Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára. KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B i. 12 HL MBL SG DV Roger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Síðustu sýningar í STÆRSTA kvikmyndasal landsins with englishsubtitel Sýnd kl. 6. Enskur textiSýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. X-IÐ 97.7 DV KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney X-IÐ 97.7 DV Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. VINSÆLASTI símaklefinn í bæn- umm er sá sem landinn flykktist til að sjá Colin Farrell svitna í og bíða eftir kalli mannsins með ljá- inn. Símaklefinn (Phone Booth) umtöluð, ný bandarísk spennumynd var frumsýnd á föstudag og var sú mynd sem flestir drifu sig á um helgina og það þótt hún hafi einungis verið sýnd í tveimur bíóum, sem nú- orðið þykir býsna lítið á tímum risafrumsýninga. Tæplega 2.300 manns sáu myndina og segir Guðmundur Breiðfjörð markaðsstjóri hjá Norðurljósum það endurspegla þær góðu en óvæntu við- tökur sem myndin fékk vestra í vor. „Fyrirfram var ekki búist við miklu af Phone Booth hvorki hérlendis né erlendis – heil mynd um mann í síma- klefa! En svo þegar menn fóru að sjá þessa mynd kom annað í ljós. Þetta er óvæntur tryllir sem heldur fólki í helj- argreipum allan tímann og má þakka því frábæru handriti og leik, sérstak- lega hjá Colin Farrell, segir Guð- mundur, greinilega sáttur við gengi myndarinnar. „Einnig skipti tíma- setningin miklu máli en þessa helgi var lítið um samkeppni og veðrið var ekki gott þannig að bíó var valkostur og því leiðin greið á toppinn fyr- ir Phone Booth.“ Myndin um unglinga- stjörnuna Lizzie McGuire og Ítalíuævin- týri hennar fékk og fínar viðtökur, sérstaklega ef mið er tekið af því að þættirnir sem myndin byggir á hafa ekki verið sýndir hérlendis og fyrirbærið því óþekkt. Toppmyndin frá síðustu viku, Heimskur heimskarari, féll niður í þriðja sætið og þriðja myndin sem frumsýnd var á föstudag, Kunningjar mínir, með Al Pacino, kemur inn í 8. sæti yfir tekjuhæstu myndir helgar- innar. Vinsæll símaklefi             " # $ $%$ $# & # '  ( "&  )  ( * (  %  $ # !+(,!            !"# %& ! # '  $ ( ($ &")* & "  + , -. & . %. '&/      -! ! .! /! 0! 1! - ! --! 2! - ! 3! -3! -1! 4! -.! .-! -! 5 - - . 0 / - . 0 0 3 4 3 / -2 . 3 -          ! 6789: 78;,559< 9*5  67896789: 9 78*<978 =*5 78;,559< 9*5 9<,759*59> 6789: 9 6789 78*5 78;,559?658789 ,@= 78;,559?65878 678 6789 6789 ?65878 78;,559< 9*5 9<,75 78;,559< 9A,@= 9?B75 ?658789> : 6789 78*5  78;,55 ?65878 : 78*5 78;,559?658789 skarpi@mbl.is Colin Farrell sveitt- ur í símaklefa. HANN heitir Snorri og hann er fyndinn. Hann varð annar í keppn- inni um titilinn Fyndnasti maður Ís- lands árið 2002. „Það er auðvitað mikið fyndnara að vera næstfyndn- asti maður Íslands,“ segir þessi þéttvaxni og úfinhærði maður sem hyggur á útrás til Lundúna þar sem hann ætlar að reyna að koma Bret- um til að hlæja: „Ég er að reyna að hasla mér völl í atvinnuleysinu. Að- staðan á vinnumarkaðnum rak mig loksins til að gera eitthvað af viti en hingað til hef ég verið með uppi- stand hér og þar, allt frá 30 manna skólaskemmtunum upp í húsfylli af áhorfendum á boxkeppni í Kefla- vík.