Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell og Skóg- arfoss koma í dag. Oceanus og Christa Kerstin fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 16–18. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Hvassaleiti 56–58 og Hæð- argarður 31. Farið verður í Hvalfjörð, Svínadal og að Hvann- eyri nk. fimmtudag, 14. ágúst. Hvalfjörður ekinn að Bjarteyj- arsandi, þar verður hlustað á tónlist og skoðað Gallerí Álfhóll, þaðan farið í kaffiveit- ingar að Skessu- brunni. Síðan farið að Hvanneyri og síðast stutt stopp í Borg- arnesi. Leið- sögumaður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Lagt af stað frá Norð- urbrún 1, kl. 12.30 og síðan teknir farþegar í Furugerði. Uppl. og skráning í Norð- urbrún s. 568 6960, í Furugerði s. 553 6040, í Hvassaleiti s. 553 2720 og í Hæð- argarði s. 568 3132. Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, kl. 13 vinnustofa. Sigvaldi kynnir línudans kl.11 í hreyfisal, bankinn kl.10. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, Kl. 13.30 létt ganga. Pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. . Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hárgreiðslustofafn op- in, kl. 10 samveru- stund. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, leik- fimi byrjar aftur 2. sept., kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 12 hárgreiðsla. Bóka- bíllinn er í fríi til 9. sept. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Brids kl 13, biljard kl. 13.30. Púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14– 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Miðvikudagur: Göngu- hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Opið frá kl. 9–16. 30 m.a. spilasal- ur opinn frá hádegi, kl. 13 boccia. S. 575–7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. frá kl. 9– 17, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 14 fé- lagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er þriðjudagur 12. ágúst, 224. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta menn- irnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.)     Á laugardaginn fórfram hin árlega skrúðganga samkyn- hneigðra í Reykjavík. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki með besta móti er talið að um tuttugu þús- und manns hafi lagt leið sína í miðbæinn til að fylgjast með hátíðarhöld- unum og sýna baráttu- málum samkynhneigðra stuðning. Í ritstjórnarpistli á Deiglunni.com er fjallað um þessi hátíðarhöld. „Sem betur fer hefur réttindabarátta samkyn- hneigðra skilað miklum árangri á umliðnum ára- tugum. Í dag eru það ekki samkynhneigðir sem þykja óeðlilegir, heldur eru hinir, sem enn sjá ástæðu til að amast við ásthneigð annars fólk, álitnir fremur skrýtnir. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var,“ segir í pistlinum.     Þar er einnig vitnað íhátíðarávarp Mar- grétar Pálu Ólafsdóttur. Hún sagði m.a.: „Krafta- verk hafa unnist og eitt þeirra á sér stað á þess- ari stundu. Það krafta- verk erum við öll sem stöndum hér undir regnbogafánunum og staðfestum nýju heims- mynd sem rúmar og leyf- ir allt litróf mennskra til- finninga. Það er ótrúlegra en orð fá lýst að hugsa tíu ár aftur í tímann. Þá var fyrsta op- inbera ganga samkyn- hneigðra farin um götur Reykjavíkurborgar. Fyrsta gangan okkar – og hún taldi aðeins 69 manns sem þá þorðu að standa með lífi sínu og vera sýnileg í íslenskri dagsbirtu.“     Deiglan tekur undir aðbreytingin sé mikil og bendir á að sennilega sé meirihluti þeirra sem nú tekur þátt í hátíð- arhöldunum gagnkyn- hneigður. Þá segir: „Þeir sem trúa á einstaklinginn og bera virðingu fyrir náunganum hljóta að viðurkenna rétt annarra til að höfða lífi sínu eftir eigin tilfinningum. Það er eitthvað ankannalegt við þann hugsunarhátt að amast sérstaklega við því að hópar fólks hafi ekki sömu hneigðir í ásta- málum og maður sjálfur. Ef svo væri þá gæti hver einasti karlmaður senni- lega, með sömu rökum, orðið æfur yfir því ef aðr- ir karlmenn girntust ekki eiginkonu þeirra af sömu ákefð og hann sjálfur.