Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 14

Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL viðbúnaður er hjá lögreglunni í London vegna upplýsinga, sem henni hafa borist um hugsanlegar hryðju- verkaárásir al-Qaeda í borg- inni. Koma þessar upplýsingar frá FBI, bandarísku alríkislög- reglunni, en að hennar sögn eru margir al-Qaeda-menn saman- komnir í London. Lundúnalög- reglan segist vera vel undir það búin að fást við hugsanlega hryðjuverkamenn en Patrick Mercer, talsmaður Íhalds- flokksins í innanríkismálum, sakar ríkisstjórnina um að taka ekki ógnina nógu alvarlega. Lögreglan hefur tvisvar áður haft jafnmikinn viðbúnað og nú. Í janúar á þessu ári þegar eit- urefnið rísin fannst í íbúð í borginni og í febrúar en þá voru skriðdrekar og hermenn látnir umkringja Heathrow-flugvöll. Napalmi beitt í Írak BANDARÍSKIR herflugmenn vörpuðu napalm-sprengjum á Íraka í árásunum á Bagdad. Er skýrt frá því í breska blaðinu The Independent en napalm er hlaupkennt efni, sem brennur og límist við húð og annað, sem fyrir verður. Pentagon eða bandaríska hermálaráðuneytið hafði áður neitað því að hafa notað napalm en blaðið segir, að bandarískir herflugmenn og yfirmenn þeirra viðurkenni nú að hafa notað nýja tegund af napalm vegna þeirra sálfræði- legu áhrifa, sem beiting þess hafi. Sérstakur sáttmáli Sam- einuðu þjóðanna frá 1980 bann- ar notkun napalms en Banda- ríkin eru eitt fárra ríkja, sem ekki hafa undirritað hann. Hótaði Shar- on dauða UNGUR Ísraeli var handtek- inn í gær skammt frá heimili Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, eftir að hafa hót- að að drepa hann. Zvia Cohen, talsmaður lögreglunnar, sagði, að um væri að ræða íbúa í lítilli gyðingabyggð í borginni Hebr- on á Vesturbakkanum. Sagði hún, að maðurinn hefði verið með mótmælaspjald rétt við að- setur Sharons og þegar hann var inntur eftir því hvað hann væri að gera, svaraði hann: „Forsætisráðherrann drap vin minn og nágranna. Ég læt mig ekki muna um að drepa hann.“ Að því sögðu reyndi maðurinn að flýja burt en var handtekinn. Mörg sjálfs- víg í Rúss- landi UM 60.000 Rússar styttu sér aldur á síðasta ári og er hlut- fallið því 38,4 af 100.000. WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, telur hlutfallið 20 af 100.000 mjög alvarlegt en hæst er það í Litháen, 52 af 100.000. Einn af hverjum 1.000 rússneskum karlmönnum á aldrinum 45 til 57 ára fyrirkom sér á síðasta ári. Meginástæða flestra sjálfs- víganna eru félagsleg vanda- mál. STUTT Óttast al-Qaeda- árás í London DAVID Kelly braut trúnað við bresku ríkisstjórnina er hann ræddi við blaðamenn um skýrslu stjórn- arinnar um gereyðingarvopnaeign Íraka, að því er Richard Hatfield, starfsmannastjóri í varnarmála- ráðuneytinu, hélt fram í gær, við vitnaleiðslur hjá nefnd sem rann- sakar dauða vopnasérfræðingsins. Samstarfsmaður Kellys bar einnig vitni og lýsti hann Kelly sem „af- burða“-vísindamanni sem með starfi sínu hefði átt þátt í að af- hjúpa leynilega sýklavopnaáætlun Saddams Hussein á tíunda áratugn- um. Richard Hatfield sagði að Kelly hefði átt að vera ljóst að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk er hann ræddi við Andrew Gillingan, frétta- mann BBC. Í frétt stöðvarinnar var því haldið fram að í skýrslu rík- isstjórnarinnar um hættuna af ger- eyðingarvopnum Íraka hefðu verið ýkjur svo að réttlæta mætti herför á hendur Saddam Hussein Íraks- forseta. Bent hafði verið á Kelly sem hugsanlegan heimildarmann að frétt BBC og staðfesti varnarmála- ráðuneytið það og var mikið gagn- rýnt fyrir. Kelly mætti við yfir- heyrslur hjá nefnd þingsins í júlí en nokkrum dögum síðar stytti hann sér aldur. Hatfield benti á að samkvæmt grundvallarreglum ráðuneytisins hefði Kelly ekki mátt tjá sig um eða gera leynilegar upplýsingar