Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 25
ÞAÐ vakti nokkra athygli fyrir
skemmstu þegar við Ungir jafn-
aðarmenn í Reykjavík gengum á
fund kaþólsku
kirkjunnar hér á
landi og báðum
hana fyrir bréf til
Jóhannesar Páls
páfa II. Ætl-
unarverk okkar var
að vekja athygli á
þeirri fornaldarlegu
yfirlýsingu gegn staðfestum sam-
vistum samkynhneigðra sem
nokkrum dögum áður hafði komið
frá Páfagarði. Upp úr þessu öllu
saman spratt mikil umræða um
réttindi samkynhneigðra sem náði
hámarki á Hinsegin dögum þar
sem tugþúsundir Íslendinga sýndu
skoðun sína í verki með því að
fagna Gay pride göngunni þrátt
fyrir mígandi rigningu í miðborg
Reykjavíkur.
Hlustar páfi?
Einhverjir spurðu mig hvort við
ættum von á að fá svar við bréfi
okkar til hans heilagleika. Enn
aðrir efuðust um áhrifamátt okkar
hér á litla Íslandi og héldu því
fram að allar tilraunir til að bregð-
ast við fréttum úr heimspressunni
væru tilgangslausar. Þessu er ég
ósammála. Ég viðurkenni fúslega
að ég býst ekki við að fá persónu-
legt svar við bréfi okkar enda er
páfi í opinberu hlutverki og eðli-
legt að allar stefnubreytingar
Páfagarðs komi fram með form-
legum hætti. Ég vonast hins vegar
til þess að bréfi okkar verði komið
áleiðis til þeirra sem hafa með
þessi mál að gera og að það hljóti
að minnsta kosti sömu meðferð og
öll önnur bréf stíluð á páfa. Drop-
inn holar steininn og ég er sann-
færður um að litla bréfið okkar er
ekki það eina sem berst í Páfagarð
vegna þessa máls.
Það er stutt á milli húsa í heims-
þorpinu. Það hefur sýnt sig að
nauðsynlegt er að grasrótarhreyf-
ingar í þróaðri löndum heimsins
veki athygli innlendra fjölmiðla á
ýmsu misrétti sem á sér stað ann-
ars staðar í veröldinni. Þannig fara
fréttir í heimspressunni oft á tíð-
um af stað en ekki af því að frétta-
ritarar séu að senda þær út frá
hverjum stað. Upplýsing Vest-
urlandabúa fer fram hér hjá okk-
ur, og er hún oft það eina sem
dugar til að stjórnmálamenn og al-
þjóðastofnanir hefji aðgerðir til að
stöðva voðaverk eða hjálpa nauð-
stöddum. Fréttir og hjálparbeiðnir
frá stöðum eins og Austur-Tímor,
Búrma og Tíbet hafa löngum kom-
ið frá útlögum eða mannréttinda-
samtökum á Vesturlöndum sem
hafa aðrar leiðir til að afla þeirra.
Heimurinn er að skreppa saman.
Það er því hættuleg röksemd að
smæð þjóðarinnar hindri áhrif
okkar á þróun heimsmála. Íslend-
ingar bera þvert á móti mikla
ábyrgð sem upplýst og velmegandi
þjóð að koma öðrum til hjálpar og
að reyna að breiða út velsæld sína
sem víðast. Það er spurning
hversu lengi Ísland viðheldur þeim
sessi að vera annað besta land í
heimi til að búa í ef við lokum okk-
ur af með auðæfi okkar. Sælla er
að gefa en að þiggja, segir í góðri
bók.
