Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 38
DAGBÓK
38 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Paloma I og Shotoku
Maru no 78
koma og fara í dag.
Poseidon kemur í dag.
Akraberg, Goðafoss
og Arnarfell fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Halifax kemur í dag.
Westland fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Skrán-
ing í vetrarstarf hefst
mánudag 25.ágúst
í myndmennt, postu-
línsmálun, línudans,
leikfimi og boccia.
Handavinnustofa opin
alla daga frá 9–16.30.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað. Smíðastofan er
lokuð til 11. ágúst.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia. Kl.
13.30 lengri ganga.
Púttvöllur opinn mánu-
dag til föstudags kl. 9–
16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 14 dans.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 íkonagerð, kl. 10–
13, verslunin opin, kl.
13–16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 aðstoð við
böðun, hárgreiðslu-
stofan opin, púttvöll-
urinn opin kl. 9-16.30.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16.30 postu-
línsmálning, kl. 9–16
opin vinnustofa, kl.
13.30 söngtími.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. bingó
kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsib. brids í dag 13.
Skaftafellssýslur 27.
ágúst 4 dagar, laus
sæti. S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl.10.30
helgistund fá hádegi
vinnusalur og spilasal-
ur opinn. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á
staðnum kl. frá kl. 9–
15.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, og opin
handavinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
10 boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Hársnyrting
og fótaaðgerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 ganga.
Vesturgata. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia. Á morgun
föstudag kl.15 verður
ferðakynning á vegum
Úrval Útsýn.Lilja
Jónsdóttir kynnir
haust og vetrarferðir,
dregið verður úr
lukkupotti, pönnukök-
ur með rjóma, dansað
við lagaval Sigvalda,
allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð og boccia æfing,
kl. 13 frjáls spil.
Minningarkort
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort
Sjúkraliðafélags Ís-
lands eru send frá
skrifstofunni, Grens-
ásvegi 16, Reykjavík.
Opið virka daga kl. 9–
17. S. 553-9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði.
Minningarkortin fást
nú í Lyf og Heilsu
verslunarmiðstöðinni
Firði í Hafnarfirði.
Kortið kostar kr.500.-
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæj-
arskrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4,
s. 551-3509.
Í dag er fimmtudagur 21. ágúst,
233. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Lækna mig Drottinn, að ég
megi heill verða; hjálpa mér, svo
að mér verði hjálpað, því að þú ert
minn lofstír.
(Jer. 17, 14.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI þarfoft að fletta
upp í gagnasafni
Morgunblaðsins
sem og annarra
fjölmiðla. Stund-
um kemur einnig
fyrir að þörf er á
að draga fram ára-
tugagömul Morg-
unblöð og þá er
vissara að vera ag-
aður og gleyma
sér ekki og fara að
lesa hitt og þetta
sem kemur málinu
alls ekkert við. En
það er hægara
sagt en gert, enda margt skemmti-
legt að finna frá liðinni tíð. Orðalag
í auglýsingum er kostulegt, jafnan
er textinn orðmeiri en nú til dags
og háttsemi, sem er vandfundin í
dag, svífur þar yfir vötnum. Hér er
ein frá 1956: „Er ekki betra að
kaupa bláu Gillette-blöðin í málm-
hylkjunum? Þér sparið tíma og fyr-
irhöfn – og þau eru ekkert dýrari.“
Þá kemur upp í hugann gamalt og
gott slagorð frá Land Rover úr
þeirra eigin bæklingi: „Fjölhæfasta
farartækið á landi“ stóð þar. Hugsa
sér. Það var mynd af jeppa og samt
var tekið fram að nota ætti far-
artækið á landi. Annað dæmi:
„Eversharp, – brautryðjendur
kúlupenna bjóða yður penna, sem
eru fleiri kostum búnir en nokkrir
aðrir kúlupennar.“
Orðalag í auglýsingum hefur auð-
vitað breyst í áranna rás, rétt eins
og í fréttum að meðtöldum sjón-
varpsviðtölum og fleiru, hversdags-
legum samræðum fólks ef út í það
er farið. Það finnst ekki öllum þró-
unin jákvæð og sumir halda því
fram að auglýsingatextar nú til
dags séu afarfrekir og ágengir. Vík-
verja finnst jú sumar auglýsingar
yfirgengilega ágengar, eða hvað
finnst fólki um þessa t.d.: „Ef þú
hlustar ekki á FM (útvarpsrás) þá
verður hundurinn þinn skotinn.“
Það má skjóta því að að textinn var
bannaður og viðkomandi auglýs-
anda skipað að taka niður skilti þar
sem hann sást. Þetta gerðist bara
fyrir örfáum árum.
x x x
ALLTAF koma fram nýjar tísku-bylgjur í auglýsingaritun. Nú
er í tísku að segja að ákveðin bíla-
sala sé „öruggur staður til að vera
á“. Víkverji hefur ekki sannreynt
þessa fullyrðingu en hitt veit hann,
að Blóðbankinn er dæmi um örugg-
an stað til að vera á. Þar fær maður
hvíld á heimsins þægilegustu
bekkjum og kaffi og með því á eftir.
Ef bílasalan getur sannfært Vík-
verja um að hún sé öruggari staður
en Blóðbankinn má skíra hund í
höfuðið á Víkverja. Það slær engin
bílasala Blóðbankann út, bara svo
það sé á hreinu. Bara um daginn
var Víkverji þar nokkrum vikum
fyrr á ferðinni en æskilegt var.
Dömurnar í Blóðbankanum sendu
hann ekki bara burt og báðu hann
um að koma aftur seinna. Auðvitað
var boðið upp á hádegismat og blóð-
þrýsingsmælingu. Þetta kallar Vík-
verji sko öruggan stað til að vera á.
Nokkuð ágeng auglýsing?
ÉG vil taka undir skrif í
sambandi við vegaxlir á
Reykjanesbraut.
Ég held að það sé gert of
mikið af því að hvetja fólk
til að víkja fyrir þeim sem
vilja aka hraðar.
Ég keyri oft brautina og
keyri eftir aðstæðum, yfir-
leitt á 90 en viðurkenni
samt að ég á það til að fara í
100 ef aðstæður eru góðar.
Oft fór ég út á axlirnar til
að hleypa þeim sem voru að
flýta sér þvílíkt, að þeir
virðast einskis svífast, t.d.
að fara hægra megin fram-
úr, en ég er steinhætt því
nema í einstaka tilfellum,
sem ég met þannig að það
sé betra að víkja.
Keyrandi á 90–100 km
hraða tel ég mig ekki þurfa
að fara út á öxl, en um leið
og aðstæður leyfa gef ég
stefnuljós um að í lagi sé að
taka framúr.
Annað efni. Er ekki hægt
að gefa rjúpnaskyttum
skotleyfi á mávana sem eru
að verða meiri háttar plága
víða á landinu. Ég geri mér
grein fyrir að skotveiði-
menn borða þá líklega ekki,
en byssurnar er sennilega
hægt að nota.
Kg.
Skemmtiskokk og
tímamæling
LESANDI hafði samband
við Velvakanda og sagðist
hann hafa tekið þátt í 3 km
skemmtiskokki á Menning-
arnótt og segir hann að
þátttakendur hafi ekki
fengið að vita tímana sem
þeir hlupu á. Finnst honum
að það megi bæta þetta og
leyfa fólki að vita á hvaða
tíma það hleypur.
Alvöru beyglustaður
Á LAUGAVEGINUM er
kominn alvöru beyglustað-
ur eins og ég hef kynnst í
Bandaríkjunum. Finnst
mér þetta æðislegt og
bendi ég fólki á að prufa
staðinn.
Guðrún Einarsdóttir.
Borgarráð og
Sinfónían
BORGARRÁÐ er um þess-
ar mundir að frábiðja sér
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Í því sambandi rifjast
upp að fyrir nokkrum ára-
tugum samþykkti þing-
flokkur Framsóknarflokks-
ins stjórnarfrumvarp
varðandi fjárveitingu til
hljómsveitarinnar.
Einn mætur þingmaður
flokksins utan af landi
gerði grein fyrir atkvæði
sínu með eftirfarandi orð-
um:
„Ég vil ekki gerast
flokksskítur og samþykki
því fjárveitinguna gegn því
að hún komi aldrei í mitt
byggðarlag.“
Reykvíkingur.
Tapað/fundið
Svart veski
týndist
SVART veski týndist við
Lindargötu sl. laugardag.
Íbúar í götunni og nágrenni
eru beðnir um að svipast
um eftir veskinu. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 562 1510.
Fermingarúr
týndist
ÉG var svo óheppin að týna
fermingarúrinu mínu í mið-
borg Reykjavíkur á Menn-
ingarnótt. Ef einhver hefur
fundið það, vinsamlegast
hringið í Ingu Rún í síma
566 7166 eða 898 9045.
Campers-skór
teknir í misgripum
SVARTIR Campers-karl-
mannaskór voru teknir í
misgripum í Sundlauginni á
Seltjarnarnesi og aðrir
svipaðir með upphækkun
skildir eftir. Skilvís finn-
andi hafi samband við Val-
geir í síma 552 4690.
