Morgunblaðið - 12.08.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.08.2003, Qupperneq 36
PÆJUMÓT Á SIGLUFIRÐI 36 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Pæjumót Þormóðs ramma/Sæ-bergs var haldið á Siglufirði í 11. sinn um helgina. Mótið hefur vaxið ár frá ári og keppendur í ár voru um 1.100 talsins og má áætla að um 3–4 þúsund gestir hafi komið til Siglufjarðar til að fylgjast með þeim liðlega 450 leikjum sem fram fóru í einstakri veðurblíðu. Fótboltamót sem þetta er í raun einstök upplifun, bæði fyrir keppend- ur og áhorfendur. Keppnin er mis- mikil og skilningurinn á íþróttinni sem slíkri líka, en allt gengur þetta út á að spila fótbolta sem hver getur og allir skilja ánægðir að lokum. Eitt af því sem athygli vekur er að hvert mót hefur sína eigin tísku. Flétturnar nauðsynlegu eru útfærðar með mis- munandi hætti ár frá ári og sama má segja um andlitismálninguna, hvatn- ingarhrópin og „fögnin“, sem greini- lega hafa verið æfð í þaula áður en farið var af stað. Nokkuð hefur verið rætt um hegð- un foreldra, liðsstjóra og þjálfara á mótum sem þessu, en í einstaka til- vikum hafa orð eða athafnir í hita leiksins varpað skugga á gleðina. Þór- ir Hákonarson mótstjóri sagði slík vandamál ekki hafa komið upp nú. Þórir sagði mótið hafa tekist framar öllum vonum. Því miður væri hinsveg- ar svo komið nú að mótið hefði náð há- marksstærð og ekki möguleiki að fjölga keppendum meira. Eftirspurn- in væri svo mikil að það þyrfti að tak- marka fjöldann. Hann sagði það sitt mat að einn helsti lykillinn að vin- sældum mótsins væri hversu mikil áhersla hefði alla tíð verið lögð á að allar tímasetningar varðandi leiki og aðra atburði stæðust. Hann nefndi sem dæmi að á laugardeginum hefðu verð spilaðir um 250 leikir og seink- unin hafi vart náð nema fjórum mín- útum í heildina. Þórir sagði að líklega hefðu um 250 manns komið með ein- um eða öðrum hætti að mótinu og þar væri unnið mjög óeigingjarnt starf. „Ég verð reyndar að viðurkenna að veðrið hjálpaði okkur töluvert því að einhvern veginn vilja vandamálin blása meira út í rigningu og roki,“ sagði Þórir og brosti hinn ánægðasti. Morgunblaðið/Halldór Þormar Stjörnustúlkur voru fjölmennar á Siglufirði og hér er hluti hópsins saman kominn fyrir utan höf- uðstöðvar félagsins nyrðra. Ungar knattspyrnudömur úr Fjölni brosa sínu blíðasta. Hverju ári fylgir ákveðin andlitsmálun og hárið er greitt á sér- stakan hátt. Hér er ein Haukadama gerð klár í slaginn. Fjör hjá stelpunum í fimmta flokki Leiknis á Fáskrúðsfirði.Þessar stúlkur vita hvaða lið er best; auðvitað Þór frá Akureyri. Það var æft og æft. HK- dömur æfðu vel, líka á með- an þær fóru í fótabað í Hólsá Hafa auga á boltanum. Ungar stúlkur úr Stjörnunni og Þrótti Neskaupstað horfa stíft á boltann. Fjör á Pæjumóti Það þarf að hita vel upp fyrir leiki og teygja eftir hvern leik. Hér eru það Grafarvogsbúar sem gera nokkrar léttar teygjur. Lífið er ekki bara fótbolti. Brugðið á leik við ungar Þórsstúlkur. Halldór Þormar skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.