Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 1

Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 224. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hressó endurreistur Hressingarskálinn í Austurstræti opnaður á ný Höfuðborg 16 Gagnrýni um þrjár sýningar í Nýlistasafninu Listir 24 Útvarpinu kennt um Tvítugir Spaðar kenna Rás 2 um vinsældir sínar Fólk 46 MAHMUD Abbas, forsætisráðherra Palestínu- manna, skipaði öryggissveitum sínum í gær að handtaka hryðjuverkamennina sem stóðu að baki sjálfsmorðsárásinni sem varð 20 manns að bana og slasaði 105 á þriðjudag. Þá hefur Abbas jafnframt slitið sambandi við harð- línusamtökin tvenn sem lýstu tilræðinu á hendur sér, Hamas og Íslamska Jihad. Tals- maður forsætisráð- herrans fordæmdi hryðjuverkið enn- fremur harðlega. Greint var frá því í gær að sjálfsmorðing- inn hefði verið 25 ára gamall trúarbragðakennari frá Hebron, meðlimur Hamas. Friðarumleitanir stöðvaðar Ísraelsk stjórnvöld ákváðu í gær að stöðva við- ræður við Palestínumenn um útfærslu hins svo- kallaða vegvísis til friðar. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði tilræðið í Jerúsalem ennfremur sýna að Abbas hefði með öllu mistekist að hafa taumhald á palestínskum harðlínuhópum. Að því er ísraelskar útvarpsstöðvar greindu frá handtók ísraelska lögreglan 17 Palestínumenn sem grunaðir eru um að vera meðlimir Hamas- samtakanna í Hebron í gær, þ.á m. nokkra ætt- ingja sjálfsmorðingjans. Sharon átti fjölda funda með öryggisráðgjöfum sínum og ráðherrum rík- isstjórnar sinnar í gær til að ráðgera viðbrögð við árásinni. Talsmaður Ísraelshers sagði ennfremur í viðtali við AFP-fréttastofuna að „almenn lokun“ palestínskra yfirráðasvæða hefði tekið gildi. Abbas fyrirskip- ar handtöku tilræðismanna Jerúsalem. AFP. Yngsta fórnarlamb til- ræðisins, 11 mánaða, borið til grafar í gær. ÍRASKA framkvæmdaráðið hafði undir höndum upplýsingar um að sprengjutilræði væri yfirvof- andi í Bagdad, höfuðborg Íraks. Þetta sagði Ahm- ad Chalabi, leiðtogi ráðsins, í gær. „Fregnirnar greindu frá því að stór árás væri yfirvofandi … gegn veiku skotmarki, til að mynda íröskum stjórnmálaflokki eða öðrum samtökum, þ.á m. Sameinuðu þjóðunum (SÞ),“ sagði Chalabi. Hann kvað framkvæmdaráðið hafa greint banda- rískum leyniþjónustumönnum frá þessu en það var hins vegar ekki ljóst hvort upplýsingarnar hefðu borist SÞ. Kofi Annan, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði í gær að mistök hefðu átt sér stað „um allt“ í öryggismálum í Írak. „Hernáms- liðið ber ábyrgð á að tryggja að hér sé farið að lög- um og reglu og að öryggi landsins sé tryggt,“ sagði hann og gagnrýndi þar með Bandaríkin fyrir að tryggja ekki nægilega vel öryggi alþjóðlegs liðs sem vinnur að mannúðarmálum í Írak. Að því er fram kemur í The New York Times að- stoðar bandaríska alríkislögreglan, FBI, nú írösku lögregluna við að rannsaka það hver hafi staðið að baki sprengingunni en engin samtök hafa enn lýst tilræðinu á hendur sér þrátt fyrir að grunur leiki á að hryðjuverkahópur tengdur al-Qaeda, Ansar al- Islam, beri ábyrgð á ódæðinu. Þegar hefur komið í ljós að hergögn, þ.á m. 225 kg sprengja, hafi verið notuð til að sprengja bækistöð SÞ í loft upp. Framkvæmda- ráðið hafði vitn- eskju um árás Bagdad. AFP.  