Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 17 Upphaf skólastarfs á haustönn Stundatöflur verða afhentar mánudaginn 25. ágúst 2003 milli kl. 13:00 og 16:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst kl. 9:55. Nýnemar, bæði þeir sem eru að koma beint úr grunnskóla og þeir sem eru að koma úr öðrum framhaldsskólum, eru boðaðir til fundar með stjórnendum og umsjónarkennurum kl. 8:30 á þriðjudag. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans. Skólameistari SUÐURNES MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Reykjanesbæjar felldi tillögu minni- hlutans um að fresta gerð samnings um sölu á Vatnsveitu Reykjanesbæj- ar til Hitaveitu Suðurnesja hf. þar til væntanlegt frumvarp um breytingar á lögum um vatnsveitur verði sam- þykkt á Alþingi. Jóhann Geirdal, odd- viti Samfylkingarinnar, boðaði við umræðurnar að hann myndi óska úr- skurðar félagsmálaráðuneytis um lögmæti væntanlegs samnings. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar í fyrradag var tekin fyrir sam- þykkt meirihluta bæjarráðs á drög- um að samningi við Hitaveitu Suðurnesja um sölu á Vatnsveitu Reykjanesbæjar. Eins og áður hefur komið fram mun Hitaveitan kaupa veituna á 360 milljónir kr. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks stóðu saman að tillögu um frestun sölunnar. Jóhann Geirdal sagði þegar hann mælti fyrir tillögunni að hann sæi ekki að það stæðist lög að fela Hitaveitu Suður- nesja hf. að annast vatnsveitu og ákvarða gjöld sem sveitarfélagið síð- an innheimti með fasteignagjöldum. Hann sagðist telja líkur á að frum- varp um breytingar á lögum um vatnsveitur yrði samþykkt á næsta þingi. Hins vegar yrðu væntanlega ákvæði í lögunum um skilyrði sem slíkir samningar þyrftu að uppfylla. Teldi minnihlutinn því óráð að fresta ekki afgreiðslu samningsins þar til lög sem heimiluðu hann hefðu tekið gildi. Kjartan Már Kjartansson, fulltrúi Framsóknarflokksins, sagðist ekki sjá að sérstök hætta væri á ferð- um þótt beðið yrði með því að ganga frá sölu vatnsveitunnar þar til það yrði algerlega á hreinu að menn væru að gera rétt. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins felldu tillögu minnihlutans um frestun og stóðu að samþykkt samn- ingsins við Hitaveitu Suðurnesja eins og hann lá fyrir. Tekur hann vænt- anlega gildi 1. september næstkom- andi. Vísað til fordæma Í umræðum um málið og bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram kom fram að mörg fordæmi væru fyrir yf- irtöku orkufyrirtækja á vatnsveitum sveitarfélaga. Sambærileg mál hefðu verið afgreidd jákvætt í Reykjavík, á Akureyri, í Vestmannaeyjum, á Akranesi og víðar á landinu. Löggjaf- inn hafi þegar afgreitt slík mál með beinum lagaákvæðum um tilteknar orkuveitur og skapað augljóst for- dæmi fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Meðal annars hafi Hitaveita Suður- nesja keypt vatnsveitumannvirki Vestmannaeyjabæjar og engin at- hugasemdi verið við það gerð. Mál- efni Hitaveitunnar væru í engu frá- brugðin umræddum fordæmum. Þá hefði hún á sínum snærum vatnsöflun og flutning vatns að bæjarmörkum og með þessum nýja samningi færðist dreifing innan bæjarmarka á sömu hendur. Af því hlytist óvírætt hag- ræði vegna framkvæmda við neyslu- vatns- og raforkulagnir í bænum. Sjálfstæðismenn vöktu einnig at- hygli á því að Reykjanesbær ætti 40% hlutafjár í Hitaveitu Suðurnesja og að þeir vildu tryggja að svo yrði áfram. Hitaveitan væri í eigu ríkis og sveit- arfélaga og því ekki verið að gera samning við