Íslenskar konur
hreinsa til í Aþenu
Nýlegt dæmi um möguleika Ís-
lendinga til að hafa áhrif á þróun
mála annars staðar í heiminum er
þegar feminístafélagið vakti at-
hygli íslenskra fjölmiðla á fyrirætl-
unum borgarstjórnar Aþenu um að
fjölga vændishúsum fyrir Ólympíu-
leikana sem haldnir verða í borg-
inni á næsta ári. Þetta mun hafa
komið fram á ráðstefnu sem haldin
var hér á landi og urðu mótmæli
íslenskra kvennasamtaka til þess
að fluttar voru fréttir af málinu
daglega um alla Evrópu og líklegt
þykir nú að Aþenuborg hrökklist
til baka með ákvörðun sína. Sagt
er að oft velti lítil þúfa þungu
hlassi og þykir mér það hafa sann-
ast hér. Ég hvet til þess að við Ís-
lendingar tökum okkur tak og lát-
um fleiri mál okkur varða og oftar
í okkur heyra.
Getum tekið páfa okkur
til fyrirmyndar
Þrátt fyrir að við höfum verið
ósammála síðasta útspili Páfagarðs
þá getum við fúslega tekið Jóhann-
es Pál páfa II til fyrirmyndar hvað
ýmislegt annað varðar, s.s. baráttu
hans fyrir friði í heiminum. Páfinn
hefur á undanförnum árum beitt
sér fyrir sáttum í ýmsum deilum
s.s. eins og í Palestínu og hefur
jafnframt gagnrýnt ýmsan stríðs-
rekstur Vesturlandaþjóða á liðnum
árum, jafnvel þegar ljóst mátti
vera að hann gæti ekki stöðvað
hann. Þessi góðviljaði og merkilegi
maður sem heimsótti okkur árið
1989 hefur sett okkur það mik-
ilvæga fordæmi að standa ávallt
við sannfæringu okkar og að okkur
beri að gera okkar besta til að búa
til betri heim. Guð blessi hann fyr-
ir það.
Páfa sent bréf
Eftir Andrés Jónsson
Höfundur er formaður Ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík.
ÉG SÁ fallega mynd af Horn-
bjarginu í Morgunblaðinu 27. júlí
sl. og með henni var frásögn
Ragnars Jak-
obssonar þegar
hann kleif Horn-
bjarg frá fjöru og
upp á brún. Þetta
var vissulega vel
gert á þeim tíma.
Ég tel þó nauðsyn-
legt að bæta nokkrum stað-
reyndum við þessa frásögn sem á
köflum er mjög hástemmd og farið
með nokkrar rangfærslur. Ég þyk-
ist vita að þessir ágallar séu á
ábyrgð greinarhöfundar.
Sjálfur hef ég næstum árvisst
allt frá 1960 og fram á síðustu ár
stundað eggjatöku í Harðviðrisgjá
(kölluð Gjáin meðal bjargmanna)
og á ég því að þekkja nokkuð vel
til aðstæðna þar. Eftir að hætt var
að síga eftir eggjunum af brún var
farið niður Gjána frá brún, eggin
borin saman af þræðingunum og
upp í Gjáarhillu. Þaðan voru þau í
fyrstu borin í hvippum upp á brún
en síðar var farið að fygla þeim
upp á streng frá Gjáarhillu. Um
miðjan sjöunda áratuginn var hætt
að taka eggin upp á brún, heldur
voru þau borin niður Gjána og
austur með Gjáarstandi eða niður
með Urðarnefi alla leið í fjöru og
sótt þaðan á bát. Eggjatekjan fór
því fram á öllu því svæði sem
Ragnar átti leið um þegar hann
kleif bjargið. Efri þræðingur og
neðri þræðingur undir Gjárhillunni
hafa alla tíð verið tæpir á köflum,
en samt fóru menn eftir þeim með
150–200 egg í hvippu, svo fyrir
lausan mann að ganga um efri
þræðinginn í góðu veðri var engin
hættuför að frátöldum strengnum
sem klippir í sundur báða þræð-
ingana og útilokar för um neðri
þræðing og torveldar mjög för um
efri þræðing. Það er hins vegar
ranghermt í greininni í Morg-
unblaðinu um Ragnar að eggjum
hafi á seinni árum verið fýrað nið-
ur í bát. Sá háttur var hafður á í
Gránefjum í Hælavíkurbjargi en
aldrei í Hornbjargi.