Krefjast/12 UM LEIÐ og staðfest var að Ís- lendingar hefðu skotið fyrstu hrefnuna hratt bandaríska við- skiptaráðuneytið af stað form- legri rannsókn á því hvort grípa ætti til viðskiptaþvingana vegna hrefnuveiða Íslendinga. „Rann- sóknin hófst í gær [þriðjudag] þegar fyrsti hvalurinn hafði verið drepinn. [–] Um leið og þeir höfðu drepið fyrsta hvalinn hófum við vinnuna,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Scott Smullen hjá banda- rísku Sjávar- og umhverfismála- stofnuninni en hún heyrir undir bandaríska viðskiptaráðuneytið. Hafa ekki látið kné fylgja kviði Stefán Ásmundsson, þjóðrétt- arfræðingur í sjávarútvegsráðu- neytinu, segir að undanfarin ár hafi Bandaríkin brugðist við með þessum hætti gagnvart hvalveið- um bæði Japana og Norðmanna. „Þau hafa fengið svokallaða stað- festingu en Bandaríkin hafa ekki látið raunverulegar viðskipta- hindranir fylgja þeirri staðfest- ingu. Ef þeir ákveða að ganga svo langt gagnvart Íslandi væri tölu- vert misræmi fólgið í því, ekki síst í ljósi þess að veiðar okkar eru mun minni en hvort heldur hjá Japönum eða Norðmönnum og að sjálfsögðu minni en Bandaríkja- menn stunda sjálfir. En í ljósi fyrri ummæla Bandaríkjanna þarf ekki að koma á óvart að þeir ákveði að skoða málið.“ Í samtali við Morgunblaðið sagði Scott Smullen að rannsókn- arferlið væri rétt nýhafið. „Þetta er flókið og margþætt ferli sem við erum að hefjast handa við. Við munum skoða hvort aðgerðir Ís- lendinga hafi dregið úr áhrifum samþykkta Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Sú skoðun gæti á endanum hugsanlega haft í för með sér staðfestingu Íslands samkvæmt Pelly-ákvæðinu,“ segir Smullen. Með staðfestingu er vísað til svokallaðs Pelly-ákvæðis en samkvæmt því á viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Bandaríkjafor- seta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjávardýrum sem grafi undan friðunarmarkmiðum alþjóðasamtaka og dragi úr virkni þeirra. „En niðurstöður úr rannsókn- inni geta verið margs konar,“ segir Smullen. „Þær gætu þýtt að alls ekki kæmi til staðfesting- ar vegna Íslands. Ef til staðfest- ingar kæmi gæti það hugsanlega þýtt að gripið yrði til aðgerða gegn Íslendingum, hvort heldur er af viðskiptalegum toga eða ekki. En það getur líka þýtt að ekki verði gripið til neinna að- gerða.“ Bandaríkin kanna beit- ingu viðskiptaþvingana Formleg rannsókn hófst um leið og fyrsta hrefnan var skotin AÐEINS u.þ.b. 60 eldislaxar af um 2.800 sem sluppu úr bráðabirgðasjókví við höfn- ina í Neskaupstað í gærmorgun höfðu náðst í net síðdegis í gær. Að sögn Björgólfs Jó- hannssonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, fór gærdagurinn að mestu í að leggja netin um- hverfis höfnina og í ósum Norðfjarðarár. Búast má við að eitthvað af laxinum skili sér í netin á næstu dögum. Óðinn Sigþórsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, segir að hér sé um að ræða alvarlegt umhverfisslys og augljóst að fyrirtækið hafi ekki farið að reglum. Hann vill að fram fari úttekt og rannsókn á starf- seminni í kringum laxeldi. Gat á kvínni olli því að laxinn slapp og telja sérfræðingar hættu á að laxinn, sem er norsk- ur að uppruna, geti blandast villtum laxa- stofnum og raskað þannig lífríki í ám. Svo virðist sem ekkert formlegt leyfi hafi verið gefið út fyrir notkun laxakvínnar sem brast. Morgunblaðið/Kristín ÁgústsdóttirMeðal annars var reynt að fanga laxinn í net af bátum, en með litlum árangri. Einn af um 60 löxum sem tókst að fanga við höfnina í Neskaupstað í gær. Sextíu laxar á land af 2.800 Þúsundir laxa sluppu úr sjókví í Neskaupstað  Óljóst/4 Samruni margra miðla ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.