Morgunblaðið - 26.08.2003, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 41
EINUNGIS eitt jafntefli var samið
í fyrstu umferð Skákþings Íslands
sem nú stendur yfir í Hafnarborg í
Hafnarfirði. Hrein úrslit fengust í öll-
um skákum í kvennaflokki og eina
jafnteflið kom eftir langa og harða
baráttu í landsliðsflokki. Það var
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, vara-
forseti Skáksambands Íslands, sem
setti mótið en Guðmundur Bene-
diktsson, bæjarlögmaður Hafnar-
fjarðar, lék fyrsta leik í skák Hann-
esar Hlífars Stefánssonar og Sævars
Bjarnasonar í landsliðsflokki og í
skák Hallgerðar Þorsteinsdóttur og
Lenku Ptacnikovu í kvennaflokki.
Úrslit fyrstu umferðar urðu sem hér
segir:
Hannes H. Stefánss. – Sævar
Bjarnason 1-0
Þröstur Þórhallsson – Sigurður D.
Sigfúss. 1-0
Davíð Kjartansson – Róbert Harð-
arson 0-1
Stefán Kristjánsson – Björn Þor-
finnnsson 1-0
Ingvar Þ. Jóhanness. – Guðmund-
ur Halldórss. 1-0
Jón V. Gunnarsson – Ingvar Ás-
mundsson ½-½
Eina jafntefli umferðarinnar, milli
Íslandsmeistaranna fyrrverandi,
Jóns Viktor og Ingvars Ásmundsson-
ar, kom eftir langa og harða baráttu.
Þeir sömdu eftir 60 leiki þegar jafn-
tefli blasti við í hróksendatafli. Ekki
er hægt að segja að úrslit skákanna
komi mikið á óvart, enda var stiga-
munur frekar lítill í flestum viður-
eignunum. Stórmeistararnir, Hannes
Hlífar og Þröstur, fóru báðir vel af
stað með sigri í sínum skákum.
Í kvennaflokki urðu úrslit þessi:
Harpa Ingólfsdóttir – Anna B. Þor-
grímsd. 1-0
Hallgerður Þorsteinsd. – Lenka
Ptacniková 0-1
Elsa M. Þorfinnsd, – Guðfríður L.
Grétarsd. 0-1
Þótt ungu stúlkurnar, Hallgerður
og Elsa, töpuðu sínum skákum létu
þær reynda andstæðinga sína hafa
fyrir sigrinum, en allar skákirnar í
kvennaflokki urðu um og yfir 40 leik-
ir. Svo merkilega vill til, að allir kepp-
endur í kvennaflokki eru í Taflfélag-
inu Helli.
Önnur umferð í báðum flokkum
var tefld í gær, en þriðja umferð hefst
í dag kl. 17. Teflt er í Hafnarborg,
Hafnarfirði og eru áhorfendur vel-
komnir.
Þröstur byrjaði keppnina í lands-
liðsflokki með leiftursókn og sigraði í
22 leikjum.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Sigurður Daði Sigfússon
Frönsk vörn (breytt leikjaröð)
1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. Rc3 d5 4. e4
dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3
b6 8. Bc4 Bb7 9. De2 Hg8 10. 0–0–0
Hg4
Sjá stöðumynd 1
Nýr leikur. Best er talið að leika
10. -- c6, en þá má hvítur vara sig á
frægri gildru: 10. . . c6 11. Kb1 Dc7
12. g3 Rd7 13. Ba6? Bxa6 14. Dxa6
b5! 15. Rc5 Rxc5 16. dxc5 Bxc5 og
svartur vann í skákinni Dusper-Jusic,
Pula 1997.
11. d5! Dc8
Eða 11. . . e5 12. g3 (12. Rxe5 Hxe4
13. Dxe4 fxe5 14. Dxe5 Dd6 15. Dh8+
Bf8 16. Hhe1+ Kd8 einnig gott fyrir
hvít) 12. . . a6 13. Rh4 Bc8 14. h3 Hg7
15. Dh5 Kf8 16. f4 Kg8 17. Kb1 b5 18.
Be2 Bd6 19. Hdf1 exf4 20. gxf4 og
svartur getur sig hvergi hreyft.
Svartur má auðvitað ekki drepa á
d5: 11. . . exd5? 12. Rxf6+ Kf8 13.
Rxg4 o. s. frv.
12. Rd4 e5
Eftir 12. . . f5 13. dxe6 Bxe4 (13. . .
Hxe4? 14. Dh5 Hxe6 15. Bxe6 Dxe6
(15. . . Rd7 16. Bxf7+ Kf8 17. Re6+
mát) 16. Rxe6) 14. exf7+ Kf8 15. f3 á
hvítur yfirburðatafl.
13. Rb5 f5
Ekki 13. . . Hxg2? 14. d6! Df5 15.
Rxc7+ Kf8 16. dxe7+ Kxe7 17. Dd3
og svartur er varnalaus, t. d. 17. --
Df4+ 18. Kb1 Kf8 19. Dd6+ Kg7 20.
Rxf6! Df3 21. Rce8+ Kg6 22. Rg4+
Kg5 23. Dh6+ Kxg4 24. h3+ Kf5 25.
Rd6+ mát.
14. Rg3 Bd6
Skárra er 14. . . a6 15. Dxe5 f6 16.
Rxc7+ Kd8 17. De6 Hxc4 18. d6 Dxe6
19. Rxe6 Kd7 20. dxe7 Kxe7 21. Hhe1
Be4 22. Rd4 og hvítur á mun betra
tafl.
15. Bd3 --
Sjá stöðumynd 2
15. . . Dd8
Ekki 15. -- e4? 16. Rxd6+ cxd6 17.
f3 Hg8 18. fxe4 o. s. frv.
16. Rxf5 Hxg2
Þetta peðsrán flýtir fyrir úrslitun-
um, en ef svartur leikur annan leik á
hann einfaldlega peð undir og slæma
stöðu. Svarta peðastaðan er veik og
mennirnir vinna illa saman.
17. Be4 Hg6
Eða 17. . . Hg8 18. Hhg1 Hg6 19. f4
Kf8 20. Rfxd6 Hxg1 21. Hxg1 cxd6 22.
fxe5 dxe5 23. d6 Rc6 24. Bxh7 og hvít-
ur vinnur. .
18. Rfxd6+ cxd6 19. Bxg6 hxg6
20. h4 Ra6 21. h5 gxh5 22. f4 og
svartur gafst upp, því að hann hefur
engar bætur fyrir skiptamuninn, sem
hann tapaði.
Nýr norskur stórmeistari
Norðmaðurinn Berge Ostenstad
(2. 469) var útnefndur stórmeistari á
fundi FIDE fyrir annan ársfjórðung,
en hann hvar haldinn í Abuja í Níger-
íu 15.–18. ágúst. Svíinn Bengt Lind-
berg (2.415) fékk staðfestingu á sín-
um AM-titli. Þá voru tveir Danir
útnefndir alþjóðlegir skákdómarar,
þeir Niels Erik Andersen og Lars-
Henrik Bech Hansen. Bragi Þor-
finnsson bíður nú eftir að fá formlega
staðfestingu á sínum AM-titli, en um-
sókn um það lá ekki fyrir fundinum.
Fjörug byrjun á
Skákþingi Íslands
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
dadi@vks. is
SKÁK
Hafnarborg, Hafnarfirði
SKÁKÞING ÍSLANDS 2003
24.8.–4.9. 2003
Morgunblaðið/Ómar
Þröstur Þórhallsson
Stöðumynd 1
Stöðumynd 2
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ mánud. 18. ágúst
2003.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 272
Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 233
Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 217
Árangur A-V:
Oddur Jónsson – Ægir Ferdinandsson 251
Soffía Theódórsd. – Hilmar Valdimarss. 250
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 250
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 21. ágúst.
Spilað var á 8 borðum. Meðalskor
168 stig.
Árangur N-S:
Björn E. Péturss. – Magnús Halldórss. 223
Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 215
Valur Magnússon – Jón Karlsson 167
Árangur A-V:
Haukur Guðmundss. – Kristján Jónss. 216
Alda Hansen – Jón Lárusson 195
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 175
Gullsmárabrids
Það var góðmennt í Gullsmáran-
um sl. föstudag en 14 pör mættu til
keppni í Michell tvímenninginn.
Lokastaða efstu para í N/S varð
þessi:
Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 205
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 198
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 179
Og staða efstu para í A/V:
Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 187
Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 186
Ásta Erlingsd. - Gunnar Bjarnason 178
Frá bridsfélagi eldri
borgara Hafnarfirði
Þriðjudaginn 19. ágúst var spilað á
sex borðum. Úrslit urðu þessi.
Norður/suður:
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundss. 115
Ólafur Guðmundss. – Sigmar Sigurðss. 106
Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 103
Austur/vestur:
Heiðar Þórðarson – Stefán Ólafsson 122
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 113
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 97
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM