Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Axelsson fv.
kaupmaður í verslun-
inni Nonna og Bubba í
Keflavík og Sandgerði
lést þriðjudaginn 19.
ágúst sl. Jón fæddist í
Sandgerði þann 14.
júní 1922 og var sonur
hjónanna Axels Jóns-
sonar verslunarmanns
og Þorbjargar Einars-
dóttur húsmóður en
þau bjuggu á Borg í
Sandgerði.
Jón lauk fullnaðar-
prófi frá Héraðsskól-
anum að Laugarvatni
1937. Vann hjá Lofti Loftssyni og
Haraldi Böðvarssyni í Sandgerði við
ýmis störf.
Jón vann frá 22. ald-
ursári við verslunar-
störf í Sandgerði og
stofnaði ásamt meðeig-
anda sínum Þorbirni
Einarssyni Keflavík
verslunina Nonna og
Bubba bæði í Sandgerði
og í Keflavík og ráku
þeir hana um 40 ára
skeið.
Jón var einn af stofn-
félögum Lionsklúbbs
Sandgerðis og var gerð-
ur að Melvin Johns fé-
laga af félögum sínum í
Lionsklúbbnum.
Jón kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni Bergþóru Þorbergsdótt-
ur 1953 og eignuðust þau 5 börn.
Andlát
JÓN
AXELSSON
Í HAUST hefst kennsla með fyr-
irkomulagi dreifmenntunar í Vest-
urbyggð og á Tálknafirði en grunn-
skólar þar eru fámennir og
skólahald því dreift. Tómas Ingi Ol-
rich menntamálaráðherra, Brynjólf-
ur Gíslason, bæjarstjóri Vestur-
byggðar, og Ólafur Magnús
Birgisson, sveitarstjóri Tálknafjarð-
arhrepps, undirrituðu samning um
verkefnið.
Dreifmenntun blandar saman
fjarkennslu og staðbundinni kennslu
og nýtir þannig betur sérþekkingu
kennara óháð búsetu. Það stuðlar
jafnframt að því að jafna möguleika
nemenda til náms.
Markmið verkefnisins er að nýta
upplýsingatækni til að auka gæði og
framboð náms ásamt því að draga úr
kostnaði við rekstur grunnskóla í
dreifbýli. Þannig verður hægt að
kenna nemendum í sömu aldurshóp-
um saman án þess að þeir þurfi að
ferðast langar vegalengdir.
Vesturbyggð og Tálknafjörður
standa saman að verkefninu en það
er liður í byggðaáætlun ríkisstjórn-
arinnar og samkomulagi mennta-
málaráðuneytisins og iðnaðarráðu-
neytisins um átak á sviði
byggðamála.
Unnið hefur verið að undirbúningi
verkefnisins í eitt ár en Kennarahá-
skóli Íslands hefur komið að vinnu
við kennslufræðilega útfærslu. Til-
heyrandi búnaði hefur verið komið
upp en fjárframlag til verkefnisins
er 15 milljónir króna á ári í þrjú ár.
Morgunblaðið/Sverrir
Brynjólfur Gíslason, Tómas Ingi Olrich og Ólafur Magnús Birgisson und-
irrituðu samning um dreifmenntun í gær.
Samningur um dreif-
menntun undirritaður
METAÐSÓKN er í Menntaskólann
á Ísafirði í vetur og hafa 340 nem-
endur skráð sig til náms við skól-
ann. Til samanburðar má nefna að í
fyrra voru 303 nemendur skráðir í
skólann og árið þar áður voru 280
nemendur í skólanum, þannig að
nemendum hefur fjölgað um 21% á
tveimur árum.
Samhliða fjölgun nemenda við
skólann verða fleiri nemendur á
heimavist í vetur en áður, eða 26
nemendur en þeir voru aðeins 9 fyr-
ir tveimur árum.
Spurð um ástæðu aukinnar að-
sóknar í skólann segir Ólína Þor-
varðardóttir, skólameistari
Menntaskólans á Ísafirði, að al-
mennt hafi aðsókn í menntaskóla
farið vaxandi undanfarin ár og
kunni það að skýrast af aðstæðum á
vinnumarkaði. „Aukningin hjá okk-
ur er hins vegar það mikil að fleira
hlýtur að koma til. Aukin bjartsýni
og uppgangur á Vestfjörðum og
tiltrú á menntaskólanum eru vafa-
lítið meginskýringarnar. Skólinn
hefur verið mikið í umræðunni síð-
ustu tvö ár, af honum fer gott orð
og vinsældir hans hafa aukist,“ seg-
ir Ólína. Hún segir skólann ekki
hafa auglýst sig meira en venjulega
og að ekki hafi verið staðið fyrir
sérstakri kynningarherferð í vor.