eitthvert hlutafélag úti í bæ, eins og Böðvar Jónsson, formað- ur bæjarráðs, orðaði það. Böðvar sagðist ekki geta heyrt annað en menn væru sammála um að fara þá leið að selja vatnsveituna og velti því fyrir sér af hverju minnihlutinn væri að fara í neikvæða lögfræðitúlkun til að stöðva málið. Af því tilefni tók Jó- hann Geirdal fram að hann sæi margt jákvætt við samninginn en ítrekaði að Reykjanesbær yrði að fara að lögum. Kvaðst hann myndu leita úrskurðar félagsmálaráðuneytisins á lögmæti samningins. Árni Sigfússon gerði samkeppnis- umhverfi á orkumarkaði að umtals- efni og lagði áherslu á mikilvægi Hitaveitu Suðurnesja í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Sagði að ef það yrði stöðvað að Hitaveita Suðurnesja gæti keypt vatnsveitur og þá jafn- framt ógnað samningum sem á sínum tíma voru gerðir um kaup Hitaveit- unnar á veitumannvirkjum Vest- mannaeyjakaupstaðar og þar með vatnsveitu bæjarins en engar athuga- semdir gerðar við kaup annarra orku- veitna á vatnsveitum myndi sam- keppnisfærni Hitaveitu Suðurnesja skerðast. Tillaga minnihlutans um frestun á sölu vatnsveitu Reykjanesbæjar til Hitaveitu Suðurnesja felld Boðar kæru til fé- lagsmálaráðuneytis Reykjanesbær UM 50 fyrirtæki gengu í Samtök um betri bæ á stofnfundi sem fram fór í vikunni. Tilgangur samtak- anna er að vinna að markaðs- setningu Reykjanesbæjar og kynn- ingu á verslun og þjónustu. „Umhverfið í bænum okkar er að taka stakkaskiptum. Þannig er Hafnargatan að verða ein falleg- asta verslunargatan í landinu. Við þurfum að fylgja þessu eftir enda er nú tækifærið til að rífa starfsem- ina upp,“ segir Rúnar Ingi Hannah úrsmiður sem verið hefur formaður undirbúningssamtaka að samtök- unum sem upphaflega voru hugsuð sem kaupmannasamtök í mið- bænum en hafa þróast upp í að vera samtök áhugafólks og fyrirtækja í öllu bæjarfélaginu. Samtökin stóðu fyrir lítilli hátíð, sem kölluð var lifandi laugardagur, á dögunum og segir Rúnar Ingi að margt fólk hafi komið í bæinn og hátíðin heppnast vel. „Það sýnir að þegar eitthvað er gert þá tekur fólk þátt í því,“ segir hann. Rúnar segir fyrirhugað að halda lifandi daga oftar, þegar tilefni gefst og taka þá fyrir mismunandi þætti í samvinnu við fyrirtæki og félagasamtök í bænum. Ætlunin er að gefa út dag- skrá fyrir árið. Áhugi er á að gefa út sameig- inleg gjafakort sem gilda í öllum verslunum og þjónustufyrirtækjum bæjarins. Fleiri hugmyndir hafa komið upp. Nefnir Rúnar að nauð- synlegt sé að kynna fyrirtæki bæj- arins betur á Keflavíkurflugvelli. Á stofnfundi samtakanna sem fram fór á veitingastaðnum Ránni á mánudagskvöld gerðust 50 fyr- irtæki aðilar. Rúnar segir að fé- lagaskráin verði opin áfram og von- ast til að sem flest fyrirtæki í bænum taki þátt. Með Rúnari í stjórn eru Kristín Kristjánsdóttir, Fjóla Þorkels- dóttir, Steinþór Jónsson, Hermann Helgason, Ævar Ingólfsson og Ey- steinn Eyjólfsson. Tækifæri til að rífa starfið upp Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Árni Sigfússon ávarpar fund Samtaka um betri bæ. Fjóla Þorkelsdóttir gull- smiður og Rúnar Ingi Hannah, formaður samtakanna, sitja við háborðið. Reykjanesbær Á FUNDI skólanefndar Akureyrar- bæjar sl. mánudag var Karli Guð- mundssyni, sviðsstjóra félagssviðs, og Gunnari Gíslasyni, deildarstjóra skóladeildar, falið að ganga til samn- inga við Allskonar TF ehf. um skóla- akstur í bænum. Um er að ræða samning til eins árs og tekur hann til skólaaksturs og aksturs í vettvangs- ferðum á vegum leik- og grunnskóla bæjarins. Akureyrarbær