opin- berar og ekki ræða „umdeild póli- tísk málefni“. Hann viðurkenndi þó að hluti af starfi Kellys hefði verið að upplýsa fjölmiðla en svo virtist þó sem hann hefði gengið of langt er hann ræddi við Gilligan. „Samkvæmt því sem hann hefur sjálfur upplýst virðist hann hafa átt tvo fundi með Gilligan og fóru báðir fram utan bygginga varnarmála- ráðuneytisins. Enginn vissi um fundina og samkvæmt lýsingu Kell- ys á því sem þar fór fram gekk hann greinilega lengra en að upp- lýsa um tæknileg atriði,“ sagði Hat- field. Lofaði Kelly óspart Vitnaleiðslurnar sem búist er við að taki marga mánuði eru taldar munu hafa úrslitaáhrif á pólitíska framtíð Tonys Blair í verkamanna- flokknum en einnig séu þær próf- steinn á áreiðanleika breska rík- isútvarpins, BBC. Terence Taylor frá Alþjóðlegu herstjórnarstofnuninni í Wash- ington og fyrrverandi samstarfs- maður Kellys í Írak lofaði Kelly óspart er hann bar vitni í gegnum myndsíma frá Ástralíu. „Starf hans í Írak var ótrúlega árangursríkt,“ sagði hann en Kelly tók þátt í 35 vopnaleitum í Írak á árunum 1991– 1998. Taylor sagðist hafa átt samtal við hann fjórum dögum fyrir dauða hans en það hefði snúist um þá áætlun Kellys að taka þátt í vopnaleitarstarfi í Írak undir stjórn Bandaríkjamanna. „Það var honum greinilega of- arlega í huga þegar við töluðum saman,“ sagði Taylor og bætti við að Kelly hefði ekki minnst á deilu ríkisstjórnarinnar og BBC. Fyrstu vitnaleiðslurnar í Kelly-málinu eru hafnar Segir Kelly hafa brotið trúnað við stjórnina Lundúnum. AP, AFP. AP Teikning úr réttarsalnum þar sem vitnaleiðslurnar fóru fram í gær. Hutt- on lávarður sem stjórnar rannsókninni er fyrir miðju og hlustar á Terence Taylor, samstarfsmann Davids Kellys, bera vitni um myndsíma. BRESKIR vísindamenn hafa fundið ensím sem þeir telja að sé ein helsta orsök æða- kölkunar og þar með hjarta- sjúkdóma. Þeir telja að með því að stöðva virkni ensíms- ins megi hindra að fitulag myndist innan á stórum slag- æðum og þannig megi í mörgum tilvikum koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Vísindamennirnir, sem starfa við háskólann í Leeds á Englandi, tóku eftir því að magn ákveðins ensíms, ECE, og próteinsins ET-1 sem það framleiðir var meira hjá þeim sem þjáðust af æða- kölkun og háu kólesteróli en heilbrigðu fólki. Með því að hamla virkni ensímsins telja þeir að hægt sé að minnka magn próteinsins og þar með hindra æðakölkun. Hyggjast þeir reyna að þróa lyf sem hefði þá virkni og ynni á svipaðan hátt og æðavíkk- andi lyf sem tilheyra flokki svokallaðra ACE-hemla en þeir virka á annað ensím í líkamanum sem hækkar blóðþrýsting. Þróun lyfs tekur fimm ár Tony Turner prófessor við lífefnafræðideild háskólans segir að rannsóknum á ens- íminu verði haldið áfram en vonast er til að hér geti orðið um nýja kynslóð æðavíkk- andi lyfja að ræða. „Við munum reyna að finna leiðir til að hamla virkni ensíms- ins,“ sagði hann og bætti við að til væru efni sem gera það. Hann sagðist vonast til að hægt yrði að þróa slíkt lyf og að hann byggist við það gæti tekið um fimm ár. Helsta or- sök æða- kölkunar fundin? flytjendum um heilbrigðisþjónustu og aðgang að opinberum skólum. Tillagan, sem var kennd við töluna 187, var afar umdeild en fjöldi ólög- legra innflytjenda, aðallega frá Mexíkó, býr í Kaliforníu og Davis var tillögunni andvígur. Olli þetta því að margir kjósendur sem eiga rætur að rekja til Mexíkó og fleiri spænskumælandi ríkja sneru baki við Repúblikanaflokkn- um sem studdi tillöguna. Hún var samþykkt með miklum meirihluta en síðar var úrskurðað að hún stangaðist á við stjórnarskrána. Talsmaður Schwarzeneggers, sem sjálfur er innflytjandi frá Aust- urríki, sagði að leikarinn hefði fyllstu samúð með fólki sem færi til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, hvort