Ýmsar nýjungar verða í skóla-
starfinu í vetur, á vorönn verður
boðið upp á nám við svokallaða fjöl-
menningarbraut, sem er ný náms-
braut hugsuð fyrir nemendur af er-
lendum uppruna. Nýnemum í
verknámi stendur einnig til boða
nýr áfangi, grunnnám bygging-
argreina, þar sem gefin verður inn-
sýn í ýmsar greinar byggingariðna.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Menntaskólinn á Ísafirði
Aldrei fleiri nemendur
AÐ MATI stjórnenda Landspítala
–háskólasjúkrahúss (LSH) eru fjár-
heimildir til sjúkrahússins í engu
samræmi við langtímaþróun í aldurs-
samsetningu þjóðarinnar, bú-
setuþróun og tækniþróun sem veldur
m.a. hækkun á ýmsum rekstrarliðum
s.s. lyfjum og lækninga- og hjúkrun-
arvörum. Þetta kemur m.a. fram í
nýbirtri greinargerð Önnu Lilju
Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
fjárreiðna og upplýsinga LSH. „Á
þessu ári eru fjárheimildir 750 millj-
ónum kr. lægri en á árinu 2000 á
föstu verðlagi,“ skv. útreikningum
LSH eða um 3,3% lægri, segir hún.
Anna Lilja segir í samtali við
Morgunblaðið að það sé ekki raun-
hæft að lækka framlög til spítalans á
sama tíma og eftirspurn sé að aukast.
Skv. rekstraruppgjöri LSH fyrir
fyrstu sex mánuði þessa árs eru út-
gjöld spítalans 549 milljónir kr. um-
fram fjárheimildir, eða sem nemur
4,1% umfram heimildir á tímabilinu.
Anna Lilja segir að rekstrarstaða
nokkurra sviða spítalans sé mjög erf-
ið og að í mótun séu tillögur LSH um
samdrátt í rekstri hans svo laga megi
rekstrarkostnað að fjárlögum. Ljóst
sé að verið sé að veita meiri þjónustu
á spítalanum en vilji er fyrir hjá
stjórnvöldum miðað við að fjárheim-
ildir fari lækkandi. Þá er verið að
fara yfir þessa stöðu með heilbrigð-
isráðuneytinu.
Hún bendir á að ýmsir biðlistar
eftir þjónustu spítalans hafi styst en
bið eftir augnaaðgerðum, bakflæðis-
aðgerðum og liðskiptaaðgerðum séu
sérstakt áhyggjuefni. „Augnaað-
gerðum hefur fækkað en liðskiptaað-
gerðum hefur fjölgað mjög milli ára.“
Í fyrrgreindri greinargerð er
minnt á að aldurssamsetning þjóðar-
innar sé að breytast og að sú þróun
muni halda áfram skv. spá Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands. „Hlutfall
eldri borgara í samanburði við þá
sem eru á vinnualdri var 16% árið
1999 og spáð er að það hlutfall verði
24% árið 2025 og 32% árið 2050.
Þetta hlutfall eldri borgara mun því
tvöfaldast á næstu 50 árum.“ Þetta
þýðir m.ö.o. að sögn Önnu Lilju að
þjóðin sé að eldast en sú staðreynd
kallar á meiri heilbrigðisþjónustu.
„Eftir því sem fólk eldist þarf það á
meiri og sérhæfðari heilbrigðisþjón-
ustu að halda. Gætir þess nú þegar í
allri starfsemi spítalans,“ útskýrir
hún.
Hækkun lyfjakostnaðar
Anna Lilja bendir einnig á að íbú-
um á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölg-
að um 1,83% á ári síðan 1990 eða um
nær 25% á tímabilinu. Ekki sé útlit
fyrir að dragi úr þeirri þróun. „Þótt
LSH sé spítali allra landsmanna þá
er hann einnig að veita íbúum á höf-
uðborgarsvæðinu almenna þjón-
ustu,“ segir hún. Fjölgun íbúa á höf-
uðborgarsvæðinu þýði því kröfu um
meiri þjónustu hjá spítalanum.
Þá segir Anna Lilja að lyfjakostn-
aður hafi hækkað um 6% frá síðasta
ári en á sama tíma hafi fjárframlög
vegna þessa þáttar, á fjárlögum árs-
ins, hækkað um 1,3%. „Þessi kostn-
aðarliður, ásamt lækninga- og hjúkr-
unarvörum, hefur hækkað árlega
talsvert umfram hækkanir neyslu-
verðsvísitölu sem er viðmið í fjárlög-
um,“ segir í greinargerðinni.
