Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 29 1. Að undanförnu hefur framtíð- arhlutverk Vatnsmýrar í skipulagi Reykjavíkur verið til umræðu af nokkrum aðalástæðum: 1. Vegna framtíð- aruppbyggingar mið- borgar Reykjavíkur. 2. Vegna flug- samgangna. 3. Vegna þróun- arþarfa Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ), en ákveðið hefur verið að LSH byggist í framtíðinni upp við Hringbraut og í Vatnsmýri. Fyrirhugaður flutningur Hring- brautar til suðurs mun skapa tækifæri, sem geta nýst LSH og HÍ til þróunar og uppbyggingar eftir örfá ár. Hér verður kynnt til sögunnar mikilvæg starfsemi sem taka þarf tillit til við framtíð- arráðstöfun þessa svæðis – sameining rannsóknarstarfsemi í lífvísindum í líf- vísindasetri. 2. Í ársbyrjun 2003 skipaði rektor HÍ starfshóp, sem ætlað var að gera til- lögur um framtíðarskipulag lífvísinda við HÍ og stofnanir honum tengdar. Rannsóknir og kennsla í lífvísindum við HÍ eru dreifð um ýmsar byggingar há- skólans og tengdar stofnanir, auk þess sem skyld starfsemi er stunduð við LSH og á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Hugmyndir að frekari eflingu þessarar starfsemi með aukinni nálægð hafa ítrekað komið fram á undanförnum árum. Nýlegar ákvarðanir ríksstjórn- arinnar um flutning Keldna og framtíð- arstaðsetningu LSH við Hringbraut hafa hins vegar fært þessar hugmyndir í sviðsljósið og þótti rektor að tími væri kominn til að skoða málið formlega. Hópinn skipuðu átta menn frá ýmsum deildum háskólans, en greinarhöfundur var formaður. Meðal nefndarmanna var prófessor Sigurður Ingvarsson, for- stöðumaður Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum. Hefur stjórn stöðvarinnar talið, að hún væri ákjós- anlega staðsett í Vatnsmýrinni í nálægð við HÍ. Niðurstaða sjö nefndarmanna (einn skilaði séráliti) var, að starfsemi HÍ í líf- vísindum mundi eflast að mun með stofnun lífvísindaseturs. Í lífvísindasetri gætu verið flestir þeir aðilar sem stunda rannsóknir í lífvísindum og tilheyra LSH eða tengdum stofnunum. Rann- sóknarstofnun LSH, núverandi lífvís- indastarfsemi í Læknagarði á vegum læknadeildar HÍ, Blóðbankinn, Rann- sóknarstofa í meinafræði (við Bar- ónsstíg), Rannsóknarstofa í lyfja- og eit- urefnafræði, lyfjafræðideild HÍ, Tilraunastöð HÍ að Keldum og ef til vill fleiri. Hverjar voru röksemdirnar fyrir svo víðtækri sameiningu? Mikilvægustu rökin eru möguleikar á markvissri samhæfingu sérhæfðs starfsliðs og aðstöðu og samnýtingar dýrs tækjabúnaðar. Margt er líkt í starfsemi og tækjanotkun þessara stofnana þótt viðfangsefnin séu ólík. Ekki er síður mikilvægt að efla sam- gang og samstarf vísindamanna til að auðvelda stofnun og starfsemi rann- sóknarhópa af þeirri stærð og styrk, sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Slíkir rannsóknarhópar eru að jafnaði forsenda þess að skriður sé á rannsókn- arstörfum, samstarf eflist við rannsókn- arhópa erlendis og innanlands, vís- indamenn og nemendur laðist til starfa og alþjóðlegir styrkir fáist. Í þjón- usturannsóknum er einnig þörf á sam- hæfingu. Sem dæmi má nefna Rann- sóknarstofnun LSH (RLSH) sem spannar starfsemi blóðmeinafræði, klín- ískrar lífefnafræði, ónæmisfræði, sýkla- fræði, veirufræði