Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það er snjallt hjá R-listanum að hækka orkuverðið í takt við þær hitabreytingar sem
verða í Alfredó í hitabylgjum.
Draugaganga um Elliðaárdal
Draugalegt
fimmtu-
dagskvöld
HIN árlega drauga-ganga Árbæjar-safnsins um El-
liðaárdalinn verður farin í
kvöld. Helgi M. Sigurðs-
son er leiðsögumaður
göngunnar og mun hann
leiða hópinn um slóðir
drauga, álfa og skrímsla í
Elliðaárdalnum.
Hver var kveikjan að
draugagöngunni ?
Ég skrifaði bók um
svæðið sem kom út árið
1998 og þá kynnti ég mér
flest það sem tengist
Elliðaárdalnum þar á
meðal draugasögur af
svæðinu. Ég byrjaði að
fara með fólk í almenna
sögugöngu um Elliðaár-
dalinn árið 1990 og hafa
þær verið farnar árlega
síðan, á Jónsmessu. Hugmynd-
ina að draugagöngunni fékk ég
þegar ég var staddur í London.
Þar fór ég í göngu sem heitir
Jack the Ripper Trail en í henni
kynnist fólk sögu London í
gegnum illvirki Kobba kviðristu.
Draugagangan í Elliðaárdalnum
er byggð upp á sama hátt, sögu
dalsins er komið á framfæri í
gegnum draugasögurnar.
Hvert verður farið í göng-
unni?
Leiðin liggur um neðra hluta
dalsins og er farinn um klukku-
tíma hringur. Ég stoppa með
hópinn á góðum útsýnisstöðum
þar sem hægt er að virða fyrir
sér vettvang sagnanna.
Það er til meira en nóg af
draugasögum úr Elliðaárdalnum
en flestar þeirra eru um þrjá
ákveðna drauga. Auk þess tala
ég líka um álfa og skrímsli sem
þarna eru talin búa. Það gæti
verið verðugt rannsóknarefni að
athuga hversu margir draugar
eru að meðaltali í hverju héraði
á Íslandi, í Elliðaárdalnum er að
minnsta kosti af nógu að taka.
Lumar þú á eins og einni sögu
handa lesendum?
Sögurnar úr Elliðaárdalnum
eru að ýmsu leyti svipaðar þeim
draugasögum sem þekktastar
hafa orðið. Draugum er gjarnan
skipt upp í tvo flokka, aftur-
göngur og uppvakninga. Upp-
vakningarnir voru vaktir upp og
sendir einhverjum til að valda
tjóni. Afturgöngurnar, sem voru
algengari, gengu hins vegar aft-
ur vegna heiftar eða girndar til
einhvers. Allir draugarnir í daln-
um eru afturgöngur. Afdrif eins
þeirra urðu þau að hann varð úti
en annar var tekinn af lífi. Það
er þessi sviplegi dauðdagi sem
sem rekur þá upp úr gröfinni. Sá
þeirra sem var deyddur var full-
ur af hefnigirni og hinn, sem
reyndar dó af eigin völdum sök-
um ofdrykkju, skellti skuldinni á
þá sem höfðu átt vínið. Í þeim
þriðja á það að hafa verið eðl-
islæg illska sem náði
yfir gröf og dauða.
Fjöldi fólks, sem ekki
er á lífi í dag, sá þessa
drauga. Draugar virð-
ast ekki vera á sveimi
í lengur en 100 ár eða svo. Það
eru helst fylgjur, sem fylgja fjöl-
skyldum þrjá eða fjóra ættliði
sem eru „langlífari“, ef svo má
segja, gera vart við sig í allt að
200 ár. Ein af forvitnilegri sög-
um úr Elliðaárdalnum gerist í
fjölbýlishúsi í Selásnum. Talið er
að húsið hafi verið reist þar sem
áður lá þjóðbrautin frá Reykja-
vík austur yfir fjall. Hafa þrír af
sex íbúum í einum stigagangi
hússins séð svipi á reiki í gegn-
um blokkina, það er eftir gömlu
þjóðbrautinni.
Trúa Íslendingar á drauga ?
Já, að minnsta kosti stór hluti
þeirra. Talið var að draugar
yrðu til vegna myrkurs og fá-
fræði og að draugatrú myndi
hverfa með vísindum nútímans
og hinum skæru rafmagnsljós-
unum. Sú virðist þó alls ekki
raunin en í nýlegri könnum segir
að 40 prósent Íslendinga trúi á
drauga. Hvað sem því veldur er
draugatrú í það minnsta ekki á
undanhaldi. Það er ekki laust við
að Íslendingar vilji trúa á
drauga sem greinir okkur frá
öðrum þjóðum, t.d. Dönum.
