönum mönnum á belta- gröfur. Upplýsingar í síma 565 0877. NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtalinn hlutur verður boðinn upp á lögreglustöðinni á Faxastíg 42 í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 9. júlí 2003 kl. 16.00: Olíumálverk, talið efir Línu Rut Wilberg. Stærð 82x176 cm. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 1. júlí 2003. ÞJÓNUSTA Húseigendur ath.! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun, símar 587 5232 og 897 9809. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20:00. „Jesús kallar“ (Lúk 5:27—32). Ræðumaður: Jónas Þórisson. Heitt á könnunni eftir samkom- una. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Kennari/leiðbeinandi óskast að Reykhólaskóla, Austur-Barðastrandarsýslu Kennslugreinar: Stærðfræði á unglingastigi eða íslenska og tungumál á unglingastigi. Á Reykhólum er grunnskóli með 1.—10. bekk og um 50 nemendur. Mjög góð vinnuaðstaða. Á Reykhólum er fallegt og einungis tæplega 3 tíma akstur til Reykjavíkur. Þar er öll almenn þjónusta, svo sem leikskóli, sundlaug, bóka- safn, heilsugæsla og verslun. Umsóknafrestur er til 10. júlí 2003. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 434 7880. Umsóknir sendist til skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum, (380 Króksfjarðarnes). R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is Kaþólskur dagur á Hólum Sunnu- daginn 6. júlí kl. 14 verður dagskrá að Hólum í Hjaltadal sem tileinkuð verður ævi Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins á Hólum. Lærðir og leikir munu fjalla um Jón í tali og tónum og eins verður gengið um Hólastað á slóðum Jóns. Það eru Ósýnilega félagið á Hólum og Ferðaþjónustan á Hólum sem standa að dagskránni. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir heim að Hólum. Á dagskrá verður m.a.: „Líkfylgd Jóns Arasonar“ í tali og tónum, flytjendur Gerður Bolladóttir, Hjörtur Pálsson og Kári Þormar, höfundur dagskrár Ásgeir Jóns- son. Ólafur Gunnarsson rithöf- undur les úr nýrri sögulegri skáld- sögu um Jón Arason, leiðsögn verður um slóðir Jóns Arasonar á Hólum, leiðsögumaður verður Ás- geir Jónsson. Edward Booth, prestur kaþólsku systranna í Stykkishólmi fjallar um Jón Ara- son með augum kaþólsku kirkj- unnar og Gunnar Eyjólfsson leik- ari og Guðrún Hanna Ólafsdóttir verða með upplestur. Á NÆSTUNNI Sonur okkar, bróðir, frændi og vinur, GÍSLI RÚNAR HJALTASON tölvunarfræðingur, verður jarðsunginn föstudaginn 4. júlí kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Hjalti Kristgeirsson, Edda Óskarsdóttir, Jónína H. Gísladóttir, Torfi Jónsson, Guðrún Inga Torfadóttir, Sigrún Gerða Gísladóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Páll Leifur Gíslason, Sif Huld Sigurðardóttir, frændsystkini og tengdafólk. AÐSTANDENDUR Hótel Valhall- ar á Þingvöllum hafa gert samning við Landssamtök hjartasjúklinga. Boðinn er 15% afsláttur af gistingu og mat á hótelinu, til allra meðlima samtakanna. Tilboðið gildir fram til áramóta. Samningurinn er Landssamtök- um hjartasjúklinga kærkominn og liður í fjölbreyttu afmælisári sam- takanna. Samtökin eru á þessu ári tuttugu ára og verður formleg hátíð- ardagskrá í haust í tilefni þessa í tengslum við alþjóðlega hjartadag- inn, segir í fréttatilkynningu. Hjartasjúklingar semja um afslátt TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar sótti í gær konu sem talin var al- varlega veik á Eyri í Kollafirði á Barðaströnd en þar dvaldi hún í sumarhúsi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Patreksfirði. Læknirinn í Búðardal óskaði eftir að þyrla yrði send eftir konunni. TF- SIF fór í loftið rétt fyrir klukkan eitt og lenti við Landspítalan í Fossvogi rúmlega 1½ klukkustund síðar. Sjúkraflug á Barðaströnd UMSJÓNARAÐILAR tjaldsvæðis- ins í Þjórsárdal hafa ákveðið að hafa framvegis aðeins opið fyrir fjöl- skyldufólk á svæðinu. Svæðið er skógi vaxið, með rjóðr- um inn á milli og má því víða finna sér næði. Skemmtilegar gönguleiðir eru um skóga Þjórsárdals af svæð- inu. Gæsla verður við hliðið á tjald- svæðinu um helgar í sumar og verð- ur fjölskyldufólki aðeins hleypt inn. Fjölskyldufólk á tjaldsvæðið í Þjórsárdal Landflutningar- Samskip verða helsti styrktaraðili samein- aðs knattspyrnuliðs Leifturs á Ólafsfirði og UMFS á Dalvík næstu tvö leiktímabil. Samningur þessa efn- is var undirritaður nýlega en áður höfðu Landflutningar- Samskip styrkt UMFS á Dalvík um skeið. Samningurinn felur í sér styrki til knattspyrnudeildar Leifturs/Dalvíkur í formi fjárframlaga og búninga og verður merki Landflutninga- Samskipa á búning- unum. Óskar Ósk- arsson frá Sam- skipum og Rúnar Guðlaugsson frá Leiftri/Dalvík undir- rituðu samkomulag- ið. Styrkja Leiftur/Dalvík Óskar Óskarsson (t.h.) og Rúnar Guðlaugsson inn- sigla samninginn með handabandi. Á bakvið standa leikmenn Leifturs/Dalvíkur, þeir Forizs Sandor og Ingvi Hrafn Ingvason. TUTTUGU punda hængur veiddist í Haffjarðará um helgina og var það Maríulax Dagrúnar Hálfdán- ardóttur. Hefur margur byrjað verr á veiðibrautinni. Laxinn veidd- ist í Hellinum sem er næsti hylur neðan við Kúlu. Yngvi Óttarsson eiginmaður Dagrúnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að laxinn hefði tekið tommulanga Snældu í fyrsta kasti og hefði hann lengst af legið þungt í og safnað slýi á línuna. Eftir klukkustundar glímu tókst að landa laxinum og mæla hann áður en honum var sleppt aftur. Hann var 98 cm, mjög þykkur yfir bakið og aftur á styrtlu, minnti á stóran sjóbirting. Það eru engar reglur í gildi, en mælst er til þess að stærri löxum sé sleppt í ána aftur enda sannað með rannsóknum að stórir laxar koma undan stórum löxum og það veitir ekki af að hjálpa stærri laxinum að ná sér á strik á ný,“ sagði Yngvi. Strauma lífleg „Hér er allt þokkalegt að frétta, það mætti vera meira vatn, en það er talsvert af laxi og hann dreifði sér strax vel. Það voru tuttugu ný- gengnir fiskar undir Nýju brú í morgun svo dæmi sé tekið. Hér hafa komið laxar á land alla daga frá því að við opnuðum og ef það verður vatn í sumar, þá verður veiði góð, það er ekki spurning,“ sagði Ástþór Jóhannsson, leigutaki Straumfjarðarár, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Þá voru komnir hátt í tuttugu laxar á land. Laxarnir í Straumu eru upp að 10 pundum, en einn nær 20 pundunum tapaðist í Dalsfossi eftir harða glímu, vafði línunni á endanum um stein í botni og náði þar með vinn- ingsstöðu. Laxá á Ásum komin á blað Loksins veiddist í Laxá Ásum, en í gærmorgun veiddust þar tveir lax- ar og fiskar sáust víða. Jónsmessu- straumurinn hefur því skilað fiski í ána. Um 80 laxar hafa veiðst í Blöndu og þar er nú afli blandaður, bæði smálax og vænni fiskar. Um helgina komu t.d. tveir 18 punda og einn 16 punda á land sama daginn. Flott opnun Brunnár Sjóbleikjuáin Brunná í Öxarfirði opnaði með stæl um helgina og þótti mönnum með ólíkindum hvað mikið var gengið af fiski svo snemma á veiðitíma. Hollið sem opnaði fékk 28 fiska á tveimur dög- um, allt væna fiska, nær allt bleikju upp að 6-7 pundum og einnig örfáa urriða sem voru mjög vænir, 5 til 7 pund. Urriða er sleppt í Brunná, en menn mega hirða hóflega af bleikju. Tuttugu punda Maríulax ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Dagrún Hálfdánardóttir býr sig undir að sleppa Maríulaxinum sínum í Haf- fjarðará. Þetta var 98 cm hængur og líklega um 20 pund að þyngd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.