Gullhringur
í óskilum
GULLHRINGUR fannst í
Ísbúð Vesturbæjar við
Hagamel. Eigandi getur
haft samband í síma
552 3330 eða 896 3330.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Enn um
vegaxlir
Morgunblaðið/Árni Torfason
LÁRÉTT
1 heiðrar, 4 ánægð, 7
blíðuhótum, 8 borða, 9
beita, 11 einkenni, 13
vaxi,14 óþekkt, 15 stúfa,
17 spil, 20 löngun, 22
meðalið, 23 frí, 24 hinn,
25 hljóðfærið.
LÓÐRÉTT
1 miða byssu, 2 kasta rek-
unum, 3 víða, 4 fjögur, 5
andlegt atgervi,6 tölu-
staf, 10 athyglis, 12 fugl,
13 sendimær Friggjar, 15
kýr, 16 lágfótan, 18 sjáv-
ardýr, 19 skottið, 20
kvæði, 21 höfuð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 skákdæmið, 8 flakk, 9 lemur, 10 nóa, 11 nakta,
13 rýrna, 15 kapps,18 sakna, 21 vit, 22 lykti, 23 æstar,
24 bakaranna.
Lóðrétt: 2 kjark, 3 kikna, 4 ætlar, 5 ilmur, 6 ofan, 7
arka, 12 tap, 14 ýta, 15 kalt, 16 pakka, 17 svipa, 18
stæla, 19 kátan, 20 aurs.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Ásta R. Jóhannesdóttir,þingkona Samfylk-
ingarinnar, er stórorð í
pistli á heimasíðu sinni.
Hún segir: „Sumariðhefur einkennst af
svikum og ábyrgðarleysi
þegar ríkisstjórnarflokk-
arnir eru annarsvegar.
Hvert kosningaloforðið af
öðru virðist vera orðin
tóm. Vart var búið að
telja upp úr kjörköss-
unum umdeildri talningu,
sem ekki mátti end-
urtaka, þegar loforð fuku
fyrir lítið. Fyrst voru það
Héðinsfjarðargöngin og
síðan línuívilnunin, hvort
tveggja loforð sem sóp-
uðu atkvæðum til stjórn-
arliða og tryggðu þeim
nauman meirihluta í
kosningunum í vor, að
margra mati.
Fjársvikamál og fjár-málahneyksli reka
hvert annað og enginn
ber ábyrgð á neinu.
Fyrstan skal nefna fjár-
málastjóra Símans, sem
skaut undan hátt á þriðja
hundrað milljóna króna
úr fyrirtækinu. Enginn
bar ábyrgð á því, þótt
helstu rök fyrir him-
inháum launum forstjór-
anna þar hafi verið hin
mikla ábyrgð þeirra í
starfi.
Síðan kom skýrsla Sam-keppnisstofnunar,
þar sem fram kemur að
olíufélögin virðast hafa
með ólöglegu samráði
haft um 4 milljarða á ári –
ef ekki enn meira – af al-
menningi, og enn er eng-
inn ábyrgur. Ríkislög-
reglustjóri telur ekki
ástæðu til að lögsækja þá
sem viðurkenna að hafa
þarna brotið lög.
Nú síðast er almenn-ingur látinn bera tap
á eina síðdegisblaðinu
upp á heilar 700 milljónir
– eins og ekkert sé – með
því að hinn nýseldi rík-
isbanki Landsbankinn af-
skrifar skuldir fyritæk-
isins, sem nema reyndar
mun hærri upphæð en
þeim 700 milljónum sem
samið var um að kaup-
verð bankans myndi að
hámarki lækka eftir á. Og
helst vill bankinn fá meiri
afslátt á kaupverðinu
þannig að almenningur í
landinu – þ.e. ríkið –
borgi allt tapið á blaðinu!
Hvernig stendur á því að
bankinn lánar síðdeg-
isblaðinu á þriðja milljarð
án þess að hafa tilskilin
veð á bak við lánin? Er
nokkur ábyrgur fyrir því
heldur?
Þetta hljómar allt einsog lygasaga – og ekki
að furða þótt einhverjir
velti fyrir sér í hverskon-
ar samfélagi við búum.
Einhverstaðar hafa topp-
ar mátt fjúka af minna til-
efni,“ segir Ásta.
Þetta eru alvarlegarásakanir hjá þing-
manninum. Reyndar má
spyrja, hvort allar full-
yrðingar þingmannsins
geti talist fullsannaðar.
STAKSTEINAR
Ásakanir Ástu