Ragnar er hvorki sá fyrsti né
eini maðurinn sem hefur farið yf-
ir strenginn í efri þræðingi. Arn-
ór Stígsson frá Horni, sem að
öðrum fyglingum ólöstuðum er
líklega færasti bjargmaður sem
stundað hefur Hornbjarg, var
fyglingur þeirra Hornmanna á ár-
unum 1939 til 1946 og seig að
segja má allt bjargið frá Ystadal
og austur í Almenningsskarð.
Lengsta sig Arnórs var frá efsta
Gísla-miðhöggi í Kálfatindum nið-
ur í Hvolf austan Rana, en það
sig mun vera rúmir 300 metrar,
því bæta þurfti vel við festina
sem var 120 faðmar. Margir
menn voru á festinni og þegar
dregið var upp hlupu menn með
festina niður á dal. Þá var eins
gott að fyglingurinn hefði fæt-
urna í lagi. Arnór seig einnig nið-
ur á báða þræðingana í Gjánni,
fór úr festinni og gekk þræð-
ingana. Fór hann þá meðal ann-
ars laus úr festi yfir strenginn í
efri þræðing sem Ragnar fór yfir.
Arnór flutti árið 1946 til Ísafjarð-
ar og fór að smíða mublur. Hann
kom norður til bjargsiga tvö vor
eftir það, 1947 og 1948, en hefur
ekki klappað Hornbjargsmubl-
unni síðan.
Síðustu áratugina hafa Tryggvi
Guðmundsson, lögfræðingur, syst-
ursonur minn, Einar Valur Krist-
jánsson, nú forstjóri HG, og Rós-
mundur Skarphéðinsson
stýrimaður, verið manna harðastir
í eggjatöku á Gjáarsvæðinu. Fleiri
hafa verið með þeim annað slagið.
Hafa sumir þessara manna farið
yfir strenginn í efri þræðingnum,
meira að segja með egg í hvippu.
Kristmundur Skarphéðinsson,
bróðir Rósmundar, fór sem ungur
og óreyndur maður yfir strenginn
með á annað hundruð egg í
hvippu, en hann hafði ekki áttað
sig á því að hann átti að snúa við
þar sem strengurinn tók þræðing-
inn í sundur. Eftir að komið er yf-
ir strenginn er ekki stórmál fyrir
vana bjargmenn að fara austur
þræðinginn inn í Gjá og þaðan upp
Gjána og upp á brún. Hafa margir
gert þetta þótt þeir hafi ekki farið
í einum áfanga frá fjöru upp á
brún.
Merkilegust er þó sagan af Sig-
urði Magnússyni, bjargfélaga
mínum (hann fórst í Hælavík-
urbjargi 1974) þegar hann fjórtán
ára gamall fór sömu leið og
Ragnar Jakobsson fór áður. Sig-
urður var á Hornbjargsvita hjá
Jóhanni Péturssyni vitaverði. Jó-
hann sendi Sigurð til fugla- og
eggjatekju í Hólm undir Horn-
bjargi. Sigurður hafði lítinn mat
meðferðis og svaf undir segldúks-
dulu sem hann strengdi milli
tveggja steina. Þegar Jóhann ætl-
aði að sækja Sigurð á þriðja degi
gerði norðaustan garð og rign-
ingu og varð Jóhann frá að
hverfa. Sigurður, eða Siggi eins
og hann var jafnan kallaður, var
orðinn matarlaus, blautur og
kaldur og átti ekki annars úr-
kosta en að reyna að komast upp
á brún bjargsins og þaðan til
Látravíkur. Á þeim tíma þekkti
hann lítið til bjargsins en ramb-
aði á að fara sömu leið og Ragnar
fór upp glufuna austan Urð-
arnefs. Þar reyndi hann að kom-
ast alla leið upp í Gjáarhillu, en
síðustu faðmarnir eru úr sléttu
meitilbergi svo hann komst ekki
lengra. Munaði litlu að hann
hrapaði þegar hann fór niður aft-
ur. Á leiðinni niður sá hann efri
þræðinginn og fetaði sig austur
eftir honum og kom þar að þess-
um margumtalaða streng. Glor-
soltinn og kaldur klóraði hann sig
yfir rennblautan strenginn. Hann
sagði mér síðar að þarna hefði
litlu mátt muna að hann hrapaði
alla leið niður í fjöru. Hann gekk
síðan þræðinginn austur í Gjá og
þaðan komst hann upp Gjána og
heim í Látravík. Þetta hefur
sennilega verið árið 1961. Siggi
var einn mesti afreksmaður í
bjargi sem ég hef þekkt, ótrúlega
sterkur og fimur og kunni ekki að
hræðast.
