Morgunblaðið - 21.08.2003, Page 32

Morgunblaðið - 21.08.2003, Page 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Einars-dóttir fæddist í Fjallsseli í Fellum á Héraði 17. mars 1909. Hún lést á Elli- heimilinu Grund 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Ingibjarg- ar voru Einar Eiríks- son frá Bót í Hróars- tungu, f. 9.4. 1881, d. 11. 11. 1959, og Krist- rún Hallgrímsdóttir frá Beinárgerði á Völlum, f. 26.6. 1879, d. 29.6. 1947. Systk- ini Ingibjargar eru Sigríður Jakobína, f. 1906, d. 1907, Pétur verkamaður í Reykja- vík, f. 1911, d. 2001, Ingunn hús- freyja á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, f. 1914, Eiríkur bóndi í Fjallsseli, f. 1916, d. 1996, Þórhalla húsmóðir í Reykjavík, f. 1918, d. 1974, Hall- grímur skrifstofu- maður Eskifirði, f. 1920, d. 2001, og Sig- ríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1922, d. 2001. Ingibjörg lauk tveggja ára námi í Héraðsskólanum á Eiðum árið 1929 og lærði síðan til sauma á Seyðisfirði. Hún sinnti saumaskap á Héraði auk heimilis- starfa á Fjallssels- heimilinu til ársins 1949 en flutti þá til Reykjavíkur. Ingibjörg saumaði herraföt hjá Andrési og í Últíma til 74 ára aldurs. Hún var ógift og barnlaus. Útför Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ingibjörg átti mikinn aðdáenda- hóp í okkur systkinabörnunum í Reykjavík, börnum Þórhöllu, Siggu og Péturs og þeim sem bjuggu aust- ur á landi, á Aðalbóli, í Fjallsseli og á Eskifirði. Hún bjó á heimili mínu fyrstu tíu æviár mín, var móðurígildi mitt eftir lát Þórhöllu móður minnar og síðar ömmuígildi barnanna minna. Á níræðisafmæli sínu fékk hún skrif- aða ræðu senda frá Aðalbólssystkin- unum með raunsannri lýsingu á því hvernig hún kom fyrir sjónir: ,,Hún var smávaxin, nett og svarthærð með öfundsverða liði í hári, hæglát í fasi, brosmild, alltaf glerfín, með varalit og í hælaháum skóm. Ilmurinn sem af öðrum heimi.“ Miðað við útlit og pakkaflóð sem kom upp úr ferðatösk- unni gat ekki annað verið en að þar færi moldrík kona að mati barnanna á Aðalbóli. Ingibjörg var með eindæmum um- burðarlynd og þolinmóð. Eltingaleiki og áflog okkar systkina sá hún hvorki né heyrði, en huggaði á harmastund- um með Sanasól eða kandísmola. Nægjusemi og sparnaður gerðu henni kleift að ,,sigla“ nokkrum sinn- um og skoða heiminum sem þá var lokaðri en nú. Hún var einnig dyggur unnandi menningar, naut þess að fara í leikhús, á tónleika og myndlist- arsýningar. Ingibjörg flutti af heimili foreldra minna árið 1959 í miðbæinn, fyrst í herbergi á Freyjugötu 5 þar sem hún var meðal sveitunga og vina frá Eg- ilsseli í Fellum. Síðan flutti hún sig um set í litla íbúð á Þórsgötu 20, í sama húsi og Sigga systir hennar. Bæjarferðir með mömmu enduðu því oftast á Freyjugötunni eða Þórsgöt- unni. Þá hjálpuðust þær systur að við saumaskap, söftun og sultun, rifjuðu upp og ræktuðu tryggðabönd fólks- ins sem flutti úr sveitinni á mölina. Áttræð varð hún þess aðnjótandi að komast í ,,lúxusíbúð“ í Aðalstrætinu því baðherbergið var þar innan íbúð- ar. Ingibjörg settist ekki í helgan stein þótt hún hætti launavinnu. Iðu- lega gekk hún úr miðbænum upp í Lönguhlíð 3 þar sem hún stundaði handavinnu, leikfimi og félagslíf. Hún varð svo lánsöm að vera þar heimilisföst síðustu fjögur æviárin. Þar hélt hún áfram að ,,fara í vinn- una“ eftir hádegið, eins og hún orðaði það, því maður verður að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Listilega gerðir dúkar, púðar, peysur og myndir streymdu frá þessari konu fram á tí- ræðisaldur. Þótt hógværð og lítillæti einkenndi Ingibjörgu hafði hún samt ákveðnar skoðanir sem ekki varð hnikað og enginn fékk breytt. Það átti við um menn og málefni og rétt skyldi rétt vera í öllum málum. Hún Imba lagði til dæmis áherslu á að hún væri frænka barnanna minna, ekki amma þeirra. Hún tók hins vegar á sig allt sem fylgir ömmuhlutverkinu, svo sem að gæta þeirra, gleðja þau, spjalla við þau um fyrri tíð og kenna þeim kúnstirnar í handavinnu. Kurt- eisi var henni í blóð borin, þakkir fyr- ir komur okkar og koss á alla þegar kvatt var og haldið heim. Ég á gull að gjalda að hafa átt þessa yndislegu konu að frænku og vini. Blessuð sé