og erfða- og sam- eindalæknisfræði. Starfsemin dreifist um ýmsar byggingar á lóð LSH einkum við Hringbraut auk þess sem t.d.veiru- fræði er staðsett í Ármúla. Sumt af húsakynnum stofnunarinnar er ófull- nægjandi bráðabirgðahúsnæði. Vísinda- starfsemi RLSH fer fram í sama hús- næði og þjónusturannsóknirnar. Verulegt faglegt og fjárhagsleg óhag- ræði er að því að þessi starfsemi sé svo dreifð. Starfsemi Rannsóknarstofu í meinafræði er einnig dreifð og illa hýst í gömlu húsnæði. 3. Starfshópurinn var sammála um, að einungis tveir staðir kæmu til greina fyrir lífvísindasetur, annars vegar í ná- munda við Umferðarmiðstöðina og hins vegar í þekkingarþorpi HÍ í Vatnsmýr- inni. Blóðbankinn, RLSH og Rannsókn- arstofa í meinafræði verða að vera stað- sett nærri LSH enda sinna þessar stofnanir allar mikilvægri þjónustu vegna bráðastarfsemi sjúkrahússins. Ljóst er, að þessi starfsemi verður ekki flutt af lóð LSH. Auk þess er umfangs- mikil starfsemi á sviði lífvísinda þegar í Læknagarði. Hluti þeirrar starfsemi (erfða- og sameindalæknisfræðideild) tengist LSH nánum böndum. Umferð- armiðstöðvarreiturinn hefur þá kosti að vera í nánum landfræðilegum tengslum við núverandi og fyrirhugaða starfsemi á lóð LSH, en jafnframt eins nærri tengdri starfsemi háskólans í nýju nátt- úrufræðihúsi og þekkingarþorpi og unnt er. Skipulags- og undirbúningsvinna við Umferðarmiðstöðvarreitinn er skammt á veg komin en ekki þarf þó að taka meira en eitt ár að ljúka deiliskipulagi svæðisins, ef ákvörðum um uppbygg- ingu verður tekin. Skipulagsvinna er lengra á veg komin í þekkingarþorpi. Kostir við staðsetn- ingu í því eru einnig nálægð við nátt- úrufræðihús og hús Íslenskrar erfða- greiningar. Helsti ókosturinn er fjarlægðin frá LSH og Læknagarði. Það var því mat meirihluta starfshópsins, að það vegi þyngst að rannsóknastofnanir LSH verði að vera í nánum tengslum við aðra starfsemi sjúkrahússins. Uppbygg- ing á umferðarmiðstöðvarreitnum þýði, að LSH teygir starfsemi sína í áttina að háskólanum og þekkingarþorpinu. Fyrir liggur að líffræðiskor raunvís- indadeildar mun flytja í náttúrufræði- hús á næstu mánuðum og hefur því ekki hug á að eiga aðild að lífvísindasetri. Þeir aðilar sem gætu sameinast í lífvís- indasetri eru því einkum Tilraunastöð í meinafræði að Keldum, RLSH, Blóð- bankinn, Rannsóknarstofa í meinafræði, núverandi vísindastarfsemi í Lækna- garði, lyfjafræðideild HÍ og Rannsókn- arstofa læknadeildar HÍ í lyfja- og eit- urefnafræði. Við þessar stofnanir starfa um það bil 400 starfsmenn, og húsnæð- isþörf mun vera 10.000 til 15.000 fer- metrar. 4. Uppbygging lífvísindaseturs í Vatns- mýri gæti skapað mikið hagræði fyrir þjónustu og vísindarannsóknir við LSH og HÍ. Benda má á, að heilbrigð- isgreinar og lífvísindi hafa á und- anförnum árum verið langöflugasti vaxtarbroddurinn í íslenskum hátækni- útflutningi (t.d. framleiðsla lyfja og hjálpartækja og erfðarannsóknir). Fyr- irsjáanlegur flutningur Rannsókn- arstofu HÍ frá Keldum skapar aðstæður sem krefjast þess, að tekin verði heild- stæð ákvörðun um þróun lífvísinda- starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og flutningur Hringbrautar skapar nauð- synleg tækifæri. Ákvörðun hefur verið tekin um að sameinaður Landspítali – háskóla- sjúkrahús verði við Hringbraut í fram- tíðinni. Starfsmenn spítalans og HÍ bíða þess með óþreyju að deiliskipulagi verði lokið og að hönnun hefjist á nýbygg- ingum á þessu svæði. Því er borið við að fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka verði svo þensluvaldandi að spítala- og rannsóknarbyggingar verði að bíða um sinn. Vel má vera að slíkar byggingaframkvæmdir geti ekki hafist fyrr en 2006 eða 2007. Það skapar hins vegar ákjósanlegt tækifæri og tíma til að vanda til verka og hefja nú þegar undirbúning að uppbyggingu LSH og lífvísindaseturs á svæðinu, sem tengir saman öflugustu rannsóknarstofnanir landsins – í Vatnsmýri. Eftir Þórð Harðarson Höfundur er prófessor við HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum – há- skólasjúkrahúsi. Lífvísindasetur í Vatnsmýri Framtíðarþróun Landspítala – háskólasjúkrahúss og HÍ Fjölþjóðlegt samstarf „Ráðstefnugestir komu víða að, jafnt frá Ástralíu, Suður-Afríku, Austurlöndum nær og Evrópu. Allt eru það sérfræðingar um landhnignun og landeyðingu, jafnt um ferli náttúrunnar og afleiðingar landsnytja,“ segir Guðrún. „Sömuleiðis voru viðstaddir ráðstefn- una sérfræðingar í aðferðum við uppgræðslu og end- urheimt landgæða, og nýtingu og aðkomu mannsins að þeirri auðlind, sem jarðvegur og gróður er,“ bætir hún við. Að sjálfsögðu voru pólitískar ákvarðanir og pólitísk stefna einnig til umræðu, sem og vandamál sem skapast af árekstrum hagsmunaaðila. Guðrún segir það mjög mikilvægt fyrir hérlenda vísindamenn á þessu sviði að hitta erlenda kollega sína og skiptast á skoðunum. „Það styður mjög við rannsóknavinnu hér, og færir ferskan vind inn í fræðin,“ útskýrir hún. „Að sjálfsögðu eru skoðanir stundum skiptar, til dæmis hvað varðar ýmsa þætti umhverfismála hér á landi. Það er gott fyrir okkur að fá álit erlendra sérfræðinga um þróun mála, og veitir nýja sýn á aðstæðurnar sem við búum við.“ ALA óttur, ferli Arn- ráð- uður- trúar i.“ Morgunblaðið/RAX a sýn á érlendis ér- fnu a á úru. u- r „Nefndin heldur ráðstefnu af þessu tagi um þrisvar á ári,“ segir Inbar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum fund hér á Íslandi, og fyrir nokkrum mánuðum funduðum við í Catamarca í Andesfjöllum Argentínu. Það var mjög áhugavert að hafa fundinn þar, en eng- inn alþjóðafundur af þessu tagi hafði verið haldinn þar áður. Með þessum hætti viljum við færa okkur nær al- menningi, frá stórborgum og stórum þjóðum til smærri landa til fundarhalda. Við komum þannig okkar sjónarmiðum á framfæri til fleira fólks, og lærum sjálf mikið af heimsókn á nýja staði,“ út- skýrir Inbar. Ánægjulegt að koma til Íslands Ísland er að þeirra mati merkilegt land að heimsækja. „Á ferðum mínum hér á landi hef ég séð hve mjög Ísland er mótað af íbúum sínum og hvernig nýt- anlegt land hefur lengi verið nytjað mönnum til handa. Landslagið ber þess víða merki,“ segir Inbar. Thornes tekur í sama streng. „Jafnvel á undanförnum áratugum hefur landið breyst svo mikið. Ég kom hingað fyrst árið 1962, og til dæmis vegakerfið er gjörólíkt því sem þá var,“ bætir hann við. Telja þeir að góður árangur verði af ráðstefnunni fyrir fræðasamfélag sitt. „Af nið- urstöðum þessarar ráðstefnu munu fæð- ast mjög spennandi rannsóknaverkefni sem við munum uppskera ríkulega af,“ sammælast þeir um að lokum. kenningar sínar og líkön varðandi sam- spil manns og náttúru, sem hann hefur unnið að mörg undanfarin ár. „Það má segja að ég vinni nær ein- göngu að kenningasmíði. Líkön mín byggjast á samspili gróðurfars, landeyð- ingar og beitar. Það var þess vegna stór- kostleg upplifun fyrir mig að fara í ferð til Krísuvíkur og sjá aðstæður þar, því þær raunaðstæður endurspegla ótrú- lega vel þær kenningar sem ég hef sett fram. Þrátt fyrir votviðrið var ferðin ógleymanleg fyrir mig og okkur öll,“ út- skýrir Thornes. Eins og sjá má eru ferðalög mik- ilvægur hluti af ráðstefnunni og ekki síður mikilvæg en fyrirlestrarnir. „Þetta eru rannsóknarferðir frekar en skoðunarferðir,“ segir Inbar. „Við fór- um fyrst í dagsferðir á Þingvelli og um Reykjanes. Síðustu dögum ráðstefn- unnar eyddum við svo á nokkura daga ferð um Suðurland, bæði um láglendi og hálendi. Á þessum ferðum náðum við að ræða fyrirlestrana og bera saman bæk- ur okkar við nýjar og spennandi að- stæður.“ Thornes tekur undir þessi orð Inbars. „Á rannsóknarferðunum koma oft fram mjög mikilvægir punktar í umræðunni. Þar fáum við að sjá í hnotskurn vanda- mál annarra, aðstæður og lausnir. Sem dæmi má þar nefna umræður um virkj- anir sem hafa verið mjög veigamiklar hér á landi. Sömuleiðis má sjá ýmsar hugmyndir hlutgervast í náttúrunni, líkt og heimsóknin í Krísuvík var fyrir líkön mín.“ að í forgangsröð þeim at- rf að gera ef til slyss það ekki síður nauðsyn- ðaáætlun vegna slysa af gi fyrir líkt og sjúkrahús egna hópslysa. Forgangs- r einnig í veg fyrir að jótist af en annars gæti ir Inbar. n að koma í Krísuvík es hefur unnið undanfarin um landhnignun í Suður- Miðjarðarhaf. Hér á ráð- di hann hins vegar um kulega af ráðstefnunni Morgunblaðið/Arnaldur ladóttir frá Háskóla Ís- bjarniben@mbl.is COMLAND-NEFNDIN, Commission on Land Degradation and Desertification, starfar undir Alþjóðalandafræðisambandinu (IGU). Í upphafi, fyrir rúmum áratug, var myndaður vinnuhópur um landhnignun, og þegar hann hafði sannað gildi sitt fékk hópurinn stöðu fastanefndar. Meginhlut- verk nefndarinnar er að kynna rannsóknir og vinna að mótvægisaðgerðum gegn ann- ars vegar loftslagsbreytingum og nátt- úrulegum breytingum og hins vegar áhrif- um mannsins á umhverfi sitt með landnýtingu. Nefndin á að vinna að víðtæk- ari skilningi meðal jarðarbúa um nauðsyn landverndar og jafnvægis milli nýtingar, landeyðingar og gróðurfars. Undir nefndinni starfar fjöldi vísinda- manna að ýmsum rannsóknum og aðgerð- um gegn landhnignun. Sömuleiðis er boðað til ráðstefna, líkt og nú á Íslandi, þar sem jafnt eru kynntar nýjar rannsóknir sem og farið í rannsóknarferðir og aðstæður kynntar. Meðal rannsóknarverkefna sem nú eru í vinnslu eru rannsóknir á landeyðingu í köldu loftslagi, til dæmis á Íslandi, sömu- leiðis rannsóknir um áhrif vinds á landeyð- ingu og rannsóknir á landhnignun í Suður- Evrópu og við Miðjarðarhafið. COMLAND TENGLAR ............................................................ http://www.comland-commission.com/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.