Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                !     # $        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RITSTJÓRI sjávarútvegskálfs Mbl. – „Úr verinu“ – skrifar í „Bryggju- spjalli“ 7.8. sl. pistil með yfirskrift- inni: „Er betra að veifa röngu tré en öngvu?“ Ritstjórinn segir að stjórnun fiskveiða sé stöðugt til umræðu og það sem upp úr standi sé m.a. gegnd- arlítill áróður gegn fiskveiðum al- mennt. Hann telur ennfremur að vís- indamenn hafi gengið til liðs við öfgasinnaða andstæðinga fiskveiða. Svo má vera í einhverjum tilvikum, en ritstjórinn er ekkert í þeirri aðstöðu að geta dæmt um það hvenær mál- flutningur er öfgasinnaður t.d. varð- andi ástand helstu nytjafiska heims. Hann veit heldur ekki hvort of lágar tölur eða háar um eyðingu fiskstofna á heimsvísu séu íslenskum hagsmun- um til tjóns. Mikið hefur verið rætt um vont ástand helstu stórfiskanna, sem eru efstir í fæðukeðjunni; þorsk- fiskar eru meðtaldir, en mörg helstu tímarit á Vesturlöndum hafa fjallað um málin að undanförnu, en umræð- ur fóru af stað vegna rannsókna tveggja vísindamanna (Myers & Worm) við Dalhousie háskólann í Halifax. Leitað hefur verið umsagnar margra málsmetandi sérfræðinga um þessi mál, en niðurstöður hafa ekki verið bornar til baka í þeim tugum umsagna, sem bréfritari hefur lesið, í Herald Tribune einnig. En ritstjóri Versins er snjall; honum hefur tekist að finna í því ágæta riti umsögn um að verið sé að byggja upp fiskstofna með góðri fiskveiðistjórnun með kvóta- kerfi að íslenskri og nýsjálenskri fyr- irmynd og sem byrjað sé að nota í BNA. Já, það var og. Í fyrsta lagi er fisk- veiðistjórnun í Nýja-Sjálandi ekki eins og hér. Þar er miðum skipt upp í 10 veiðsvæði, en undireiningar eru 169. Veiðileyfi eru því svæðisbundin, en þau eru framseljanleg eins og hér; kerfið er mjög umdeilt og því hefur ekki tekist að byggja upp botnfisk- stofnana; öllum helstu markmiðum með kerfinu hefur ekki verið náð frekar en hér; mikil byggðavandamál hafa orðið í kjölfar kvótans 1986 auk þess sem „ofveiði“ hefur ekki verið stöðvuð. Í ofanálagið hafa nú (2002– 2003) fallið dómar, bæði þar og í Ástr- alíu, um bætur til handa dreifbýlisbú- um vegna sviptingar þeirra veiðirétt- inda, sem þeir hafa haft í kynslóðir; búist er nú við hrinu af skaðabóta- kröfum. Hvað BNA varðar hefur ritstjórinn fundið alveg sérstakan talsmann til að spá í málin sem eru í meira lagi flókin; hann veit því meira en Kanarnir sjálf- ir. Grundvallarreglan er og verður DAS eða dagar á sjó; það er í raun sóknarstýring en ekki aflamarksstýr- ing. Lagafrumvarp fyrir Norðaustur- ströndina, sem er líkust þeim aðstæð- um sem hér eru, er 1400 síður og enginn býst í alvöru við því að tekinn verði upp framseljanlegur kvóti (ITQ) fyrir helstu botnfisktegundir. Í landinu eru 8 undirsvæði, sem geta notað helling af stjórnunaraðferðum, en hvert og eitt svæði verður að finna leiðir innan löggjafarinnar, Magn- uson-Stevens Act, og þá væntanlega með einhverjum breytingum, en fyrir liggur frumvarp (13. Amendment). Það sem nú getur kallast framselj- anlegur kvóti er við Alaska og á að- eins við um lúðu og seglfisk. Veiðar á alaska- og beringssundsufsa hafa fall- ið undir visst kvótakerfi, sem byggist á úthlutun á afla til einstakra samtaka (coops), sem síðan geta skipt honum niður á einstakar útgerðir. Í ljósi þessa er við hæfi að biðja ritstjórann um tilvísun í þennan ágæta heimild- armann sinn hjá Herald Tribune, sem veit meira en þeir í BNA. JÓNAS BJARNASON, efnaverkfræðingur. Ástand fiskstofna Frá Jónasi Bjarnasyni ÉG hlustaði á Rás tvö, þegar ég heyrði viðtal útvarpsmanns við starfsfólk skiptibókamarkaða. Spurði hann hvernig því gengi og kveinkaði starfsfólk sér yfir gömlum bókum sem enginn vildi eiga að loknum skóla (aðallega stærðfræði- og raungreinabækur). Að öðru leyti voru viðtalendur hressir og sögðust taka við bókum í ýmiss konar ástandi, svo lengi sem þær væru ennþá heilar. Þetta særði mjög blygðunar- kennd mína, sem nemanda! Sann- leikurinn er nefnilega sá að við, nemendur, sitjum mun oftar uppi með bækur en að þessir svokölluðu skiptibókamarkaðir taki við þeim. Fer það mikið eftir starfsfólkinu sem afgreiðir nemandann hvort tek- ið er við bókunum og hefur undirrit- aður oft lent í því að þurfa að þurrka út glósur annarra nemenda, sem voru til staðar í bókunum þegar hann keypti þær, til þess eins að geta selt þær. Og að sjálfsögðu vilj- um við ekki eiga gamlar námsbæk- ur! Notaðar bækur eru seldar á minna en skítur á priki og notuð eintök bóka, sem okkur vantar, eru illfáanleg. Þetta bókastúss kostar okkur því morð fjár árlega og eru nemendur fegnastir ef þeir geta auðveldað sér róðurinn með sölu notaðra bóka! Einnig vil ég benda á slæma þjón- ustu við pöntun nýrra skólabóka. Nú, þegar bókabúðir Eymundsson- ar, Pennans og Máls og menningar eru allar komnar undir eina sæng, seinkar flestum bókapöntunum kennara, viljandi eða óviljandi. Aldrei er hægt að fá eitt né neitt fyrir upphaf skólaárs. Þessi gagnrýni mín á skiptibóka- mörkuðum virðist nokkuð kaldrifjuð en ég veiti þeim aðeins sömu „hlýju“ og ég hef mætt þar! Eftir samruna bókabúðanna er öll samkeppni búin að gefa upp andann og fólk hefur orðið atvinnulaust. Einhver hefði talið sér trú um að þetta myndi hækka verðafsláttinn í þessu vel- ferðarríki … en svo er víst ekki! JAKOB TÓMAS BULLERJAHN, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skiptibókamarkaðir Frá Jakobi Tómasi Bullerjahn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.