Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 43 Mótið er höggleikur með og án forgjafar, hámarks grunnforgjöf karla 24 og kvenna 28. Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki auk nándarverlauna á par 3 brautum. Dregið verður úr skorkortum viðstaddra í mótslok. Rástímar frá kl. 9-11 og frá kl. 14-16. Upplýsingar og skráning á golf.is og í síma 483 3009 og 696 1370. Mótsgjald kr. 3.000. Styrktaraðilar mótsins eru: Hafið bláa ehf. Hótel Örk, Mjólkurbú Flóamanna, Karl Guðmundsson úrsmiður, Humarvinnslan-Portland ehf., Hafnarnes hf., Þormóður rammi Sæberg hf., Ferðaþjónustan Núpum og Eðalvín ehf. Golfklúbbur Þorlákshafnar heldur opið golfmót á Þorlákshafnarvelli laugardaginn 23. ágúst Opna Þorlákshafnarmótið!  EIÐUR Smári Guðjohnsen setti nýtt markamet hjá Íslandi í Evrópu- keppni landsliða þegar hann kom Ís- landi yfir á 5. mínútu í Þórshöfn. Það var sjötta mark hans í keppninni og þar með komst hann framfyrir Atla Eðvaldsson, sem skoraði 5 mörk fyr- ir Ísland í Evrópukeppninni. Þriðji er Eyjólfur Sverrisson með 4 mörk.  EIÐUR skoraði jafnframt sitt 9. mark fyrir A-landslið Íslands í Þórs- höfn í gærkvöld. Þar með hefur hann gert 9 mörk í 25 landsleikjum og er kominn í 9.–12. sæti yfir marka- hæstu leikmenn landsliðsins frá upp- hafi. Jafnir honum eru feðgarnir Þórður og Teitur Þórðarsynir og Tryggvi Guðmundsson.  PÉTUR Marteinsson skoraði hins- vegar sitt fyrsta mark fyrir A-lands- lið Íslands í gærkvöld en hann lék sinn 26. landsleik.  PATREKUR Jóhannesson, lands- liðsmaður í handknattleik, hefur ekki enn fengið staðfest félagaskipti frá þýska handknattleikssamband- inu frá Essen til Bidasoa á Spáni. Sambandið telur að hann sé í banni til 24. nóvember, þrátt fyrir að dómi sambandsins hafi verið hnekkt í vinnuréttindadómstóli Þýskalands. Lögmaður Patreks hefur óskað eftir að Handknattleikssamband Evrópu taki á málinu.  ARSENAL hefur gert samning við 16 ára strák frá Spáni – Cesc Fabregas. Barcelona reyndi að halda stráknum á Spáni, en hann valdi frekar að skrifa undir sex ára samning við Arsenal. Fabregas hef- ur verið fastamaður í 17 ára landsliði Spánverja.  SOL Campbell varnarmaðurinn sterki hjá Arsenal hefur verið ákærður af aganefnd enska knatt- spyrnusambandins fyrir að sparka í Djemba-Djemba leikmann Man. United í leik liðanna um samfélags- skjöldinn á dögunum. Ef Campbell verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér þriggja leikja bann.  EYÞÓR Atli Einarsson leikmaður Grindvíkinga leikur ekki meira með þeim á yfirstandandi leiktíð. Eyþór hélt í vikunni til Bandaríkjanna þar sem hann mun stunda nám í Flórída. Eyþór lék 12 leiki fyrir Grindavík í deildinni og skoraði eitt mark.  BRASILÍSKI sóknarmaðurinn Elber telur að Bayern München ætti að selja sig fljótlega því annars fer hann á frjálsri sölu frá félaginu eftir tímabilið. Elber hefur margoft sagt að hann ætli ekki að leika meira með München eftir að samningi hans lýk- ur en það gerist næsta sumar. Elber er 31 árs gamall og á ekki lengur öruggt sæti í byrjunarliði München eftir tilkomu Roy Makaay. FÓLK reyndar gott að koma inn strax og við skoruðum, 2:1, því það var skorað upp úr horninu á meðan ég beið eftir skiptingunni,“ sagði Arnar Grétars- son sem kom inn á fyrir Brynjar Björn Gunnarsson og lék á miðjunni. „Það kom smáhik á okkur þegar ég var að koma inn á, staðan var breytt og ég þurfti því að fá öðruvísi fyrirmæli en annars. Við fengum á okkur pressu eftir markið og féllum til baka. Færeyingarnir eru líkam- lega sterkir og við lentum í basli með þá, í staðinn fyrir að vera rólegri á boltanum og reyna að spila okkur út úr vandræðunum. Við vorum full taugaóstyrkir, en ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa unnið. Það er ekkert auðvelt að koma hing- að og hirða þrjú stig, auk þess sem það var mikil pressa á okkur. En það er frábært að standa uppi eftir leik- inn í efsta sætinu í riðlinum þegar aðeins tveir leikir eru eftir í keppn- inni. Nú fáum við fullan völl gegn Þjóðverjunum 6. september. Þeir Það var erfitt að gera eitthvað viðmarkinu því þetta gerðist allt mjög hratt. Fyrirgjöfin var góð, fast- ur bolti að stönginni fjær, skallað í Þórð sem var hinum meg- in, ég var kominn úr jafnvægi þegar skallinn kom að markinu. Ég var samt nálægt því að verja, en vantaði herslumuninn upp á að ég næði til boltans. Það fór um mig í stöðunni 1:1, hún var