Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 45

Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 45 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.10 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 10 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta mynd sumarsins í USA. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! í f i t tl ! SG. DVSG. DVÓ.H.T Rás2 KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  MBL  SG DVSG DV MBL KVIKMYNDIR.IS KVIK YNDIR.CO ÓHT RÁS 2 09.08. 2003 6 2 9 0 7 9 7 8 1 0 2 19 21 23 29 2 06.08. 2003 13 17 21 25 44 46 14 26 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. HINN heimsþekkti söngvari Rog- er Whittaker heldur tvenna tón- leika á Broadway dagana 12. og 13. september. Tveimur vikum síðar koma aðrir góðir gestir til landsins, nefnilega Sister Sledge og spila einnig á Broadway, helgina 26. og 27. september. Bæði Whittaker og Sister Sledge hafa komið áður til Íslands, hann fyrir rúmum þremur árum og systurnar í janúar 2001. Ferill Rogers Whittakers spann- ar meira en fjörutíu ár. Hann hefur selt yfir 50 milljónir hljómplatna um heim allan og eru tónleikar hans enn í miklum metum og eft- irsóttir. Mörg laga hans eru orðin sígild og nægir þar að nefna „The Last Farewell“ og „Streets Of London“. Whittaker fæddist í Nairobi í Kenýa árið 1939. Hann sló fyrst í gegn árið 1962 og reis frægðin hæst við upphaf áttunda áratug- arins þegar hann kom fjölmörgum lögum inn á vinsældalista um heim allan. Einkenni hans eru djúp og þýð rödd og einkar sérkennileg blíst- urtækni sem hann notar á skemmtilegan máta í mörgum laga sinna. Blístrið er reyndar svo frægt orðið að það er órjúfanlegur hluti af ímynd hans og orðspori. Stuðsveitin Sister Sledge var stofnuð af systrunum Debbie, Kim, Joni og Kathy Sledge árið 1971 í Philadelphiu þegar systurnar voru 12–16 ára gamlar. Þær vor á há- tindi frægðar sinnar á diskótíma- bilinu og áttu hvern smellinn á fæt- ur öðrum. Þetta eru lög sem margir ættu að þekkja enn í dag, eins og „Lost in Music“ og „We are Family“. Plata samnefnd síðar- nefnda laginu endaði jafnframt sem ein mest selda diskóplata sög- unnar. Góðir gestir á Broadway í september Roger Whittaker og Sist- er Sledge með tónleika Ferill Rogers Whittakers spannar meira en fjörutíu ár og hefur hann selt yfir 50 milljónir hljómplatna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Diskódrottningunum í Sister Sledge tókst vel upp á tónleikum sínum á Broadway en þær eru á leiðinni til landsins á ný. Venjulegur (Normal) Drama Bandaríkin 2003. Skífan. VHS (110 mín.) Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Jane Anderson. Aðalleikendur: Tom Wilk- inson, Jessica Lange, Clancy Brown. ROY (Wilkinson) og Irma Apple- wood (Lange) eru að halda uppá silf- urbrúðkaupið sitt. Aldarfjórðungur að baki og klerkurinn þeirra á ekki nógu sterk lýsingarorð til þess að hæla mannbætandi návist þeirra í söfnuðinum og fullkomleika hjóna- bandsins. Dagurinn er ekki liðinn þegar Roy segir konu sinni leyndar- mál sitt. Hann, bóndasonurinn, landbúnaðartækja- og dráttarvélasal- inn er búinn að vera í skápnum í öll þessi ár. Breytinga er þörf: Hann hyggst láta gera á sér kyn- skiptaaðgerð. Síðan er fylgst með því hvernig þessi afdrifaríka ákvörðunar- taka og uppljóstrun Roys fer í konu hans, fjölskyldu og vinnufélaga. Því miður er of oft hrikalegur yfir- borðsblær yfir atburðarásinni en há- gæðaleikararnir Wilkinson og Lange bjarga miklu með næmum og skiln- ingsríkum leik og gera kaflaskiptu, ofur viðkvæmu efninu eins góð skil og efni standa til. Nokkur atriði, tekin úr samhengi, líkt og samskipti Roys og föður hans, eru trúverðug en inn á milli hrapar þessi misjafna kapal- mynd niður á lægsta plan illa skrif- aðra, heimskulegra atriða. Þá á áhorfandinn vafalaust erfitt með að kyngja því að hjónaband geti gengið snurðulaust í 25 ár og síðan kemur allt í einu í ljós að eigin- maðurinn hefur lifað tvöföldu lífi öll þessi ár og er búinn að leggja á ráðin út í smæstu smáatriði um kynskipta- aðgerð. Ekki bætir úr skák hræðilegt val á dægurlögum, hverra innihald á að undirstrika hugarástand per- sónanna. Það virkar líkt og reiknað sé með að áhorfendur séu yfirhöfuð van- vitar. (Dæmi: Þegar örlagastundin rennur upp og Roy tjáir konu sinni leyndardóm lífs síns kyrja Mills- bræður „You Always Hurt the One You Love“ og atriðið breytist í örg- ustu sápu.) Margir þeirra fá hins veg- ar á tilfinninguna að því sé öfugt farið. Myndin réttir úr kútnum síðustu mín- úturnar, eða frá því að sonurinn Wayne kemur í heimsókn, og henni lýkur á fallegum nótum. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Hvað er eðlilegt? EGYPSKI leikarinn Omar Sharif fær Gullljónið, sérstök heiðursverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hefst 26. ágúst, fyrir framlag sitt til kvikmynda. Leikferill Sharifs, sem er 71 árs að aldri, spannar nú hálfa öld. Sharif lék m.a. í myndunum Doctor Zhivago og Arabíu- Lawrence auk fjölda annarra kunnra kvikmynda. Nýjasta mynd leikarans, Mr. Ibrahim and the Flowers of the Qur- an, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en þar leikur Sharif aldraðan múslima sem tekur að sér gyðinga- dreng. Sharif komst í fréttirnar nýlega af öðru tilefni en hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og sektargreiðslu fyrir að skalla lögreglumann í spilavíti í úthverfi Parísar eftir að hafa lent í deilum við starfsmann spilavítisins. Sharif sagðist í rétti ekkert muna eftir atvikinu en það náðist á myndband. AP Sharif komst í fréttirnar nýlega af öðru tilefni en hann var dæmdur fyrir að skalla lögreglumann í spilavíti í úthverfi Parísar. Omar Sharif fær Gullljónið Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.