Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 16

Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐVERJINN Dirk Westphal er einn fjölmargra útlendinga sem finnst Ísland forvitnilegur staður og er hingað kominn til að kynna sér land og þjóð af eigin raun. Dirk ferðast á puttanum, eins og margir aðrir gera, en hann sker sig úr fyrir það hvernig hann býr um föggur sínar. Pilturinn er með farangurinn í sorptunnu, sem hann dregur á eftir sér og ekki laust við að vegfarendur sem sjá hann reki upp stór augu. Dirk kom til Seyðisfjarðar frá Noregi með Norrænu sl. fimmtu- dag og ætlaði upphaflega að ferðast um landið hjólandi. En hjólið bilaði strax á Seyðisfirði og hann varð því að leita annarra leiða til að komast um landið með farangurinn. Seyðisfjarðarkaup- staður lánaði honum forláta sorp- tunnu úr plasti, sem passar vel fyrir farangurinn. Dirk játar að íslenskir ökumenn séu margir hverjir tregir til að taka hann upp í þegar þeir sjá hvað hann er með en hann var þó býsna snögg- ur að koma sér til Akureyrar. Frá Akureyri ætlar Dirk til Reykjavíkur og þaðan austur um land aftur til Seyðisfjarðar. „Það væri gott ef ökumenn vildu taka mér með opnum hug,“ segir hann og bætir við að hann hafi fengið alveg nýja tunnu og fólk þurfi því ekki að óttast að bíllinn lykti af gömlu sorpi, þótt það taki hann upp í. Aðspurður segist hann ekki sofa í tunnunni, tjald og viðlegubúnað sé hann með í henni og sé í raun með all- an hefðbundinn farangur hjól- reiðamanns. En með því að ferðast um með tunnuna hitti hann skemmtilegt og forvitnilegt fólk, sem hann hefði annars kannski ekki hitt og er alveg hæstánægður með veruna á Ís- landi. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Dirk Westphal hallar sér upp að ferðafélaga sínum, seyðfirsku ruslatunn- unni góðu, þar sem hann var staddur á Akureyri um helgina. Puttaferðalangur með farangurinn í sorptunnu Um nokkurt skeið hefur verið bannað að reykja þar nema í ákveðnum sal sem er í glerskála vestan á húsinu. Frá því í byrjun sumars hafa reykingar hins vegar verið bannaðar með öllu eftir kl. 18 á kvöldin en eftir sem áður er leyfi- legt að tendra eld í tóbaki í gler- skálanum fram til þess tíma. Hall- grímur Arason á Bautanum segir þetta einfaldlega kröfu kúnnans. „Megnið af því fólki sem kemur til að borða hjá okkur vill vera í reyk- lausu rými. Meira að segja reyk- ingafólk vill ekki sitja í reykrými. En það vill svo geta farið eitthvað til að reykja en verður þá bara að fara út fyrir. Fram til kl. 18 er hægt að koma og fá sér kaffi og sígarettu í þeim hluta sem má reykja í en síðan tökum við mat- argestina fram yfir og bönnum all- ar reykingar. Við höfum einfaldlega ekki rými fyrir báða hópana,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði að reyk- ingabannið hefði mælst mjög vel fyrir meðal gesta, þótt auðvitað væri alltaf einn og einn sem gæti ekki sætt sig við að mega ekki kveikja sér í. Hallgrímur gat þess ennfremur að svipaðar reglur hefðu gilt á veitingastaðnum La Vita e Bella, sem rekinn er í sama húsi. Ekki er leyft að reykja í veit- ingasalnum en þar væri hins vegar bar uppi á næstu hæð þar sem reykingamenn gætu sinnt verkum sínum. Þetta nýja fyrirkomulag á Bautanum verður óbreytt að minnsta kosti til haustsins og þá verður skoðað hvernig þessum mál- um verður háttað í vetur. VEITINGAHÚSIÐ Bláa kannan á Akureyri hefur verið reyklaust frá upphafi, eins og bæjarbúar og margir gestir þekkja, og hið gam- algróna veitingahús Bautinn tak- markaði nýlega enn frekar reyk- ingar frá því sem verið hefur. Mörgum þótti djarft að banna reykingar algerlega á fyrrnefnda staðnum á sínum tíma og spáðu því að ef hann ætti að bera sig yrði fljótlega að slaka á reglunum. En Bláa kannan fagnaði fimm ára af- mæli sínu í júlímánuði og Sigmund- ur Rafn Einarsson eigandi segir að hann hafi ekki tapað á því að banna reykingar. „Sumum fannst við ansi köld í byrjun en þetta hefur verið okkur til góðs. Við fáum mikil viðskipti sem við hefðum annars ekki fengið. Á sumrin eru borð gjarnan sett út á gangstétt og þar er leyft að reykja.