Að lokum vil ég ítreka að grein-
arkorn þetta er ekki skrifað á
nokkurn hátt til að gera lítið úr af-
reki Ragnars Jakobssonar er hann
kleif Hornbjarg heldur til að gefa
mönnum gleggri mynd af þessu
svæði í Hornbjargi og þeirri starf-
semi bjargmanna sem þar átti sér
stað á vorin og nú fer senn að
heyra sögunni til.
Harðviðrisgjá í Hornbjargi
Eftir Kjartan Sigmundsson
Höfundur er skipstjóri og býr á
Ísafirði og kennir sig við Hælavík.
Hlíðasmári 1-3
Til leigu/sölu
Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í
Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm.
Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér-
lega vönduð og fullbúin sameign.
Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu.
Þorbjörn Pálsson - símar 520 9555/898 1233
thorbjorn@remax.is - Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali
Heimilisfang: Jórusel 18
Stærð eignar: 326 fm
Brunab.mat: 32.484
Byggingaár: 1981
Áhvílandi: Ekkert
Verð: 28.000
Eitt virðulegasta HÚSIÐ í Seljahverfi,
innst í botnlanga, mjög vel við haldið. 6
herbergi, 3 stofur. Mjög stórt rými um
75 fm á jarðhæð sem mætti breyta í litla
íbúð. Sérstæður bílskúr. Mjög stutt í
grunnskóla og aðra þjónustu. Komið
nú og gerið tilboð. Sjáið sjálf og
sannfærist. Öll skipti koma til greina.
Einbýlishúsið er til afhendingar í
september. Tekið er á móti gestum á
milli kl. 20 og 21 í kvöld.
Þorbjörn sölufulltrúi RE/MAX Mjódd
Símar 520 9555, 898 1233
thorbjorn@remax.is
Opið hús í dag - Jórusel 18
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
ÞJÓNUSTUÍBÚÐ ÓSKAST
Mér hefur verið falið að leita eftir 2ja–3ja
herbergja íbúð í lyftuhúsi ætluðu fólki 60 ára
og eldri. Æskileg staðsetning er miðsvæðis í
Reykjavík, þó ekki skilyrði. Verðhugmynd
13-18 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið
samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hafðu samband - það kostar ekkert!
Vorum að fá í sölu heilan stigagang með fjórum íbúðum. Um er að
ræða eina 2ja herbergja 46,6 fm íbúð í kjallara og þrjár 3ja herbergja
íbúðir á 1. og 2. hæð og í risi frá 82 til 95 fm að stærð. Verð á 2ja her-
bergja íbúðinni er 8,0 m. 3ja herbergja íbúðirnar eru frá 12,0-12,5 m.
Endurnýjað rafmagn, yfirfarið skólp og nýjar rennur. Frábær staðsetn-
ing. Húsið lítur vel út að utan. Íbúðirnar eru lausar fljótlega. 3567
Eiríksgata - Fjórar íbúðir á
eftirsóttum stað við Landspítalann