Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 23
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
á mann m.v. tvo í herbergi
me› hálfu fæ›i í 7 nætur.
á mann m.v. tvo í herbergi
me› hálfu fæ›i í 7 nætur.
á mann m.v. tvo í herbergi
me› hálfu fæ›i
í 7 nætur.
59.930kr.
65.730kr.
59.930kr.
Hótel Melia á Benidorm 27. ágúst, 3., 10., 17. og 24. september
28. ág., 4. og 11. sept.
28. ágúst, 4. og 11. september
Hótel El Cid - Playa de Palma á Mallorca
Hótel Mirador - Palma á Mallorca
* Innif.: Flug, flugvallaskattar, gisting, akstur og íslensk
fararstjórn. Aukavika, uppl‡singar á www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
19
82
0
8/
20
03Dekra›u vi› flig og bú›u á huggulegu hóteli me›
morgunver›i e›a hálfu fæ›i.
Bjó›um 4ra stjörnu hótel á Benidorm og Mallorca í lok ágúst
og byrjun september á sérstöku tilbo›sver›i. Haf›u strax
samband og bóka›u draumahóteli›.
Skólastjóraskipti
urðu fyrr í þessum
mánuði í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík
þegar Kjartan Ósk-
arsson tók við starf-
inu af Halldóri Har-
aldssyni píanóleikara
sem gegnt hefur
starfinu undanfarin
10 ár.
„Hér í Tónlistar-
skólanum er mikið af
góðum kennurum og
starfsfólki og lít ég
ráðninguna björtum
augum. Ég er nátt-
úrlega búinn að
kenna hérna lengi og þekki inn-
viði skólans nokkuð vel, þannig
að þetta leggst mjög vel í mig,“
segir Kjartan í samtali við Morg-
unblaðið. „Ég mun væntanlega
halda áfram að kenna með, en
ekki eins mikið og ég hef gert.
Það yrði eftirsjá að því að hætta
að kenna, því mér finnst það vera
ákveðin forréttindi að kenna
ungu fólki á hljóðfæri. Þeir nem-
endur sem við höfum hér eru af-
skaplega gott og skemmtilegt
fólk og mjög gefandi að fá að
starfa með þeim.“
Að sögn Kjartans
voru rúmlega 220
nemendur við skól-
ann í fyrra og reikn-
ar hann með að svip-
aður fjöldi komi til
með að sækja skól-
ann í vetur.
„Tónlistarskólinn í
Reykjavík er bæði
elsti tónlistarskóli og
elsti listaskóli lands-
ins. Allt frá stofnun,
árið 1930, hefur skól-
inn myndað grunninn
að tónlistarkennslu
og tónlistarlífi hér á
landi. Allflestir þeir
sem starfa við tónlist á Íslandi í
dag hlutu sína menntun í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík.“
Fram til þessa hefur Tónlist-
arskólinn bæði útskrifað einleik-
ara og tónlistarkennara á há-
skóla- jafnt sem menntaskólastigi.
„En með tilkomu tónlistardeildar
við Listaháskólann hefur hlut-
verk okkar að nokkru leyti
breyst og í framtíðinni munum
við fyrst og fremst einbeita okk-
ur að framhaldsstigi tónlistar-
menntunar. Og eftir sem áður
verður mikil samvinna milli Tón-
listarskólans í Reykjavík og Tón-
listardeildar Listaháskólans t.d. í
tengslum við kammertónlist og
hljómsveitir.“
Aðspurður segist Kjartan finna
fyrir aukinni ásókn í tónlistarnám
almennt. „Gæði tónlistarkennsl-
unnar og tónlistarlífsins hafa líka
aukist gífurlega á síðustu árum.
Það er unnið mikið starf í tónlist-
arskólum úti um allt land og við
sjáum hvernig það endurspeglast
í tónlistarlífinu almennt. Við bú-
um við það hér á Íslandi að fólk
hefur mikinn áhuga á tónlist
enda væri erfitt að ímynda sér
lífið án tónlistar,“ segir Kjartan.
Kjartan lauk einleikaraprófi á
klarínettu og blásarakenn-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1976 og stundaði
framhaldsnám við Tónlist-
arháskólann í Vínarborg þaðan
sem hann lauk prófum vorið
1981. Kjartan hefur verið fastráð-
inn klarínettuleikari við Sinfón-
íuhljómsveit Íslands frá hausti
1982 og kennari við Tónlistar-
skólann í Reykjavík frá 1986.
Hann hefur verið deildarstjóri
blásarakennaradeildar og stjórn-
að hljómsveit og blásarasveit
Tónlistarskólans.