sem það hefði komið með lög- legum eða ólöglegum hætti. „En hann hvikar ekki frá því að fólk eigi að komast hingað með löglegum hætti,“ sagði talsmaðurinn, George Gorton. Hann rifjaði upp að Schwarzen- egger hefði í fyrra barist fyrir tillögu um að varið yrði 550 milljónum doll- ara, meira en 40 milljörðum króna, til að efla menntun þeirra sem litla skólagöngu hafa fengið. Áðurnefndur Cruz Bustamante sagði í gær í sjón- varpsviðtali að samfélag innflytjenda í Kaliforníu myndi vísa á bug þeirri „mjög svo kaldranalegu stefnu“ að kenna ólöglegum innflytjendum um fjárhagsvanda ríkisins. ritið The Economist segir að hann eigi eftir að koma mörgum á óvart í kosningabaráttunni. Hann sé vel gef- inn og ágætlega að sér um mörg mál- efni. Höfðað til innflytjenda Staðfest var í gær að Schwarzen- egger greiddi árið 1994 atkvæði með tillögu í þjóðaratkvæði þar sem ákveðið var að meina ólöglegum inn- ALLS hafa 193 manns boðið sig fram í embætti ríkisstjóra Kaliforníu en kosið verður 7. október. Núver- andi ríkisstjóri, demókratinn Gray Davis, er afar óvinsæll vegna þess að fjármál ríksins eru í algerum hnút og geigvænlegur halli á fjárlögum. Hann var endurkjörinn í fyrra en samt tókst andstæðingum hans að safna á þessu ári nær milljón undir- skriftum á yfirlýsingu þar sem kraf- ist var að kosið yrði á ný. Davis segir að væntanlegar kosn- ingar séu „móðgun við þær átta milljónir manna sem fóru á kjörstað í nóvember sl. og ákváðu að ég skyldi vera ríkisstjóri“. Meðal þeirra sem gefið hafa kost á sér er helsti and- stæðingur Davis í fyrra, repúblikan- inn Bill Simon. En mun fleiri lýsa í skoðanakönnunum yfir stuðningi við kvikmyndaleikarann og repúblikan- ann Arnold Schwarzenegger. Davis missir embættið ef hann nær ekki 50% fylgi. Sögðu 42% að- spurðra í könnun sem gerð var fyrir CNN og fleiri fjölmiðla vel geta komið til greina að þeir kysu Schwarzenegger. Næstur í röðinni var demókratinn Cruz Bustamante, sem er vararíkisstjóri, með 22% en 64% aðspurðra sögðust sammála því að Davis ætti að víkja. Mörgum þykir þó Schwarzenegger að mörgu leyti óskrifað blað í stjórn- málum þótt hann sé heimsþekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum um Tortímandann. En breska tíma- Demókratar sækja að Schwarzenegger Leikarinn greiddi atkvæði með tillögu um að meina ólöglegum innflytjendum um félagslega þjónustu Mynd af Arnold Schwarzenegger prýð- ir forsíðu næsta heftis Ameríkuútgáfu tímaritsins Time. Þar er gert góðlátlegt grín að enskum framburði kappans. Los Angeles, Sacramento, AP. Reuters LEITARSKIP á vegum norska rík- isolíufélagsins Statoil hefur óvænt fundið olíu í jarðlögum undir hafs- botninum vestur af Þrændalögum, á svonefndu Elliða-svæði, að sögn Aftenposten. Áður var talið að á þessum slóðum væri eingöngu um gaslindir að ræða. Hafdýpið á Elliða-svæðinu er víða um 1200 metrar. Blaðið segir að jarðfræðingar verði nú að endur- skoða allar hugmyndir sínar um hafsbotninn út af vesturströnd Nor- egs og hefur eftir heimildarmönn- um sínum að líklega sé þar að finna mun meiri olíu en áður var talið. Talsmaður Statoil vill þó ekki tjá sig um málið og segir að enn sé mikil óvissa um niðurstöður leit- arinnar. Olía út af Þrændalögum ÁFENGI kemur við sögu í fjórum af hverjum 10 umferðarslysum sem ungmenni á aldrinum 18-25 ára eiga sök á í Heiðmerkur-fylki í Noregi, að sögn Aftenposten. Ef litið er á hlut- fallið meðal allra aldursflokka er það aðeins um 20% eða helmingi lægra. Rannsókn sem yfirvöld umferðar- mála létu gera sýndi ennfremur að um 75% slysanna urðu þegar ekið var mjög hratt og aðeins þriðjungur ungmennanna notaði bílbelti. Á hinn bóginn nota 90% annarra ökumanna í Noregi beltin. Ungir stútar við stýri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.