“     Þá er vitnað á ný tilorða Margrétar Pálu. Hún segir að nú þegar samkynhneigðir séu komnir út úr skápnum séu það fordómarnir sem hafi komið sér fyrir í skápnum. Hún segir: „Við, lesbíur og hommar, vitum nefnilega öllum betur að í skápnum magnast allt sem nei- kvætt er – þar þrífst ekk- ert af viti; það er óttinn, skömmin og hatrið sem ræður ríkjum í skápn- um.“ STAKSTEINAR Fordómarnir komnir inn í skápana Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur fylgst af áhugameð deilum um lokun gæsluvall- ar í Vesturbæ enda einn þeirra er hafa verið duglegir við að nýta sér þjónustu vallarins í sumar. Þar sem ekki reyndist unnt að samræma sumarfrí fjölskyldunnar við sum- arlokun Leikskóla Reykjavíkur má segja að þessi gæsluvöllur hafi í raun bjargað því sem bjargað varð. Þjónusta á vellinum er til fyr- irmyndar í alla staði og greinilegt að börnunum finnst gaman að dvelja þar. Það kom því Víkverja líkt og mörgum öðrum foreldrum spánskt fyrir sjónir að heyra fréttir af því að til stæði að loka vellinum enda eini gæsluvöllurinn sem eftir er í Vest- urbænum. Víkverji hafði áður nýtt sér þjón- ustu gæsluvallar við Vesturgötu vegna eldra barns en sá völlur hefur verið lokaður um nokkurt skeið. Það mun vera stefna borgarinnar að fækka gæsluvöllum í borginni verulega þar sem dregið hefur úr eftirspurn með auknu framboði leik- skólarýma. Þeir eru hins vegar margir sem reiða sig á þjónustu gæsluvalla í lengri eða skemmri tíma. Greinilegt er á samtölum Vík- verja við aðra foreldra að mörgum er mikið niðri fyrir vegna þessa máls. ÞAÐ var sorglegt að lesa frétt umað skemmdarverk hefðu verið unnin á ljósmyndum fransks ljós- myndara sem verið hafa til sýnis á Austurvelli í sumar. Þótt Víkverji hafi ákveðnar efasemdir um stað- setningu sýningarinnar hefur hann margsinnis í gönguferðum um mið- borginnni staldrað við til að dást að þessum fjölbreyttu og mikilfenglegu myndum er sýna okkur fjölbreyti- leika jarðarinnar í forvitnilegu ljósi. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að láta listaverk sem þessi í friði? Hvers vegna þurfa sumir að ganga um miðborgina með þeim hætti sem raun ber vitni? Víkverji veltir því stundum fyrir sér hvort þessi ungmenni ganga jafnilla um heima hjá og þau virðast telja sjálf- sagt er þau halda í miðborg Reykja- víkur. x x x SÚ skemmdarfýsn sem þarnakemur í ljós er okkur öllum til háborinnar skammar. Getur verið að ekki sé einungis einstaka brengl- uðum einstaklingum um að kenna heldur það að viðhorfin í samfélag- inu séu með þeim hætti að þetta sé bara „allt í lagi“? Þeir sem einhvern tíma hafa lagt leið sína um miðborg- ina síðla kvölds á föstudegi eða laugardegi hafa flestir orðið vitni að þeim skrílshætti er virðist einkenna framkomu margra. Brotnar flöskur, brotnar rúður og önnur skemmd- arverk eru það sem einkennir mið- borgina flestar helgar. Vanvirðingin fyrir eigum annarra er algjör. Það sama má segja um veggjakrotið sem alls staðar virðist vera að finna. Ef við viðurkennum hegðun sem þessa er ekki í langt í að líta á skemmdir á útilistaverkum sem lítið mál. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Engin virðing fyrir eigum annarra. Á ÚTVARPI Sögu er flutt vandað og fræðandi efni, einnig er tekið á ýmsum málefnum á vandvirkan hátt. Fólk getur hringt og tjáð sig um það sem því liggur á hjarta. Oft eru fjörlegar og skemmtilegar umræður í beinni útsend- ingu, þar sem sýnist sitt hverjum eins og gengur. Alls konar fólk er hlustend- ur, eldra fólk sem yngra, vinnandi fólk jafnt sem þeir sem heima sitja. Margir eru einmana hér í sam- félagi hraðans og er þessi útvarpsstöð þessu fólki kærkomin og er bókstaf- lega vörður um sálarheill þess. Því vil ég skora á yf- irmenn Norðurljósa að reyna allt sem þeir geta til þess að þessi stöð geti hald- ið áfram. Ég veit að margir fylgja mér að