Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 15
KÚRDASVEITIR í Norður-Írak
handtóku Taha Yassin Ramadan,
fyrrverandi varaforseta Íraks og
hægri hönd
Saddams Huss-
eins, á mánudag.
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
fagnaði handtök-
unni en Ramad-
an var númer 20
af lista Banda-
ríkjamanna yfir
55 eftirlýsta
meðlimi fyrrum
Íraksstjórnar.
Ramadan náðist í borginni Mosul
og hefur nú verið færður í hendur
hers bandamanna, samkvæmt upp-
lýsingum frá ónefndum embættis-
manni í Bandaríkjaher.
Ramadan varð varaforseti Íraks
árið 1991 og átti sæti í bylting-
arráði Saddams Husseins. Hann er
fæddur 1938, fyrrverandi banka-
starfsmaður og var talinn jafn
grimmur og Saddam Hussein, en
hann var einn helsti ráðgjafi forset-
ans í utanríkismálum.
Ramadan
handtekinn
Bagdad. AFP.
Ramadan
TAÍLENSKAR lögreglusveitir
skutu níu meinta fíkniefna-
smyglara til bana og særðu 11 til
viðbótar í átökum við landamæri
Taílands og Myanmar í gær.
Smyglararnir höfðu í fórum sín-
um eina milljón metaamfetam-
íntaflna sem taílenskir lögreglu-
menn í dulargervi höfðu samið
um kaup á við Rauða Wa-hóp-
inn, herskáan hóp útlaga í
Chiang Mai-héraði.
Í brýnu sló með fyrrgreindum
afleiðingum þegar lögreglu-
menn hugðust handtaka sölu-
mennina við afhendingu fíkni-
efnisins. Metaamfetamín er
mjög útbreitt í Taílandi en talið
er að um fimm prósent þjóðar-
innar, rúmar þrjár milljónir Taí-
lendinga, noti efnið sem smyglað
er í stórum stíl frá Myanmar,
öðru nafni Burma. Taílenski
herinn hefur spáð því að millj-
arði slíkra taflna verði smyglað
yfir til Taílands á þessu ári.
Felldu níu fíkni-
efnasala í Taílandi
Bangkok. AFP.
FJÓRIR íslamskir hryðjuverka-
menn voru dæmdir til dauða í Mar-
okkó á þriðjudag fyrir sprengjuárás
í maí í fjármálahverfi borgarinnar
Casablanca í maí þar sem 45 létu
lífið. Tugir manna hlutu langa fang-
elsisdóma en 200 manns eru grun-
aðir um beina og óbeina aðild að til-
ræðinu.
Gerðar voru fimm árásir á sama
tíma, bílsprengjur sprungu fyrir ut-
an alþjóðlegt hótel, menningarmið-
stöð gyðinga og ítalskan veitinga-
stað og sjálfsmorðssprengjumenn
sprengdu sig við spænskan
skemmtistað og yfirgefinn kirkju-
garð gyðinga. Allt eru þetta staðir í
miðborg Casablanca en árásin átti
sér stað föstudagskvöldið 16. maí á
bænadegi múslima, og tíma þegar
Vesturlandabúar í borginni fara
venjulega út til að lyfta sér upp eft-
ir vinnuvikuna.
Í sprengingunum lést 41 strax en
fjórir síðar af sárum sínum. Um 100
manns særðust. Átta hinna látnu
voru útlendingar.
Þetta var fyrsta sjálfsmorðs-
sprengjuárásin sem framin er í
Marokkó en ráðamenn þar stæra
sig af því að landið sé hófsamt og
friðelskandi íslamskt ríki. Þjóðin
var afar slegin og í marga daga á
eftir þustu tugir þúsunda manna út
á götur til að mótmæla hryðjuverk-
um.
Tilræðismennirnir, flestir ungir
marokkóskir karlar, eru meðlimir í
íslömskum öfgasamtökum en talið
er að sumir þeirra hafi haft tengsl
við al-Qaeda-samtökin.
Fengu dauðadóm
fyrir sprengjuárás
Réttað vegna
árása í Mar-
okkó í maí
ISIC-debetkortið er bara í Námsmannalínunni.
ISIC-debetkortið er allt í senn debetkort, skóla-
skírteini í skólanum þínum, afsláttarkort og alþjóðlegt
stúdentaskírteini auk þess að vera félagskort í
Námsmannalínunni.* m.v. vaxtatöflu Búnaðarbankans í ágúst 2003
hver viðskiptavinur okkar er einstakur
Bestu
námsmannakjörin!
100.000 – 250.000 kr. yfirdráttarheimild á 11,5% vöxtum*
Mánaðarlegt framfærslulán tengt LÍN á 8,5% vöxtum*
Allt að 300.000 kr. tölvukaupalán á 8,5% vöxtum* og fartölvutaska
fylgir hverju láni. Skólatilboð bjóðast námsmönnum í flestum
tölvuverslunum
Frítt stofngjald og fyrsta árgjaldið af kreditkorti
Flottar inngöngugjafir
Sérstök tilboð, s.s. miðar í bíó
www.namsmannalinan.is