Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 41
FLAUTUR voru þeyttar og dans- að og sungið á leikskólanum Álfa- heiði í Kópavogi á mánudag en þá brá þar á leik hópur ungmenna sem saman mynda Íslandsleikhús, leiklistar- og fjöllistaverkefni sem fyrst var sett á laggirnar fyrir þremur árum. Leikskólar heimsóttir Um er að ræða verkefni fyrir ungmenni á vinnuskólaaldri sem að standa Ungmennafélag Íslands og sex sveitarfélög. Ungu leik- ararnir eru í sumar sjö talsins og fá þeir laun frá styrktarsveit- arfélögunum fyrir vinnu sína sem væru þau í vinnuskólanum. Leikstjóri hópsins er Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og far- arstjóri Saga Sigurðardóttir en saman munu þær ferðast með hópinn til þeirra bæja sem þátt taka í verkefninu og skemmta þar yngstu kynslóðinni í nokkra daga á hverjum stað. „Við erum að byrja ferðalag okkar í dag,“ sagði Jóhanna Frið- rika, leikstjóri hópsins, í spjalli við blaðamann í sól og blíðu á grænu túninu við leikskólann, á meðan börnin fylgdust spennt með trúðasprelli. „Við höfum æft í viku og byrj- um hér í Kópavogi.“ Á hverjum stað heimsækir hóp- urinn nokkra leikskóla eins og kostur er, og ferðast síðan hring- inn í kringum landið. Þátt- tökusveitarfélögin eru Kópavog- ur, Vík í Mýrdal, Höfn í Hornafirði, Fjarðabyggð, Dalvík- urbyggð og Ísafjarðarbær. Verkefnið átti upptök sín á Ísa- firði með framtaki þeirra Dóru Hlínar Gísladóttur og Greips Gíslasonar. Krakkarnir hafa þeg- ar þróað ævintýralega leikskrá. „Í dag sýndum við fyrst söguna um Næturdrottninguna sem er saga sem ég bjó til í vetur,“ segir Jóhanna Friðrika. Komið við á elliheimilum „Svo unnum við upp úr því spunaverkefni, út frá viðfangsefni sögunnar, en krakkarnir bjuggu til allar sögupersónurnar sem urðu til í kringum það.“ Krakkarnir sýndu því næst trúðaleik en þau bjuggu sjálf til persónuleika trúðanna, hvað þeir gera af sér og hvaðan þeir koma. „Á sumum stöðunum munum við líka líta við á elliheimilum,“ segir Jóhanna en hlær og neitar þegar blaðamaður spyr hvort að sama dagskráin verði nokkuð sýnd þar. Þess má geta að leikhópurinn mun verða á Unglingalandsmótinu á Ísafirði um verslunarmanna- helgina og skemmta gestum þar. Ein með öllu. Það var ekki einasta boðið upp á leikrit heldur einnig slegið upp pylsupartíi. Næturdrottn- ingar og trúð- ar í veðurblíðu Morgunblaðið/Arnaldur Það viðraði vel til útileiklistar á mánudag. Leikflokkurinn Íslandsleikhús sam- ankominn ásamt aðstandendum. Leikskóla- krakkarnir fengu stríðsmálningu. Götuleikhús Kópavogs var einnig á staðnum og sló upp veislu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 41 ÍRSKA ljóðskáldið Seamus Hean- ey hefur hrósað rapparanum Em- inem fyrir „sagnamátt“ hans. Hea- ney, sem er 64 ára gamall, lét þessi orð falla er hann var inntur eftir því hvort hann teldi einhverja sam- tímapoppstjörnu hafa auðgað huga ungs fólks eins ríkulega og Bob Dyl- an og John Lennon gerðu á 7. og 8. áratugnum. Nefndi Heaney, sem eitt sinn var prófessor í ljóðlist við Oxford-háskólann, þá Eminem og sagði hann hafa „hlaðið heila kynslóð rafspennu“, og sýnt fram á hvað væri mögulegt með orðum … Öld- ungadeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy, frændi Mariu Shriver, sem er eiginkona Arn- olds Schwarz- eneggers, hyggst ekki styðja við bakið á leikaranum ef hann fer í fram- boð til ríkisstjóra í Kalíforníuríki. Ástæðan er sú að Schwarzenegger er hallur undir repúblíkana. Eig- inkona hans tilheyrir hinsvegar Kennedy-ættinni sem löngum hefur átt rætur sínar í Demókrataflokkn- um. „Fólk segir oft að stuðningur við demókrata sé í blóðinu á fólki í Kennedy-ættinni, en Arnold virðist styðja við bakið á repúblíkönum,“ segir Edward og kveðst hafa beðið frænku sína að beina leikaranum á rétta braut, að því er fram kemur á fréttavef BBC. …Þrátt fyrir að tök- ur á síðustu Stjörnustríðs-myndinni (byrjuninni á endinum eða endinum á byrjuninni, hvernig sem menn líta á það) hefjist ekki fyrr en eftir þrjár vikur eru fréttir teknar að kvisast út um gengi persón- anna. Samuel L. Jackson, sem leikur jedameist- arann Mace Windu, hefur lát- ið hafa eftir sér að persónan hans endi líf sitt í síð- asta hluta þessa metaðsóknar- bálks. „Látið ykkur ekki bregða, við vorum vöruð við því í Stjörnustríði (upphaflegu fyrstu myndinni) að í lokin yrðu engir jedar aðrir en Yoda og Obi Wan. “Jackson segist eiga eftir að sakna þessa heims þegar töku síðustu Stjörnustríðs-myndar- innar lýkur. „Ég þarf þó ekki að kvarta því George (Lucas) gaf mér elsta ljósasverð alheimsins. Hvers getur maður óskað sér frekar?“ … Sögusagnir herma að nýjasti gæinn hennar Nicole Kidman sé enginn annar en Lenny Kravitz, sem nýver- ið hætti með unnustu sinni, Adriönu Lima … Öruggari heimildir eru þó fyrir því að Renée Zellwegger sé nú ástfangin upp fyrir haus af Jack White, öðrum helmingi rokkdúetts- ins sjóðheita White Stripes. Þau kynntust við tökur á mynd Anthon- ys Minghellas Cold Mountain þar sem þau fara bæði með hlutverk í einhverri stjörnum prýddustu mynd síðari ára en auk þeirra leika í henni Jude Law, Nicole Kidman, Phillip Seymor Hoffman og Natalie Port- man svo örfáir nafntogaðir séu nefndir … Robbie Williams er bú- inn að kaupa sér úlf, sem hann hefur skírt Sid í höfuðið á Sid Vicious heitnum, sem eitt sinn plokkaði bassann og seldi upp fyrir pönkgoð- sögnina Sex Pistols … FÓLK Ífréttum  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10 Svalasta mynd sumarsins er komin. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.  X-IÐ 97.7  DV KEFLAVÍK kl. 8 og 10. AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára. asgeiri@mbl.is Farandleikhúsið Íslandsleikhús ferðast um landið í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.