Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „EKKI losa mig,“ heyrist öskrað að ofan. Síðan kemur þögn. Ég held við reipið og strekki aðeins á því. Syllan sem ég stend á rúmar aðeins fæturna og hallast niður á við. Mér er ekki al- veg rótt vegna grjóthrunsins hér í klettunum. Rétt áðan kom hnefastór steinn fljúgandi úr háloftunum. Fyrir algjöra heppni maskaði hann ekki á mér ennið. Hvinurinn frá honum var óhugnanlegur. Þetta gerðist einmitt þegar ég var að gá að Haraldi og sneri andlitinu beint á móti fyr- irvaralausu grjóthruninu. Þarna í klettunum falla steinar og mosatægj- ur allt í kringum mann og hverfa nið- ur í hyldýpið. Í þessum hrikalega fjallgarði, egg- hvössum og svimandi háum, bíð ég þess að fá kallmerki um að klifra áfram. Ég horfi niður í Hörgárdalinn hægra megin við mig og síðan niður í Öxnadalinn. Stórkostlegt. Stundum finn ég fyrir lamandi vímu loft- hræðslunnar en skammast mín ekk- ert fyrir hana. Ég slaka aðeins á reip- inu. Ekkert heyrist að ofan. Það er varla hægt að hagræða sér á syllunni og ég fæ fljótlega náladofa í fæturna. Þetta er ekki lóðréttur klifurveggur, en snarbratt engu að síður. Verst er þó hvað bergið er laust í sér. „Þú ert tryggður,“ heyrist kallað að ofan. Léttir. Nú get ég haldið áfram. Ég leita eftir handfestu, bora fingrunum ofan í mosa fyrir ofan mig. Finn stein og reyni traustleikann. En hann losn- ar og flýgur niður. Færi hendina til hægri en verð aftur fyrir von- brigðum, síðan til vinstri og enn á ný bregst handfestan. Ég finn að fót- festan er að gefa sig og verð óróleg- ur. Verð að finna handfestu. Reyni aðeins hærra, finn stein, en hann losnar líka. Áfram þreifa ég fyrir mér og – loksins. Traustur steinn sem haggast ekki. Hvílíkur léttir. Nú hef ég tvær traustar handfestur og get leitað að nýrri fótfestu. Það heppnast eftir nokkrar tilraunir og ég mjakast upp. Það þýðir víst ekkert að svekkja sig á ótryggum festum í þessu klifri. Bara leita lengur og taka því rólega. Ekki treysta á festingar Í áranna rás hafa klifrarar skilið nokkra ryðgaða bergfleyga eftir í berginu. Þeir koma að ágætum not- um í bland við þær festingar sem við erum með. Best er þó að treysta ekki á neinar festingar, nýjar eða gamlar. Reyna frekar að vanda sig við sjálft klifrið og umfram allt ekki detta. Eft- ir þriggja tíma klifur, grjóthrun, lausar handfestur er ég kominn upp að síðasta haftinu til Haralds. Í fyrsta skipti þennan dag eygi ég raunverulega möguleika á að komast alla leið á tindinn. Nógu oft er ég bú- inn að mæna á hann út um bílglugg- ann neðan úr Öxnadalnum. Nú er stundin hins vegar runnin upp. Þetta gæti verið draumur. Lofthræðslan er líka aðeins að stríða mér. Einkenni- legur fiðringur fer um mann og hverfur á víxl. Það kemur mér á óvart hvað efsti hluti spírunnar er í rauninni mjór. Varla mikið sverari en bygg- ingakrani. Það er í senn ógnvekjandi og heillandi að horfa niður úr þessari hæð. Heyrúllur á túnum eru eins og flasa í hársverði. Öxnadalsáin eins og hlykkjóttur tvinnaþráður þarna lengst fyrir neðan. Ég á í erfiðleikum með að ná upp í síðustu handfestuna. Þarf að spyrna mér kröftuglega upp með fætinum úr klettasprungu í hné- hæð og taka sénsinn á að grípa örugglega utan um efsta steininn í fyrstu tilraun. Til að flýta fyrir stíg ég bara á öxlina á Haraldi sem lyftir mér hægt upp. Pólfarinn er engum líkur. Enn á ný fæ ég smáfiðring í magann þegar ég lyftist upp og nálg- ast steininn með útréttri hendi. Þetta má ekki mistakast. Aðeins lengra. Um leið og ég næ taki á steininum veit ég að öryggi mitt er tryggt og tindurinn fellur að fótum okkar mín- útu síðar. Tilfinningin er ólýsanleg. Hvílíkur dagur og hvílíkur staður til að vera á! Svo ótrúlega lítið pláss, á þessari örmjóu strýtu. Tveir full- orðnir rétt rúmast hér uppi. Fyrir neðan okkur dembir skýjabakki sér á skörðóttan fjallgarðinn eins og snögg tannburstun í fjallarisa. Á þessum fimmtán mínútum sem við sitjum klofvega á tindinum reyni ég að átta mig á djúpgerð þeirrar atburðarásar sem leiddi okkur hingað upp. Í hverju liggur innsta eðli allra fjalla- ferða? Er það þráin eftir eilífu lífi sem dregur fólk upp á tind eins og Hraundranga? Eða kannski bara vískípelinn sem geymdur er í málm- kassa hér uppi? Það er farið að rökkva örlítið þegar við hefjum niðurferðina. Reipinu er brugðið utan um lykkju á toppnum og síðan sígum við ofan klettinn í nokkrum áföngum. Hraundrangi er enn á sínum stað þegar við lítum til hans frá Stað- arbakka tveim tímum síðar. Hús- freyjunni á bænum heyrðist við ætla að velta honum við þegar við fórum af stað fyrr um daginn. Engin hætta á því. Það fær enginn haggað Hraun- dranga. Í besta falli fær maður að setjast í hásæti hans smástund, en standa í skugga hans þess á milli. FIMM ára stúlka var hætt komin í einni af sundlaugum borgarinnar á laugardags- kvöld er hún fannst hreyfing- arlaus úti í lauginni. Mun barnið hafa tekið af sér arm- kúta í óleyfi og stokkið út í laugina. Var hún með góðan púls er hún fannst en andaði ekki fyrr en að loknum lífg- unartilraunum. Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um málið og vill hún af þessu tilefni ítreka við foreldra að fylgjast vel með börnum sínum í sundi og láta ósynd börn sín ekki úr aug- sýn. Hætt komin í sundlaug HRAUNDRANGI (1.075 m) var fyrst klifinn í ágústbyrjun 1956 af þeim Nicholas Clinch, Finni Eyj- ólfssyni og Sigurði Waage. Ferð þeirra vakti töluverða athygli og mátti sjá eftirfarandi fréttafyrir- sögn Morgunblaðsins 8. ágúst: „Þrír fjallgöngugarpar sigra erf- iðasta fjallstind landsins.“ Hraun- dranginn stendur ekki undir þeirri nafngift í dag þótt hann hafi e.t.v. gert það fyrir 47 árum. Hraundrangi er hrikalegur á að líta og rís um 100 metra upp úr Öxnadalsfjallgarðinum á milli Hörgárdals og Öxnadals. Þremenningarnir klifu tindinn úr Öxnadalnum, sem er erfiðara en frá Staðarbakka í Hörgárdal eins og tíðkast nú til dags. Sagnir herma að fjársjóður sé á tind- inum, en enginn hefur komið rík- ari niður – nema reynslunni auð- vitað. NÆR ALLIR sendiherrar Íslands erlendis komu saman til fundar í ut- anríkisráðuneytinu í gærmorgun og verður fundinum fram haldið í dag og hitta þá sendiherrarnir m.a. bæði for- sætis-, fjármála- og viðskipta- og iðn- aðarráðherra. Tilgangurinn er að ræða helstu pólitísku áherslumálin á Íslandi, sam- ræma starfið og skiptast á upplýsing- um um störf og starfshætti sendiráð- anna. Á meðal mála sem rædd verða eru sjávarútvegsmálin, þ.m.t. hval- veiðar. Þetta er í fyrsta sinn sem skipulagður samráðsfundur sendi- herra erlendis er haldinn á Íslandi. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir flestar utanríkisþjónustur hafa þennan háttinn á og reyni að kalla saman fólk einu sinni á ári eða annað hvert ár til þess að stilla saman strengina, efla liðsheildina, fara yfir helstu verkefni og það sem framund- an er og skiptast á skoðunum. „Við munum fara yfir það að lokn- um þessum fundi hvernig til hafi tek- ist og svo munum við í framhaldi af því ákveða hvernig framhaldið verð- ur.“ Þróunar- og umhverfismál einnig rædd Fundurinn í gær hófst með erindi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgríms- sonar, um megináherslur og verkefni framundan í íslenskum utanríkismál- um. Síðan voru m.a. alþjóðamál, ör- yggis- og varnarmál, Evrópumál, um- hverfismál, rekstrarmál sendiráða, þjóðréttarmál, þróunarsamvinna og sjávarútvegsmál, þ.m.t. hvalveiðar, á dagskránni, að því er segir í tilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins. Í dag munu sendiherrararnir síðan funda með Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Þá verða einnig kynntar breytingar á samstarfi sendiráðanna og VUR – viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytisins – og fundað með aðilum úr atvinnulífi, menningarlífi og ferðaþjónustu. Samráðsfundur sendiherra Íslands Morgunblaðið/Arnaldur Í skugga Hraundranga Hér eftir verður öðru- vísi að aka Öxnadalinn og horfa upp að Hraun- dranga, vitandi hvernig það er að tylla fæti á örmjóan toppinn, skrif- ar Örlygur Steinn Sigurjónsson um ferð þeirra Haralds Arnar Ólafssonar á tindinn á menningarnótt. Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson „Gamlar festingar koma að ágætum notum í bland við þær festingar sem við erum með. Best er þó að treysta ekki á neinar festingar, nýjar eða gamlar.“ Haraldur Örn Ólafsson tryggir hér sporgöngumann sinn. Ljósmynd/Haraldur Örn Ólafsson „Þetta gæti verið draumur. Lofthræðslan er líka aðeins stríða mér. Ein- kennilegur fiðringur fer um mann og hverfur á víxl.“ Ljósmynd/Gunnlaugur Búi Ólafsson Hraundranginn séður úr Hörgárdal. Til hægri er Hraunkistan sem einnig hefur verið klifin og er torkleifari en Hraundranginn. orsi@mbl.is Tindurinn fyrst klifinn 1956
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.