Morgunblaðið - 12.08.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ræs, ræs… „Vakna þú nú, mín Þyrnirós.“
Málstofa um hjúkrunarfræði
Valkostur fyrir
íslensk sjúkrahús
LANDSPÍTALI– háskóla-skjúkrahús
og hjúkrunarfræði-
deild Háskóla Ís-
lands standa fyrir
málstofu föstudaginn
15. ágúst næstkom-
andi í Hringsal
barnaspítalans. Fyr-
irlesari verður dr.
Anne Marie Raff-
erty, forstöðumaður
stefnumörkunar á
sviði hjúkrunar við
Heilsufræða- og
hitabeltislækninga-
skólann í London.
Hún ræðir þar um
rannsóknir á svoköll-
uðum Magnet-
sjúkrahúsum sem
kappkosta að veita
sjúklingum enn betri
þjónustu. Meðal ann-
ars ræðir hún hvort
hjúkrunarfræðingar hafi fjar-
lægst sjúklinga.
Hvert verður umræðuefni mál-
þingsins?
„Ég mun kynna niðurstöður
rannsókna sem ég hef verið í for-
svari fyrir í Englandi og Skot-
landi á hinum svokölluðu Magn-
et-sjúkrahúsum. Magnet er
sérstök viðurkenning sem
sjúkrahús hljóta en samkvæmt
rannsóknum einkenna þau áber-
andi aukin gæði þjónustunnar og
styðjandi stjórnun leiðtoga.
Rannsóknirnar sem ég hef stýrt
eru framlag til alþjóðlegrar
rannsóknar sem Bandaríkin,
Kanada og Þýskaland taka einn-
ig þátt í. Er þeim ætlað að veita
almennar upplýsingar um Magn-
et-sjúkrahús, einkenni þeirra,
batalíkur sjúklinga og álit hjúkr-
unarfræðinga á gæðum umönn-
unar og starfsánægju. Meðal
rannsókna má nefna að banda-
ríski rannsóknarhópurinn hefur
undir stjórn Lindu Aiken, pró-
fessors við Pennsylvaníuháskóla,
gert könnun meðal hjúkrunar-
fræðinga á tengslum milli
ánægju og kulnunar í starfi og
dánartíðni sjúklinga. Hópurinn
hefur fundið út að betur mann-
aðar deildir hafa lægri dánar-
tíðni, eftir að allir aðrir þættir
hafa verið teknir með í reikning-
inn. Útkoman er því sú að betur
mannaðar deildir stuðli að betri
bata sjúklinga og þeim tengist
ekki jafnmikil áhætta t.d. hvað
varðar dauðsföll.“
Hverjar eru helstu niðurstöður
slíkra rannsókna í Bretlandi?
„Við höfum ekki enn kynnt
niðurstöður kannana okkar á
þessu tiltekna viðfangsefni þar
sem þær eru ekki fullgerðar. Þó
er ljóst að niðurstöður okkar eru
ekki í mótsögn við bandarísku
niðurstöðurnar. Við höfum kom-
ist að því að sjúklingar ná frek-
ari bata við útskrift af Magnet-
sjúkrahúsum auk þess sem þar
er samband hjúkrunarfræðinga
við lækna gott og sjálfstæði
þeirra í starfi er á háu
stigi. Þegar litið er á
niðurstöður okkar sem
birtar voru árið 2001
má sjá, eins og ætla
mátti, að samband er
á milli sjálfstæðis hjúkrunar-
fræðinga, kulnunar í starfi og
gæða umönnunar. Það virðist
vera svo að hópvinna og sjálf-
stæði hjúkrunarfræðinga vegi
hvort annað upp og fari vel sam-
an frekar en að þeim sé stillt upp
á móti hvort öðru. Ágreiningur
er uppi um það hvort hjúkr-
unarfræðingar hafni frekar sam-
vinnu við lækna með auknu sjálf-
stæði í starfi. Sú virðist þó
almennt ekki vera raunin og
skilaboð til forstöðumanna eru
því þau að aukið sjálfstæði í
hjúkrun geti bætt viðleitni
hjúkrunarfræðinga sjúkrahús-
anna til samvinnu.“
Hvað gerir Magnet svo alþjóð-
legt?
„Ég tel að hugmyndafræði
Magnet höfði til allra þeirra sem
koma að heilbrigðisþjónustu vítt
og breitt um heiminn. Hugmynd-
in höfðar til heilbrigðisyfirvalda,
hún höfðar til hjúkrunarfræðinga
því að Magnet-sjúkrahúsin eru
góðir vinnustaðir og ég held að
áhrif samvinnunnar og umhyggja
fyrir sjúklingunum hljóti að telj-
ast ávinningur og höfða til
lækna. Þá er Magnet-stefnan
skipulögð hugmynd sem stuðlar
að vissu formi þróunar og um-
breytinga innan sjúkrahúsanna.