“ Snorri stendur í þeirri trú að hann sé fyrsti íslenski karlgrínist- inn sem fer í víking en ævintýrið hófst þegar hann og hópur ungra athafnamanna gerðu sig líklega til að flytja inn grínistann Eddie Izz- ard. „Við sendum umboðsskrifstof- unni hans afskaplega formlegt bréf en fengum svar um að hann væri því miður bókaður. Þá sendi ég til baka í algjöru bríaríi og kæruleysi bréf þar sem ég spyr hvað ég gæti annars þurft að gera til að komast að í London. Ég átti ekki von á að fá svar frekar en að vinna í lottói, en 20 mínútum seinna fæ ég bréf þar sem mér er sagt að þau geti því miður ósköp lítið gert fyrir mig, en senda með heljarinnar lista yfir grínklúbba í Lundúnum.“ Ekki beið Snorri boðanna, heldur óð beint í símann og kjaftaði sig inn á klúbba, eins og hann orðar það sjálfur, og er núna bókaður á 6 uppistandsklúbba á 9 dögum, þar á meðal Comedy Café og The Amus- ed Muse, sem eru með betur þekkt- um grínbúllum þar í bæ. Grínast ei svo glatt á ensku Ekki er að greina mikinn kvíða hjá Snorra, að þurfa að grínast á öðru máli en móðurmálinu þó vita- skuld megi búast við einhverjum stirðleika við spuna: „Mestallt uppi- stand sem ég hef fengið að heyra og sjá hefur verið á ensku. Maður kann auðvitað Eddie Izzard utanað og menn eins og Billy Connelly, Richard Prior og jafnvel Monty Python.“ Hann hefur eilítið spreytt sig á uppistandi á enskri tungu áð- ur og lagði einnig stund á nám í ensku í háskóla: „Fyrsta prófraunin verður þegar ég þarf að fara að spinna uppi á sviði. Það að gera uppistand er að vissu leyti eins og að aka um Þingholtin á 130 km hraða. Maður þarf að hugsa rosa- lega hratt og enn hraðar þegar maður gerir þetta á ensku.“ Annars hlakkar Snorri til að skemmta öðrum en Íslendingum og reiknar með að það verði allt öðru- vísi: „Ég hef séð atriði úr breskum grínklúbbum. Í Bretlandi eru grín- istaaðdáendur eins og það eru hljómsveitaraðdáendur á Íslandi. Þar er þessi listgrein, þessi skemmtanagrein, miklu eldri og mikið þróaðri. Ég held líka að Ís- lendingar séu lengur í gang en hins vegar mikið meira gefandi þegar þeir eru komnir af stað. Það er þetta íslenska skemmtana- pókerfés, þessi fyrsti hjalli sem maður þarf að yfirstíga ef maður ætlar að fá Ís- lendinga til að hlæja. Ís- lendingar virðast ekk- ert sérstaklega á því að láta annað fólk sjá á sér að þeir séu að skemmta sér – ekki fyrr en eftir tvo eða þrjá bjóra.“ Uppistand er því ekk- ert grín: „Þetta er mikið adrenalínsport. Þú ert annað hvort að rokka feitt, allir horfa á þig og finnst þú frábærasti maður í heimi í smá tíma, eða maður er hinumegin við línuna og enginn vill eftir manni taka.“ Til að undirbúa útrás- ina til Englands ætlar Snorri Hergill að skemmta löndum sínum í Þjóðleikhúskjall- aranum. Fyrsta slíka skemmtunin var haldin síðasta fimmtudag og var uppselt á þá sýn- ingu. Önnur sýning verður á morgun, fimmtudag, á sama stað. Sýningin ber heitið Sauðkindin – Af Íslandssögu og öðrum lygasög- um og opnar húsið kl. 20.30 en sýn- ingin hefst kl. 21.15. Þann 11. júlí verður Snorri á Egilsstöðum á Café Nielsen og 12. júlí á Kaffi Akureyri. Snorri Hergill hyggur á víking til Englands til að fremja uppistand Ásjóna fyndninnar? Snorri Hergill mun hita upp fyrir Englandsför sína með uppistandi í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Á einlægu tali við hirðfíflið asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.