Draugatrú hefur sveiflast í
gegnum aldirnar. Hún virðist
hafa verið nokkuð útbreidd
fyrstu aldirnar eins og kemur
fram í Eirbyggju og Grettis-
sögu. En það er eins og hún eigi
á brattann að sækja þegar kaþ-
ólska kirkjan eflist. Á 17. öld
tekur draugatrú síðan aftur við
sér og eru langflestar frásagnir í
þjóðsagnasöfnum frá 18. og 19.
öld. Tuttugasta öldin er síðan
sér á parti hvað þessi mál varðar
með tilkomu miðla sem hafa
samband yfir í andaheim og bera
þaðan skilaboð til eftirlifandi að-
standenda.
Hefur gangan verið
vel sótt?
Já, stundum of vel.
Sögugöngur innan
borgarmarkanna hafa
orðið sífellt vinsælli. Fyrstu tvö
árin komu í Jónsmessugönguna
um 20 manns en í seinni tíð hafa
komið allt að 300 manns í báðar
þessar göngur. Draugagangan
kallast hættulegasta skemmti-
ganga ársins og ráðlagt að börn
undir 12 ára séu í fylgd með full-
orðnum. Mæting er á bílastæði
Árbæjarsafnsins, þaðan verður
lagt af stað klukkan 21.00.
Helgi Sigurðsson
Helgi M. Sigurðsson fæddist
árið 1953 á Akureyri. Hann lauk
BA prófi í sagnfræði, cand mag.
prófi í íslensku og kennslurétt-
indaprófi frá Háskóla Íslands.
Hann segir það loða við sig að
reyna að koma fræðslu af ein-
hverju tagi á framfæri. Helgi
starfaði á munadeild Árbæj-
arsafnsins í tólf ár, frá árinu
1989, við söfnun muna og skrán-
ingu þeirra. Frá árinu 2001 hef-
ur hann verið sjóminjavörður.
Helgi er giftur Kristínu Soffíu
Baldursdóttur og eiga þau fjóra
syni.
Draugatrú
ekki á
undanhaldi
VÖRUÞOTA Icelandair, af gerð-
inni Boeing 757, varð að lækka
flugið í skyndingu úr rúmlega 30
þúsund fetum og niður í um 10 þús-
und fet á leið til landsins frá Belgíu
í nótt vegna bilunar í jafnþrýst-
ingsbúnaði. Þotan lenti í Glasgow
og hélt kyrru fyrir þar til í dag
vegna hvíldartíma flugmanna og
eins meðan viðgerð fór fram. Þotan
er væntanleg til Keflavíkur um
klukkan fjögur í dag.
Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Flugleiða Frakt ehf.,
sem er dótturfyrirtæki Flugleiða
hf., sagði í samtali við Morgunblað-
ið að tveir flugmenn hafi verið um
borð og hafi þeir ekki verið í
hættu. Viðbrögð sem þessi væru
eðlileg þegar loftþrýstingur félli í
vélinni. Þá ættu flugmenn að lækka
flugið og lenda á næsta flugvelli.
Hann sagðist ekki vita hvað olli bil-
uninni en hún væri ekki algeng.
Vöruþota Icelandair á leið frá Belgíu til Íslands
Varð að lenda í Glas-
gow vegna bilunar
LÍFSÝNI úr Hjálmari Björnssyni,
16 ára pilti sem fannst látinn á bökk-
um árinnar Maaz í Rotterdam 29.
júní 2002, sem senda átti til Íslands
til frekari rannsóknar, reyndust ekki
vera þau sýni sem íslenskur réttar-
læknir hafði óskað eftir. Fjölskylda
hins látna hafði barist fyrir því að
sýni, sem tekin voru úr hinum látna
við krufningu yrðu flutt til Íslands og
náðist sá áfangi fyrir tilstuðlan ís-
lenskra stjórnvalda. Þegar til kom
reyndust sýnin ekki þau sem beðið
var um. Framhald málsins er óljóst,
en fjölskylda Hjálmars á fund með
lögreglu og réttarlækni á morgun.
Röng lífsýni
send til
Íslands
TVÖ innbrot voru framin í austur-
borginni í fyrrinótt, annað í leikskóla
í Breiðholti en hitt í fyrirtæki í
Árbæ. Handtók lögreglan mann sem
grunaður er um annað innbrotanna.
Þá stóð lögreglan í Reykjavík fyrir
umferðarátaki í vikunni þar sem
ástand ökumanna var kannað. Voru
um hundrað og fimmtíu ökumenn
stöðvaðir í miðborginni og ástandið
yfirleitt þokkalegt, að sögn lögreglu.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að
aka sviptir ökuréttindum.
Handtekinn
vegna innbrots
♦ ♦ ♦