Skólastjóraskipti í Tónlistarskólanum í Reykjavík
Almennt aukin
ásókn í tónlistarnám
Kjartan Óskarsson
RÁÐSTEFNAN Bók-
menntir og sjónmenn-
ing hefst í Háskóla Ís-
lands á morgun og
stendur fram til sunnu-
dags, en það eru Sam-
tök bókmenntafræð-
inga á Norðurlönd-
unum sem standa að
ráðstefnunni í sam-
vinnu við Hugvísinda-
stofnun. Dagskráin
skiptist í þrennt en á
morgun verður fjallað
um bókmenntir og
sjónmenningu í sög-
unni, á laugardaginn
verður 20. öldinni í fyr-
irrúmi og á sunnudag er það 21. öld-
in.
Að sögn Dagnýjar Kristjánsdótt-
ur, prófessors við Háskóla Íslands,
og eins skipuleggjenda er von á tæp-
lega 60 erlendum gestum sem taka
munu þátt í fyrirlestrum og málstof-
um sem fram fara næstu þrjá daga.
„Við verðum með átta aðalfyrirles-
ara sem koma víðs vegar að, bæði
frá Norðurlöndunum, Bandaríkjun-
um, Kanada og Þýskalandi. Við völd-
um fyrirlesara sem hafa verið að
skrifa mjög spennandi hluti um
tengsl bókmennta og sjónmenning-
ar. Þetta eru allt fyrirlesarar í yngri
kantinum sem eru engu að síður afar
þekktir innan fræðiheimsins.
Aðalfyrirlesararnir átta eru Toril
Moi, Henrik Wivel, Thomas Fechn-
er-Smarsly, Arne Melberg, Karin
Sanders, Gitte Mose, Caitlin Fisher
og Úlfhildur Dagsdóttir. Auk þess
verðum við með sex málstofur, tvær
á hverjum degi, þar
sem fjallað er um allt
milli himins og jarðar.
Í eldri bókmenntum
má greina virðulegt
samband milli bók-
menntanna og sjón-
menningarinnar. Það
eru aðallega málverk
og höggmyndalist sem
bækurnar segja frá og
þetta er líkt og tvö
stórveldi séu að tala
saman. Á tuttugustu
öldinni verður hins
vegar vart aukinnar
spennu milli sjón- og
ritmenningar. Þá er
komin meiri pressa á bókmenntirnar
frá kvikmyndum, ljósmyndum og
öllum þessum nútímalegu mynd-
miðlum. Og á þriðja skeiðinu koma
tölvur og stafrænir textar til sög-
unnar.“
Aðspurð segir Dagný tengsl bók-
mennta við sjónmenninguna vera
mikið á döfinni. „Menn spyrja sig
hvort myndmiðlarnir séu að yfirtaka
frásagnarþörf okkar. Getum við látið
okkur nægja að horfa bara á kvik-
myndir og sjónvarp? Eða eru bók-
menntirnar á einhvern hátt að svara
þrýstingnum frá myndmiðlunum
með því bregðast við þeim, endur-
nýja sig og koma sterkari til baka?
Okkur finnst mjög spennandi að
skoða hvernig myndmiðlarnir eru að
breyta ritmiðlunum og öfugt.“
Allar nánari upplýsingar um ráð-
stefnuna má finna á vefslóðinni
www.hugvis.hi.is/norlit, en þar er
einnig hægt að skrá þátttöku sína.
Ráðstefna um
bókmenntir og
sjónmenningu
Dagný Kristjánsdóttir
Á HÁDEGISTÓNLEIKUNUM í
Hallgrímskirkju kl. 12 í dag koma
fram þau Veronika Osterhammer
sópransöngkona og Friðrik Vignir
Stefánsson orgelleikari. Veronika er
þýsk að ætt og uppruna en hefur bú-
ið hér á Íslandi undanfarin 10 ár og
frá árinu 2000 hefur hún verið kór-
stjóri kirkjukórsins í Ólafsvík. Frið-
rik Vignir er organisti Grundarfjarð-
arkirkju og skólastjóri
Tónlistarskóla Grundarfjarðar.
Á efnisskrá þeirra er tónlist eftir
meistara Bach. Fyrst á efnisskránni
er sálmforleikurinn Wachet auf, ruft
uns die Stimme (Vaknið, Síons verð-
ir kalla), sem er einn af hinum sex
svokölluðu Schübler-forleikjum, sem
voru gefnir út undir lok ævi Bachs.
Þá leikur Friðrik Prelúdíu og fúgu í
C-dúr, BWV 545. Síðan leikur hann
sex sálmforleiki úr sálmforleikja-
safninu Orgelbüchlein og inn á milli
syngur Veronika vers úr sálmunum
á íslensku.
Veronika Osterhammer sópran og Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari.
Snæfellingar á
hádegistónleikum
Listasafn Íslands kl. 20 Kamm-
ersveitin Ísafold flytur verk eftir
Charles Ives, Anton Webern, Igor
Stravinsky, Edgar Varése, Withold
Lutoslawsky og Hauk Tómasson.
Ísafold er skipuð 15 ungum hljóð-
færaleikurum sem allir stunda fram-
haldsnám en þeir stofnuðu sveitina
fyrr á þessu ári.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is