“ Einnig er rekinn skemmti- staður í kjallara hússins um helgar og þar er leyft að reykja í litlum sal. Engar tilslakanir hafa hins vegar komið til umræðu á Bláu könnunni og standi ekki til. Sig- mundur á reyndar von á að reyk- ingabann á veitingastöðum verði lögfest áður en langt um líður, þró- unin sé í þá átt. Hið gamalgróna veitingahús Bautinn takmarkaði nýlega enn frekar reykingar inni á staðnum. Sigmundur Rafn Einarsson, eigandi veitingastaðarins Bláu könnunnar Reyklaus veit- ingahús það sem koma skal Skilaboðin á útidyrum veitingastaðarins Bautans eru skýr. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við veitingastaðinn Bláu könnuna við Hafnarstræti á Akureyri. Bannað er að reykja innandyra, en úti undir beru lofti er gestum leyft að reykja. GESTIR handverkshátíðar- innar á Hrafnagili um helgina voru á tíunda þúsund og eru hátíðarhaldarar ánægðir með hvernig til tókst. „Þetta gekk allt mjög vel og almenn ánægja með við- tökurnar. Auk þess nutu ýms- ar uppákomur í tengslum við hátíðina mikilla vinsælda; til dæmis kúasýningin, ýmis skemmtiatriði og barnadag- skráin,“ sagði Dögg Árna- dóttir, framkvæmdastjóri há- tíðarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Sérstaka at- hygli vöktu þeir básar þar sem gömul vinnubrögð voru sýnd, til dæmis eldsmíði og mjólkurvinnsla, en annars voru sýningarbásar mjög fjöl- breyttir og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Þrír sýnendur fengu viður- kenningu frá sérstakri dóm- nefnd hátíðarinnar. Það voru Alþýðulist, sem fékk viður- kenningu fyrir frábæra og vandaða útfærslu á íslensku hráefni, Tona trélist fékk við- urkenningu fyrir hágæða handverk með góðri útfærslu og Lifandi steinar fengu við- urkenningu fyrir góð tök á að draga fram það sem í stein- unum býr. Þema sýningarinnar að þessu sinni var kýrin. Hand- verksfólk getur þegar farið að undirbúa sig fyrir sýn- inguna að ári því búið er að ákveða að þema hennar verði málmar. Vel heppn- uð hand- verkshátíð TIL eru fjölmennari og fjölfarnari staðir á Íslandi en Hjalteyri við Eyjafjörð en ekki víst að margir þeirra skarti jafnglæsilegu kaffi- húsi og nýlega var opnað þar. Anna Lísa Kristjánsdóttir og Guð- björn Axelsson gerðu sér lítið fyrir og reistu hús niðri á eyrinni og þar var Kaffi Lísa opnað í lok júní. Þau hafa dvalið á Hjalteyri á sumrin síðustu 15–20 ár en eru annars bú- sett í Reykjavík. Guðbjörn er reyndar gamall Hjalteyringur en Anna Lísa er dönsk að uppruna. „Okkur langaði að gera eitthvað fyrir staðinn,“ sagði hún aðspurð hvers vegna þau réðust í að opna kaffihús í 60–70 manna byggðar- lagi. Á Kaffi Lísu er margt á boð- stólum utan kaffis. Anna Lísa hef- ur gaman af að baka og úrvalið af heimabökuðu bakkelsi er bæði mikið og girnilegt. Þá er boðið upp á súpu og brauð og hægt að fá samlokur og pitsur og fleira smá- legt. Einnig er hægt að panta smurbrauð upp á danska vísu, því Anna Lísa vill bera það fram nýtt og ferskt og smyr því ekki „á lag- er“. Einnig hafa þau tekið að sér að halda minni mannfagnaði á staðnum og þá er jafnvel hægt að plata Guðbjörn til að draga fram nikkuna og spila úti á rúmgóðum pallinum við húsið. Anna Lísa og Guðbjörn hafa ekki auglýst staðinn að ráði en eru samt sátt við aðsóknina. Orðspor staðarins hefur borist manna á milli og viðbrögð gesta hafa verið afar jákvæð. Enda er Kaffi Lísa mjög vistlegur staður, umhverfið er fallegt og veitingarnar fyrsta flokks. Þau eru með opið frá morgni langt fram á kvöld og Ey- firðingar og aðrir verða ekki svikn- ir af því að fá sér ökuferð til Hjalt- eyrar og kíkja í heimsókn á Kaffi Lísu. Morgunblaðið/Valur Sæmundsson Anna Lísa Kristjánsdóttir og Guðbjörn Axelsson, eigendur Kaffi Lísu. Reistu kaffihús á Hjalteyrinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.