minning Ingibjargar Einarsdóttur. Rannveig G. Lund. Mig langar í örfáum orðum að minnast Imbu frænku. Hún var stór hluti af mínu lífi alla tíð frá því að hún hélt á mér undir skírn. Þegar við systkinin vorum lítil passaði hún okkur og prjónaði á okkur gífurlegt magn af peysum og sokkum. Hún kom um hverja helgi í sunnudagsmat á Laugateiginn, spjallaði við okkur, lét okkur máta það sem hún var að búa til í það og það skipti áður en hún settist niður og horfði a fréttirnar. Að þeim loknum fór hún í kápuna sína, setti á sig dömuhanskana, loð- kragann og plasthúfu yfir lagn- inguna og hélt heim á leið. Sá tími sem var hvað áhrifamestur í sam- skiptum mínum við Imbu frænku var þegar ég var í MH og var öll í því að klæðast stórum peysum, her- mannaklossum og skræpóttum kjól- um. Imbu frænku líkaði nú ekkert sérstaklega við útganginn á mér þá, enda smekkkona sem hafði gaman af fallegum hlutum. En hún hafði nú samt gaman af þessari tískusveiflu sem ég var að ganga í gegnum og prjónaði á mig röndóttar peysur og skræpótta sokka og hristi svo haus- inn. Einnig hjálpaði hún mér að kom- ast inní prjónaskapinn svo að ég gæti sjálf séð um litríku sokkana og trefl- ana sem kom sér afar vel. Þetta kall- aði á reglulegar heimsóknir mínar niður í Aðalstræti þar sem við byrj- uðum á að fara yfir það litla sem ég var komin með á prjónana. Hún nældi í lykkjurnar sem ég hafði misst niður, og lagaði til það sem mátti fara betur með natni og þolinmæði. Síðan var sest niður í eldhúsinu með mán- aðarbolla og þrjár sortir í munninn og spjallað um menn og málefni. Þá aðallega listamenn því Imba var mik- ill listunnandi, var alltaf með klass- íska tónlist á fóninum og fylgdist vel með því sem fór fram á sviði lista og menningar. Hún var mikill leikhús- unnandi en sérstaklega var hún þó hrifin af ballett. Imba gagnrýndi aldrei eða reyndi meðvitað að fræða eða hafa áhrif á skoðanir manns. Hún lét það hins vegar alltaf í ljós ef henni líkaði vel við eitthvað sem maður gerði. Þegar fatasmekkur minn breyttist lét hún skýrlega í ljós ánægju sína með því að þreifa á fataefninu og hrósa ef henni fannst vel valið. Hrós sauma- konunnar Imbu var alltaf vel þegið. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast Imbu og það var margt stórt sem ég lærði af þessari litlu konu. Ég mun ávallt minnast hennar með hlýj- um hug. Steinunn María. INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR ✝ Guðrún Haralds-dóttir Gjesvold fæddist á Akureyri 27. mars 1922. Hún lést í Noregi 15. ágúst síðastliðinn. Guðrún var elsta barn hjónanna Jó- hönnu Jónsdóttur húsmóður og Har- aldar Guðmundsson- ar útgerðmanns. Guðrún átti fjögur systkin, Kjartan kaupmann í Noregi, Jón verkamann á Akureyri, Guðmund bónda á Halllanda í Eyjafirði, sem eru látnir og Kristínu hús- móðir í Borgarnesi, sem lifir systkini sín. Guðrún giftist Nils Gjesvold lög- fræðingi. Þau eiga þrjár dætur, þær eru: Erna, gift Christian Grøns- leth, þau eiga þrjú börn, Unnur, gift Per Løken, þau eiga tvo syni og Edda, gift Peter Mæhlen og eiga þau þrjú börn. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hole kirkju í Ringerike Noregi í dag. Gunna fór ung á húsmæðraskóla í Noregi þar sem hún kynntist eig- inmanni sínum, Nils Gjesvold, lög- fræðingi og settust þau að á ætt- aróðali Nils í Ringerike þar sem hún með húsmóðurstörfunum og hann með lögfræðingsstarfi í Ósló ráku mikið myndarbú. Þau eign- uðust þrjár dætur, Ernu, sem gift er Christian Grønsleth, þau eiga þrjú börn, Unni, sem gift er Per Løken og eiga þau tvo syni og Eddu, sem gift er Peter Mæhlen og eiga þau þrjú börn. Gunna átti fjögur systkin, Kjartan, kaupmaður í Noregi, er látinn, Jón, verkamað- ur á Akureyri, er látinn, Guðmund- ur, bóndi á Hallanda í Eyjafirði, er látinn, og Kristín, húsmóðir í Borg- arnesi, og þó svo að sjö ára aldurs- munur væri á þeim systrum þá var góður vinskapur á milli þeirra og mikill samgangur milli allra systk- inanna alla tíð. Gunna var ein af þessum hetjum hvunndagsins og dugnaðarforkum sem lítið bar á en kom öllu í verk og sá um að allt gerðist á réttum tíma á réttum stað, án þess að nokkur gerði sér grein fyrir hvað gekk á bakvið tjöldin eða