Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 9 REYKJAVÍKURBORG ákvað snemma á þessu ári að styrkja ekki lengur tónlistarnemendur úr öðrum sveitarfélögum sem stunda nám við tónlistarskóla í Reykjavík og segir borgarstjóri lagaheimild til þess vera alveg skýra. Í lögunum sé gert ráð fyrir að sé tónlistarskóli starf- ræktur í einu sveitarfélagi en þjóni öðrum sveitarfélögum skuli gerður samningur um greiðslur fyrir nem- endur sem búa utan þess sveitarfé- lags sem skólinn er í. Sé slíkum samningi ekki til að dreifa beri því sveitarfélagi sem skólinn er í ekki að greiða fyrir nemendur úr öðrum sveitarfélögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð borg- arstjóra um málefni tónlistarskóla en fyrr í þessum mánuði hafði Sam- band sveitarfélaga á Austurlandi skorað á Reykjavíkurborg að fresta gildistöku ákvörðunarinnar. Lausn vegna nemenda á höfuðborgarsvæðinu Borgarstjóri tekur og fram í greinargerð sinni að það sé eindreg- in ósk sveitarstjórna að ríkið axli al- farið fjárhagslega ábyrgð á fram- haldsmenntun í tónlist og viðræður milli sveitarfélaganna og mennta- málaráðuneytisins hafi hafist í liðinni viku. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafi sent tillögu til umfjöllunar í sveitarstjórnum en í henni segi m.a. að í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er og óvissu um nám og skólahald á þeirri námsönn sem sé að hefjast samþykki þau að taka þátt í námsvistarkostnaði tónlistar- nema úr sveitarfélaginu sem stunda nám í tónlistarskólum í öðrum sveit- arfélögum. Fyrirkomulagið gildi til loka haustannar eða næstkomandi áramóta með vísan til þess að innan þess tíma verði viðræðum og samn- ingum við ríkið lokið þannig að greiðsluskylda ríkisins í tónlistar- námi á framhalds- og háskólastigi taki við frá og með næstu áramótum. Ríkið greiði tónlistar- nám á framhaldsstigi MEÐFERÐARHEIMILI SÁÁ á Staðarfelli í Dölum hefur verið lokað í sex vikur í sumar, og sömu sögu er að segja af göngudeild SÁÁ í Síðu- múla í Reykjavík. Af þeim sökum hefur engin frekari meðferð staðið karlmönnum til boða meðan lokað var. Á Staðarfelli er rúm fyrir 30 sjúklinga og á göngudeild eru um 11 þúsund heimsóknir á ári. Ástæður lokananna eru að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fram- kvæmdastjóra meðferðarsviðs SÁÁ, þær að hvorki er nægt fjármagn til ráðningar sumarstarfsfólks né auð- velt að finna fólk til starfa. „Lokanirnar hafa valdið sjúkling- um miklum óþægindum,“ sagði Þór- arinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Tíminn hefur verið nýttur til endurbóta á húsnæðinu á Staðarfelli, til dæmis við bað og hreinlætisað- stöðu. Ráðgert er að heimilið á Stað- arfelli verði opnað um næstu helgi, og göngudeild strax eftir helgi. SÁÁ getur ekki haldið Staðarfelli opnu árið um kring Meðferðar- heimili lokað í sex vikur í sumar ♦ ♦ ♦ UMRÆÐUÞÁTTURINN Silfur Egils, sem verið hefur á dagskrá Skjás eins frá því árið 1999, verður ekki á dagskrá sjónvarpsstöðv- arinnar á kom- andi vetri. Þátt- urinn, sem verið hefur á dagskrá á sunnudögum, hefur að mestu fjallað um stjórn- mál og önnur málefni líðandi stundar. Alls hafa næstum tvö hundruð þættir af Silfri Egils verið sýndir á Skjá einum. Egill Helgason, stjórnandi þáttar- ins, segir að nýir eigendur hafi ekki haft sama áhuga á þættinum og fyrri eigendur. „Þeir sem voru áður virtu ritstjórnarlegt sjálfstæði mitt, sem ég taldi vera mjög mikilvægt,“ segir Egill. Silfur Egils ekki á dag- skrá í vetur Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Laugavegi 63 sími 551 2040 Glæsileg sending af haustblómum Mikið úrval Ný sending Stakir jakkar og buxur Laugavegi 34, sími 551 4301 Útigallar sem virka Vatnsheldir og flísfóðraðir, hlýir og þægilegir fallegir litir Laugavegi 56, sími 552 2201 Ný sending Flauelsbuxnadragtir, apaskinnsjakkar og -pils Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—16.00. Nýjar haustvörur Síðar peysur 3.900 Síð gallapils 3.500 Síðir gallajakkar 4.500 Hallveigarstíg 1 588 4848 Ótrúlegt úrval - Föt - lampar - styttur - púðar - rúmteppi o.m.fl. 2 fyrir 1 af öllu Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15, sunnudag 24. ág. kl. 13-17. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. ÚTSALA - Allt á hálfvirði Blómasandalar í stærðum frá 35-41. Margir litir. Verð kr. 1.290 Skarthúsið • Laugavegi 12 • Sími 562 2466 Sendum í póstkröfu Netasandalar Satínsandalar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.