bauð skólaakstur- inn út nýverið til þriggja ára og voru tilboð opnuð 8. ágúst sl. Tvö tilboð bárust; frá SBA-Norðurleið ehf. og Allskonar TF ehf. Útboðsskilmál- arnir þóttu nokkuð umdeildir og kærði Allskonar TF skilmálana til kærunefndar útboðsmála á þeim for- sendum að þeir væru sniðnir að stórum fyrirtækjum og minni fyrir- tækjum gert ókleift að uppfylla þá. Skólanefnd tók afstöðu til tilboðanna á fundi sínum 15. ágúst og ákvað þá að hafna þeim báðum, því þau væru of há. Eftir þennan fund var báðum bjóðendum gefinn kostur á að skila inn nýju tilboði, sem tæki einungis til næsta skólaárs og í raun ekki grund- vallað á útboðsskilmálunum. Gunnar Gíslason segir að skammur tími hafi verið til stefnu og því hafi bærinn ákveðið að fara þessa leið og bjóða aksturinn síðan aftur út næsta vor. „Tilboðunum var báðum hafnað, því þau voru töluvert hærri en sá kostn- aður sem við höfum borið af þessum akstri undanfarin ár. Núna höfðum við nákvæmari upplýsingar undir höndum frá skólunum en þegar út- boðið fór fram og á grundvelli þeirra var báðum bjóðendum boðið að skila inn nýju tilboði í akstur næsta skóla- árs í lokuðu útboði,“ segir Gunnar. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en samningar náist við Allskonar TF áður en skólahald hefst en grunn- skólar Akureyrarbæjar hefja starf- semi á morgun. „Fengum mun betri upplýsingar“ Þórhallur V. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Allskonar TF ehf., var mjög ánægður með að samningar við hans fyrirtæki væru í augsýn. Hann var ekki ánægður með hvernig stað- ið var að útboðinu í upphafi en var sáttur við hvernig málin þróuðust. „Forsendur breyttust; bæði fengum við mun betri upplýsingar en fyrir lágu við útboðið, auk þess sem slegið var nokkuð af þeim kröfum sem gerðar voru til varabíla í því. Við gerðum athugasemdir við það að ef t.d. fimm bílar væru í akstri þá lásum við út úr útboðsgögnum að aðrir fimm þyrftu að vera til vara. Við gát- um alls ekki samþykkt að það væri forsvaranleg krafa. Núna verða bara nægilega margir bílar til vara til að tryggt sé að ekkert komi upp á; 1–2 eða jafnvel þrír eftir þörfum. Þessar breyttu forsendur gerðu okkur kleift að gera annað tilboð sem var enn lægra en fyrra tilboðið.“ Þórhallur sagði að fyrirtækið hefði dregið kær- una til kærunefndar útboðsmála til baka, þar sem ekki var talið að for- sendur fyrir henni væru lengur fyrir hendi. „Akureyrarbær sýndi áhuga á því að lagfæra galla sem hugsanlega væru á þessum útboðsgögnum og ætlar sér að bjóða þetta út aftur í vor með betri upplýsingum. Það er ekki vafi að það hafði áhrif að við kærðum þessi gögn til útboðsnefndarinnar,“ sagði Þórhallur en áréttaði að Ak- ureyrarbær hefði hafnað upphaflegu tilboðunum vegna kostnaðar en ekki vegna þess að útboðið hefði verið gallað. Skólaakstur á Akureyri Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Það þarf að huga að mörgu þegar á að kaupa nýja skólatösku og þá er gott að hafa mömmu með í ráðum. Gengið til samn- inga við Alls- konar TF ehf. Skákfélag Akureyrar. Hið árlega Borgarsölumót fer fram í göngugöt- unni nk. laugardag kl. 14:00. Mótið er opið öllum 16 ára og yngri og er keppt um farandbikar en núverandi handhafi bikarsins er Ágúst Bragi Björnsson. Á NÆSTUNNI Hljómsveitin Brimkló mun leika í Sjallanum á Akureyri, laugardags- kvöldið 23. ágúst næstkomandi. Þar hafa þeir ekki leikið um árabil og vonast þeir eftir mikilli stemmningu fyrir norðan um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.