Aðspurð segir Anna Lilja að
hækkun lyfjakostnaðar megi m.a.
rekja til nýrri og dýrari lyfja. Sömu
sögu megi segja af lækninga- og
hjúkrunarvörum. Hún segir annan
rekstrarkostnað innan verðlags-
breytinga.
Fjárheimildir LSH 750 milljónum króna lægri en árið 2000 á föstu verðlagi
Framlög eru ekki í samræmi við
aldurssamsetningu þjóðarinnar
ALLAR líkur eru á að ekki verði
slátrað framar í sláturhúsum
Sláturfélags Austurlands á
Fossvöllum og í Breiðdalsvík.
Sömuleiðis er útlit fyrir að engin
slátrun verði á vegum Ferskra
afurða í Búðardal og á Hvamms-
tanga, en óvissa ríkir um fram-
hald kjötvinnslu í Búðardal.
Ráðgert er að halda kjötvinnslu
áfram á Hvammstanga í sam-
vinnu við kaupfélagið.
Ríkisstjórnin samþykkti á
þriðjudag að veita 170 milljónir
króna til úreldingar sláturhúsa,
en sláturhúsanefnd hafði áður
lagt til að 220 milljónum yrði
varið til úreldingar. Forsvars-
menn sláturhúsa hafa frest til
áramóta til að tilkynna áform
sín. Alls var sauðfé slátrað í 17
sláturhúsum síðastliðið haust,
en aðeins sex þeirra uppfylla
kröfur Evrópusambandsins um
útflutning. Lá fyrir að þeim slát-
urhúsum, sem ekki uppfylltu
kröfurnar, yrði mörgum lokað á
næstu árum.
Halda áfram rekstri
Í samtölum við Morgunblaðið
sögðu margir forsvarsmenn
sláturhúsa ekki liggja fyrir að
svo stöddu hvaða ákvörðun yrði
tekin. Aðrir, til dæmis hjá slát-
urhúsi Sláturfélags Vopnfirð-
inga, munu slátra í haust, en
meta stöðuna í framhaldinu.
Sláturfélag Fjallalambs á Kópa-
skeri mun sömuleiðis halda
áfram starfsemi, enda var þar
ákveðið að byggja sláturhúsið
upp til að það uppfyllti kröfur
Evrópusambandsins. „Við höld-
um ótrauðir áfram rekstri,“
sagði Garðar Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri Fjallalambs. „Við
ákváðum síðastliðinn vetur að
auka hlutafé félagsins og byggja
sláturhúsið upp. Fjallalamb er
ein lífæða byggðarlagsins, og
viljum við eindregið halda áfram
starfsemi. Ef við myndum loka
myndum við fá um 25 milljónir
úr Úreldingarsjóði. Okkur
finnst rökréttara að veita okkur
féð til uppbyggingar félagsins
og munum við leita leiða til
þess,“ sagði Garðar.
Úrelding
sláturhúsa
Nokkrum
sláturhús-
um lokað
BORGARRÁÐ staðfesti í gær til-
lögu að deiliskipulagi Landssíma-
lóðarinnar við Sóleyjarrima.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður skipulags- og byggingar-
nefndar, segist telja að með tillög-
unni hafi verið komið til móts við
sjónarmið íbúa að því leyti að hæð
húsa hafi nú verið minnkuð og íbúð-
um fækkað örlítið auk þess sem
græn svæði hafi stækkað umtals-
vert. „Það er í raun búið að ljúka
skipulaginu en það voru miklar
breytingar gerðar, sérstaklega
vegna stækkunar á grænu svæði,
sem fer nú aftur í auglýsingu,“ seg-
ir Steinunn.
Útivistarsvæðið sem bætist við er
1,4 ha og svipað að stærð og Arn-
arhóll. Hún segist vonast til að
sæmileg sátt geti orðið um upp-
byggingu á Landssímalóðinni þótt
einhverjir íbúar hefðu eflaust viljað
ganga lengra.
Áhersla á að samráð
verði haft við íbúa
Í bókun D-lista er því fagnað að
komið hafi verið til móts við sjálf-
sagðar óskir íbúa í hverfinu, barátta
þeirra hafi varað í nærri tvö ár og á
ýmsu hafi gengið á þeim tíma. Í
bókun Sjálfstæðisflokks er enn-
fremur lögð áhersla á að samráð
verði haft við íbúa hverfisins við
uppbyggingu á reitnum. Sérstak-
lega sé mikilvægt í því sambandi að
vanda vel samvinnu í skólamálum
en einnig umhverfis- og umferðar-
málum.
Deiliskipulag Landssímalóðar í
Grafarvogi var staðfest í borgarráði
Útivistarsvæði
verði stækkað um
1,4 hektara