Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
F
ORSTJÓRI Slátur-
félags Suðurlands
sagði í samtali við
Morgunblaðið í síðustu
viku að hann byggist
við að SS greiddi sauðfjárbændum
6–10% lægra verð fyrir lömb í haust
en í fyrrahaust. Flest bendir einnig
til að útflutningshlutfall lambakjöts
verði hækkað í haust, en það hefur í
för með sér lægra afurðaverð.
Sauðfjárbændur standa því frammi
fyrir verulegri tekjulækkun.
Þessi tekjusamdráttur sem sauð-
fjárbændur virðast standa frammi
fyrir er að stærstum hluta afleiðing
þess ástands sem verið hefur á kjöt-
markaðinum síðustu 1–2 árin.
Framleiðsla á svínakjöti og kjúk-
lingum hefur aukist meira en mark-
aðurinn hefur tekið við. Þetta hefur
síðan leitt til verðlækkunar á þess-
um vörum sem aftur hefur stuðlað
að verðlækkun á öðru kjöti.
Offramleiðsla og verðlækkun
Verð á kjúklingum lækkaði mikið
vorið 2001 en hækkaði aðeins aftur
þegar leið á árið. Verðið lækkaði
svo aftur mikið tímabundið í sumar
en hefur nú hækkað á ný. Verð á
svínakjöti hefur lækkað gríðarlega í
sumar. Verðlækkunin á einu ári er
meiri en 25%.
En þó að verð á svínakjöti og
kjúklingum sé lágt og salan mikil er
samt um birgðasöfnun að ræða í
þessum tveimur greinum. Á síðustu
12 mánuðum hafa birgðir á kjúk-
lingum aukist um 550 tonn og fram-
leiðsla á svínakjöti umfram sölu er
um 310 tonn.
Og afkoma framleiðenda í þess-
um tveimur greinum er allt annað
en góð. Bændur eru núna að fá 120–
130 krónur fyrir kílóið af svínakjöti
og telja þeir sjálfir að verðið þyrfti
að vera 100 krónum hærra til að
hægt sé að segja að þeir fái fyrir
framleiðslukostnaði. Óhætt er að
fullyrða að nánast öll svínabú á
far nauðasamninga og gj
Íslandsfugls á Dalvík, en
veitenda þessara tveggj
tækja í ár er ekki undir 6
ónum.
Mjög hefur þrengt að fó
fyrirtækjum á síðustu miss
bændur hafa átt í erfiðleik
að standa í skilum með
fyrir fóður samhliða lækk
urðaverði.
Ekki liggur fyrir hvað lá
anir hafa tapað miklu á lá
um í kjúklingarækt og sví
síðustu árum. Það er þó
bankar og fóðursölufyrirt
búin að afskrifa hundruð
vegna taps í þessum greinu
þarf mikla reikningskúns
finna út að hætt er við a
fjármunir tapist á næstu m
ef taprekstur búanna stöðv
En þó að mikið reyni n
hagslegan styrk svínabæ
landinu séu því rekin með miklu
tapi um þessar mundir. Ekki hefur
náðst samstaða innan atvinnugrein-
arinnar um að draga úr framleiðslu,
en bændur telja að ef vel ætti að
vera þyrfti að fækka gyltum í land-
inu um 500.
Afkoma í kjúklingarækt hefur í
nokkur ár verið mjög slök. Allir
stærstu framleiðendur kjúklinga,
nema einn, hafa á síðustu árum
gengið í gegnum fjárhagslega end-
urskipulagningu, þ.e. gjaldþrot,
niðurfellingu skulda eða aukningu á
hlutafé. Samkvæmt ársreikningum
stærstu búanna töpuðu þau 240
milljónum árið 2000 og 820 millj-
ónum árið 2001. Taprekstur var
einnig á síðasta ári þó að endanleg-
ar tölur liggi ekki fyrir eða hve mik-
ið tapið var. Ljóst er að tap á þessu
ári verður mjög mikið þó að ekki sé
horft á annað en niðurfellingu
skulda kjúklingabúsins Móa í kjöl-
Verð til sauð
bænda læk
og sala minn
Í því umróti sem verið
hefur á kjötmark-
aðinum hafa sauð-
fjárbændur átt erfitt
með að verja stöðu
sína. Flest bendir til að
þeir standi nú frammi
fyrir verulegri tekju-
rýrnun. Egill Ólafsson
skoðaði stöðu bænda
og hvernig verð og sala
hefur þróast.
„STAÐAN er hrikaleg. Það er ekkert hægt að orða það á ann
Kjötmarkaðurinn er allur í uppnámi vegna offramboðs á kjöt
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands um stöðu sauð
fjárbænda. Miklar lambakjötsbirgðir séu í l
salan hafi dregist saman og fyrirsjáanlegt
verð til bænda verði lægra í haust en í fyrr
Ari sagði að verð á öllu kjöti hefði lækka
framleiðenda. Lækkunin væri mest hjá svín
um. Enn sem komið væri hefði lækkun á ve
lambakjöts mest bitnað á sláturleyfishöfum
bænda kæmi fram nú í haust. „Þetta offram
svínakjöti á lágu verði hefur orðið til þess
selst minna af lambakjöti. Birgðir eru of m
Það þyrfti að ákveða útflutningsskyldu me
til þess og flytja þessar birgðir út, en það
ákveðin uppgjöf gagnvart markaðinum að láta svínakjötið flæ
á undirverði og flytja út lambakjöt í staðinn.“
Aðspurður sagði Ari að ef byggt væri á sömu forsendum vi
reikning á útflutningsskyldu og gert hefði verið á síðustu áru
útflutningsskyldan að vera 35%. „Þörfin er ekki minni en það
er verið að tala um að reyna að vinna á birgðum,“ sagði Ari.