óþægileg, en við náðum sem betur fer að skora fljótlega og höfðum þetta af. En pan- ikin í þeirri stöðu var of mikil, það hefði verið betra að halda áfram að pressa Færeyingana framar á vell- inum. Það var hættulegt að hleypa þeim svona langt,“ sagði Árni Gaut- ur. Erfitt að koma inn „Það var erfitt að koma inn í þenn- an leik á lokakaflanum því við vorum undir töluverðri pressu. Það var hafa ekki spilað vel að undanförnu, við getum reyndar ekki sagt mikið sjálfir eftir þennan leik því við vorum frekar slakir, en það verður allt ann- að uppi á teningunum þegar við mætum þeim á eigin heimavelli. Þá verður liðið í toppstandi, og ef hlut- irnir falla fyrir okkur þar er alveg möguleiki á að hirða þrjú stig þar. Núna er pressan ekki lengur á okk- ur, hún verður á Þjóðverjunum. Flestir búast við því að við töpum en við mætum í þann leik til að sigra. Takist það, verðum við í frábærri stöðu. Ég er mjög sáttur við hópinn, stemmningin hefur verið mjög góð í liðinu og svona verður þetta vonandi áfram í tveimur síðustu leikjunum. Þá endum við þetta með stæl,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ólýsanleg tilfinning“ „Það er ólýsanleg tilfinning að við skulum vera komnir í þessa stöðu. Mér finnst þetta vera söguleg stund því þótt þetta sé í sjálfu sér ekkert endatakmark, þá er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem við vinnum þrjá leiki í röð í riðlakeppni EM eða HM, og í fyrsta skipti sem við erum á toppi í riðli í stórmóti. Þar verðum við allavega þar til við spilum við Þjóðverja, og nú eru það þeir og Skotarnir sem þurfa að sækja á okk- ur,“ sagði Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnusambands Ís- lands, við Morgunblaðið í Þórshöfn eftir leikinn. „Við erum efstir í augnablikinu, nú höfum við allt að vinna og engu að tapa. Þetta er draumastaða, hún er ótrúleg, og ég verð að hrósa leik- mönnunum og þjálfurunum. Það virðist hafa myndast ný stemmning og ný trú á það sem við erum að gera, og það var það sem við von- uðumst eftir. Úrslitin sýna og sanna að það hafa orðið miklar hræringar í landsliðinu. Strákarnir hafa getuna og hæfi- leikana, nú er komið að því að spila stærsta leik sem við höfum nokkru sinni spilað, og það við silfurliðið á HM í Japan og Suður-Kóreu. Ég tel að þetta landslið okkar og allir sem að því standa hafi sýnt og sannað hvað við getum staðið fyrir,“ sagði Eggert Magnússon. Morgunblaðið/Kristinn Rúnar Kristinsson á fullri ferð í leiknum gegn Færeyingum í Þórshöfn í gærkvöldi. „Rosaleg barátta“ „ÞETTA var rosaleg barátta eins og við vissum og fyrir mestu að við fengum stigin þrjú en ég er ekki sáttur við leikinn sem slíkan. Við bökkuðum allt of mikið. Markið kom snemma og við vorum of varn- arsinnaðir í síðari hálfleiknum, fórum alltof aftarlega á völlinn. Þetta var erfitt, stress í gangi, menn vissu hvað var í húfi og það hafði sín áhrif. Svo bauð völlurinn ekki upp á mikið spil. Aðalatriðið var að berjast og fá þrjú stig og það tókst,“ sagði Árni Gautur Ara- son, markvörður Íslands, við Morgunblaðið, raddlítill eftir mikil köll seinni hluta leiksins. Víðir Sigurðsson skrifar frá Þórshöfn Árni Gautur Arason sagði að leikurinn í Þórshöfn hefði tekið á taugarnar KVENNALIÐ ÍBV og Vals mættust öðru sinni á nokkrum dögum í Eyj- um í gærkvöldi en liðin léku til úr- slita í VISA-bikarnum á sunnudag þar sem Valsstúlkur sigruðu nokk- uð örugglega. Það snerist heldur betur við í gær þar sem Eyjastúlkur hreinlega völtuðu yfir gestina og sigruðu örugglega 5:0. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst hvort liðið ætlaði sér sigur og virk- uðu Valsstúlkur frekar áhugalitlar um leikinn á meðan ÍBV-liðið barð- ist um hvern bolta. Olga Færseth var í miklu stuði framan af og skor- aði fyrstu tvö mörk leiksins. Karen Burke sem var að leika sinn síðasta leik fyrir ÍBV í sumar bætti við þriðja markinu fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, Eyjastúlkur mun ákveðnari og Margrét Lára Viðars- dóttir bætti tveimur mörkum við fyrir leikslok og þar við sat. Valsstúlkur hresstust þó eilítið síðustu mínútur leiksins en náðu aldrei að ógna Eyjamarkinu að neinu viti. Þar með er ÍBV eina liðið sem getur fræðilega náð KR af stig- um en Vesturbæjarliðið getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni í næstu um- ferð. Einstefna Eyjastúlkna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.