málum. Með kveðju, Sigrún Ármanns Reynisdóttir. Lækkum tónlistina MÉR þykir afskaplega hvimleitt hve hátt tónlist er stillt á skemmtistöðum og kaffihúsum hér á landi. Eftir ferð á skemmtistað kem ég oftar en ekki út með hellu og hvin fyrir eyr- um. Þetta fær varla sam- ræmst reglugerðum Vinnu- eftirlitsins og er þess utan fleirum en mér til ama. Tónlist verður ekkert betri við það að vera stillt svo hátt að verkjar undan. Miðbæjarrotta. Svar við hundagrein VELVAKANDA hefur borist eftirfarandi athuga- semd við grein um hunda- hald í Hafnarfirði sem birt- ist 10. ágúst: „Þú sagðir að hundurinn hefði fengið að vera án bands þarna, svo ég verð að spurja hvort hinir hundarnir hafi verið í bandi. Getur verið að eft- irlitsmaðurinn hafi verið að setja út á það? Það eru allt- of margir hundaeigendur sem hafa hundana sína lausa og enn fleira fólk sem er hrætt við hunda. Hafn- arfjarðarbær hugsar of lít- ið um svona mál og þegar einhvers konar hátíðir eru á Víðistaðatúni þá er hundahald yfirleitt ekki leyft en alltof margir mæta með hundana sína. Það er þó gott að vita að sumir hundaeigendur eru heiðar- legir.“ Ein hrædd við hunda. Allir á Enga óþekkt ÁSTÆÐA er til að hvetja fólk til að sjá uppfærsluna á „Aint’ Misbehavin’“ í Loft- kastalanum. Sýningin, sem byggist á djassmúsík Fats Wellers og nefnist á ís- lensku „Engin óþekkt“, er frábær skemmtun og svo vel gerð að mér finnst hún ekki gefa eftir upprunalegu sýningunni sem ég sá fyrir margt löngu erlendis. Reynir T. Geirsson. Til kattaeigenda MUNIÐ að merkja kisurn- ar ykkar. Ekki er nóg með að kisa sé með ól eða eyrna- merkt. Það verður að vera merki með heimilisfangi og símanúmeri. Látið líka gelda kisurnar ykkar. Nóg er framboðið af kettlingum. Kisumamma. Tapað/fundið Rangt númer með bláu skónum Í VELVAKANDA birtist um helgina orðsending frá borgara sem fann bláa barnaskó við Höfðabakka- brekku. Svo virðist sem símanúmer viðkomandi hafi misritast en kona nokkur hringdi og telur þarna kominn skó sem son- ur hennar á. Er sá sem fann bláu skóna beðinn að hringja í síma 868 1124. Armband fannst ARMBAND fannst í Ábæj- arkirkju við Merkigil. Eig- andi má hringja í síma 699 1813. Sími týndist við Selfoss SVARTUR og hulsturslaus sími af gerðinni Nokia 3310 týndist, væntanlega við verslun Uppgripa á Sel- fossi eða á leið þaðan í Galtalæk. Ef einhver skyldi hafa fundið símann má sá hinn sami gjarna hringja í Fregn í síma 557 5712. Derhúfa og eyrna- band fundust TIMBERLAND derhúfa fannst rétt hjá bænum Stöng í Þjórsárdal við upp- lýsingaskilti. Einnig fannst dökkgrænt eyrnaband með h-merki á sama stað. Upp- lýsingar í síma 662 1844 milli kl. 14 og 17. Þrífætur í óskilum TVEIR þrífætur undan kvikmyndatökuvél eru í óskilum á lögreglustöðinni í Keflavík. Fæturnir fundust á Njarðarbraut á Fitjum í Njarðvík sl. þriðjudag. Upplýsingar má fá hjá lög- reglunni í Keflavík í síma 420 2400. Dýrahald Tígri týndur KÖTTURINN Tígri týnd- ist frá Lækjarhvammi í Hafnarfirði á fimmtudag. Hann er brúnbröndóttur með silfurlitaða ól, en á henni er rautt merki. Ef einhver sér til hans þá vin- samlega komið honum heim til sín. Símar eru 565 0143 og 698 1811. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Áfram Útvarp Saga LÁRÉTT 1 tilkynnir, 8 sleifin, 9 haldast, 10 ferskur, 11 laska, 13 annríki, 15 grunsemdar, 18 frá- sögnin, 21 mjólk í mál, 22 metta, 23 viljugu, 24 álappalegt. LÓÐRÉTT 2 gæsla, 3 systir, 4 menga, 5 liðormurinn, 6 afkvæmi, 7 nagli, 12 ætt, 14 spil, 15 næðing, 16 furða sig á, 17 fátæk, 18 sæti, 19 skarpskyggn, 20 þrenging. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hagur, 4 hopar, 7 gruns, 8 ómótt, 9 ann, 11 róar, 13 æska, 14 ældir, 15 tærð, 17 alda, 20 eik, 22 putti, 23 regns, 24 reisa, 25 tosar. Lóðrétt: 1 hugur, 2 gaufa, 3 rósa, 4 hjón, 5 plógs, 6 rætna, 10 næddi, 12 ræð, 13 æra, 15 tapar, 16 rotni, 18 logns, 19 ansar, 20 eira, 21 Krít. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.