Ari Teitsson, formaður Bændasamtakann
„Staðan er hrikaleg
Ari Teitsson
ENDANLEGAR tölur Hagþjónustu landbúnaðarins um afkom
fjárbænda á síðasta ári liggja ekki fyrir, en á árinu 2001 voru
allaun sauðfjárbænda af fjárbúskap um 69.000 krónur á mánu
Þessi tala er byggð á reikningum 103 sauðfjárbúa, en meðalb
var 316 vetrarfóðraðar kindur. Afkoma stærri búanna er tals
betri en minni búanna. Þannig eru laun bænda sem eru með
kinda bú um 104 þúsund á mánuði.
Í þessum tölum er búið að taka tillit til afskrifta, en þær ná
meðaltali 617 þúsund krónum á ári. Heildarvelta búanna árið
var að meðaltali 3,5 milljónir króna.
Sauðfjárbúin hafa að meðaltali 391 þúsund krónur í aðrar
ári. Þar munar langmest um tekjur af hlunnindum, en þær sk
að sjálfsögðu ærið misjafnt niður á búin.
Hver sauðfjárbóndi skuldaði í lok ársins 2001 að meðaltali
ónir króna. Stærri búin skulduðu meira en minni búin. Bókfæ
eignir búanna námu hins vegar 8,4 milljónum.
69 þúsund í meðallaun
ÞUNG HÖGG
Veruleiki Mið-Austurlanda felluryfirleitt illa að kenningum ogáætlunum. Bjartsýnum spám
um frið hafa oft verið veitt þung högg
þegar líkur virðast á að þær kunni að
rætast.
Með nokkurra klukkustunda millibili
sprungu á þriðjudag öflugar sprengjur
annars vegar í miðborg Bagdad og hins
vegar í miðborg Jerúsalem. Í báðum
tilvikum var um að ræða sjálfsmorðs-
árásir er miðast að því að grafa undan
tilraunum til að koma á friði og stöð-
ugleika á viðkomandi svæði.
Í Bagdad var steypubifreið hlaðinni
sprengiefnum ekið inn í höfuðstöðvar
Sameinuðu þjóðanna í borginni. Meðal
þeirra sem lágu í valnum var Sergio
Vieira de Mello, aðalfulltrúi Sameinuðu
þjóðanna í Írak. Árásinni var ekki
beint gegn hernámsliði Bandaríkjanna
heldur starfsfólki alþjóðasamfélagsins
sem vinnur að því að byggja landið upp
á nýjan leik. De Mello hafði við komu
sína til Bagdad lýst yfir að hann liti svo
á að hlutverk sitt væri að tryggja hags-
muni almennings í Írak.
Að undanförnu hafa hryðjuverka-
menn einnig framið skemmdarverk á
vatnsleiðslu, sem veitir vatni til Bagd-
ad, og olíuleiðslu. Fyrr í mánuðinum
féllu sautján er sprengja sprakk við
sendiráð Jórdaníu í Bagdad.
Í Jerúsalem sprengdi maður sig í
loft upp í tveggja hæða strætisvagni
fullum af fólki. Tuttugu féllu og rúm-
lega hundrað særðust, allt óbreyttir
borgarar, þar af fjöldi barna.
Mikilvæg kaflaskil eiga sér nú stað í
Mið-Austurlöndum. Með falli stjórnar
Saddams Husseins og efldum tilraun-
um til að ná samkomulagi milli Ísraela
og Palestínumanna gefst sögulegt
tækifæri til að koma á friði í þessum
heimshluta. Þar getur hins vegar
brugðið til beggja átta.
Markmið tilræðismanna í Bagdad og
Jerúsalem er að grafa undan því ferli
sem nú er í gangi. Flest bendir til að
þarna hafi verið að verki skipulögð
hryðjuverkasamtök og hafa verið leidd-
ar líkur að því að al-Qaeda tengist til-
ræðum undanfarinna daga í Bagdad.
Fregnir hafa borist af því undanfarna
daga að öfgamenn streymi til Íraks í
því skyni að valda þar usla. Með of-
beldisverkum sínum reyna þeir að
valda upplausn er gæti kæft þann vísi
að stöðugleika er verið hefur til staðar.
