Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 19

Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 19 „ÉG hef fengið orð fyrir það að vera nýjungargjarn og það má til sanns vegar færa. Mér þótti alltaf gaman og þykir enn að fá mér ný tæki til að létta mér búskapinn,“ segir Bjarni Eysteinsson á Bræðrabrekku í Bitru- firði sem hefur í tugi ára verið stór- huga og framsýnn bóndi og er hvergi nærri hættur að búa þó að hann vanti ekki nema þrjú ár í áttrætt. Enn er hann frár á fæti og stundar búskap- inn af áhuga. „Ég hef verið heilsuhraustur en finn það vel að ég get ekki fylgt ung- um mönnum eftir við vinnu eins og ég gerði lengst af en strákarnir okkar hafa hjálpað til og koma oft heim en þeir búa í Reykjavík. Ef ég væri ungur að byrja að búa í dag fengi ég mér sambyggða rúllu- og pökkunarvél því þá yrði heyskap- urinn eins manns verk og mikill vinnusparnaður í því fólginn. Það hefði ekki verið nokkur vandi að telja mér trú um að ég þyrfti á slíkri vél að halda og það er ekkert gaman að búa nema hafa þokkalega góð tæki.“ Blokk í Bitrufirði! Sem dæmi um áhuga Bjarna fyrir nýjungum er tillaga sem hann lagði fram á Búnaðarfélagsfundi í Óspaks- eyrarhreppi fyrir næstum hálfri öld. Þó að tillagan hafi ekki orðið að veru- leika sýndi það framsýni hans meðan flestir bjuggu þá við fátækleg kjör og mikla einangrun í dreifbýlinu. Hann lagði til að bændur sameinuðust um að byggja íbúðarblokk í botni Bitru- fjarðar og hver og einn ætti þó sína eigin bújörð og sinnti um skepnurnar en færi síðan heim að kvöldi. Bjarni taldi að með þessu styrktist samfélag sveitarinnar og einhugur meðal íbúa. „Mér þótti það liggja beint við að fólkið byggi á jörðum sínum á sumrin og í blokkinni að vetrinum og hægt væri að leigja blokkina út fyrir borg- arfólk að sumrinu sem langaði í sveit. Þarna gat verið undir sama þaki sím- stöð, pósthús, skóli og einnig kaup- félagið. Það var aldrei kannað hvort skilyrði væru fyrir þessari fram- kvæmd en þetta vakti að minnsta kosti kátínu í hreppnum. Líklega hefði þetta aldrei gengið því það hefðu allir verið orðnir hundleiðir hverjir á öðrum við svo mikið nábýli. Þetta var eins og svo mörg vitleysan sem fólki dettur í hug.“ Bjarni er einn af tíu systkinum sem ólust upp á Bræðrabrekku. Fyrstu árin bjuggu foreldrar hans á Stóru- Hvalsá í Hrútafirði en Bjarni var 7 ára þegar þau fluttu að Bræðra- brekku. „Mér þótti þetta þónokkurt ferðalag og farið var sjóleiðina og það var fallegur hásumardagur þegar við lögðum að sandinum. Minnisstætt er mér mikla grasið sem var á túninu þegar við komum og faðir minn byrj- aði að slá strax daginn eftir. Ég var þennan fyrsta dag á nýja heimilinu sendur erinda að næsta bæ. Það var lagt á brúnan gamlan klár fyrir mig. Þetta þótti ekki tiltökumál að senda svo ungan dreng einan í þá daga.“ Bjarna er önnur sendiferð minn- isstæð. Þá var hann ellefu ára gamall sendur yfir Krossárdal í Saurbæ í Dalasýslu að sækja reiðingstorf. „Ég kom á leiðinni við í Ólafsdal en þar var þá bóndi Rögnvaldur Guðmunds- son. Hann átti dúfur sem hann sýndi mér og þótti mér þær áhugaverðar. Svo fór að hann gaf mér dúfnapar sem ég átti í mörg ár og þær og af- komendur þeirra urðu mér lengi til mikillar ánægju. Dúfur eru merkileg dýr og alltaf skiluðu þær sér heim enda ratvísar með afbrigðum.“ Ásýnd sveitanna breyst Árið 1962 keypti Bjarni jörðina Bræðrabrekku af móður sinni og bú- stofn af henni og bróður sínum. Hann hafði þá kynnst konu sinni Öglu Ög- mundsdóttur frá Ólafsvík og þau bjuggu þá í Reykjavík á veturna. „Ég vildi vera í sveitinni að sumrinu og var við vegavinnu á vörubíl sem ég átti og Agla ráðskona í vega- vinnuflokknum. Eftir að við settust hér að vildum við helga okkur bú- skapnum eingöngu. Sauðfjárbúskap- urinn hefur verið uppistaðan en við vorum einnig með kýr. Þegar flest var vorum við með 400 kindur og 4 kýr. Nú höfum við ásamt sonum okk- ar um 350 kindur. Þá höfum við alltaf átt hesta og finnst það nauðsynlegt.“ Bjarni hefur fylgst vel með þeim breytingum sem hafa átt sér stað síð- ustu áratugina í dreifbýlinu þar sem jarðir hafa farið í eyði. Hann segist óttast að byggðin grisjist enn meira. „Meðan ég stundaði vörubílaakstur fylgdist ég vel með uppbyggingu sveitanna, hvernig kotbýli breyttust í góðbýli með byggingum og ræktun en í dag er þetta á mörgum svæðum landsins á niðurleið. Tæknin hefur gert það að verkum að færri bú þarf til að framleiða þær búvörur sem þarf til. Þá eru tekjur miklu lægri til sveita en í þéttbýlinu. Ungt fólk í dag er ekki tilbúið að leggja eins mikið á sig og mín kynslóð gerði,“ segir Bjarni. Gaman að búa með góð tæki Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Bjarni Eysteinsson á Bræðrabrekku stendur við Deutz-dráttarvél. Strandir Bjarni á Bræðrabrekku er enn á kafi í búskap þó hann sé að nálgast áttrætt EFTIR messu í Hellnakirkju sunnudaginn 10. ágúst, þar sem séra Karl V. Matthíasson og séra Guðjón Skarphéðinsson þjónuðu fyrir altari var afhjúpaður minn- isvarði sunnan við kirkjuna um drukknaða. Kirkjukór Stað- arsveitar- og Breiðuvíkurpresta- kalls söng undir messu en henni lauk með einsöng Emelíu Karls- dóttur sem söng Taktu sorg mína svala haf. Minnisvarðinn er helgaður ellefu einstaklingum sem fórust í sjóslys- um og fengu ekki legu í vígðri mold. Kristinn Kristjánsson, af mörgum þekktur sem Diddi í Bárðarbúð, átti allan veg og vanda af því að láta vinna og setja minn- isvarðann upp. Við afhjúpun naut hann aðstoðar Ólínu Gunnlaugs- dóttur sem er systurdóttir hans. Á minnisvarðann, sem er úr graníti og unninn af Mósaík hf., eru letruð nöfn bræðranna Friðriks og Ólafs Jónssonar sem fórust með Valtý við Engey, Jónasar Hallgrímssonar sem fórst í lendingu á Dagverðará, Reimars Eiríkssonar sem fórst með Erninum, Ólafs Lárussonar sem tók út af Pilot, þeirra Antons B. Björnssonar, Elínar Ólafsdóttur, Kristínar Magnúsdóttur og Trausta Jóhannssonar sem fórust með Hilmi, Magnúsar Péturssonar sem fórst með Hermóði og Hall- dórs Júlíussonar sem fórst með Trausta. Allir þessir einstaklingar voru búsettir í gamla Breiðuvíkur- hreppi, utan Anton, en hann var íþróttakennari í hreppnum þegar hann fórst. Eftir afhjúpun flutti Kristinn stutta tölu og kallaði til fulltrúa fyrir aðstandendur hinna látnu sem mynduðu heiðursvörð við minnisvarðann. Að loknu minning- arorði séra Karls V. Matthíassonar sungu allir Ísland ögrum skorið. Sóknarpresturinn séra Guðjón Skarphéðinsson þakkaði fyrir hönd aðstandenda og sóknarinnar þessa gjöf Kristins. Margir við- staddir lögðu blóm að minnisvarð- anum. Eftir athöfnina bauð Krist- inn, sem fæddur er og uppalinn á Hellnum, öllum kirkjugestum upp á kaffiveitingar á Gistiheimilinu Brekkubæ. Minnis- varði af- hjúpaður á Hellnum Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Kristinn Kristjánsson afhjúpaði minnisvarðann. Norðurmjólkurþríþrautin var haldin á Húsavík á dögunum, og nú til styrktar nýrri sundlaugar- byggingu þar í bæ. Hægt var að taka þátt í heilli eða hálfri þrí- þraut eða einstökum greinum þrautarinnar. Heil þríþraut var 1.000 m sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Keppendur voru alls 54, í heilli þríþraut karla voru 9 keppendur og þar bar sigur úr býtum Hákon Hrafn Sigurðsson, annar var Að- algeir Sigurðsson og þriðji Krist- ján Þ. Halldórsson. Í heilli þrí- þraut kvenna voru aðeins 2 keppendur og var Sóley Sigurð- ardóttir fyrst í mark og Elín K. Sigurðardóttir önnur. Í hálfri þrí- þraut karla voru 8 keppendur og sigraði Sigurður Ingi Pálsson, annar var Atli Steinn Sveinbjörns- son og þriðji Guðmundur B. Guð- mundsson. Í hálfri þríþraut kvenna voru 7 keppendur og sigr- aði Liz Briedgen, önnur varð Helga Eyrún Sveinsdóttir og þriðja Kristín Björnsdóttir. Þá kepptu 28 keppendur í ein- stökum greinum þríþrautarinnar sem Bjartsýnisfélagið Verðandi stóð að ásamt sunddeild Völsungs. Þetta er annað árið sem Bjart- sýnisfélagið Verðandi stendur að þessari keppni og var Norður- mjólk aðalstyrktaraðili hennar auk þess sem fjölmörg fyrirtæki gáfu vegleg verðlaun til hennar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sóley Sigurðardóttir og Hákon Hrafn Sigurðsson sigruðu í heilli þríþraut kvenna og karla. Samtals kepptu 54 í Norðurmjólkurþríþrautinni. Styrkja nýja sund- laugarbyggingu með keppni í þríþraut Húsavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.