Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8 og 10.
Miðaverð 500 kr.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.12 ára.
Tvær löggur. Tvöföld
spenna. Tvöföld skemmtun.
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Ef þú gætir verið
Guð í eina viku,
hvað myndir þú gera?
Fyndnasta mynd sumarsins
frá leikstjóra
Liar Liar og Ace Ventura
Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar
Yfir 25.000 gestir
HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Miðaverð 500 kr.
Ef þú gætir verið Guð
í eina viku,
hvað myndir
þú gera?
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.
kl. 5.30, 8 og 10.20.
Tvær löggur. Tvöföld spenna.
Tvöföld skemmtun.
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
Yfir 25.000 gestir
Þessi gamli góði
Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar
Grensásvegi 7, sími 517 3530
Nýtt dansatriði
HLJÓMSVEITIN Spaðarnir hefur
átt sinn fasta aðdáendahóp í gegn-
um tíðina en síðasta plata þeirra,
Skipt um peru, naut mikilla vin-
sælda. Var það ekki síst fyrir tilstilli
smellsins „Obb, bobb bobb“, sem
hljómaði mikið í útvarpinu. Það
gleður aðdáendur sveitarinnar, bæði
gamla sem nýja, væntanlega, að
heyra að tvöföld plata er á leiðinni
frá Spöðunum á þessu afmælisári en
hljómsveitin fagnar tvítugsafmæli
sínu í ár.
„Við erum að vinna að hálfgerðum
safndiski. Það verður eitthvað nýtt
og eitthvað endurtekið. Þetta er af-
mælisútgáfa en við verðum 20 ára í
ár,“ segir Guðmundur Ingólfsson,
bassaleikari sveitarinnar, sem verð-
ur fyrir svörum. Diskurinn verður
tvöfaldur en Guðmundur útskýrir að
það sé „varla pláss fyrir þetta á ein-
um diski“. „Við höfum verið að vinna
þetta eitthvað með Þorkeli Heiðars-
syni Geirfugli. Annars erum við ekki
mjög langt komnir,“ segir hann en
þeir stefna á útgáfu fyrir næstu jól.
Hvað stílinn á plötunni varðar segir
Guðmundur að þeir hafi „breyst
ósköp lítið“.
Efni af gömlum spólum
Spaðarnir hafa gefið út um 40 lög
á þremur spólum og verður hægt að
nálgast hluta af því á þessari nýju
plötu. Sú fyrsta kom út árið 1987 og
segir Guðmundur að efnið á henni
hafi verið eitthvað eldra.
„Þetta voru aldrei eiginlegar út-
gáfur heldur settum við þetta saman
handa vinum og kunningjum,“ segir
hann.
Spólurnar fóru víða. „Það hafði
einhver tekið kassettu af kassettu
sem annar hafði tekið af annarri
kassettu. Það hafa ekki verið mikil
gæðin á því,“ nefnir hann sem
dæmi.
Sumar af þessum gömlu upptök-
um verða notaðar á væntanlegri
plötu en önnur lög ætla Spaðarnir
að taka upp aftur auk nýrra laga.
Hvað vinsældir síðustu plötu
varðar segir hann að útvarpið beri
fulla ábyrgð á þeim. „Það er þeim að
kenna þarna í útvarpinu, þau
spiluðu þetta svo mikið á Rás 2,“
grínast hann.
Spaðarnir spiluðu í Norræna hús-
inu á Menningarnótt og segir Guð-
mundur að það hafi gengið vel. „Það
var alveg troðfullt og einhverjir
þurftu frá að hverfa,“ segir hann en
Spaðarnir gera ekki mikið af því að
halda tónleika. „Það eru allir á kafi í
einhverju öðru,“ segir Guðmundur
og bætir við að þetta sé bara tóm-
stundagaman hjá þeim. „Þegar aðr-
ir koma saman að spila bridds þá
komum við saman að spila músík.“
Spaðana skipa Guðmundur Andri Thorsson, Magnús Haraldsson, Aðalgeir
Arason, Gunnar Helgi Kristinsson, Guðmundur Pálsson, Hjörtur Hjart-
arson, Guðmundur Ingólfsson og Sigurður G. Valgeirsson.
Nýtt og gamalt
í bland
Spaðarnir á leiðinni með tvöfalda plötu á afmælisári
ingarun@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR er í fullum
gangi fyrir keppnina um titilinn
Dragdrottning Íslands 2003 sem
fara mun fram 13. september næst-
komandi á Nasa.
Skráning stendur enn yfir og
þátttaka er öllum efnilegum drag-
drottningum heimil: „Þátttaka er
ekki háð samkynhneigð frekar en
gagnkynhneigð,“ segir Georg Erl-
ingsson sem í félagi við Björn
Gunnlaugsson skipuleggur keppn-
ina. „Það hefur alltaf verið einhver
gagnkynhneigður keppandi í hópn-
um. Annars er þetta ofboðslega
reglulaus keppni og þátttaka fáum
skilyrðum háð.“
Það er þó ekki á hvers manns
færi að sýna gott drag en kepp-
endur þurfa að sýna skemmtiatriði
og búa til trúverðuga persónu sem
annars má vera á hvaða formi sem
keppanda þykir best. Þemað utan
um keppnina að þessu sinni verður
Óskarsverðlaunin en í fyrra var
Evróvisjónbragur á keppninni.
„Það er ekki skilyrði að atriði
tengist Óskarsverðlaununum bein-
línis enda er það bara hjúpurinn
utan um keppnina. Keppendur
munu samt þurfa að flytja nokkurs
konar leikatriði með kvikmynda-
brag og allir fá að flytja þakk-
arræður.“
Þetta er í sjöunda skipti sem
keppnin er haldin en keppnin fór
fyrst fram árið 1997 á Nelly’s. Það-
an fór hún á Ingólfscafé og svo aft-
ur á Nelly’s næsta ár. Síðustu þrjú
ár hefur keppnin farið fram á Spot-
light en verður nú, eins og fyrr var
getið, á dansstaðnum Nasa.
Síðustu keppni sigraði sjón-
varpsmaðurinn og tísku-gúrúinn
Skjöldur Eyfjörð en hann krýnir
drottninguna í ár auk þess sem
hann flytur siguratriðið frá síðustu
keppni.
Kynnir á keppninni í ár er Páll
Óskar en leynd hvílir yfir hverjir
skipa dómnefnd. Það er þó svo á
keppninni, nú sem endranær, að
áhorfendur hafa veruleg áhrif á
úrslit keppninnar.
Frá keppninni í fyrra. Skjöldur Ey-
fjörð sigraði í harðri keppni en fær
núna að krýna sigurvegarann.
Viltu verða
drottning?
Keppnin Dragdrottning Íslands
2003 fer fram á Nasa 13. sept-
ember. Áhugasamir geta skráð
sig hjá Georgi í síma 897 8232
eða Birni í síma 690 5391.
Loks geta væntanlegir kepp-
endur gefið sig fram við Skjöld á
Kaffi Cózy í Austurstræti.
Skráning stendur yfir í keppnina Dragdrottning Íslands 2003
Röng mynd með
tónleikadómi
Í gær birtist gagnrýni um
tónleika hljómsveitarinnar
Total F***ing Destruction og
fleiri sveita. Með dómnum átti
að koma mynd, þar sem þeir fé-
lagar í TFD stilla sér upp, en
þeir eru þrír. Röng mynd var
birt en með á myndina slæddist
eini meðlimur hljómsveitarinn-
ar The Motherf***ng Clash og
stendur hún lengst til vinstri á
myndinni. Velvirðingar er beð-
ist á þessum mistökum.