Það er mikilvægt að brugðist verði
við af festu. Vegvísirinn að friði er
sögulegt tækifæri til að draumur Pal-
estínumanna um sjálfstætt ríki verði að
veruleika. Til að svo megi verða er hins
vegar nauðsynlegt að Palestínumenn
sjálfir sýni að þeir líði ekki að fjölda-
morðum sé beitt sem vopni í þeirra
nafni. Að sama skapi verða Bandaríkin
að sýna að þeim er alvara í því að
byggja upp lýðræðislegt og velmegandi
þjóðfélag í Írak. Það mun ekki takast
nema hægt sé að tryggja öryggi í land-
inu. Þar verða þeir að taka höndum
saman við írösku þjóðina og Sameinuðu
þjóðirnar með markvissari hætti en
gert hefur verið til þessa. Með sam-
stilltu átaki er hægt að halda áfram að
þoka þróuninni í rétta átt. Sú leið verð-
ur torsótt og vafalaust eiga atburðir á
borð við þá á þriðjudag eftir að end-
urtaka sig á næstunni. Uppgjöf gagn-
vart þeim öflum er hafa hatrið að leið-
arljósi er hins vegar ekki kostur í
stöðunni.
UMHVERFISSLYS Í NORÐFIRÐI
Atvikið í Neskaupstað í gær, þar semþúsundir eldislaxa sluppu úr
geymslukví Síldarvinnslunnar í höfninni
og út í sjó, verður að teljast verulegt um-
hverfisslys. Aðeins hefur tekizt að ná
broti af laxinum aftur í net. Enginn veit
hvernig öllum hinum reiðir af, en engan
veginn er hægt að útiloka hættuna á því
að eldislaxinn gangi upp í ár og mengi
villta laxastofna.
Það er mikið til í því, sem Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar,
segir í Morgunblaðinu í dag, að mesta
tjónið í þessu slysi felist í þeim álits-
hnekki, sem laxeldið verður fyrir. Þeir,
sem hafa viljað takmarka sjókvíaeldi á
laxi í því skyni að vernda villta laxinn í
ánum, hafa spáð því að slys af þessu tagi
yrðu, og m.a. vísað til nágrannaland-
anna, þar sem víða er talið að eldislax
hafi spillt mjög villtum laxastofnum og
skemmt laxveiðiár. Talsmenn laxeldis-
stöðvanna hafa svarað með því að segja
að þeir hafi lært af reynslu annarra og
beiti nýjustu tækni og þekkingu við at-
vinnugrein sína, þannig að hættan á slík-
um slysum sé hverfandi. Slysið nú er
augljóslega nokkurt áfall fyrir málstað
þeirra.
Verndarsinnar hafa einkum haft
áhyggjur af því að eldiskvíar bresti í
vondum veðrum, en þetta slys varð í
ágætu veðri og ekki í eldiskví sem slíkri,
heldur í kví þar sem lax var geymdur á
meðan hann beið slátrunar. Í Morgun-
blaðinu í dag kemur fram að ekkert
formlegt starfsleyfi hafi verið gefið út
fyrir kvínni og vísa embætti veiðimála-
stjóra og Fiskistofa þar hvort á annað.
Þar er augljóslega gloppa í eftirliti með
starfsemi sem þessari. Hafi verið farið að
gildandi reglum við slátrun laxins í Nes-
kaupstað vaknar líka sú spurning, hvort
ekki þurfi að herða reglurnar til þess að
koma í veg fyrir að slys af þessu tagi end-
urtaki sig. Árni Ísaksson veiðimálastjóri
bendir á það í Morgunblaðinu í dag að til
séu drög að nýrri reglugerð um búnað og
innra eftirlit í laxeldisstöðvum.
Björgólfur Jóhannsson segir í blaðinu
í dag að kvíin í höfninni hafi verið „bráða-
birgðaaðstaða“, en verið sé að vinna að
varanlegri lausn, þannig að sláturfiskur-
inn verði á landi á meðan hann bíður eftir
slátrun. Þetta bendir til að Síldar-
vinnslumenn hafi sjálfir talið að kvíin
væri ekki nógu örugg. Þó hljóta menn að
hafa áttað sig á mikilvægi þess að notast
ekki við „bráðabirgðalausnir“ í jafnvið-
kvæmum rekstri.
Sú varúðarráðstöfun hefur verið gerð
af hálfu stjórnvalda að banna kvíaeldi á
laxi nema á svæðum, þar sem ekki eru
náttúrulegar laxveiðiár í nágrenninu.
Vonandi er að sú ráðstöfun komi að gagni
í þetta sinn. Af hálfu veiðimálastjóra-
embættisins hefur hins vegar verið bent
á að rannsóknir skorti á kortlagningu
farleiða laxa í hafinu og með ströndum
landsins, auk þess sem erfðafræðilegar
rannsóknir á villtum laxi og eldislaxi
skorti. Þekking á þessum þáttum er
nauðsynleg til að meta áhrif eldislax á
villta laxinn og slys á borð við það, sem
varð í Norðfirði í gær, hljóta að vera
mönnum hvatning til að leggja aukna
áherzlu á rannsóknir á þeim.
Miklir framtíðarmöguleikar eru í lax-
eldi við Ísland en vegna villtu laxastofn-
anna verður að fara að mjög ströngum
reglum við sjókvíaeldið. Vonandi læra
menn af þessari reynslu.