hvers vegna allt gekk snurðulaust fyrir sig. Það var aldrei slegið slöku við á þeim bænum hvort sem var á vor- in þega verið var að sá í kornakr- ana, á sumrin þegar sjá varð um að koma jarðarberjunum í hús, síð- sumars þegar illgresi réðist á akr- ana, á haustin þegar kornið var þroskað, eða á veturna þegar grisja þurfti skóginn eða moka snjóinn. Eins og títt var þegar Gunna var ung í Noregi þá bakaði hún allt brauð og brauðmeti og þeim sið hélt hún fram í andlátið. Nils er af- skaplega vanafastur maður og hann fékk sitt brauð með brúnosti í nestisboxið í þau 48 ár sem hann sinnti lögfræðingsstörfunum í Ósló. Jarðarberin hennar Gunnu frænku eru orðin þjóðsaga í fjölskyldunni svo afburðagóð voru þau og við eig- um góðar minningar frá þriggja ára dvöl okkar í Noregi þar sem við eyddum alltaf nokkrum dögum á sumrin við jarðarberjatínslu. Krist- ín dóttir okkar var ekki nema rúm- lega ársgömul þegar hún kom til Gjesvold í fyrsta sinn á jarðar- berjatímanum og hún kom sér fyrir úti á miðjum akri, henti frá sér snuðinu og át jarðarber dögum saman og var fljót að læra hvaða jarðarber voru þroskuð og hvað væri gott í munni undir góðri og tryggri handleiðslu Gunnu. Á vet- urna þegar rólegast var við sveita- störfin gaf Gunna sér tíma til að sinna listmálun og allskonar hand- verki. Eftir að barnabörnin fædd- ust fór mikill tími í að passa þau og sinna þeim öllum sem best hún kunni. Eitt sinn vorum við í fjöl- skyldusamkvæmi hjá Ernu og Christian og þá barst í tal barna- pössun og almenn umönnun Gunnu á fjölskyldunni og allir tengdasyn- irinir hófu upp lofræðu um tengda- móður sína og alla hennar vinnu sem dætur hennar, tengdasynir og barnabörn hafi fengið að njóta góðs af. Þetta þótti Gunnu óþægilegt að hlusta á og fannst nú bara að hún gerði ekkert meira en henni bæri skylda til og að það væri alger óþarfi að tala um svona sjálfsagða hluti. Gunna og Nils hafa verið afar dugleg við að sækja Ísland heim og það var ekki fyrr en heilsa Gunnu fór að gefa sig að þau hættu Ís- landsferðunum. Þau komu alltaf með Norrænu á ljósbrúna Volvóin- um og heimsóttu alla gömlu vinina í hverri ferð svo og fjölskyldu Gunnu. Nils fór í sund og göngu- túra á hverjum degi, og svo var fylgst með veðurspánni og veðrið látið ráða hvert ferðinni væri heitið því í kringum landið skyldi farið. Með jöfnu millibili kom öll fjöl- skyldan með og þá gjarnan til að taka þátt í ættarmótum. Tryggðin við gamla landið og fjölskylduna kom ekki bara fram í þeirra ferðum til Íslands heldur ekki síður í öllum þeim fjölmörgu matar- og kaffiboð- um sem Íslendingar hafa þegið á Gjesvold. Þar á bæ var aldrei svo mikið að gera að ekki væri hægt að taka á móti Íslendingum á ferð hvort sem var til langs eða skamms tíma. Þessarar ótrúlegu gestrisni fengum við oft að njóta árin okkar í Noregi og eigum við margs að minnast frá þeim heimsóknum; Bjarni axlar- brotnaði í gamla kastaníutrénu, Kristín lærði að hjóla í hlaðinu, Karólína tók sín fyrstu skref í gamla húsinu, og hjá þeim gistum við síðustu nóttina okkar í Noregi, svo ekki sé talað um alla þá hjálp sem Gunna veitti okkur nýbúunum í landinu. Heilsan fór að gefa sig fyrir nokkrum árum en alltaf hélt Gunna í vonina um að komast í eina ferð enn til Íslands. Hún ætlaði svo endilega að komast í brúðkaup Bjarna sonar okkar í sumar en af því varð nú ekki en þrátt fyrir rúm- legu þá tókst henni að sjá um að gjöf kæmist til þeirra og lýsir það Gunnu vel, því frá henni fór enginn svangur eða án gjafa, hvort sem það var berjakarfa, sultukrukka, brauðhleifur eða blómavöndur. Við kveðjum góða konu með söknuði og trega. Haraldur Bjarnason og Katrín Frímannsdóttir. GUÐRÚN HARALDS- DÓTTIR GJESVOLD Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÞÓR SIGURÐSSON, Grettisgötu 46, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 18. ágúst. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Friðriksdóttir, Guðmundur Örn Sigurþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, EVA S. BJARNADÓTTIR, Neðstaleiti 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 20. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ólafsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.