Hún hefur því jákvætt aðdrátt-
arafl á þá sem móta stefnu heil-
brigðisþjónustu og myndi ég
segja að Magnet-hugmyndin
væri allra hagur.“
Fellur Magnet-hugmyndin að
rekstri íslenskra sjúkrahúsa?
„Aðstæður til þess að reka
Magnet-sjúkrahús á Íslandi eru
góðar því þjóðin er fámenn og
sjúkrahúsin fremur lítil. Það er
einmitt meðalstærð sem ein-
kennir Magnet-sjúkrahúsin, þau
eru hvorki mjög stórar stofnanir
né litlar. Ég tel stærð-
ina mikilvæga, en á Ís-
landi eru þó tæplega
nógu mörg sjúkrahús
til þess að kostir
Magnet-stefnunnar
geti nýst til fulls. Samt sem áður
virðist sem að á Íslandi sé hægt
að nota viðmiðanir Magnet-
sjúkrahússins um verklag til
þess að sjá hvar íslensk sjúkra-
hús standa í alþjóðlegum sam-
anburði. Það gæti reynst ís-
lenska heilbrigðiskerfinu mjög
nytsamlegt.
Málþingið stendur frá klukkan
9.30–12.
Anne Marie Rafferty
Anne Marie Rafferty er
fædd árið 1958 í Skotlandi.
Hún útskrifaðist með B.Sc.-
gráðu í hjúkrunarfræði frá Há-
skólanum í Edinborg og með
M.Phil.-gráðu frá Háskólanum
í Nottingham. Að því loknu
lauk hún D.Phil.-gráðu í nú-
tímasögu við Háskólann í Ox-
ford. Hún hefur gegnt stöðu
forstöðumanns stefnumörkunar
á sviði hjúkrunar við London
School of Hygiene & Tropical
Medicine frá árinu 1995.
Aukinn bati
sjúklinga við
útskrift
MIKILL meirihluti reykvískra
foreldra er ánægður með starf
leikskólanna og samskipti við
starfsfólk þeirra. Þetta kemur
fram í könnun sem Leikskólar
Reykjavíkur gerðu meðal foreldra
á þrjátíu og sjö leikskólum dagana
17. til 22. mars sl.
Í könnuninni kom meðal annars
fram að 89 prósent foreldra sem
svöruðu sögðust ánægð með upp-
lýsingar sem þau fengu um leik-
skólann í upphafi leikskólavistar
barnsins. Ennfremur sögðust 89
prósent foreldra ánægð með dag-
legar móttökur barnsins og 92
prósent foreldra sögðust ánægð
með samskipti við starfsfólk
deilda.
Örlítið minni ánægja var með
kynningu á nýju starfsfólki í leik-
skólum en 41 prósent foreldra
sögðust ánægð með kynningu á
nýju starfsfólki á meðan 23 pró-
sent foreldra voru óánægð.
Mikillar ánægju gætti með þau
foreldraviðtöl sem eru í boði í leik-
skólum, en 89 prósent foreldra
sögðust ánægð með þau og þar af
sögðust 59 prósent mjög ánægð.
Enn virðist þó eitthvað í að al-
menn nýting upplýsingatækni nái
fótfestu í leikskólastarfi, þar sem
einungis 5,2 prósent foreldra sögð-
ust fá upplýsingar um daglegt
starf leikskólans á heimasíðu leik-
skólans og 6,9 prósent í tölvupósti.
Þó má væntanlega rekja þessa
staðreynd til þess að leikskólar
eru persónulegir vinnustaðir, þar
sem foreldrar eru í nánum dag-
legum samskiptum við starfsfólk.
Mikill meirihluti foreldra, eða 90
prósent, taldi æskilegt að athug-
anir og skráning á námi og þroska
barnsins færi fram og töldu 75
prósent æskilegt að þær upplýs-
ingar, sem þar kæmu fram, færu
frá leikskólanum yfir til grunn-
skólans.
Sumarlokanir leikskólanna
mæltust ekki vel fyrir og vildu 66
prósent foreldra hafa leikskólann
opinn allt árið, en 21 prósent töldu
æskilegt að honum væri lokað yfir
ákveðið tímabil.
Viðhorfskannanir meðal foreldra
leikskólabarna hafa verið gerðar á
hverju ári síðan 1999 og er að-
almarkmið þeirra að safna upplýs-
ingum um viðhorf foreldra í því
skyni að efla samstarf og sam-
skipti við foreldra.
Almenn ánægja með leik-
skólastarf í Reykjavík
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík