Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!
"# #
$
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Á EFRI árum starfaði
Halldór E. Sigurðsson í
Búnaðarbankanum. Nú er
bankinn kominn með að-
stöðu í Hafnarstræti 5 og
hefir gert brú yfir strætið.
Nú stendur til að flytja
Hringbrautina til að
Landspítalinn geti verið
áfram norðan götunnar.
Hefði Halldór látið menn-
ina gera göng undir göt-
una? Það hefir allavega
engum dottið í hug að það
þyrfti að flytja Hafnar-
strætið út í Tryggvagötu
vegna þessara umsvifa
bankans. Í Morgunblaðinu
9. ágúst er viðtal við
Hrund Skarphéðinsdóttur
sen nýlega lauk meistara-
prófi í skipulagsfræðum
frá KTH í Stokkhólmi.
Hrund leggur til að Reyk-
víkingar taki upp s.k. net-
skipulag svona eins og er í
Barcelona og New York,
hætti með þetta blind-
götu- og botnlangakerfi.
Hrund er með hugmyndir
um að þétta byggð við
Miklubraut til að draga úr öku-
hraða. Þetta er ekki hægt því gatan
rétt annar umfeðinni eins og er.
Umferðarljós eru stillt þannig að
umferðarhraði jaðrar við að vera
ólöglegur og eru limlestingar í hlut-
falli við það, þegar óhöpp verða.
Skipulagsyfirvöld gætu kíkt á Suð-
urlandsbraut, þar má örugglega
setja íbúðarhæðir ofan á vannýtt
verslunarhús og svo má hafa „pent-
house“ ofaná með útsýn yfir Laug-
ardal, með Akrafjall og Skarðsheiði
í bakgrunni. Annars er þetta botn-
langakerfi ekki alvont, það er nefni-
lega atvinnuskapandi, það skapar
vinnu fyrir bílaframleiðendur,
brotajárnssala, tryggingafélög, mal-
bikunarstöðvar, lögreglu, og heil-
brigðisgeirann. Svo nokkuð sé
nefnt. Það má meira að segja sýna
fram á að þetta auki hagvöxt því
hann er miðaður við fjölda launaðra
starfa. Ef eitt starf tapast vegna
umferðarslyss verða til tvö í
umönnun og hjúkrun.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur,
Flókagötu 8, Reykjavík.
Netskipulag
Frá Gesti Gunnarssyni
Morgunblaðið/Júlíus
Umferð á Miklubraut.
Á FUNDI borgarráðs þann 24.
júní síðastliðinn var samþykkt að
leggja niður gæsluvöllinn við
Frostaskjól sem er síðasti gæslu-
völlurinn í Vesturbænum.
Vel má vera að endurskoðun á
framtíðarskipan gæsluvalla sé
tímabær. Aukin þjónusta leik-
skólanna í Reykjavík hefur dregið
úr eftirspurn þessarar þjónustu.
Vel má vera að dræm aðsókn stafi
líka af því að þessi valkostur er lítt
kynntur fyrir foreldrum. Þeir
foreldrar sem notfæra sér þessa
þjónustu eru mjög ánægðir með
hana. Á sumrin, þegar
leikskólarnir loka vegna sumar-
leyfa, er þörfin fyrir gæsluvelli
augljós.
Í Vesturbænum eru í dag starf-
andi 19 leikskólar. Reykjavíkur-
borg rekur 15 þeirra og 4 eru
einkareknir. Kostnaðaraukinn við
einn gæsluvöll getur varla riðið
baggamuninn.
Á fundi hverfisráðs Vesturbæj-
ar, sem haldinn var föstudaginn 8.
ágúst síðastliðinn, var samþykkt
samhljóða eftirfarandi tillaga Árna
Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa,
en Árni er formaður Hverfisráðs-
ins:
„Hverfisráð Vesturbæjar hvetur
leikskólaráð til að endurskoða
ákvörðun um að enginn gæsluvöll-
ur verði starfræktur í Vesturbæ
frá og með 15. ágúst nk.
Hverfisráðið telur nauðsynlegt
að Vesturbæingar eigi áfram kost
á þeirri þjónustu sem felst í starf-
semi gæsluvallar í hverfinu.“ (Úr
fundargerð hverfisráðsins á vef
Reykjavíkurborgar).
Ég veit að nokkrir áhyggjufullir
foreldrar í Vesturbænum safna
þessa dagana undirskriftum, þar
sem borgaryfirvöld eru hvött til að
leyfa gæsluvellinum við Frosta-
skjól að starfa áfram. Ég vænti
þess að borgarráð taki vel í ósk
þeirra.
GÍSLI RAGNARSSON,
Aflagranda 27, Reykjavík.
Gæsluvöllinn við
Frostaskjól áfram
Frá Gísla Ragnarssyni